Leita í fréttum mbl.is

Gagnrýni á Sturlu Böðvarsson

Andrés PéturssonAndrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, skrifar grein í Fréttablaðið í dag. Þar gagnrýnir hann Sturlu Böðvarsson, fyrrverandi ráðherra, fyrir röksemdafærslu sína í grein nýlega varðandi auðlindir Íslands og hugsanlega aðild Íslands að ESB.

Andrés segir meðal annars:

,,,Í skýrslu auðlindalindanefndar Sjálfstæðisflokksins segir orðrétt ;

„Niðurstaða undirritaðra er að aðild að sambandinu muni ekki valda verulegum breytingum á málefnum er tengjast raforku, vatni, jarðvarma, olíu og gasi. Aðild að ESB hefði engin áhrif á yfirráð Íslands yfir Drekasvæðinu. Aðildin mun heldur ekki valda verulegum breytingum á regluverkinu er gildir um hálendið eða á málefni norðurheimskautsins.“

Varðandi sjávarútvegsmálin segir í álitinu. „meginreglan um hlutfallslegan stöðugleika í óbreyttri mynd tryggir Íslendingum sama hlutfall heildarkvóta og nú er, m.ö.o. íslenska ríkið fengi kvótann við Íslandsstrendur til úthlutunar til þeirra sem hafa veiðireynslu. Erlendir aðilar innan ESB fengju hann ekki þar sem þeir hafa ekki veitt að neinu ráði á íslensku hafsvæði síðastliðna þrjá áratugi…Rétt er að benda á að Lissabonsáttmálinn snertir ekki eignarhald á auðlindum eða auðlindastjórnun. Ekki frekar en Rómarsáttmálinn eða aðrir grundvallarsáttmálar sambandsins.“ (http://www.evropunefnd.is/audlindir)

Ég spyr því, ert þú ekki sammála niðurstöðum þessarar skýrslu eða hefur þú  hreinlega ekki lesið hana? Það er jú hægt að gera meiri kröfur til þín sem fyrrverandi ráðherra og alþingismanns en hins almenna borgara sem ekki hefur sömu tækifæri til að kynna sér skýrslur og gögn um þetta mál.

Það er mikilvægt að sú Evrópuumræða sem fer fram næstu misserin sé málefnaleg og byggð á staðreyndum en ekki  á gróusögum eða vafasömum túlkunum á störfum og stefnu Evrópusambandsins."

Hægt er að lesa greinin á þessari slóð:
http://www.visir.is/article/20090924/SKODANIR03/622727124


Evrópusamtökin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Helgason

Það er í sjálfu sér ekki neitt nýtt í þessari grein.

Hvað með möguleika annara þjóða til að kaupa upp sjávarútvegsfyrirtæki hér þar sem sjávarútvegur í mörgum löndum (spáni og Frakklandi) er hagkvæmari en hér. 

Þá á ég við að niðurgreiðslur til sjávarútvegsis þar eru meiri en hér (bara afsláttur af tryggingargjaldi og sjómannaafsláttur) og þar að auki hefur ekki verið hægt að afnema hlutaskiptakerfið hér.

 Haldið þið að það sé tilviljun að verksmiðjuskip séu skipuð að stórum hluta innflytjendum frá Asíu og Austantjaldslöndunum.

Þessari hagkvæmi er ekki hægt að keppa við eins og Skotar eru búnir að reyna. 

Ekki nema við förum í þjóðfélagsbreytingar og færum laun sjómanna í samræmi við laun þeirra sem munu koma og veiða hér.

Hvaða styrki fá Sjómenn á Íslandi frá ESB ef við göngum í ESB?  Verður tryggt að Sjómenn frá Spáni fái greitt skv ísl lögum?

Launakostnaður er mjög stór þáttur í útgerð hér á landi.  Að því sem ég best veit, er ekki hlutaskiptakerfi með jafn hárri skiptaprósentu á Spáni eins og hér.

 ég óska eftir svari, því mér finnst menn alltaf vera að tala um hvað reglurnar segja en ekki hvað þær gera.

kv.

Jón Þór

Jón Þór Helgason, 24.9.2009 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband