Leita í fréttum mbl.is

Bændasamtökin teikna upp varnarlínur

BBLÍ nýjasta tbl. Bændablaðsins er sagt frá formannafundi samtakanna. Í grein blaðsins kemur fram að samtökin hafi gert eða sett upp s.k. varnarlínur. Athyglisvert hugtak, sem tengist beint hernaði og að verjast einhverju ógurlegu. Ein þekktasta varnarlína sögunnar var s.k. Siegfried-lína í seinni heimsstyrjöldinni og var varnarlína Þjóðverja gegn Bandamönnum. En hvernig líta þessar VARNARLÍNUR íslenskra bænda út:

Varnarlínur Bændasamtaka Íslands

1. Svæðaskipting landsins með tilliti til landbúnaðar kemur ekki til

álita. Sérstakt tillit verður að taka til veðuraðstæðna og ríkra krafna

til veðurfarsaðstæðna, aðbúnaðar búfjár og vinnuverndar.

2. Áfram verði byggt á 13. grein EES-samningsins um rétt Íslands til

verndar heilsu manna og dýra.

3. Ísland og íslensk stjórnvöld hafi fullt frelsi frá reglum og stefnu ESB

til að styðja landbúnað og innlendan úrvinnsluiðnað.

4. Áfram verði heimilt að leggja tolla á búvöru frá löndum ESB.

5. Félagsleg staða og afkoma bænda verði tryggð.

6. Tryggður verði sérstakur forgangur sóknarafurða, svo sem grænmetis,

kornafurða og ávaxta, sem framleiða má hér heima þar sem nýttir

eru endurnýjanlegir orkugjafar, gnægð vatns og/eða ræktunarlands.

Í komandi samningum við ESB er afar líklegt að hægt verði að koma til móts við öll þessi atriði, nema atriði 4. Hversvegna? Jú, einfaldlega vegna þess að ESB er tollabandalag, sem gengur út á tollfrelsi innan þess fyrir vörur og þjónustu. Fjórða varnarlínan þýðir því óbreytta stöðu, þ.e.a.s. að vernda íslenskar vörur gegn erlendum.

Fordæmið frá Finnlandi, "Heimskautafordæmið" tryggir hinsvegar að íslensk stjórnvöld geta haldið áfram að styðja íslenskan landbúnað.

Nokkuð ljóst er að erlendar mjólkurvörur koma tæpast til með að flæða yfir landið, þær eru ferskvara og hér er lítill markaður. Erlent grænmeti er til í búðum, erlent kjúklingakjöt o.s.frv. Íslenskt lambakjöt hefur algera sérstöðu. Innflutningur á svínakjöt gæti aukist, sem og mögulega á nautakjöti. Líta þyrfti því sérstaklega á þessar greinar.

Greinilegt er af fréttinni um málið að samtökin ganga treglega til þeirrar vinnu sem fram fer nú um ESB-málið og setja ákveðin skilyrði. Þau vilja vera með sem samráðsaðili en setja skilyrði fyrir þátttökunni. Á sama tíma hafa samtök bænda alfarið hafnað aðildarviðræðum!

Þá er haft eftir Haraldi Benediktssyni að samtökin muni halda áfram baráttunni með aðstoð samtaka aðildarandstæðinga. „Það er fyrst og fremst fyrir slíka vinnu sem árangur mun nást, okkar er að vera bakhjarl þeirrar baráttu,“ sagði Haraldur. 

Íslenskir bændur njóta umfangsmikill ríkisstyrkja af skattfé almennings. Er það forsvaranlegt að þeim fjármunum sé veitt til að berjast gegn yfirlýstri stefnu Alþingis? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki er nú langt síðan að bændur bentu á að landbúnaður er hernaður. Og með stuðningi yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar, eins og kom fram í nýlegri könnun, verður það vart óyfirstíganlegt mál fyrir bændur að sækja fram langt yfir þessar varnarlínur og taka föðurlandssvikarana í gegn.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 21:41

2 identicon

Málefnalegar umræður, Pétur - takk! Menn eiga að nota stóryrði varlega.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 22:00

3 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Ég hef haldið því áður fram að ein bestu rökin fyrir inngöngu í Evrópusambandið séu andstaða Bændasamtakanna og LÍÚ; hinna samanhnýttu kvótagreifa. Orð Péturs sanna það.

Ingimundur Bergmann, 17.9.2009 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband