Leita í fréttum mbl.is

Iðnaðurinn rétti úr kútnum

euroInnstreymi pantana og verkefna hjá iðnfyrirtækjum innan Evrusvæðisins jókst um rúmlega 3% í júní. Þetta er varlega metið sem enn eitt merki þess að það versta sé að baki í efnahagskreppunni. Hjá þeim löndum sem eru fyrir utan Evrusamvinnuna minnkaði þetta hinsvegar aðeins.

Heildareftirspurn eftir vörum og þjónustu innan iðnaðargeirans jókst, mest á Írlandi (tæp 15%), og svipað í Ungverjalandi og Búlgaríu. Um verulegan samdrátt var hinsvegar að ræða í Danmörku eða um tæp 30% í júní.

EuObserver greindi frá í frétt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Batinn

Humm, já 3% bati á milli tveggja mánaða? Já þökk sé ríkisstyrktri skrott premiu á gömlum bílum í Þýskalandi. Já, það eru nefnilega takmörk fyrir því hvað hlutir geta haldið áfram að hrynja lengi.

Sem betur fer hefur Ísland ekki þurft að fást við svona hrun því við höfum jú krónuna til að auka samkeppnishæfni framleiðslu á Íslandi og framleiðslu útflutnings frá Íslandi. Það hafa engin lönd á evrusvæði, þau hafa ekki krónuna, svo auðvitað er afleiðingin sú að iðnaðarframleiðsla hefur hrunið meira á evrusvæðinu en þegar löndin sem búa ekki í spennitreyju evru gjaldmiðilsins eru talin með.

Mynd: hrun iðnaðarframleiðslu Evrusvæðis og svo hinsvegar í 27 löndum ESB. Bleika línan er evrusvæðið. Það þarf að fara aftur til ca. 1994 til að komast niður á svipaðar tölur.

June 2009 compared with May 2009

Á milli ára (2008/2009) er iðnaðarframleiðsla hrunin um 25,1% á evrusvæði og um 24% í ESB 27 löndunum  (Industrial new orders up by 3.1% in euro area)

Næsti kafli verður evrópska sum-prime bankakreppna sem fór fram óáreitt undir nefinu á seðlabanka evrusvæðis 

SUB-PRIME kreppa evrusvæðis er eftir, því núna er Spánn með 1.3 milljón óseldar nýjar íbúðir á markaði sem eiga eftir að sprengja bankakerfi evrusvæðisins í loft upp. Þetta eru fleir óseldar íbúðir en í öllum Bandaríkjunum og öll verðlækkun á EFTIR að eiga sér stað. Ofaní þetta koma svo 500.000 óseldar nýjar íbúðir í Portúgal.

Atvinnuleysi á Spáni er nú um ca. 20% og verður komið í 25% um næstu páska og um 30% í enda ársins 2010. Það er hrikaleg verðhjöðnun í gangi á Spáni en þó sérstaklega á Írlandi sem gerir það að verkum að raunvextir bara hækka og hækka í þessum löndum á meðan laun lækka og skuldir hækka.

Gunnar Rögnvaldsson, 25.8.2009 kl. 09:26

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Öll myndin (nú minni)

Industial Orders may/june 2009

Gunnar Rögnvaldsson, 25.8.2009 kl. 09:30

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það sem sumir skilja ekki er að undanförnum árum hefur verið uppsveifla sem kallað er.

Ef horft er á línuritð sést að um 2004 byrjar mikil uppsveifla.  Hún á sér ýmsar skýringar sem of langt mál er að fara útí hér.

Það sem síðan skeður er að uppsveiflan náttúrulega hættir og það er í sjálfu sér engin nýjung.

Það sem virðist nefnilega vera að ske er að samtakamáttur ESB með sterkan alvöru gjaldmiðil  heilt yfir er að standa slíkan snöggan samdrátt léttilega af sér.  Léttilega. 

Það má segja að nokkur svæði lendi verr út en önnur ss. Eystrasaltsöndin en heilt yfir almennt séð er engin kreppa í Evrópu.

Td. danir, þeir eru ekkert að tala um kreppu.  Þeir deila af miklu kappi um hvort banna eigi búrkur landinu.  (Að vísu gengur nánast engin dönsk kona í búrku en það er svo sem önnur umræða.)

Samdrátturinn í Evrópu hefur nefnilega sáralitla eða nánast engin áhrif á almenning landanna - með vissum undantekningum þó sem dæmi Eystarasaltslöndin og 2-3 önnur lönd.

Á íslandi er þessu allt öðruvísi háttað. Allt öðruvísi.  (það skilja menn náttúrulega eigi sem eru í dýrðinni í ESB)  Á Íslandi hrundi bankakerfi og það er í sjálfu sér eins saga.  En önnur saga er að um leið hrundi gjaldmiðillinn,  gjaldeyrishöft, verðbólga etc etc. sem hefur gífurleg áhrif á innbyggjara.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.8.2009 kl. 17:10

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Td. danir, þeir eru ekkert að tala um kreppu.

.

Uuhh, 80-100.000 manns eru búnir að missa vinnuna í Danmörku á síðustu 12 mánuðum og 25-30% atvinnuleysi er komið hjá nýútskrifuðum úr háskólum í Danmörku. Verkfræðingar sækja um vinnu á pylsubar og það eru 400 umsækjendur. Það vill svo til að ég bý í Danmörku Ómar. 8.000 manns missa vinnuna í hverjum mánuði og ríkisfjármálin eru að lenda í steik eftir að hafa verið ok í aðeins 4 ár af síðustu 32 árum. 35% af þeim sem missa vinnuna núna munu aldrei fá vinnu aftur á æfinni. Please get real Ómar minn og hættu þessu sölugazi

.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 26.8.2009 kl. 18:53

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú jú, það hefur nú eigi farið fram hjá neinum að ú býrð í dýrðinni.  það er nú vitað.

Allt rangt sem þú segir um danmörku.  Það varð samdráttur þar eins og annarsstaðar m.a. með falli banka auk þess sem íslendingar gerðu þeim til bölvunnar - en þau vandamál voru bara eins og stökkva vatni á gæs.   Hefur sáralítil áhrif.

Feillinn hjá dönum er etv. að halda í krónuna.  Hefði verið betra að vera með evru - en það dugar þeim að vera í ESB.  Dugar þeim alveg.

Eins og sést td. á írland þar sem alþjóðlega er samþykkt að ESB og ECB verndaði þá fyrir samdrættinum eins og Pat 'the Cope' Gallagher bendir skarplega á: 

"While Ireland and Iceland have felt the worst effects of the international banking crisis, there is international agreement that Ireland was cushioned by its membership of the EU and the financial support of the European Central Bank, he said.
http://m.thepost.ie/quickPage.html?page=16691&content=19417840&pageNum=-1

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.8.2009 kl. 20:21

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ertu fullur?

Gunnar Rögnvaldsson, 26.8.2009 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband