Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012

Leiðari FRBL í framhaldi af danskri heimsókn

Leiðari FRBL þann 28.6 fjallar um ESB-málið og heimsókn Evrópunefndar danska þingsins hingað til lands. Ólafur Þ. Stephensen ritar:

"Hófsamir íhalds- og hægriflokkar á Norðurlöndum eru undantekningarlítið hlynntir Evrópusambandsaðild og hafa barizt eindregið fyrir henni. Þar kemur ýmislegt til; hagsmunir viðskipta- og athafnalífs sem þessir flokkar hafa löngum haft í fyrirrúmi, tengsl Evrópusamstarfsins og annars vestræns öryggis- og varnarsamstarfs, sem þeir hafa ekki síður staðið vörð um, og sú skoðun að lítil ríki eins og þau norrænu séu sterkari og hafi meiri áhrif við samningaborðið þar sem ákvarðanir eru teknar heldur en á jaðrinum, utan við kjarna Evrópusamstarfsins.

Sjálfstæðisflokkurinn er eina undantekningin í þessum hópi flokka. Hvers vegna hagsmunir Íslands eru svo ólíkir hagsmunum hinna norrænu ríkjanna að við eigum ekki erindi í Evrópusambandið, hafa forystumenn Sjálfstæðisflokksins aldrei útskýrt almennilega fyrir okkur. Þeir geta vissulega bent á sérstöðu Íslands í sjávarútvegsmálum, en ekkert liggur fyrir um að ekki verði hægt að koma til móts við hana í aðildarviðræðunum við ESB. Sjálfstæðisflokkurinn vill hætta þeim viðræðum áður en það kemur í ljós."

Síðar segir Ólafur: "Upp á síðkastið hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins í vaxandi mæli haft í frammi fullveldisrök gegn ESB-aðild, meðal annars þau að til að ná tökum á ríkisfjármálum í ESB neyðist aðildarríkin til að koma á nánara samstarfi, sem Ísland eigi ekki erindi í. Náið, yfirþjóðlegt samstarf þarf hins vegar ekki að vera slæmt. Meiningin er ekki að stofnanir Evrópusambandsins skipti sér af því hvernig skattfé í einstökum ríkjum er varið, heldur að settar verði reglur um að ekki megi reka ríkissjóði með gegndarlausum halla eða safna of miklum skuldum. Af hverju finnst íslenzkum íhaldsmönnum það slæmt? Finnst þeim hallarekstur og skuldasöfnun spennandi?

Athyglisvert var að lesa viðtal við Lene Espersen, þingmann danska Íhaldsflokksins og fyrrverandi dómsmála- og utanríkisráðherra Dana, í Fréttablaðinu í gær. Hún segist vera íhaldskona og þess vegna með sterka, jákvæða þjóðerniskennd eins og margir Íslendingar. „Fyrir mér snýst fullveldi, það að taka ákvarðanir um eigin framtíð, einnig um það að sitja við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar," segir Espersen."

Allur leiðarinn: http://visir.is/ihald-og-fullveldi/article/2012706289955

 

 


ESB veitir 300 milljóna styrk til Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins

MBL.is segir frá: "Evrópusambandið hefur ákveðið að veita Fræðslumiðstöð atvinnulífsins 1.875 þúsund evrur, tæpar 300 milljónir króna, í styrk til að efla starfshæfni fullorðinna með litla formlega menntun.

Styrkurinn, sem verður greiddur út á þremur árum, er hluti af styrkjakerfi Evrópusambandsins sem kallast Instrument for Pre-Accession Assistance (IPA) og eru veittir þjóðum sem eiga í aðildarviðræðum um inngöngu í ESB. Fræðslusjóður hefur samþykkt að tryggja verkefninu mótframlag.

Snemma árs 2011 fólu stjórnvöld Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) það hlutverk að gera verkefnalýsingu vegna IPA styrkja frá Evrópusambandinu. Markmið þessara verkefna er að búa Íslendinga undir þátttöku í ýmsum viðfangsefnum Evrópusambandsins svo sem stuðningsaðgerðum vegna atvinnuuppbyggingar og byggðamála, segir í tilkynningu.

Verkefni FA ber heitið „Þróun raunfærnimats til að efla starfshæfni fullorðinna með litla formlega menntun“.  Með verkefninu verður þróun þeirra sviða sem það nær til miklu hraðari en ella hefði verið mögulegt.

„Markmið verkefnisins er að auka starfshæfni fólks á vinnumarkaði, sem ekki hefur lokið námi frá framhaldsskóla...."


Lena Espersen í FRBL: Bjartsýn á lausn helstu ágreiningsmála í ESB-viðræðum

Lene EspersenLene Espersen, formaður Evrópunefndar danska þingsins, var í athyglisverðu viðtali í FRBL, þann 27.6 og þar sagði meðal annars:

"Lene Espersen fer fyrir Evrópunefnd danska þingsins sem er í heimsókn hér á landi. Hún er bjartsýn á að viðunandi lausnir finnist á landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum Íslendinga í aðildarviðræðum við ESB. Hún segir aðild hafa gefið Dönum ótalmörg tækifæri og telur skynsamlegt fyrir Ísland að ganga í ESB til að taka þátt í ákvörðunum. Nú þurfi Ísland að fylgja ákvörðunum annarra ríkja í gegnum EES.

Evrópunefnd danska þingsins er stödd hér á landi, en hún hefur viðhaft þá venju að heimsækja öll umsóknarríki ESB á meðan á ferlinu stendur. Lene Espersen fer fyrir nefndinni, en hún gegndi eitt sinn embætti utanríkisráðherra Danmerkur. Hún segist bjartsýn á að lausn náist í helstu ágreiningsmálunum varðandi aðild Íslands, til dæmis málum sjávarútvegsins."

Lene er þingmaður fyrir danska Íhaldsflokkinn (Konservative), systurflokk Sjálfstæðisflokksins og var meðal annars dómsmálaráðherra Dana frá 2001-2008.


Staðan í ESB-málinu á RÚV

RÚVStaðan í aðildarviðræðum Íslands og ESB var rædd í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 í gær. Útvarpsmaðurinn góðkunni, Hallgrímur Thorsteinsson, stýrði. Umræðan byrjar á c.a. 22 mínútum.

Sveppi smellpassar!

...við erum ekki að auglýsa fyrir Stöð tvö, en ritara finnst bara þetta "outfit" (afsakið!) passa mjög vel við Sveppa! Smile

Sveppi


Sjávarútvegsráðherrar funda í Reykjavík

Á vef MBL.is segir: ""Að mati Sigurgeirs Þorgeirssonar, skrifstofustjóra sjávarútvegsráðuneytisins, er ólíklegt að ESB beiti fyrirhuguðum refsiheimildum á Íslendinga í makríldeilunni. Skýr ákvæði EES-samningsins komi í veg fyrir að hægt sé að beita heimildunum gegn Íslendingum.

Evrópuþingið og forsætisnefnd Evrópusambandsins náðu í gær samkomulagi um að beita þær þjóðir sem stunda ofveiði á sameiginlegum fiskistofnum refsiaðgerðum, meðal annars í formi löndunarbanns á allar fiskafurðir. ,,Ég tel ólíklegt að ESB muni beita harðari refsingum en alþjóðlegar skuldbindingar þeirra segja til um,“ segir Sigurgeir.

Sjávarútvegsráðherrar ríkja við Norður-Atlantshaf halda árlegan fund sinn í Reykjavík 3.-4. júlí. Gert er ráð fyrir því að Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, sæki fundinn, að sögn Sigurgeirs. Aðild að þessum samráðsfundum eiga Kanada, Grænland, Ísland, Færeyjar, Noregur, Rússland og Evrópusambandið." 

Sjá: http://mbl.is/frettir/innlent/2012/06/28/ottast_ekki_refsiheimildir/ 



Der Spiegel: Draumur þjóðernissinnans - martröð fyrir efnahaginn!

EvraÍ ensku útgáfu Der Spiegel er að finna úttekt á mögulegum afleiðingum hruns Evrunnar. Það er ekki falleg sýn, hér er smá dæmi:

"It would be a dream for nationalist politicians, and a nightmare for the economy. Everything that has grown together in two decades of euro history would have to be painstakingly torn apart. Millions of contracts, business relationships and partnerships would have to be reassessed, while thousands of companies would need protection from bankruptcy. All of Europe would plunge into a deep recession. Governments, which would be forced to borrow additional billions to meet their needs, would face the choice between two unattractive options: either to drastically increase taxes or to impose significant financial burdens on their citizens in the form of higher inflation.

A horrific scenario would become a reality, a prospect so frightening that it ought to convince every European leader to seek a consensus as quickly as possible."

Í einu orði sagt yrðu afleiðingarnar skelfilegar - og myndu að sjálfsögðu hafa víðtæk áhrif hér á landi, þar sem Evrópa er mikilvægasti markaður Íslendinga.

 


Heimildamynd um Evruna á RÚV

RÚVÍ kvöld verður sýnd á RÚV þessi breska heimildarmynd um Evruna, sem er mikið rædd þessa dagana.

Megin niðurstaða myndarinnar er e.t.v. sú að hrynji Evran, muni það hafa álíka afleiðingar fyrir efnahag heimsins og Kreppan mikla, sem skall á árið 1929.

Varla vill það nokkur maður! 


Skriður að komast á sjávarútvegsmálin?

ESB-ISL2Í frétt á MBL.is segir: "„Við þurfum að hefja viðræðurnar, takast á við vandamálin og þannig munum við ná samkomulagi sem Ísland mun fara eftir. Við erum reiðubúin að leggja fram samningsmarkmið okkar,“ sagði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, við fjölmiðla í Brussel í gær samkvæmt fréttaveitunni Agence Europe aðspurður um viðræður um sjávarútvegsmál vegna umsóknarinnar um inngöngu í Evrópusambandið.

Ríkjaráðstefna Íslands og Evrópusambandsins fór fram í gær en þar voru þrír nýjir samningskaflar opnaðir í viðræðunum um inngöngu Íslands í sambandið. Þar með hafa 18 kaflar verið opnaðir af 35 en af þeim hefur tíu verið lokað til bráðabirgða. Þeir kaflar sem talið er að verði erfiðastir, um landbúnaðarmál og sjávarútvegsmál, hafa hins vegar ekki verið opnaðir enn."

Sjávarútvegsmálin eru áhugaverð, bæði í Reykjavík og Brussel!


Hagfræði Nei-sinna...

Prósent...er hreinasta snilld: "Öll Suður-Evrópa þarf á gengisfellingu að halda, á bilinu 20-40 prósent."

Með tilheyrandi skuldaukingu, kaupmáttarskerðingu, etc. etc.

Æðislegt - bara æðislegt.

Hér eru komnir hinir hreinræktuðu "Hrun-sinnar" !


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband