Leita í fréttum mbl.is

Einar K: VG er ESB-flokkur

Einar K. Guðfinnsson horfir til himinsEinar K. Guðfinnsson, fyrrum sjávarútvegsráðherra og nú þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsir því yfir á bloggi sínu að VG sé orðinn ESB-flokkur.

Það eftir að tillaga um að hætta aðildarviðræðum við ESB var felld í flokksráði VG um helgina.

Samkvæmt þessu aðhyllist þá VG aukna Evrópusamvinnu, sem m.a. miðar að auknum viðskiptum á milli landa, frjálsum markaði, vestrænni samvinnu og virðingu fyrir mannréttindum.

Þetta eru, við nánari skoðun, ein helstu leiðarljós sjálfstæðisstefnunnar, stefnu Sjálfstæðisflokksins. 


Örvæntingarfullur Ásmundur Einar

Ásmundur Einar DaðasonNei-sinni númer eitt á Íslandi, Ásmundur Einar Daðason,  neitar að horfast í augu við staðreyndir: Flokksráð hans eigin flokks felldi tillögu um að hætta við umsóknar og viðræðuferlið sem hafið er við ESB. Þetta sést best í fréttum Stöðvar tvö í kvöld, en textafrétt má sjá hér. Svo virðist sem Ásmundur geti ekki sætt sig við lýðræðið inna hans eigin flokks.

Spurning er hvort öldurnar lægi innan VG?

VG vill ekki með neinu móti stuðla að því að fyrsta "norræna velferðarstjórnin" falli. Sem er skiljanlegt. Slíkt myndi hafa hörmulegar afleiðingar í för með sér fyrir flokk eins og VG. VG myndi "falla á prófinu."

En í hverju er velferðin fólgin? Lækkun vaxta, þverrandi verðbólga (sem hvortveggja helst!), nothæfur gjaldmiðill, sem stuðlar að fjárfestingum og alþjóðaviðskiptum, aukin samkeppni og lægra vöruverð, eru sennilega mestu velferðarmál þessarar þjóðar.

Þetta fæst með samtvinnun íslensks samfélags í samfélag þjóðanna. Evrópa liggur þar næst, enda um 70-80% allra viðskipta okkar við Evrópu.

Einangrunarsinnar berja hinsvegar höfðinu í steininn, varðhundar hins óbreytta ástands gelta sem aldrei fyrr. 

Fólk sem aðhyllist skynsemishyggju sér í gegnum málflutning þeirra. 


Tillaga Nei-sinna felld á flokksráðsfundi VG - eykur líkur á skynsamlegri umræðu

VGVG virðist vera að ná áttum í Evrópumálunum.

RÚV hefur greint frá því að tillaga um að hætta aðildarviðræðum við ESB, var felld á flokksráðsfundi flokksins, sem nú er haldinn í Hagaskóla.

Það má því segja að skynsemin hafi haft vinninginn í þessu máli.

Þetta eykur líkurnar á því að hægt verði að ræða ESB-málið af meiri alvöru en hingað til. Sérstaklega innan VG. 

Mögulega eykur þetta einnig líkurnar á því að VG geti farið að hugsa meira um það hvernig flokkurinn geti stuðlað að framförum á sviði umhverfismála (en þetta er sá málaflokkur sem verður hvað fyrirferðamestur, á heimsvísu, á næstu áratugum), með aukinni samvinnu á vettvangi Evrópu. 

Segja má að FRAMTÍÐIN hafi sigrað í þessu efni hjá VG og því ber að fagna! 

 

 


Gauti Kristmannsson svarar Bjarna Harðar í FRBL

gauti_kristmannsson_995879.jpgGauti Kristmannsson, dósent í H.Í. svarar Bjarna Harðarsyni í grein í Fréttablaðinu í dag, en Bjarni ritaði grein í Morgunblaði fyrir skömmu, sem svar við fyrri grein Gauta um þýðingar og íslenska tungu.

Gauti segir: ,,Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og gjaldkeri Heimssýnar, lætur svo lítið að hafa nokkur orð í Morgunblaðið 4. nóvember sl. um athuganir mínar á þeim áhrifum á íslenska tungu sem innganga í Evrópusambandið hefði.

Hann beitir í greinarkorni sínu þeim kunnuglegu brögðum sem sjá má hjá mönnum sem sjást ekkert fyrir þegar þeir vilja afflytja mál annarra. Þau eru hér einkum hálfsannleikur, óvinahatur og sögufölsun.

Hann segir að nú þegar eyði þjóðin „umtalsverðu fé til þýðinga á regluverki EES" og að ég bendi á að „sú vinna öll og kostnaður margfaldast við inngöngu í ESB". Þetta er sígilt dæmi um hálfsannleik, því þó að það sé rétt að kostnaðurinn aukist þá fellur hann ekki lengur á Íslendinga eina heldur ESB allt. Það sparast því umtalsvert fé við það.

Næsta fullyrðing er afbragðsgóð: „Og jafnt þó enginn lesi þýðingar þessar mun þýðingastarfið hafa áhrif á íslensku þar sem samhliða þýðingum munu skriffinnar margskonar starfa við að orðtaka regluverk þessi, yfirfara og kynna nýyrði og talsmáta sem þar verður til og svo mætti lengi telja." Hvernig skriffinnarnir fara að því að gera þetta án þess að lesa þýðingarnar veit ég ekki, en kannski er það þannig sem Bjarni starfar sjálfur við að afla sér upplýsinga."


Öll grein Gauta 


ESB-aðild bætir löggjöf um umhverfismál

SmuganÁ Smugunni má lesa: ,,Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir að aðildarviðræður við ESB séu mikilvægt tæki til að bæta löggjöf í umhverfismálum og náttúruvernd á Íslandi. Í kjölfar aðildarumsóknar Íslands fer framkvæmdastjórn ESB í Brussel fram á að íslensk lög og stjórnarhættir standist þær kröfur sem gerður eru í umhverfismálum innan sambandsins.

Árni segir að allir þeir sem vilja auka veg umhverfisverndar á Íslandi hljóti að fagna slíkri aðlögun.

,,Alveg óháð því hvort aðild að Evrópusambandinu verður samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu stöndum við því frammi fyrir grænni aðlögun að lagaramma Evrópusambandsins," skrifar Árni í pistli hér á Smugunni."

Frétt Smugunnar 


Verður gremja í VG?

VGÁ www.visir.is stendur:

"Búast má við að hart verði tekist á um Evrópusambandsmálin á flokksráðsfundi Vinstri grænna sem hefst í dag. Formaður flokksins reiknar með hreinskiptum skoðanaskiptum, en segir engan vafa á því hver stefna flokksins sé í evrópumálum.

Flokksráð Vinstri grænna kemur saman klukkan fimm í dag. Fyrirfram er reiknað með að hörðustu andstæðingar yfirstandandi viðræðna við Evrópusambandið muni herja á forystu flokksins um að viðræðunum verði hætt. En fyrir nokkrum vikum birtu rúmlega hundrað flokksmenn og stuðningsmenn flokksins áskorun í dahblöðunum til forystunnar um að fara að stefnu flokksins. Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna segir stefnu flokksins í Evrópumálum liggja fyrir og býst ekki við átökum á fundinum."

Öll fréttin

Lógóið er athyglisvert.

Morgunblaðið hlýtur að verða fullt af fréttum frá VG-fundinum. Reyndar hefur Morgunblaðið verið stútfullt af ESB-fréttum í anda Davíðs Oddssonar undanfarna daga.

Í blaði dagsins eru t.a.m níu fréttir eða greinar sem tengjast ESB. Heilu síðurnar! En allt á neikvæðu nótunum! Það er greinilega dagsskipunin, neikvætt skal það vera.


Valgaður um stjórnarskrá - ESB, á Eyjunni

Valgaður GuðjónssonValgarður Guðjónsson, leiðtogi Fræbblanna, og "kosningasjónvarpstölvukall" ritar pistil á Eyjunni um væntanlegt stjórnlagaþing og ESB-málið. Það er nefnilega verið að spyrða þetta saman.Valgarður skrifar:

,,Ein algengasta spurningin sem ég fæ um afstöðu til einstakra mála er hvort ég sé fylgjandi eða andvígur aðild að Evrópusambandinu.

Stutta svarið er að ég veit það ekki.

Ég ákvað fyrir nokkuð löngu að sjá hverju aðildarviðræður skiluðu, gefa mér þá tíma til að skoða rök með og á móti og taka afstöðu. Það er einfaldlega talsvert af góðum og gildum rökum á báðum hliðum.

Lengra svar er að mér finnst þetta ekki vera málefni stjórnlagaþings. Mér finnst fráleitt að vinna þingsins sé miðuð við að hanna stjórnarskrá sem annað hvort kemur í veg fyrir eða opnar sérstaklega fyrir aðild. Mér finnst talsvert rökréttara að skrifa stjórnarskrá sem almenn sátt verður um."

Allur pistillinn 


Súrrealismi!

Salvador DaliRitari kom við bensínstöð í dag, tók bensín (sem hækkaði í gær,en lækkaði aftur í dag - hvernig er þetta hægt - ekki nema von að allt verðskyn sé farið út í veður og vind) og rakst þar á Bændablaðið.

Bændasamtökin vilja jú ekkert af ESB vita, eru algerlega á móti ESB, segja að landbúnaðurinn muni hrynja við aðild og hvaðeina (hvergi gerst!). 

En samt er Bændablaðið alltaf fullt af fréttum um ESB og yfirleitt hvað ESB sé nú rosalega vont fyrirbæri, rétt eins og Mogginn!

Í Bændablaðinu er t.d. sagt frá fundaherferð samtakanna sem er á dagskrá. Og hvað ætla bændur að ræða - jú, einmitt: ESB!

Og þá verður væntanlega hrópað í kór að ESB vilji leggja niður alla byggð í sveitum landsins.

En að minnast á nothæfan gjaldmiðil, lægri vexti og verðbólgu og betri rekstrarskilyrði bænda verður sennilega ekki gert. 

Salvador Dalí gæti ekki gert betur! 


Stríðsöxin á lofti innan VG vegna ESB

ExiEnn er blásið til stríða innan VG vegna ESB. Á Eyjunni stendur þetta:

,,Einn ráðherra og tvær þingmenn Vinstri grænna gera það að tillögu sinni á flokksráðsfundi flokksins sem hefst á morgun að hætt verði skilyrðislaust við aðlögunarferli að Evrópusambandinu. Enn aðrir flokksráðsmenn hyggjast leggja fram á sama fundi öndverða tillögu; að samningaviðræðum verði framhaldið.

Segir Morgunblaðið frá þessu og vitnar til heimildamanns. Meðal þeirra sem munu fara fram á að slíta aðlögunarferli Íslands að ESB eins og það er kallað eru Ögmundur Jónasson, ráðherra, og þingmennirnir Ásmundur Einar Daðason og Atli Gíslason."

Það virðist stefna í uppgjört innan VG vegna málsins. Uppgjör meðal vinstri-manna hafa í gegnum tíðina verið illvíg, hvort sem það er hérlendis eða erlendis.

Menn falla í "ónáð", eru settir útaf "sakramentinu" o.s.frv. Í gamla "Sovét" vori iðulega framkvæmdar "hreinsanir" á hinu og þessu.

VG, sem gefur sig út fyrir að vera "umhverfisflokkur" Íslands virðist loga í illdeilum. Þesskonar umhverfi er ekki gott starfsumhverfi. 

Í staðinn fyrir að horfa fram á veginn virðast bræðravíg vera meginþemað í starfsemi VG um þessar mundir. 

Ps. VG er í sama húsi og ESB hér á Íslandi, gömlu Moggahöllinni! Salvador Dali hefði ekki getað gert betur! 

 


Er Spaugstofan flutt?

Árni JohnsenÍsland þarf nauðsynlega á góðum grínistum að halda, rétt eins og aðrar þjóðir. Og það er líka sagt að hláturinn lenggi lífið. Við þurfum mikið grín á "þessum síðustu og verstu."

Ritstjórn ES-bloggsins les þetta á Eyjunni: ,,Þá stefni ríkisstjórnin að því að gera Ísland að litlu þorpi í Tyrklandi með aðildarviðræðum sínum við Evrópusambandið."

Þetta er úr grein eftir Árna Johnsen í Morgunblaðinu.

Er Spaugstofan flutt? 

(DV-mynd) 


Rýnivinnu um félagarétt lokið

island-esb-dv.jpgÁ Evrópuvef Utnaríkisráðuneytisins stendur: ,,Rýnifundi um 6. kafla löggjafar Evrópusambandsins, félagarétt, lauk í Brussel í gær. Á fundinum, sem stóð í einn dag, báru sérfræðingar Íslands og ESB saman löggjöf í þessum samningskafla en í honum er að finna reglur annars vegar um félagarétt og hins vegar um reikningsskil fyrirtækja og endurskoðun. 6. kafli er hluti af EES-samningnum og var á fundinum rætt um framkvæmd reglnanna hérlendis . Ísland hefur þegar tekið upp löggjöf á þessu sviði og ekki er um neinar undanþágur eða aðlaganir að ræða."

Öll fréttin


Aðild að ESB lykilatriði fyrir sprotafyrirtæki, segir Iðnaðarráðherra

Katrín JúliusdóttirIðnaðarráðherra, Katrín Júlíusdóttir, setti svokallaða Athafnaviku fyrr í vikunni. Í sambandi við það birtist frétt í Fréttablaðinu, en þar sagði:

Iðnaðarráðherra telur aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) algert lykilatriði til þess að nýsköpunar- og sprotafyrirtæki geti vaxið í alvöru stærðir hér á landi."Þetta eru oftar en ekki útflutningsfyrirtæki sem eru að flytja út hugverk og þá skiptir stöðugur gjaldmiðill gríðarlegu máli," segir hún. "Innan ESB eru gríðarlega mikil tækifæri fyrirnýsköpun og sprota. Mikil áhersla og sívaxandi og þá ekki síst tengt loftslagsmarkmiðum.Ég held að það verði öllum ljóst sem skoða þetta. Þar er markvisst og flott starfsem ég held að muni gagnastokkur gríðarlega vel,"segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. (Mynd VF.is)


Jón Sigurðsson (Össuri) á Rás 2: ,,Mótsagnakennt að reka alþjóðlegt fyrirtæki í lokuðu hagkerfi, aðild að ESB jákvæð"

Jón SigurðssonAðgerðir Össurar (þ.e.a.s að flytja fyrirtækið úr Kauphöllinni, til Danmerkur) hafa vakið athygli.

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, var á Rás 2 í morgun og spjallaði þar um þessi mál.

En það kom fram í viðtalinu að það yrði að vera "hreint borð" og að það sé varla hægt að reka alþjóðleg fyrirtæki hér á landi, í ástandi því sem nú ríkir, þ.e.a.s. með krónu í höftum!

Hann sagði vera ,,lítil merki um bata."

Hann sagði að aðild að ESB væri mjög jákvæð til að laga ástandið. Hann sagði Ísland ekki geta tekið þátt í alþjóðasamskiptum með því að "skella í lás" eins og hann orðaði það.

Hlustið á viðtalið: http://dagskra.ruv.is/morgunutvarpid/thattafaerslur/ahrif_icesave_slaem_islensk_fyrirtaeki_erlendis_16959/

 


Ekki bjóða Nei-sinna þetta!

Brussel-kálÞú færð Nei-sinna í mat. Þú býður honum ekki upp á:

London-lamb

Bayern-skinku

Franskar kartöflur

Frankfurter

Brussel-kál

Berlínar-bollur

Belgískar vöfflur

Irish-coffe

Grískt salat

Madeira-sósu!


Þorsteinn Pálsson: Megum ekki hræðast upplýsingar

Þorsteinn PálssonÁ MBL.is má lesa: ,,Þorsteinn Pálsson segir að menn eigi ekki að hræðast upplýsingar um Evrópumál. Ný þekking geti aldrei verið nema jákvæð. Hann benti á að Ögmundur Jónasson hefði á sínum tíma þegið boð um að fara til Danmerkur til að kynna sér forvirkar rannsóknaraðferðir lögreglu.

„Ögmundur Jónasson hefur varað einna mest við því, og tekið stórt upp í sig, þegar verið er að bjóða mönnum í ferðir til útlanda til að fá upplýsingar. Hann hefur talið það vera þjóðhættulegt,“ sagði Þorsteinn á fundi sjálfstæðismanna um Evrópumál." Öll frétt MBL 

Framkvæmdastjóri Nei-samtakanna ræðst að Þorsteini á bloggi sínu og segir að ef menn nenni að kynna sér ESB, þá geti þeir bara gert það á netinu!

Þetta eru í hæsta máta skringileg rök, í fyrsta lagi hafa ekki allir internetið og í öðru lagi vill fólk kynna sér með skynsamlegum hætti hvað ESB virkilega er. T.d. með því að lesa kynningarefni í ró og næði, eða hlusta á almenna umræðu. 

Útgáfa NEI-sinna af ESB er einföld (kannski eins og heimsmynd þeirra og heimssýn): ESB eitthvað hræðilega vont sem ætlar a INNLIMA Ísland, hirða allt sem við eigum og gott betur en það! 

Svo geta þeir aldrei nefnt nein dæmi um þetta sér til stuðnings! Kostulegt! 

Nei-sinnar eru svo skelfilega rökþrota og ráðvilltir eftir að tilraunir til þess að stöðva ferlið runnu út í sandinn.

Nei-sinnar geta bara ekki sætt sig við að samningaferlið sé í raun hafið - þeir eru argir og fúlir.

Nei-sinnar eru fólkið sem vill viðhalda óbreyttu ástandi, höftum og gjaldmiðli í kreppu, svo eitthvað sé nefnt.

Enda hefur þetta fólk engar lausnir fram að færa - og það vill ekki að fólk kynni sér Evrópusambandið - það vill halda fólki í myrkrinu, rétt eins og á Miðöldum!

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband