10.12.2009 | 15:00
Hrunið - hænan eða eggið?
Morgunblaðið, sem í skjóli nýlegra eigenda berst nú hatrammlega gegn aðild Íslands að ESB birtir í leiðara sínum í dag söguskýringu á orsökum gengisfalls krónunnar. Þær eru þegar orðnar all nokkrar kenningarnar um HRUNIÐ, m.a. umtöluð ,,Umsáturskenning fyrrverandi Moggaristjórans, Styrmis Gunnarssonar, nefnilega á þá leið að þetta sé allt saman hópi vondra útlendinga, frá ýmsum þjóðum, að kenna.
En hvað er í raun að baki hruninu? Manneskjur og mannlegt eðli. Manneskjur af holdi og blóði, með tilfinningar og hvatir: græðgi, löngun eftir völdum og áhrifum, drottnunargirni, dramb og oflæti, skeytingarleysi, kapp án forsjár, ofmetnaður, kæruleysi, dómgreindarleysi og skynsemisskortur, fyrirhyggjuleysi, hefnigirni, rándýrshegðun, hóphegðun, gleði yfir ógöngum annarra og svo framvegis. Banvænn kokteill!
En aftur að leiðara MBL í dag. Fyrst byrjar höfundurinn (Davíð eða Haraldur, menn geta leikið sér að því að giska hvor skrifar), á að skvetta fram allskyns frösum um málið, s.s.,,draumórar og ,,pólítísk tilraunastarfsemi.
Stöldrum við þetta. Ef, EF, þetta er Davíð sem skrifar, er það þá t.d. pólitísk tilraunastarfsemi að ÖLL ríki Austur-Evrópu, sem losnuðu undan kúgun kommúnísmans (sem Davíð er ekki par hrifin af og örugglega ekki Haraldur heldur), hafa sótt um og gerst aðilar að ESB?
Og var það ekki Davíð sem gúdderaði EES-samninginn á sínum tíma, nokkuð sem Sjálfstæðismenn segja sjálfir að hafi reynst okkur vel. Var það þá ekki pólitísk tilraunastarfsemi?
Og síðan segir orðrétt í leiðaranum: ,, Ekki hefur verið hægt að færa fram sannfærandi rök fyrir því að Ísland hefði ávinning af aðild að ESB. Halló! Hvar hefur leiðarahöfundur dvalið? Er þetta ekki afneitun? Hvað með:
Öruggan og stöðugan gjaldmiðil (í tímans rás)
Lægri vexti og verðbólgu
Algerlega tollfrjálsan aðgang fyrir íslenskar sjávarafurðir og landbúnaðarafurðir
Lægra matarverð og þar með framfærslukostnað heimilanna
Hvata til stöðugleika og aðhalds í fjármálum hins opinbera
Aðild að ríkjasambandi sem tekst á við áskoranir framtíðarinnar, t.d. á sviði umhverfis og loftslagsmála
Aðild að ríkjasambandi sem miðar að virðingu fyrir frelsi og mannréttindum
En að sjálfsögðu tínir MBL fram allt slæmt sem blaðið (les. ritsjórinn) finnur. Og þannig mun það væntanlega vera á meðan Davíð og Haraldur sitja á stólum sínum
Í leiðaranum er svo sett fram eftirfarandi kenning um fall íslensku krónunnar: ,, Myntin féll eftir fall bankanna en þeir féllu ekki vegna myntarinnar. Hvort kemur á undan, hænan eða eggið? Af hverju féllu bankarnir? Voru það vondu útlendingarnir, hið vonda ESB, hin vondu Norðurlönd? Hvert er hið raunverulega orsakasamhengi? Staðreynd er að bankakerfið var orðið 12 sinnum stærra en hið opinbera, fjárlög ríkisins. Hverjir leyfðu því að gerast? Hið vonda ESB með sinni vondu reglugerð? Eða hugmyndafræði hinnar óheftu markaðshyggju?
Íslendingar gátu hægt á útrás bankanna, en þetta var línan sem var lögð. M.a. var bönkunum bannað að gera upp í evrum, sem án efa hafði sín áhrif á útþenslu íslenska bankakerfisins, eða eins og segir í frétt MBL frá janúar 2008: ,, SEÐLABANKINN lýsir sig mótfallinn því, í umsögn til Ársreikningaskrár um umsókn Kaupþings um að fá að gera upp í evrum, að innlend fjármálafyrirtæki taki alfarið upp erlendan gjaldmiðil í reikningshaldi sínu. Krónunni skyldi haldið, hvað sem raulaði og tautaði og hver var Seðlabankastjóri?
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Framsókn er í flórnum,
fölsk með sjallakórnum,
stal með ríkisstjórnum,
stolt af þjóðarfórnum.
Þorsteinn Briem, 10.12.2009 kl. 17:59
Þökkum menningarlegt innlegg!
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 10.12.2009 kl. 18:52
De rien!
Þorsteinn Briem, 10.12.2009 kl. 18:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.