Leita í fréttum mbl.is

Evrusvæðið: Mun meira flutt út en inn

VörurVöruskiptajöfnuður á Evrusvæðinu jókst verulega í júní skv. tölum frá Eurostat. Um er að ræða helmings aukningu frá því í maí. Þetta þýðir að mun meira var flutt út af vörum frá svæðinu en inn. Þetta eykur mönnum bjartsýni um að hið versta í kreppunni geti verið að baki. Þó er bent á að taka verði þessari þróun með ákveðnum fyrirvörum, að þetta sé ekki ótvírætt merki um að kreppunni sé að ljúka. Evrusvæðið var 4.6 milljarða evra í plús í júní, sem er það hæsta í tvö ár.

EuObserver greindi frá í frétt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband