Leita í fréttum mbl.is

Rehn: Umsókn hluti endurreisnar

Olli Rehn,,Olli Rehn, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, segir umsóknarferli Íslands að ESB vera mikilvægan þátt í endurreisn efnahagslífs Íslands. Reynsla Finna er þeir sóttu um aðild að ESB hafi verið sú að umsókn auki traust á efnahagslífnu og aðgerðum stjórnvalda þar sem hún þyki til marks um stöðugleika." Þetta kemur fram í frétt Pressunnar.

MBL birtir einnig frétt um málið.

ESB hefur einnig afhent stjórnvöldum digran spurningalista með spurningum sem lúta m.a. að stjórnkerfi, efnahagsmálum, dómsmálum og fleira. Svörin munu liggja til grundvallar skýrslu til framkvæmdastjórnar um Ísland.

Þessu tengt: Össur lofar að birta svörin (Pressan.is)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég held að Olli Rehn ætti að kíkja aðeins á hvað er að gerast í heimalandi hans, Finnlandi. Það gerist nefnilega ýmislegt markvert fyrir utan skattfrjálsu veggi bitlingaveitu blómaskreytingamanna í Brussel. Viðkoma í raunveruleikanum er víst ekki hin sterka hlið þessa manns. Traust mitt á þessum manni er ekki meira en samdrátturinn er í Finnlandi núna  

Hagstofa Finnlands tilkynnti í gær að landsframleiðsla Finnlands hefði dregist saman um 9,4% á öðrum ársfjórðungi ársins miðað við sama ársfjórðung síðasta árs og um 2,3% miðað við fyrsta ársfjórðung þessa árs. Samdráttur í landsframleiðslu Finnlands á fyrsta fjórðungi þessa árs var 6% og er því samdrátturinn á fyrstu 6 mánuðum ársins heil 7,7% miðað við tölur Eurostat fyrr á árinu. En þó er samdrátturinn heil 8,5% eftir síðustu leiðréttingu hagstofu Finnlands sem er því 55% meiri samdráttur en varð á Íslandi á sama tíma. Útflutningur Finnlands þurrkaðist út um 30,2% á milli ára á þessum fjórðungi. Þetta eru skelfilegar tölur fyrir Finna. Mynt Finnlands heitir evra; Statistics Finland

Gunnar Rögnvaldsson, 10.9.2009 kl. 11:24

2 Smámynd: Jón Þór Helgason

Gunnar,

Hvað getur Olli Rehn gert að því að það sést ekki úr skrifstofunni hjá honum til Finnlands. Eins er líka hann á góðum launum,enn betri lífeyrssjóði og skattleysi.  Hann þarf ekki að hugsa um velferð landa sinna. 

Olli Rehn er fyrirmynd Össurar Skaphéðissoar, menntaður sem blaðamaður, og stjórnmálafræðingur.  Hefur aldrei unnið hantak frekar en Björgvin Sigurðsson. (að vera í pólitík er ekki vinna ef maður hefur ekki neinn bakgrunn, þá er viðkomandi meira eins og málpípa) http://en.wikipedia.org/wiki/Olli_Rehn

Hann skilur ekki tölur og vill ekki skilja þær.

Jón Þór Helgason, 10.9.2009 kl. 13:38

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Auðvitað getur alltaf orðið samdráttur ýmiskonar á margskonar sviðum víða um veröld.  Það eru eigi ný tíðindi.  Það er nú bara nánast eðli alls eiginlega.

Það sem andsinnar skilja ekki og virðast einfaldlega eigi geta,  það er að hugsa til langs tíma í stórum heildarmyndum.  Þeir bara geta það ekki.  Einfeldisleg nálgun þeirr á öll hin stærri mál er vandræðalega kjánaleg.

Kostir Evrunnar eru svo yfirþyrmandi að einhver samdráttur hefur lítð sem ekkert að segja í stóru myndinni. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.9.2009 kl. 14:47

4 Smámynd: Jón Þór Helgason

Kostir Evrunar fyrir Finna eru ekki sjáanlegir. Samdráttur á utanríkisviðskiptum um 30%!

ég vek athygli á því að atvinnuleysi og samdráttur á íslandi eru minni en OCED gerði ráð fyrir. Og samdráttur í mörgum löndum er meiri en hér á landi, samt hrundi bankakerfið bara hér.

hvaða kosti hefur Evran annars?  Joseph Stiglitz svarað því ágætlega, þú ert greinilega með aðra skoðun.

 Flesta kosti Evrunar má ná með að draga úr sóunn Ríkis og Sveitarfélaga. Þá kemur stöðugleiki.

Jón Þór Helgason, 10.9.2009 kl. 14:53

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Tja já, langtímaþróunin í Finnlandi er víst ekki til að hrópa húrra fyrir  

Langtímaþróun í Finnlandi 

  • Frá 1995-2007 eða á 12 árum þurfti Finnland að greiða þrjú þúsund sextíu og sex milljón evrur fyrir að fá að vera með í Evrópusambandinu. Af 11 árum af 12 mögulegum hefur Finnland þurft að greiða öðrum löndum peninga fyrir að fá að vera með í ESB. Nettó greiðslur Finnlands til Brussel borgar almenningur í Finnlandi. Reikningurinn til Finna var: 3.066 miljón evrur á 11 árum.
  • Frá 1980 til 2008 hefur langtíma þróun atvinnuleysis í Finnlandi sífellt versnað og atvinnuleysi alltaf farið hækkandi til lengri tíma litið og alltaf verið massíft miklu hærra en á Íslandi. Sem sagt, hin síðustu 28 ár hefur Finnland þurft að sligast með massíft fjöldaatvinnuleysi. Það hefur Ísland alls ekki þurft að gera, þvert á móti hefur Ísland verið verðlaunað fyrir að standa fyrir utan hið efnahagslega öryrkjabandalag Evrópu. Eftir að Finnland gékk í ESB hefur það aldrei komist út úr kreppunni aftur, a.m.a.k. atvinnulega og séð.
  • Fyrir vikið hafa þjóðartekjur á hvern Íslending næstum alltaf verið hærri og verið meira hækkandi frá 1980 til 2008 (28 ár) en þjóðartekjur hvers einasta Finna hafa gert. M.ö.o, Finnland hefur ekki haft roð við íslandi í hagvexti, enda læstir inni í ESB

Fleira athyglisvert um Finnland er hægt að lesa hér: Finnland á ekki afturkvæmt út úr ESB eða evru 

Gunnar Rögnvaldsson, 10.9.2009 kl. 16:47

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þið eruð á villigötum.  því miður.  Sjáið eigi heildarmyndina. Minni hagsmunir vs meiri hagsmunir.  Kjarnann frá hisminu etc.

Þetta með stiglitz - þá er það náttúrulega alveg vitað að ekki eru allir hagfræðingar sammála varðandi gjaldmiðla jafnvel þó heimsfrægir séu. 

Það sem hann er beisiklí að segja er meira svona fræðilegar pælingar.   Hann er ekkert afdráttarlaust að kveða upp dóm þar að lútandi.

Hins vegar er það alveg rétt hjá honum að Evran tekur ekki ómakið af stjórnvöldum varðandi efnahagsstjórnun.  Eftir sem áður skiptir skynsamleg stjórnun miklu máli auðvitað.  Að sjálfsögðu.  Ágætis umfjöllun í speglinum í gær (ef vantar aftan á þáttinn verður að hlusta á spegilsþáttnn í heild):

http://dagskra.ruv.is/ras1/4489392/2009/09/09/4

En þetta með Finnland þá er í rauninni ekkert vandamál þar en samt sem áður verður best að bíða í 2-3 ár og líta yfir sviðið til að meta hið ógrlega ástand sem sumir vilja meina að sé þar um sloðir.  Þangað til geta sumir  menn samið ævintýra og ýkjusögur sér til dægrastyttingar.  Það er alltaf svoleiðis. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.9.2009 kl. 17:42

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hvenær skyldi endurreisn Finnlands hefjast? 

Það væri gaman að fá að heyra hvenær Olli Rehn álítur að það muni koma að því að endurreisnin í Finnlandi geti hafist eftir 12 ára aðild Finnlands að Evrópusambandinu. Það mun taka langan tíma fyrir Finnland að ná sér eftir veruna í ESB, þ.e.a.s. ef það þá yfir höfuð er hægt innan hins harða og eyðandi faðmlags ESB og evru. Því miður geta Finnar aldrei komist út úr Evrópusambandinu aftur - og því síður út úr myntbandalaginu.

En staða Finnlands er óskemmtileg því þeir eru krónískt, ár fyrir ár, að missa samkeppnisaðstöðu sína gagnvart útlöndum vegna aðildar Finnlands að myntbandalaginu. Þetta lýsir sér í stöðugt versnandi stöðu finnska þjóðarbúsins við útlönd og sífelldri current account eyðni sem veldur mönnum miklum áhyggjum vegna þess að Finnland virðist vera varanlega að missa samkeppnishæfni sína gagnvart helsta keppinauti sínum á erlendum mörkuðum, en það er Svíþjóð. Finnland getur ekki lengur keppt við Svíþjóð því Finnland hefur ekkert gengi lengur. Gengi Finnlands er farið. Það fór til Frankfürt.

Þetta mun Finnland kannski ekki þola og finnska samfélagið því ganga til grunna í lengdina, ef ekkert verður að gert.

Gunnar Rögnvaldsson, 10.9.2009 kl. 18:32

8 identicon

Það er kannski samdráttur í Finnlandi, en gjaldmiðilinn þeirra (evra) hefur ekki fallið í verði, þeir eru einnig ekki í neinni gjaldeyriskreppu heldur.

Það hefur verið augljóst að það yrði alltaf samdráttur í Finnlandi, enda hefur útflutningur minnkað mjög mikið á heimsvísu á síðustu mánuðum.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 18:33

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er þannig með Gunnar vin okar, að ógerningur er að eltast við rangfærslur hans.  Ógerningur.  Ja það væri þá bara full vinna.  Slík eru afköstin í ævintýraskáldskapnum.

En sem dæmi um málflutning hans má taka bara þetta:

"Frá 1980 til 2008 hefur langtíma þróun atvinnuleysis í Finnlandi sífellt versnað og atvinnuleysi alltaf farið hækkandi..."

Hér er þróun atvinnuleysis þar í landi:

http://www.indexmundi.com/finland/unemployment_rate.html

Tja það stendur allavega finnland og unemployment rate - eða eru menn kannski að segja að þessar tölur séu falsaðar ?

Í tilfelli Finnlands verður að hafa í huga gríðarbreytingar þegar Sovét hrundi.  Gríðarbreytingar og hálfgerðar þjóðfélagsbreytingar (sem eg æta ekkert nánar útí hér enda alltof flókið mál)

Sést glöggt línuritastatistískan hátt hve ESB og í kjölfarið Evra kom Finlandi rosalega til góða.  Bylting bara.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.9.2009 kl. 18:44

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þú sérð vel Ómar Bjarki á þessu fína línuriti frá IMF í gegnum Indexmundi að atvinnuleysi í Finnlandi hefur aldrei komist niður á það sem það var fyrir kreppuna árið 1991/2. Því eftir það hófst nefnilega hið langa og stranga inngönguferli Finnlands inn í ESB sem svo hindraði að atvinnuleysi kæmist niður á það sem það var fyrir keppuna. Því er langtímaþróunin í Finnlandi óhrekjanlega sú að atvinnuleysi í Finnlandi hefur alltaf verið hærra og mjög hátt eftir að Finnland lenti í kreppunni 1991 og gékk svo í ESB.

Sennilega hefur inngangan og veran í ESB reynst Finnum dýrari en sjálf kreppan reyndist þeim. Núna er atvinnuleysi í Finnlandi komið upp í 8,7% sem er mun hærra en á Íslandi. Þó hefur allt bankakerfi Finnlands ekki farið alveg á hliðina, - ennþá: Atvinnuleysi á evrusvæði mældist 9,5% í júlí

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 10.9.2009 kl. 19:10

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það hefur heldur ekki hjálpað Finnum að hafa þurft að greiða 3066 milljón evrur í aðildargjöld til ESB frá og með árinu 1995, rétt eftir að kreppan hafði valdið sem mestum usla í Finnlandi.

En núna er Rússlandsmarkaður Finnlands að taka við sér aftur. Hann var það að minnsta kosti fyrir kreppuna núna. En það verður erfitt fyrir Finna að halda þessum markaði því rússneska rúblan hefur fallið svo mikið gagnvart evru og eins hefur sænska krónan einnig fallið mikið gangvart evru. Svo verksmiðjur Finnlands flytja atvinnutækin yfir til Svíþjóðar til að geta keppt betur við útlönd þaðan. Þessutan þá er Finnland orðið þriðja dýrasta land ESB. 

Gunnar Rögnvaldsson, 10.9.2009 kl. 19:24

12 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

 Jón Frímann kemur mér oft í gott skap....

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.9.2009 kl. 20:43

13 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

....og þið líka Gunnar og Ómar svo ég gæti jafnræðis....

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.9.2009 kl. 20:45

14 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Gaman að sjá konu hér á blogginu, velkomin Jakobína!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 10.9.2009 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband