Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Illugi Jökulsson: MIKIÐ GÆFUSPOR FYRIR ÍSLENDINGA

Illugi JökulssonÍ nýlegri færslu á blogg sitt, Trésmiðjuma, skifar Illugii Jökulsson um ESB-málið:

 "Mér finnst það merkur og góður áfangi að alvöru viðræður um inngöngu Íslands í sambandið séu í þann veginn að hefjast.

Ef af inngöngu verður, getur það orðið mikið gæfuspor fyrir Íslendinga.

Það mun efla stöðugleika í landinu, bæta stjórnsýslu, styrkja velferð og lækka matarverð."

Og síðar segir: " Það eina sem ef til vill gæti orðið til þess að ég greiddi atkvæði gegn væntanlegum aðildarsamningi við ESB væri ef við færum eitthvað sérlega illa út úr sjávarútvegsmálunum.

En til þess eru viðræðurnar að komast að því - og við getum grætt svo margt annað á aðild að ESB að það væri fáránlegt, já, það væri dónaskapur við komandi kynslóðir, að halda ekki áfram viðræðunum af fullri einurð og hörku, í þeirri von og trú að út úr sjávarútvegsmálunum komi eitthvað sem við getum vel sætt okkur við.

Látið nú ekki hræðsluáróður sjálfhverfra hagsmunaaðila draga úr ykkur kjark, gott fólk. Við eigum að ganga stolt til samstarfs við aðrar þjóðir, ekki einangra okkur hér svo smákóngar vorir fái enn um sinn stjórnað leifum herja sinna í rústunum.

Nei, aðildarviðræður við ESB eru mesta tækifæri sem Ísland hefur fengið til að bæta sinn hag í langan, langan tíma.

Notum það tækifæri, glutrum því ekki niður."

(Mynd: DV)


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband