Leita í fréttum mbl.is

Hrunið - hænan eða eggið?

MBLMorgunblaðið, sem í skjóli nýlegra eigenda berst nú hatrammlega gegn aðild Íslands að ESB birtir í leiðara sínum í dag söguskýringu á orsökum gengisfalls krónunnar. Þær eru þegar orðnar all nokkrar kenningarnar um HRUNIÐ, m.a. umtöluð ,,Umsáturskenning” fyrrverandi Moggaristjórans, Styrmis Gunnarssonar, nefnilega á þá leið að þetta sé allt saman hópi vondra útlendinga, frá ýmsum þjóðum, að kenna.

 

En hvað er í raun að baki hruninu? Manneskjur og mannlegt eðli. Manneskjur af holdi og blóði, með tilfinningar og hvatir: græðgi, löngun eftir völdum og áhrifum, drottnunargirni, dramb og oflæti, skeytingarleysi, kapp án forsjár, ofmetnaður, kæruleysi, dómgreindarleysi og skynsemisskortur, fyrirhyggjuleysi, hefnigirni, rándýrshegðun, hóphegðun, gleði yfir ógöngum annarra og svo framvegis. Banvænn kokteill!

 

En aftur að leiðara MBL í dag. Fyrst byrjar höfundurinn (Davíð eða Haraldur, menn geta leikið sér að því að giska hvor skrifar), á að skvetta fram allskyns frösum um málið, s.s.,,draumórar” og ,,pólítísk tilraunastarfsemi”.

 

Stöldrum við þetta. Ef, EF, þetta er Davíð sem skrifar, er það þá t.d. pólitísk tilraunastarfsemi að ÖLL ríki Austur-Evrópu, sem losnuðu undan kúgun kommúnísmans (sem Davíð er ekki par hrifin af og örugglega ekki Haraldur heldur), hafa sótt um og gerst aðilar að ESB?

 

Og var það ekki Davíð sem “gúdderaði” EES-samninginn á sínum tíma, nokkuð sem Sjálfstæðismenn segja sjálfir að hafi reynst okkur vel. Var það þá ekki pólitísk tilraunastarfsemi?

 

Og síðan segir orðrétt í leiðaranum: ,, Ekki hefur verið hægt að færa fram sannfærandi rök fyrir því að Ísland hefði ávinning af aðild að ESB.” Halló! Hvar hefur leiðarahöfundur dvalið? Er þetta ekki afneitun? Hvað með:

 

Öruggan og stöðugan gjaldmiðil (í tímans rás)

Lægri vexti og verðbólgu

Algerlega tollfrjálsan aðgang fyrir íslenskar sjávarafurðir og landbúnaðarafurðir

Lægra matarverð og þar með framfærslukostnað heimilanna

Hvata til stöðugleika og aðhalds í fjármálum hins opinbera

Aðild að ríkjasambandi sem tekst á við áskoranir framtíðarinnar, t.d. á sviði umhverfis og loftslagsmála

Aðild að ríkjasambandi sem miðar að virðingu fyrir frelsi og mannréttindum

En að sjálfsögðu tínir MBL fram allt slæmt sem blaðið (les. ritsjórinn) finnur. Og þannig mun það væntanlega vera á meðan Davíð og Haraldur sitja á stólum sínum

 

Í leiðaranum er svo sett fram eftirfarandi kenning um fall íslensku krónunnar: ,, Myntin féll eftir fall bankanna en þeir féllu ekki vegna myntarinnar.” Hvort kemur á undan, hænan eða eggið? Af hverju féllu bankarnir? Voru það vondu útlendingarnir, hið vonda ESB, hin vondu Norðurlönd? Hvert er hið raunverulega orsakasamhengi? Staðreynd er að bankakerfið var orðið 12 sinnum stærra en hið opinbera, fjárlög ríkisins. Hverjir leyfðu því að gerast? Hið vonda ESB með sinni vondu reglugerð? Eða hugmyndafræði hinnar óheftu markaðshyggju?

 

Íslendingar gátu hægt á útrás bankanna, en þetta var línan sem var lögð. M.a. var bönkunum bannað að gera upp í evrum, sem án efa hafði sín áhrif á útþenslu íslenska bankakerfisins, eða eins og segir í frétt MBL frá janúar 2008: ,, SEÐLABANKINN lýsir sig mótfallinn því, í umsögn til Ársreikningaskrár um umsókn Kaupþings um að fá að gera upp í evrum, að innlend fjármálafyrirtæki taki alfarið upp erlendan gjaldmiðil í reikningshaldi sínu.” Krónunni skyldi haldið, hvað sem raulaði og tautaði og hver var Seðlabankastjóri?

   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framsókn er í flórnum,
fölsk með sjallakórnum,
stal með ríkisstjórnum,
stolt af þjóðarfórnum.

Þorsteinn Briem, 10.12.2009 kl. 17:59

2 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Þökkum menningarlegt innlegg!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 10.12.2009 kl. 18:52

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

De rien!

Þorsteinn Briem, 10.12.2009 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband