Leita í fréttum mbl.is

Íslendingar vilja aðildarviðræður!

Jon-Kaldal2Jón Kaldal, ritstjóri Fréttablaðsins skrifar í dag mjög áhugaverðan leiðara um Nei-samtök Íslands, sem hann segir vera með sérstæðari söfnuðum landsins. Orðrétt segir Jón: ,,Og andúðin á Evrópusambandinu hefur á köflum yfirbragð trúarhita hjá sumum þeirra sem hafa tekið að sér að tala fyrir hönd hreyfingarinnar. Þeirra á meðal er Ragnar Arnalds, fyrrverandi þingmaður Alþýðubandalagsins og fráfarandi formaður Heimssýnar.

Ragnar kallaði eftir því um helgina að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu yrði þegar í stað afturkölluð. Þá kröfu rökstuddi hann með því að skoðanakannanir hafa sýnt undanfarið að meirihluti þjóðarinnar er mótfallinn því að Ísland gangi í sambandið.
Ragnari láðist hins vegar alveg að nefna að sömu kannanir hafa ítrekað sýnt að mjög öruggur meirihluti þjóðarinnar styður aðildarviðræður við Evrópusambandið."

Leiðarinn í heild sinni

(Ljósmynd- DV)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En gallin er hinsvegar sá að það eru ekki til neinar „aðildarviðræður“ við ESB.

Það er hinsvegar til „samlögunarferli“ og sem stendur eru menn í Utanríkisráðuneytinu í því og verða allt þar til málinu verður „slátrað.“

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 21:53

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Meirihluti Íslendinga vill ekki ganga í Evrópusambandið samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum, vill ekki umsókn um aðild að sambandinu, vill ekki evruna og er óánægður með þá umsókn sem ríkisstjórnin sendi til Brussel.

Evrópusambandssinnar hafa hangið á skoðanakönnunum sem sýnt hafa meirihluta fyrir svokölluðum aðildarviðræðum jafnvel þó þær hafi gjarnan verið í hrópandi mótsögn við kannanir á sama tíma sem sýnt hafa meirihluta andvígan umsókn um aðild! Nokkuð sem bendir til þess að margir vilji einhvers konar könnunarviðræður en ekki formlega umsókn.

En jafnvel í könnunum um aðildarviðræður, hálmstrái Evrópusambandssinna, hefur stuðningur dregist verulega saman og andstaða aukizt til muna. Nú síðast mældist aðeins 50% stuðningur við aðildarviðræður en um 43% andstaða. Í marz sl. var staðan 64% með og aðeins 28% á móti.

Um þetta má t.d. lesa í umfjöllun Wikipedia um umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið sem þessi bloggsíða hefur einmitt mælt sérstaklega með: http://en.wikipedia.org/wiki/Accession_of_Iceland_to_the_European_Union

Það fjarar því undan Evrópusambandssinnu á öllum vígstöðvum ef marka má skoðanakannanir hvað sem Jón Kaldal eða aðrir slíkir kunna að segja.

Hjörtur J. Guðmundsson, 17.11.2009 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband