Leita í fréttum mbl.is

Nei-sinnar í víking til Norjé!

airplane3Morgunblaðið birti í gær frétt sem byrjar svona: ,, Í morgun fór sendinefnd níu Íslendinga til Noregs til að taka þátt í aðalfundi Nei til EU í Noregi, en það eru systursamtök Heimssýnar á Íslandi. Í sendinefndinni eru m.a. þrír þingmenn frá jafn mörgum flokkum."

Þeir þingmenn sem um ræðir eru: Ásmundur Einar Daðason (VG), Vigdís Hauksdóttir (Framsókn) og Unnur Brá Konráðsdóttir (S).

Í frétt MBL er einnig sagt: ,,Ísland er eitt meginþema aðalfundarins, sem haldinn er á Gardemoen..."

Sé dagskráin hinsvegar skoðuð er Ísland á dagskrá kl. 14.30-1545 og 16.10-16.30 á laugardeginum. Dagskráin byrjar kl. 06.30 og er til 18.00 þann daginn. Varla getur þetta talist ,,meginþema" ?

Á sunnudeginum er samkvæmt prógrammi ekkert fjallað um Ísland, en þá mun hinsvegar norski Nei-kórinn syngja!

Athyglisvert hlýtur að vera stærð sendinefndar Nei-sinna og af því að við Íslendingar erum alltaf að tala um hina margfrægu höfðatölu, þá væri þetta svona svipað og að Bandaríkjamenn myndu senda nefnd upp á rúmlega átta þúsund (8000) til erindagjörða fyrir sig. Nei-sinnar eru því virkilega GRAND á því um þessar mundir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Mér líst mjög vel á þessa ferð Heimssýnar til Noregs. Hún er ekki eins og ferðir útrásarvíkinga Íslands sem Samfylkingin og Vinstri Grænir vill að skattgreiðendur Íslands borgi fyrir.

Hún er ekki eins og egótripp utanríkisráðherra Samfylkingarinnar til Brusselgarðs og lendna ESB, algerlega á kostnað íslenskra skattgreiðenda.

Þröngsýni ykkar hér á bloggi "Evrópusamtakanna" er mikil. Ísland er í Evrópu án þess að þið vitið af því. En hver það er sem skrifar það sem hér stendur á vef ykkar, er mér hulin ráðgáta. Best gæti ég trúað að það sé Össur Skarphéðinsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eða Jóhanna Sigurðardóttir sem skrifa færslur ykkar hér á vefsíðu ykkar, því þær eru flestar svo einstaklega heimskulegar. Varla getur verið um aðrar persónur að ræða.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 28.11.2009 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband