Leita í fréttum mbl.is

Þetta vilja íslenskir bændur ekki ræða!

BóndabærLandbúnaðarmál verða einn mikilvægasti málaflokkurinn sem tekist verður á um í komandi aðildarviðræðum við ESB. En Bændasamtökin hafa sagt NEI við bæði aðildarviðræðum og aðild að ESB. Þau halda því statt og stöðugt fram að hér verði sviðin jörð ef íslenskir bændur verða aðilar að ESB. Það hefur hinsvegar hvergi gerst. Af hverju ætti það að gerast á Íslandi?

Markmiðin sem sett eru fram í erindisbréfi landbúnaðarhóps samninganefndar Íslands gagnvart ESB eru annars þessi:

 Samkvæmt áliti meirihluta utanríkismálanefndar (137. löggjafarþing, þingskjal 249) skulu eftirtalin meginmarkmið, sem lúta að landbúnaðarmálum og byggðaþróun, sett í samningaviðræðunum:

Að stuðla að matvæla- og fæðuöryggi;

-að leggja áherslu á sjálfbærni um matvæli (sem hluti af sjálfbærri þróun);

-að stuðningi við landbúnað verði sem minnst raskað þrátt fyrir ákveðnar breytingar í uppbyggingu styrkjakerfisins;

-að kerfið stuðli að hefðbundnum landbúnaði og að skýr stuðningur við mjólkurframleiðslu, sauðfjárbúskap og annan hefðbundinn búskap haldi áfram;

-að stuðlað verði að varðveislu hins íslenska fjölskyldubús;

-að hagsmunir vistvænnar og lífrænnar landbúnaðarframleiðslu verði hafðir að leiðarljósi;

-að landbúnaðinum verði skapað svigrúm til aðlögunar með tilliti til ólíks styrkjakerfis og hnattrænnar stöðu;

-að skoðað verði hvort nauðsyn beri til að útvíkka gildandi reglur ESB til að ná fram heimildum fyrir Ísland til að tryggja sem best stöðu íslenskra bænda;

-að skapa grundvöll til að styrkja íslenskan landbúnað umfram sameiginlegu landbúnaðarstefnuna, t.d. með framleiðslutengdum styrkjum og nýta í því sambandi fordæmi í aðildarsamningi Finnlands;

-að byggðastuðningur miðist t.d. við núverandi starfssvæði landshlutasamtaka sveitarfélaganna;

-að Ísland verði allt skilgreint sem svæði norðurslóðalandbúnaðar og -að kannað verði til hlítar hvort sérákvæði stofnsáttmála ESB um eyjar og héruð sem eru í mikilli fjarlægð frá meginlandi Evrópu geti átt við um stöðu Íslands. 

Þá skal haft samráð við samningahópa um byggða- og sveitarstjórnarmál og EES I að því er varðar matvælaöryggi, annars vegar, og byggðaþróun í dreifbýli, hins vegar.

Að öðru leyti er vísað til álitsins, en hópurinn skal í starfi sínu leggja þau sjónarmið sem þar koma fram til grundvallar og gæta hagsmuna þjóðarinnar í hvívetna. (Leturbr. ES-blogg)

Þetta vilja bændur hinsvegar ekki ræða. "Lokum okkur af-verum ekki með" virðist vera mottó Bændasamtaka Íslands!

Eru þetta markmið sem stuðla að hruni íslensks landbúnaðar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hver segir að þetta hafi ekki gerst í ESB? Að það hafi ekki gerst í ESB að stefna og vítahringur Evrópusambandsins í landbúnaðar og efnahagsmálum hafi ekki skilið eftir sig sviðna jörð, sviðinn landbúnað og gjaldþrota bændur? Hver hefur sagt og sannað þessa fullyrðingu ykkar? Ég vil gjarnan sjá staðfestingu á þessari fullyrðingu ykkar. Takk fyrir.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 10.12.2009 kl. 10:00

2 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Landbúnaður hefur HVERGI lagst af í löndum ESB, eða í rúst, eins og forráðamenn Bændasamtakanna Íslands segja að muni gerast hér. Þetta veist þú, kæri Gunnar. Það hafa orðið breytingar. Landbúnaður er ekki fyrirbæri, sem er eins og einhver "föst" stærð, sem aldrei breytist. En sumir virðast bara halda það!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 10.12.2009 kl. 10:37

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég bað um sönnun fyrir þessari fullyrðingu ykkar. Það eina sem ég fæ þá frá Evrópusamtökunum er meira gaz. Þið hafið sem sagt ekkert að styðjast við annað en fullyrðingar ykkar sjálfra? Þið skrifið þá bara þær fullyrðingar.  

Ég mun fjalla dálítið um þetta grundvallarmálefni þjóða bráðum.

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 10.12.2009 kl. 11:04

4 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Bændur standa fyrir það sem er þjóðlegast og best og vilja standa bak við fullveldið!    Þess vegna þarf ekkert að ræða um ESB - þetta er útrýmingarsamband sem eyðir þjóðum sínum, sérstaklega þeim smáu! 

Ragnar 

Ragnar Eiríksson, 10.12.2009 kl. 12:17

5 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Kæri Gunnar: Á þessum "link" er að finna tæmandi upplýsingar um landbúnað í ESB: http://ec.europa.eu/agriculture/index_en.htm

Þú veist vel sjálfur að landbúnaður hefur hvergi lagst af innan landa ESB. Almennt stendur landbúnaður á tímamótum, m.a. með tilliti til loftslags og umhverfismála, nýrra áskorana og krafna frá neytendum og annað slíkt. Það ættir þú nú aldeilis að vita eftir öll þín ár í ESB!

Maður, líttu þér nær!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 13.12.2009 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband