Leita í fréttum mbl.is

Reinfelt opnar á Evruna

Fredrik Reinfelt,,Fljótandi sænsk króna er ekki langtímalausn," sagði Fredrik Reinfelt, forsætisráðherra Svía í samtali við Berlingske Tidende fyrir skömmu.

,,Þegar allt gengur vel er ekkert vandamál að hafa lítinn sjálfstæðan gjaldmiðil, en þegar bjátar á er annað uppi á teningnum. Ég held að hinn almenni Svíi geri sér grein fyrir þessu. Við slitum tengslin við Evruna þegar við gengum í gegnum kreppuna í kringum 1990, en það er ekki framtíðarlausn," sagði Reinfelt í viðtalinu. Hann studdi upptöku Evrunnar, en hinsvegar felldu Svíar Evruna í atkvæðagreiðslu haustið 2003.

Sænska krónan hefur fallið talsvert gagnvart öðrum gjaldmiðlum síðan haustið 2008. Óvíst er þó hvort og hvenær Svíar ganga til atkvæða á ný, en þekkt er að einn stjórnarflokkanna, Frjálslyndi flokkurinn, vill gera það sem fyrst.

,,Jafnvel þó að sjálfstæð, fljótandi króna geti virkað hvetjandi fyrir efnahaginn til skamms tíma, getur þetta einnig leitt til vandkvæða, t.d. hvað varðar kaupmátt innanlands og í samskiptum við helstu viðskiptaaðila okkar," sagði Reinfelt ennfremur.

Hljómar þetta ekki dálítið eins og lýsing á öðru landi? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði,er þó á öðru máli.

,,Egill spurði Stiglitz hvort rétt væri að hann héldi mikið upp á íslensku krónuna. Stiglitz svaraði því til að lítil efnahagskerfi væru betur í stakk búin til að aðlagast breyttum aðstæðum en þau stóru. Hann benti á að gífulegur straumur ferðamanna til landsins í sumar væru beinlínis krónunni að þakka.

Í þessu sambandi tók hann fram að evran myndi engan veginn henta hér á landi, einmitt vegna smæðar efnahagskerfisins. Íslendingar mættu ekki við því að vera með gjaldmiðil sem þeir hafa svo litla stjórn á. Það hafi einmitt verið ástæðan fyrir því að Svíar höfnuðu evrunni á sínum tíma. Þeirra eigin gjaldmiðill veitir meiri stöðugleika.
" - Dv.is

Viðar Helgi Guðjohnsen (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 23:28

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sælir

 

Hvað með link á það sem Fredrik Reinfeldt sagði í raun? Hvaða dag var þetta?

  

 

Berlingske: 10. maí 2009

 

Reinfeldt afviser ny euro-afstemning

 

Þann 10. maí 2009 lýsti sænski forsætisráðherrann Fredrik Reinfeldt því yfir að það yrði ekki kosið aftur um Evruaðild í Svíþjóð í bráð (sennilega ekki á næstu árum).

 

Svíar hafa sagt klárt nei við evru. Það er búið að spyrja sænsku þjóðina að minnsta kosti einu sinni svo hví ætti að spyrja hana aftur um þetta sama mál þegar allir vita að þeir myndu aldrei verða spurðir aftur ef þeir einusinni myndu álpast til að segja já. Það er nefnilega engin leið út úr evru aftur án þjóðfélags- og efnahagslegs sjálfsmorðs eins og hönnuðir myntbandalagsins vissu þegar þeir hönnuðu evru-handjárnin.

 

En auðvitað verður Fredrik Reinfeldt að koma með eitthvað til að róa þá í Brussel því hann er jú forseti þessa félagsskapar núna. Það er nefnilega svo að öll lönd sem ganga í ESB eru skyldug til að taka upp evru eins fljótt og þau geta. Svíar lifa á lánuðum tíma og í ónáð Brussel. Svo aumingja Fredrik Reinfeldt er þarna á milli steins og sleggju vitandi að sænska fólkið vill ekki þennan lélega gjaldmiðil sem heitir evra, enda myndi það þýða að lánskjör Svía myndu versna á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og vextir hækka, því í gegnum alla fjármálakreppuna núna hefur sænska krónan og lánstraust sænska ríkisins notið meira trausts á alþjóðlegum fjármálamörkuðum en það lánstraust sem öll lönd í myntbandalaginu hafa notið. Þetta skilar ssér í lægri vöxtum á alþjóðlegu lánsfé til Svía. Þetta kom meðal annars fram þegar aðalbankastjóri Jyske Bank, Anders Dam, hélt ræðu í danska þinginu fyrir skömmu. Hér er hægt að horfa á ræðu Anders Dam neðst á þessari síðu:  Alþýðuhreyfingin gegn ESB-aðild Danmerkur krefst rannsóknar

 

Hinn alþjóðlegi fjármálamarkaður veit vel að Svíar eru miklu betri og traustari lántakendur (betri skuldarar) en öll þau lönd sem eru í myntbandalaginu því hættan á að skattatekjur sænska ríkisins þorni upp eru miklu minni en hjá þeim ríkjum sem eru í myntbandalagi Evrópusambandsins vegna þess að Svíar geta stundað virka peninga- og gjaldmiðilspólitík sem kemur í veg fyrir að útflutningur hrynji og allir missi vinnuna sem á endnaum mun þýða að skattatekjur (greiðslugeta) sænska ríkisins mun alltaf verða betri en hjá þeim löndum sem eru læst inni í evru og geta ekkert aðhafst sér til hjálpar.

 

Þetta sýnir sig best núna þar sem sænski seðlabankinn er kominn með neikvæða vexti á innistæðum (deposits) viðskiptabankana til að hvetja þá til virkari þáttöku í baráttunni gegn verðhjöðnun og útlánatregðu. Þetta er söguleg tilraun og stendur aðeins þeim ríkjum til boða sem hafa eigin ekta seðlabanka sér til umráða - sem engin ríki í myntbandalagi Evrópusambandsins hafa.

 

Kveðjur

  

Gunnar Rögnvaldsson, 6.9.2009 kl. 23:29

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hrun iðnaðarframleiðslu mun minna í Svíþjóð en í evrulandinu Finnlandi 

Þess er einnig hægt að geta hér að bæði Finnland og Svíþjóð eru iðnaðarlönd og hafa löngum fylgst að að svo mörgu leyti. En Finnland er því miður svo óheppið að vera með gjaldmiðil Þjóðverja og Frakka (evru) á meðan Svíar hafa sína eigin sveigjanlegu sænsku krónu sem þeir stýra sjálfir með eigin seðlabanka og peningapólitík.

Á meðan iðnaðarframleiðsla Finnland s hefur hrunið um 34,5% frá júní 2008 til júní 2009 þá hefur iðnaðarframleiðsla Svíþjóðar "aðeins" hrunið um 24,4%, sem er þó nógu slæmt svo ekki sé minna sagt.

Sjá: Finnland á ekki afturkvæmt út úr ESB eða evru

Þess er líka hægt að geta hér að svo seint sem árið 2005 var meirihluti Finna ekki aðeins andvígur evru myntinni sinni heldur var ekki einusinni meirihluti þjóðarinnar hlynntur aðild Finnlands að sjálfu Evrópusambandinu.  

Gunnar Rögnvaldsson, 7.9.2009 kl. 00:13

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Er ekki krónan einmitt að koma okkur til bjargar núna?

Sigurður Þórðarson, 7.9.2009 kl. 11:42

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Auðvitað munu svíar taka upp evru fyrr eða seinna. 

Og að sjálfsögðu stefnir ísland á upptöku evru eftir aðild.  Að sjálfsögðu.

Hagkvæmni sameiginlegs gjaldmiðils eru ótvíræð og þarf ekki að ræða það neitt.  Liggur alveg fyrir.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.9.2009 kl. 15:13

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"31-08-2009

Løsningen på den svingende svenske krone er euroen, men svenskerne vil ikke få muligheden for at stemme, før danskerne har sagt ja.

"Vi fjernede båndene til euroen under vores finanskrise i 90erne, men jeg erkender, at det ikke er en langsigtet løsning. Selv om det umiddelbart kan skabe stimulans i Sverige, så skaber det også problemer - både i forhold til købekraft herhjemme, men også i forholdet til vores handelspartnere - og der er det, vi hele tiden har sagt. På en solskinsdag er det ikke et problem at have en lille valuta, men i krisetider er det et problem, selv om landet har en sund økonomi, og det tror jeg også svenskerne har indset," forklarer den borgerlige svenske statsminister Frederik Reinfeldt overfor Berlingske Business.

Der er dog flere forhindringer, som skal ryddes af vejen før den flydende svenske krone kan blive erstattet af den mere stabile euro. Først og fremmest skal lederen af oppositionen Mona Sahlin støtte op bag forslaget om indførelse af euroen.

Men lederen af de svenske socialdemokrater har udtalt, at hun ikke kan forestille sig en afstemning i løbet af næste valgperiode.

Samtidigt håber den borgerlige regering på et ja i Danmark, hvilket menes at kunne smitte af på vores svenske naboer, og benyttes af ja-kampagnen i en eventuel valgkamp.
http://borsen.dk/investor/nyhed/164738/

Þetta er bara tímaspursmál enda fjölgar þei stöðugt í Sverige sem vilja leggja krónuna á hilluna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.9.2009 kl. 16:58

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ert það þú Ómar minn Bjarki sem ritstýrir þessum vef evrusamtakanna?

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 7.9.2009 kl. 17:40

8 identicon

Gunnar, ertu ennþá að leita að einhverjum til þess að getað potað fingrum að með þinn óskammfellda og lygilega málflutning.

Annars er þvælan hjá þé rsorgleg, enda augljóst að bullið í þér stenst ekki nánari skoðun.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 18:33

9 identicon

Hvað með röksemdir Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafa í hagfræði, sem telur að sjálfstæður gjaldmiðill sé töluvert betri kostur fyrir smáþjóðir en aðild að stærra myntbandalagi?

Viðar Helgi Guðjohnsen (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 21:21

10 identicon

Jón Frímann, það var pínlegt að horfa upp á Evrópusinnana í dag gera sig að fífli fyrir framan Joseph Stiglitz, talandi um að Ísland væri eins og Kúba, einangruð, talandi um ónýtan gjaldmiðil og fleira fram eftir götunum.

Það sást á andliti Joseph Stiglitz að um hann fór kjánahrollur þegar þessir fræðingar komu í raun ekki með nein rök fyrir því af hverju Evran er skárri kostur en krónan.

Hann segir eins og rétt er, Íslendingar þurfa að velja milli þess að hafa miklar og erfiðar sveiflur á atvinnumarkaði ef þeir vilja Evruna.

Hann benti þá á Spán sem hefur Evruna en hreinlega getur ekki bjargað sér frá Atvinnuleysinu vegna þess að þeir hafa ekkert vald yfir myntstefnunni.

Viðar Helgi Guðjohnsen (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 21:25

11 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Hvað gerist þegar túrhestum fækkar? Hvað gerist þegar Íslendingar vilja fara að kaupa aftur vörur erlendis frá. Teljið þið að það verði þannig að Íslendingar ætli sér bara að lifa á vörum framleiddum innanlands. Hvaðan koma hráefni í þær. Hvaðan eigum við t.d. að fá nýja bíla og sjónvörp. Hvað er búið að ausa mörgum milljörðum í að "styrkja" krónuna, sem svo bara fellur í sama farið. Eigum við ekki að hugsa til langtíma? Evran hefur staðið sig mjög vel, ef þannig má að orði komast, það eru nánast allir sammála um. Er það ekki Evran sem er eins og klettur í þessu umróti. Aðrir gjaldmiðlar falla og sveiflast gagnvart henni. Gjaldmiðill endurspeglar "performansinn" í hagkerfinu og styrk þess.

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 8.9.2009 kl. 17:12

12 Smámynd: Jón Þór Helgason

Nú herra Evrópusamtök, er búið að ausa milljörðum í að styrkja krónuna?  Af hverju eiga þá fyrirtæki og einstaklingar um 170 milljarða í erl gjaldeyri á bókum sínum í ísl bankakerfinu?

 Seðlabankinn er búinn að eiða einhverju en nettó er ísland með jákvæðan viðjöfnuð.

Við munum ekki eyða meiru í útlöndum en við öflum.  því mun koma jafnvægi á milli innfluttings og útfluttings til lengri tíma, að frádregini þáttartekjum (vöxtum) og afbogunum.  Framleiðsla á íslandi er að aukast og mun enn aukast, framleiðsla á íslandi mun styrkja krónuna, því þó að við kaupum aðföng mun það vera ódýra en að framleiða hér á landi en að flytja inn.

Síðan var að koma hagtölur frá Írlandi, það er sterkri evru að þakka.  Evran ræðst af styrkleika Franska og Þýska hagkerfisins, Finnar eru með 9% samdrátt, Eystrasaltslöndinn með 16+ og Irar verða með um 12% neikvæðan hagvöxt.  Þessar þjóðir stæðu betur með eigin myntir eða myntir sem eru ótendar evru.  Bankarnir í þessum löndum eru ekki ennþá fallnir en hætt er við það þeir muni gera það.  Sérstaklega í Íralndi og Eystrasaltslöndum.  Spánn er líka í mikilli hættu.

 Taktu eftir því sem Joseph Stiglitz sagði, það þarf að velja á milli sveiflur á vinnumarkaði eða í mynt. 

 Skoðaðu sveiflurnar í evrunni frá upphafi, þær eru um það bil 100% á 10 árum.  Er það stöðugleiki?

 Hvenær æltar Evrópusambandið síðan að gefa út ársreikning?  Mafían er með betra bókhald en þessi draumastofnun ykkar.

kv.

Jón Þór

Jón Þór Helgason, 8.9.2009 kl. 17:46

13 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Reinhart opnar á evruna, Reinhart lokar á evruna. Enginn ostur engin pylsa. 

Hvað gerist?

Það gerist ekki mikið meira en það að sumir þurfa að hafa efni á kaupa eitthvað áður en þeir kaupir það. Spara upp. Eiga fyrir hlutum áður en þeir eru keyptir. Hætta að troða bæði eyrun full af skuldum. Borga niður skuldir. Bankar taka líka við peningum. Þeir hafa bæði debet og kredit hliðar í reikningum sínum.

Ef sæmilega gengur mun sjávarútvegur Íslands skófla auknum kaupmætti inn í formi útflutningsverðmæta og landbúnaður mun eyða þörfinni á að eyða þeim peningum í innfluttan rándýran mat. Áliðnaður og raforka gengur ágætlega vel enda selt í dollurum sem passar vel við núna, hann er samkeppnishæfur. Þá lagast staða þjóðarbúsins aftur eftir slæm áföll og mikið bruðl.

Krónan verndar okkur gegn gerræðislega háu atvinnuleysi og í sumum tilfellum algerum tekjumissi. Það er nefnilega kreppa núna og hún mun ekki lagast í bráð úti í hinum stóra heimi. Þessvegna er gott að hafa svona góðan gjaldmiðil sem gerir Íslandi kleift að keppa í harðri kreppu og í mjög harðri samkeppni á mörkuðum.   

Evran hefur staðið sig mjög vel, ef þannig má að orði komast

Já hún hefur næstum komið í veg fyrir allan hagvöxt og haldið atvinnuleysi í hámarki á myntsvæði hennar síðustu 10 árin. Það er ekki svo lítið afrek. Að geta komið svona í veg fyrir allar framfarir er ekkert smáafrek. 0-15% kaupmáttaraukning á meðan kaupmáttur hefur tvöfaldast á Íslandi síðustu 15 ár. Þjóðverjar hafa ekki fengið kauphækkun í 10 ár. 

Hvað er búið að ausa mörgum milljörðum í að "styrkja" krónuna 

Það veit ég ekki. En þegar evran hrundi um 30% frá 1999 til 2001 - og þá var engin kreppa og ekkert bankakerfi farið á hausinn - þá þurfti seðlabanki Evrópusambandsins að leita á náðir seðlabanka Bandaríkjanna til að reyna í sameiningu reyndu með uppkaupum að styrkja gegni evrunnar, því hún féll bara og féll vegna vantrausts. Gífurlegum upphæðum var hellt í markaðinn en það var eins og að pissa í sjóinn. Hún haggaðist ekki þá frekar en núna eftir að hún hefur hækkað aftur um 100% gagnvart dollar og heldur þar með atvinnulífi evrusvæðis í járngreipum stöðnunar og samdráttar.  

Ekkert efnahagssvæði heimsins mun fara eins illa út úr kreppunni og ESB og evrusvæðið. Þýskaland mun fá svipað eða verra kjaftshögg og Íslands fékk þó svo að allt bankakerfi Þýskalands sé ekki hrunið - ennþá (en hver veit hvað verður). En þetta er miklu stærra skip og það mun taka næstu árin að sökkva. 

Ef fyrst þið spyrjið svona barnalegra spurninga þarna á Evrópusamtökunum, hvað eruð þið þá eiginlega að kljást við og berjast fyrir hlutum sem þið hafið svo ósköp takmarkað vit á því þið virðist því miður vera fæddir í gær og ennþá rennblautir á bak við eyrun. Þið kunnið alls ekki Gagn og Gaman efnahagsmála og vitið mjög lítið um málin hér í raunveruleka ESB og söguna efnahagsmála Evrópu.

Spursmálið um gjaldmiðil þjóða er óendanlega dýpra og mikilvægara spursmál og viðfangsefni en þið gerið ykkur grein fyrir. Þið haldið kannski að þetta sé eins og að panta sleikipinna með pósti. Þið komið fram og hagið ykkur þannig. En þetta mál gæti kostað íslensku þjóðina alla framtíð hennar og svo einnig barna og barnabarna hennar líka. Smáþjóðir þola nefnilega ekki að flugbeittar missa tennurnar og fá falskar í staðinn.   

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 8.9.2009 kl. 18:29

14 identicon

Viðar Helgi, Ísland er núna í dag frekar einangarð land í viðskiptalegu tilliti, enda engir frjálsir fjármagnsflutningar til og frá Íslandi þessa dagana.

Evran hefur þann kost að vera stór gjaldmiðill, og sem slíkur er mjög stöðugur. Sem er ólíkt þeirri stöðu sem íslenska krónan er í dag, en krónan er gjaldmiðil sem ekki er hægt að skipta erlendis og hefur ekkert verðgildi erlendis. Enda hefur raungildi krónunar verið að falla í heila sjö mánuði í röð.

Spánn hefur verið með landlægt atvinnuleysi í marga áratugi. Ástandið hefur hinsvegar stórbatnað á síðustu árum, eða alveg þangað til að kreppan skall á. Á Spáni var hinsvegar húsnæðisbóla sem sprakk með látum, þegar sú bóla sprakk þá jókst atvinnuleysi á Spáni til muna. Þetta ástand mun vara í nokkra mánuði, en mun á endanum batna þegar draga fer úr kreppunni á Spáni.

Jón Þór, krónan hefur sveiflast um rúmlega 100% á undanförnum árum. Það er ekki evran sem er að sveiflast mikið, þetta verður augljóst þegar staða evru gagnvart dollar er skoðuð.

Gunnar Rögnvaldsson. Þetta bull í þér er þreytandi, farðu annað.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 18:49

15 Smámynd: Jón Þór Helgason

Jón Frímann

Athugaðu hvað Evran hefur hreyfst á síðstu 10 árum gagnvart Dollar, YEN og CHF.

Spánn fór í uppsveiflu þar sem myntinn hjá þeim (Evran ) falsaði verðmætli í landinu.   Þvi minnkaði atvinnleysið.   Sama er að gerast í Eystarsaltslöndunum.  Þegar markaðirnir voru búnir að þenjast út þá springa þeir. það gerist í þessum löndum eins og hér.

Jón Þór Helgason, 9.9.2009 kl. 17:49

16 identicon

Jón Þór, fullyrðing þín um Spán og evruna er ekkert nema tómt bull.

Þessi húsnæðisbóla þeirra spánverja er orðin mjög þekkt fyrirbæri, og hérna (wiki, ekki fullkomin grein) er góð grein sem útskýrir þessa húsnæðisbólu mjög vel. Hérna er frétt frá NY Sun um sama mál.

Evran hefur sama verðgildi um allt evrusvæðið, vegna þessa. Þá stenst ekki hjá þér að evran hafi falsað verðmætið í landinu.

Í eystrasaltslöndunum, þá sprakk öðrvísi þenslubóla, með hrikalegum afleiðingum.

 Íslendingar eru í og hafa verið í skuldabólu, sem tilheyrandi kreppu þegar sú bóla féll saman (skuldabólur springa ekki, þær falla saman).

Íslenskur efnahagur er að jafna sig að einhverju leiti vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. Það er þó þannig að íslenska krónan er ónýt, og það mun ekki breytast á næstunni.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband