Leita í fréttum mbl.is

Rompuy um ólguna á Evrusvæðinu

Herman Van RompuyÁ RÚV má lesa þetta hér: ,,Herman van Rompuy, forseti ráðherraráðs Evrópusambandsins, óttast að framtíð sambandsins sé stefnt í hættu fari evrusamstarfið út um þúfur. Efnahagserfiðleikar á Írlandi, í Portúgal og víðar valda ólgu á evrusvæðinu.

Van Rompuy lét þessi orð falla í ræðu í Brussel í dag, áður en fjármálaráðherrar evruríkjanna komu saman til fundar til að ræða aðsteðjandi efnahagsvanda nokkurra ríkja. Forsetinn bætti því við að hann væri sannfærður um að hægt yrði að ráða bót á vandanum, en til þess að það tækist þyrftu allir að leggjast á árarnar."

Í ræðu Van Rompuy kom fram að áætlaður hagvöxtur fyrir ESB-ríkin er áætlaður um 1.8%, á þessu ári, sem er um helmingi meira en spáð var fyrir hálfu ári síðar. 

Rétt eins og hér heima er það skuldavandinn sem er til vandræða.

Frétt RÚV   Ræða Van Rompuy


Bréf frá Azerbaijan

AzerbaijanEvrópusamtökunum hefur borist bréf frá systursamtökunum í Azerbaijan, sem  er í S-Kákasus, við Svartahafið. Þar voru kosningar nýlega. 

Okkur hér á Íslandi finnst kosningar eðlilegur hlutur og að með þeim fái almenningur tækifæri til þess að taka þátt í því sem heitir lýðræði. Við sem aðhyllumst það að þjóðin fái að greiða atkvæði um aðildarsamning að ESB, þegar hann liggur fyrir, lesum þetta bréf með miklum áhuga.

En lýðræði er ekki sjálfgefið, það sést á eftirfarandi bréfi, sem við birtum í heild sinni: 

 

Satetement of European Movement in Azerbaijan on parlimanetary elections held in Azerbaijan in 2010 07 novemebrr.

 

There have been held parliamant elections in Azerbaijan in 2010 noveber 07. According to observations held the acting polling stations have been opened in due time and the rules have been obeied. Installation of web cameras in some polling stations have been assessed as a positive sign.

The election activity in a day of election have been in a low level. However the activity of election have been  increased artificially in polling stations. There have been a lot of violations during election day. Thus, a lot of persons visited to different polling stations and vote, so this means a lot of votes from one person. Before some groups have been arranged and they went to different polling stations and vote for candidate.These groups are mainly organised from university studients, teachers, militarists and some other institutions who are financed by state budget.  The most interesting is that some persons from these groups confessed their fault that they vote several times in different stations. For example electors in 31-st election cosnstituency of Surakhani district 80 persons from other regions who is not registered in the same constituency vote for candidate. It shoud  be noted that these situations have been observed in other polling stations. The most suprisingly is that members of election commission in polling stations or election cosntituency created a large number of conditions for these kind of people who joined in these groups to vote for several times in different stations. The representatives of alternative candidates refused for that kind of situation, but they were arrested and  pulled out  of election process by police and other comptenet persons. Also some international observers have also been pressed and their certificate fascinated. The members of OSCE have not been allowed to make photos during election process.In some other polling stations the situation was very terrible like the election process was interrupted and the stations were under police control.

Some polling stations have been surrounded by sportmans. For example in 29-th election constituency of Sabail and 17-th Yasamal district, in the 5,6 and 7-th polling stations representatives have been pressed and bitted by sportmans for his refusal to falsification. The situation  interfiered with the work of observeres, they could not do their job in a high level and this mens that they did not observed the election process. In 31-th election constituency of Surakhani the observers have been forcly pulled out of polling stations for their refusal to violations.  In some polling stations the observers have been forcly pulled out of polling stations after the voting is end. Only after some minutes they were allowed to enter inside. In 10-th election constituency of Binagadi district  and 17-th election constituency of Yasamal the observers have not been presented the protocols. They were refused to get it by election commissions.

Taking into account the above stated situation  the parliamant  election held in Azerrbaijan in 07 november 2010 should be appreciated as a election  with its number of violations, falsifications.

This shows that Azerbaijan took one more step back from democracy.

European Movement in Azerbaijan apply to European Union, European Parliament, Councile of Europe and calls for to bann the representatives of parliamant of Azerbaijan to visit to european countreis for the next 5 years.

S.Latifov

President of European Movement in Azerbaijan

 

 

 

 


RÚV-Sjónvarp: Rýnivinna hafin

SjónvarpiðKvöldfréttatími RÚV-sjónvarps birti frétt um upphaf rýnivinnu vegna aðildarumsóknar Íslands að ESB. Samkvæmt henni eru um sex mánuðir þar til samningaviðræður Íslands og ESB hefjast. 

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4547163/2010/11/15/6


ESB og peningamálastefnan í Speglinum

RUVFjallað var um ESB-málið í Speglinum í kvöld. Sem og peningamálastefnuna.Hlusta má á þáttinn hér:

http://dagskra.ruv.is/ras2/4553169/2010/11/15/

 


Ögmundur í EuObserver með "tveggja-mánuða-leiðina"

„Almennar reglur okkar eru mjög skýrar og þær eru hinar sömu fyrir öll umsóknarríki,“ segir Angela Filota, talsmaður stækkunarmála hjá Evrópusambandinu við EU Observer. „Það er engin skemmri leið og engin flýtimeðferð í boði. Hvert og eitt ríki gengur inn þegar það er 100 prósent tilbúið til þess.“

Þetta stendur á Eyjunni og í EuObserver

Ætli menn verði ekki hvumsa?


Dr. Lassi Heininen um ESB og Norðurslóðir

Dr. Lassi HeininenDr. Lassi Heininen frá Finnlandi mun flytja fyrirlestur um ESB og Noðursvæðin næskomandi fimmtudag í Árnagarði, í hádeginu, stofu 301.

Dr. Lassi Heininen, hefur birt fjölda vísindagreina á ferli sínum.

Fyrirlesturinn verður á ensku og er öllum opinn.


Össur "utanríkis" óstöðvandi í greinarskrifum

Össur SkarphéðinssonÖssur "utanríkis" Skarphéðinsson, skrifar hverja innblásna greinina á fætur annarri um ESB-málið, nú síðast í Moggann í dag. Össur skrifar:

,,Íslendingar fengu á dögunum góðan gest í Íslandsvininum Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands og sérlegum fulltrúa Frakklandsforseta í málefnum heimskautasvæða. Frakkar hafa áttað sig á þeim tækifærum og ógnum sem fylgja bráðnun íshellunnar á norðursheimskautinu og innan Evrópusambandsins eru þeir meðal forysturíkja um stefnumótun um norðurslóðir. Skilaboð Rocard til okkar Íslendinga voru skýr: Aðild að Evrópusambandinu mun styrkja hagsmuni Íslands á norðurslóðum. Ísland getur í krafti landfræðilegrar legu, reynslu og sérþekkingar orðið leiðandi innan ESB í norðurslóðamálum.

Norðurslóðir eru kjarnamál

Ísland er eina ríkið í heiminum sem í heild sinni er staðsett á norðurslóðum. Þess vegna mun þróunin þar á næstu árum og áratugum hafa bein áhrif á afkomu okkar Íslendinga. Það er einungis spurning um tíma hvenær sumarsiglingar hefjast yfir norðurpólinn en þær stytta vegalengdina milli heimsálfa um þúsundir mílna. Bráðnun íssins mun líka leiða til sóknar í að nýta náttúruauðlindir á norðurslóðum, hvort sem horft er til olíu, gass eða sjávarauðlinda. Þessar auðlindir munu verða nýttar – spurningin er einungis af hverjum og með hvaða hætti. Norðurslóðir eru því hagsmunamál fyrir mörg ríki. Fyrir fáar þjóðir geta þær þó haft jafnmikla þýðingu og fyrir okkur Íslendinga. Verði til að mynda olíuslys á norðurslóðum ógnar það okkur, ekki síst í ljósi fimbulkulda norðursins sem veldur miklu hægara niðurbroti olíu en annars staðar. Íslendingar þurfa líka sterka stöðu til að geta spornað gegn mögulegri rányrkju sjávarauðlinda á norðurslóðum. Ekki má heldur gleyma að spili Íslendingar rétt úr sínum kortum getur þjónusta við norðurslóðasiglingar og sanngjörn hlutdeild í sjálfbærri nýtingu auðlinda haft jákvæð efnahagsleg áhrif á Íslandi og skapað fjölda starfa til framtíðar."

Öll greinin


Bryndís Ísfold: Vér heimskingjar!

 Bryndís Ísfold HlöðversdóttirBendum á hvassan pistil frá Bryndísi Ísfold Hlöðversdóttur um ESB-málið, en hún segir m.a. ,,

,,Enginn af leiðtogum andstæðinga aðildar er nýgræðingur í pólítik  og eftirtaldir aðilar leggja nú allt kapp á að koma í veg fyrir að hægt sé að klára samningaferlið og að almenningur fái að kjósa hvort það vill ganga í ESB eða ekki.  Þetta ber bara merki um að þeir eru rökþrota – eina sem þeir geta, er að gera ferlið tortryggilegt, því málefnaleg rök gegn aðild að ESB virðast þeir ekki ráða við.

Helstu forsprakkar andstæðinga ESB:  Björn Bjarnason, Ögmundur Jónasson, Styrmir Gunnarsson, Jón Bjarnason, Davíð Oddsson, Bjarni Harðarsson, Páll Vilhjálmsson og bóndinn í Dölunum.  (að ógleymdum kvótaeigendum og forystu Bændasamtakanna)   Klárlega gömlu mennirnir til að taka ákvarðanir fyrir okkur hin (okkur fáfróðan almenning sem myndi bara láta plata okkur) um framtíðarmál eins og ESB.

Legg til að samhliða kosningu til stjórnlagaþings eftir tvær vikur verði kosið um að þessir menn endurreisi gamla Ísland með grunngildum þessara gömlu manna, íhaldssemi, forsjárhyggju, fortíðarhyggju, kjördæmapoti, fyrirgreiðslu og umfram allt nýtt efnahagslíf byggt alfarið á gömlu góðu séríslensku krónunni."

Allur pistill Bryndísar


Framkvæmdastjóraskipti hjá Sterkara Ísland

Elvar ÖrnÁ vef Sterkara Íslands má lesa: ,,Elvar Örn Arason er tekinn til starfa sem framkvæmdastjóri Sterkara Íslands. Hann mun leysa Bryndísi Ísfold Hlöðversdóttur af á meðan hún er í fæðingarorlofi.

Elvar Örn (mynd) er alþjóðastjórnmálafræðingur að mennt og tekur við af Grími Atlasyni, en samkvæmt heimildum ES-bloggsins eru enn miklar annir hjá Grími vegna Aiwaves-hátíðarinnar (sem algjörlega sló í gegn) og sér hann sér því ekki fært að sinna störfum fyrir Sterkara Ísland að sinni. (Mynd:Hvíta húsið - ekki í USA - auglýsingastofan!)

Evrópusamtökin óska Elvari velfarnaðar í starfi - og Grími í sínu!


Össur h/f úr Kauphöll: Króna og höft hluti skýringarinnar

Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV:

,,Hlutabréf Össurar hf. voru afskráð í Kauphöll Íslands í dag, en þar hafa þau verið skráð síðan 1999. Gjaldeyrishöftin og krónan eru meðal ástæðna þess að viðskipti með hlutabréf í Össuri fara nú einungis fram í Danmörku...Jón segir að til lengri tíma litið sé erfitt að reka alþjóðafyrirtæki á Íslandi með krónuna sem gjaldmiðil og stjórnendur Össurar hafi aldrei farið leynt með þá skoðun sína. Með gjaldeyrishöftum sé þetta síðan nánast ekki hægt."

Öll frétt RÚV


Síðustu fundir fyrir jól um Evrópumál

SamfylkinginMinnum á síðustu tvo fundi um Evrópumál á vegum Samfylkingarinnar fyrir jólin. Þeira fara fram á Sólon, í hádeginu.
Þriðjudaginn 23. nóvember
Evrópusambandsaðild og auðlindir
Aðalsteinn Leifsson lektor í viðskiptafræðideild og Kristján Vigfússon aðjúnkt í viðskiptafræðideild
Þriðjudaginn 7. desember
Endurtekur sagan sig? Sögulegar víddir Evrópuumræðunnar
Guðmundur Hálfdanarson prófessor í sagnfræði og Torfi H. Tulinius prófessor í miðaldabókmenntum

Baldur McQueen um "tveggja-mánaða-leið" Ögmundar J.

Baldur McQueen"Tveggja-mánaða-leið" Ögmundar Jónassonar, hefur orðið mönnum umtalsefni og einn þeirra sem bloggar um hana er Baldur McQueen, búsettur í Leeds.

Hann segir;...,,auðvitað kemur hugmynd Ögmundar ekki til greina. Eina ástæðu þess má m.a. finna í tilvísuðu bréfi til Morgunblaðsins, hvar Ögmundur gefur í skyn að Íslendingar séu fórnarlömb EES og muni þurfa glíma við afleiðingar af þeim ósköpum næstu áratugina.

Sannleikurinn er að íslenskir stjórnmálamenn – stjórn og stjórnarandstaða – klúðruðu stórkostlega að kynna sér efni EES samningana og slepptu algerlega að grípa til sértækra aðgerða hvar þörfin var brýnust. Eitt skýrasta dæmi þess klúðurs má sjá þegar EES löndin Ísland og Noregur eru borin saman. Annað með Icesave á herðunum, hitt án allra slíkra áfalla því norskir stjórnmálamenn höfðu vit á að takmarka ábyrgð bankainnistæðna við norskar krónur."

Öll færsla Baldurs


MBL.is: Rýninvinnan hafin - tæknin notuð til sparnaðar

MBLMorgunblaðið skrifar greinargóða frétt um ESB-málið í dag, þar sem sagt er frá því að svokölluð rýnivinna er hafin í sambandi við umsóknarferlið:

,,Rýnifundir íslenskra sérfræðinga og sérfræðinga framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til undirbúnings samningaviðræðum um aðild Íslands að ESB hófust í Brussel í dag.

Á rýnifundunum er farið yfir  löggjöf beggja aðila í þeim 33 efnisköflum sem lagasafn Evrópusambandsins skiptist í til að greina hvar íslensk löggjöf er frábrugðin og hvað semja þarf um, segir í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Á fyrsta rýnifundinum er fjallað um 5. kafla - Opinber innkaup, sem er hluti af EES-samningnum. Ísland hefur þegar tekið upp þessa löggjöf en í kaflanum er m.a að finna almennar reglur um gagnsæi, jafnræði og frjálsa samkeppni, og samræmingu reglna um gerð samninga um framkvæmdir, þjónustu og birgðakaup á vegum opinberra aðila. Markmið fundarins er að staðreyna innleiðingu löggjafarinnar og ræða framkvæmd opinberra innkaupa hér á landi.

Af hálfu Íslands sitja nokkrir sérfræðingar á þessu sviði fundinn í Brussel. Einnig gefst fulltrúum úr samningahópnum (EES I), þ. á m. fulltrúum hagsmunahópa, að taka þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað. Þetta er í fyrsta skipti sem fjarfundabúnaður er notaður með þessum hætti í rýnivinnu á vegum Evrópusambandsins en með því jafnframt unnt að ná fram nokkrum sparnaði."

(Leturbreyting, ES-bloggið) Öll frétt MBL.is

Í frétt á RÚV um sama mál stendur: ,,Stefán Haukur Jóhannesson , formaður íslensku samninganefndarinnar, segir þetta mikilvægan áfanga í viðræðunum en gert er ráð fyrir að hún taki allt um það bil hálft ár. Sérfræðingar úr íslensku stjórnsýslunni funda með kollegum sínum í Brussel og bera saman löggjöf á Íslandi og innan Evrópusambandsins eftir efnisflokkum. Stefán segir þetta vera mikla vinnu en nauðsynlega til að hægt verði að hefja efnislegar samningaviðræður."


Árni Þór: "Tveggja-mánaða-leiðin" algerlega óraunhæf!

Árni Þór Sigurðsson

Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG og formaður utanríkismálanefndar telur "tveggja mánaða leið" Ögmundar Jónassonar, vegna ESB, óraunhæfa:

,,Þessar hugmyndir hafa heyrst áður. Þær eru algerlega óraunhæfar og Ögmundur veit það,“ segir Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, um hugmyndir samflokksmanns síns, Ögmundar Jónassonar ráðherra, um að fá skjóta niðurstöðu um tiltekin ágreiningsmál í aðildarviðræðum við Evrópusambandið og kjósa um málið.

Frétt MBL


Vilhjálmur Egilsson um ESB-tillögu Ögmundar; "tveggja mánuða leiðina"

Frétt á Eyjunni byrjar svona: ,,Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, varar eindregið við því að farin verði leið sem Ögmundur Jónasson leggur til, að semja um aðild að Evrópusambandinu á aðeins tveimur mánuðum. Vilhjálmur telur hættu á að þannig náist verri samningur fyrir Íslands hönd.

Eyjan sagði frá því í gær, að Ögmundur vill að aðildarsamningur við ESB verði kláraður á aðeins tveimur mánuðum og að slíkur samningur verði lagður fyrir þjóðina. Áætlun Íslands og Evrópusambandsins í aðildarviðræðunum gerir hinsvegar ráð fyrir því að þær taki um 18 mánuði.

Í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun var Vilhjálmur Egilsson spurður um það hvort tillaga Ögmundar væri raunhæf. Hann taldi svo ekki vera, nema þá að markmiðið væri að ná sem verstum samningi fyrir Íslands hönd."

Öll frétt Eyjunnar


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband