10.9.2009 | 22:29
Hagur neytenda batnar við ESB-aðild
Fram kom í fréttum í dag að á sviði neytendamála erum við Íslendingar aftarlega á merinni, miðað við aðrar Evrópuþjóðir. Þó hefur mikið áunnist. Í framhaldi af þessu er vert að minna á skýrslu sem Háskólinn á Bifröst gaf út í fyrra. Skýrslan er unnin af Eiríki Bergmann og Evu H. Önnudóttur. Hún heitir einfaldlega Hverju myndi ESB aðild breyta fyrir íslenska neytendur?
Í henni kemur fram að hagur neytenda (les: almennings) myndi líklega stórbatna við aðild að ESB,matarverð myndi að öllum líkindum lækka um allt að 25%, mestmegnis vegna niðurfellinga tolla.
Orðrétt segir í skýrslunni: ,,Ef Ísland gengi alla leið í myntbandalag ESB má gera ráð fyrir að vextir á húsnæðislánum myndu lækka töluvert, en erfitt er að spá fyrir um hve mikil lækkunin yrði. Ástæðan fyrir því er sú að dregið hefur saman með vöxtum á húsnæðislánum í þeim ríkjum sem tekið hafa
upp evruna en vextir á Íslandi er hærri en víðast í Evrópu. Fyrir almenning munar hér verulega um hvert prósentustig sérstaklega fyrir þá sem eru að festa sér kaup á húsnæði í fyrsta sinn. Þar fyrir utan myndi aðild að ESB og myntbandalagi ESB lækka viðskiptakostnað og auka viðskipti og fjárfestingar erlendra aðila á Íslandi."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:33 | Facebook
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Fullyrðingin um að hagur almennings (neytenda) muni batna stórlega við inngöngu í ESB og með upptöku Evru er stórlega ýkt. Fljótt á litið (hef ekki lesið skýrsluna) get ég ekki betur séð en að ekki sé tekið inn í myndina áhrif verðbólgu sem mun eftir sem áður hafa neikvæð áhrif á verðbætur íslenskra húsnæðislána.
Vextir eru efnahagsstjórntæki og háir vextir undanfarin ár á Íslandi voru til þess að slá á þenslu (þó svo það hafi ekki tekist að fullu, en aðrar ástæður liggja þar að baki sem ég ætla ekki að fara í nú).
Lágt vaxtastig í Evrópu er tilkomið vegna lítillar þenslu á því svæði. Ef Ísland tekur upp Evru þá mun sama efnahagsstjórnin gilda fyrir allt Evrusvæðið. Þegar Ísland lendir í þenslu að nýju (sem mun gerast reglulega) þá munum við ekki lengur hafa völd yfir vöxtum sem stjórntæki sem þýðir að ekki verður hægt að slá á þensluna.
Þenslan mun verða til þess að verðbólga fer á fullt á Íslandi og vegna þess að ekki er hægt að slá á hana mun hún enda í óðaverðbólgu sem mun flæða inn í Íslensk íbúðarlán og gera það að verkum að lánin hækka og á endanum mun fólk missa íbúðarhúsnæði sitt í umvörpum.
Þetta kalla ég ekki að bæta hag almennings og mér finnst það ábyrgðarleysi af evrusinnum að taka ekki meira mark á þeirri staðreynd að verðbólga verður ekki leyst með upptölu Evru og að neikvæð áhrif verðbólgu á Íslenskt Evru hagkerfi getur orðið til þess að almenningur tapi stærstu eignum sínum, þ.e. húsnæðinu.
Að lokum vil ég benda á að Jóseph Siglitz, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, er á móti því að Ísland taki upp Evru vegna þess að efnahagur landsins og Evrópulandanna er ekki sambærilegur og þess vegna þurfum við að beita öðrum efnahagsaðgerðum hér en þar (þ.e. að samdráttur getur komið upp í Þýskalandi sem gerir það að verkum að Seðlabanki Evrópu beitir aðferðum til að örva hagkerfið, en á meðan getur verið þensla hér sem ýkist um allan helming við aðgerðir Seðlabanka Evrópu).
Magnús B Jóhannesson (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.