Leita í fréttum mbl.is

Ekkert makrílstríð! Viðræður ganga vel

makrill_1025282.jpgFram kemur á RÚV að viðræður deiluaðila um MAKRÍL hafi gengið vel. Svona er fréttin: ,,iðræður Íslendinga og Evrópusambandsins um makrílveiðar Íslendinga voru mjög gagnlegar, segir Tómas H. Heiðar, formaður samninganefndarinnar.

Einhliða ákvörðun Íslendinga um makrílkvóta hefur undanfarin ár vakið upp harða gagnrýni hagsmunasamtaka, einkum í Noregi og Skotlandi. Íslendingum hefur ekki verið hleypt að samningaborði strandveiðiríkjanna um makríl, á þeim forsendum að Ísland væri ekki strandveiðiríki þar sem makríllinn væri ekki í íslenskri lögsögu. Nú hefur hins vegar verið sýnt fram á með rannsóknum Íslendinga og Norðmanna að sú forsenda er röng. Tómas H. Heiðar segir að í viðræðunum við ESB hafi hvergi verið ýjað að refsiaðgerðum vegna kvóta Íslendinga. Fyrir ári var ákveðið að íslensk sendinefnd tæki þátt í viðræðunum um kvótaákvörðun næsta árs. Þær verða haldnar um miðjan október."

Heimildin


Bændasamtökin og "samsærið"

dv-logoÍ frétt á dv.is kemur fram: ,,Bændasamtök Íslands hafa sent Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra og utanríkismálanefnd Alþingis bréf þar sem þess er krafist að staða landbúnaðar í samningaferlinu við Evrópusambandið (ESB) verði skýrð. Að mati samtakanna hafa bæði stjórnvöld og ESB þrýst verulega á um að stjórnsýsla og löggjöf verði aðlöguð að reglum sambandsins á meðan á aðildarviðræðum stendur og áður en aðildarumsókn hefur fengið stjórnskipulega meðferð.

Segir í frétt á vef Bændasamtakanna að ef fram fer sem horfir verði þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild marklaus enda verði búið að innleiða regluverk Evrópusambandsins hér á landi áður en til hennar kemur."

Bændur eru algerlega að misskilja þetta mál. Hér er ekki um neina aðlögun að ræða, heldur undirbúning. Búið er að samþykkja að sækja um aðild og halda þjóðaratkvæði um það. Ef, niðurstaðan verður já, vilja þá bændur standa algerlega óundirbúnir í því máli? Með engan aðgang að stofnunum og þeim greiðslukerfi sem fylgir aðild?

Það er verið að gera bændur betur undir það búna að takast á við aðild! Ef að aðild verður! Er það svona rosalega vont?

Síðar segir í frétt DV:
,,Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtakanna segir ljóst að samningaferlið feli í sér aðlögun að reglum ESB. Það eigi ýmist að gerast strax eða mjög fljótlega þó um einhver atriði ríki óvissa um hversu hart ESB ætli að ganga fram. „Það hefur verið staðfest í vinnu samningahóps Íslands um landbúnaðarmál að reglur ESB ganga gegn varnarlínum þeim sem Bændasamtökin hafa dregið upp. Aðlögun að stjórnkerfi ESB vegna aðildarumsóknarinnar er þegar hafin í ýmsum málaflokkum. Það er í fullri andstöðu við það sem sagt var þegar umsókn Íslands um aðild var send. ESB virðist líta svo á að Ísland verði aðildarríki og fjöldi starfsmanna sambandsins hefur það eitt hlutverk að vinna að þeirri niðurstöðu. Við bændur krefjumst þess því að tekin verði af öll tvímæli um þessi mál og staða landbúnaðar í aðildarviðræðunum verði skýrð hið fyrsta.“(Feitletrun-ES-blogg)

Hefur ESB sagt að ísland verði aðildarríki? Ritari kannast bara ekkert við það. Og hvaða ,,fjöldi starfsmanna" er þetta sem talað er um? Er þá s.s. eitthvað samsæri í gangi hjá ESB um að Ísland verði aðili hvað sem það kostar?? Er það ekki þjóðin sem á að ákveða það?

Kröfugerð Bændasamtakanna hljómar líka svolítið sérkennilega, sérstaklega í ljósi þess að samtökin hafa lýst því yfir að þau vilji ekki verða með í aðildarferlinu, en Búnaðarþingið í fyrra lýsti því yfir að það vildi eignlega ekkert með umsóknina að hafa og að Alþingi bæri alfarið ábyrgð á henni.

Sjá hér

Hér eru annars samningmarkmiðin í landbúnaði gagnvart ESB.

 


Ísland, Kreppan og Kína í norrænum fjölmiðlum

Ólafur Ragnar GrímssonÍsland hefur fengið mikla athygli út á KREPPUNA. Í norrænum fjölmiðlum er líka fjallað um Ísland og m.a. í sænska útvarpinu. Fyrir skömmu var kreppan tekin fyrir í þættinum KOSMO.

Það er að finna hér

Í norska þættinm Urix, sem er fréttaskýringaþáttur er einnig að finna umfjöllun um forseta vorn, Ólaf Ragnar Grímsson og KÍNA, Norðurslóðir og fleira.

Í innslaginu segir m.a. að ÓRG sé meðal vina í Kína. Og þetta vekur athygli Norðmanna.

Horfa hér


OFUR-tollar og eldavélar

Jón BjarnasonEins og kunnugt er hefur Jón Bjarnason, landbúnaðarráðherra sett á svokallaða ofurtolla á ýmsar tegundir innfluttra matvæla, m.a. osta. Þetta er m.a. umfjöllunarefni í leiðara FRBL frá því í lok ágúst.

Bloggarinn Björn S. Lárusson kemur einnig með áhugaverðan vinkil á þetta, undir fyrirsögninni: Ef ég smíðaði eldavél. Færslan er svona:,,

(Ef ég smíðaði eldavél)... gæti ég þá gert þá kröfu til iðnaðarráðherra að hún setti ofurtolla á innfluttar eldavélar?

Eldavélin sem ég mundi smíða væri auðvitað sú besta í heimi. Sparaði orku og skaffaði nokkrum mönnum vinnu. Hún tryggði líka „eldunaröryggi“ í landinu. Við yrðum ekki háð því að einhverjir bavíans útlendingar skrúfuðu allt í einu fyrir útflutning á eldavélum til Íslands.

Ef ykkur finnst þessi röksemdarfærsla mín út í hött ættu þið að skoða ofurtolla landbúnaðarráherrans og rökin fyrir þeim."

Nýasta Bændablaðið (BBL) fjallar líka um þessi tollamál og þar er komið annað hljóðí strokkinn. Tollarnir eru til þess að vernda neytendur. Þetta er alveg nýr vinkill, að okkar hyggju hér á þessu bloggi eru tollar til að vernda framleiðendur, en ekki neytendur.
 
Í BBL segir:  ,,Tollvernd er brjóstvörn landbúnaðar til að ekki leggist af framleiðsla þegar ódýrar vörur frá öðrum löndum geta eyðilagt atvinnuveginn. Svo einfalt er það.(Leturbr. ES-blogg)
 
Okkur hér er spurn: Eru framleiðendur á Parmesan osti að eyðilegga einhverja atvinnuvegi hér á Íslandi???
 
Síðar segir: ,,Nútímavæða þarf margt í verslunarháttum á Íslandi."
 
Má ekki segja það sama um landbúnaðinn? Er íslenskur landbúnaður sem þarf á ofur(verndar)tollum að halda, nútíma landbúnaður?

Joe Borg í heimsókn - erindi um aðildarviðræður Möltu og ESB

Joe BorgMöltubúinn Joe Borg heldur erindi á vegum Sterkara Íslands laugardaginn 25. september. Joe Borg  var utanríkisráðherra Möltu 1999 – 2004 og leiddi aðildarviðræður Möltu við ESB. Um leið og Malta varð aðili að ESB 2004 tók hann sæti í framkvæmdastjórn ESB og gengdi starfi sjávarútvegsstjóra þess þar til í byrjun þessa árs.

Það er mikill fengur að komu Joe Borg. Hann hefur víðtæka reynslu af samningum smáríkis um aðild að ESB og einnig reynslu af þátttöku smáríkis í ESB. Þá þekkir hann vel til þess hvernig kaupin gerast á eyrinni í samstarfinu í Brussel sem einn af æðstu embættismönnum ESB.

Joe Borg er tæplega sextugur lögfræðingur. Hann hefur kennt við Möltuháskóla og sinnt margvíslegum ráðgjafastörfum tengdum fyrirtækjalöggjöf. Hann hefur verið virkur í stjórnmálum á Möltu um árabil.

Joe Borg heldur erindi sitt í Háskólanum í Reykjavík, Öskjuhlíð, laugardaginn 25. september kl. 11 í salnum Bellatrix. Fundurinn er öllum opinn.

Eftir erindið verða fyrirspurnir og umræður.

Fundarstjóri er Svanborg Sigmarsdóttir, stjórnmálafræðingur.

Enginn áhugamaður um Evrópumál ætti að láta þetta erindi fram hjá sér fara

Wikipedia um Joe Borg

Leið Möltu að ESB


Óuppfærður Moggi - gæðablaðamennska?

MBLÞað væri ofsögum sagt að sega aj Morgunblaðið sé duglegt að uppfæra ESB-síðuna á www.mbl.is. Þar hefur ekki komið inn ný frétt frá því 1.september, eða fyrir þremur vikum!

Mest lesna fréttasíða landsins! Þetta er náttúrlega bara fyndið!

En pappírsblaðið hamast við að birta greinar gegn ESB, nú síðast í dag.

Í þeirri grein er málflutningurinn svona: ,,Hollendingur einn, sem hafði embætti hjá ESB sagði frá spillingu sem hann hefði orðið var við innan Bandalagsins. Maðurinn var umsvifalaust rekinn."

Er mark takandi á þessu? Hvaða maður var þetta? Hvaða starfi gegndi hann, um hvaða spillingu var að ræða? Og hvaða Bandalag er þetta?

Evrópubandalagið er ekki til lengur, það heitir nú Evrópusambandið! Það er náttúrlega grundvallaratriði að menn viti nöfnin á því sem verið er að tala um!

Á þetta að kallast gæðablaðamennska? Eða upplýst umræða?

 

 


Slóvakar í heimsókn - ESB og málefni Róma-fólks rædd

BratislavaÆðstu ráðmenn Slóvakíu hafa verið í heimsókn hér á landi og hefur heimsókn þeirra vakið athygli. Slóvakía gekk í ESB árið 2004 og hefur því aðeins verið í sambandinu í sex ár. Slóvakía tilheyrði einu sinni landinu Tékkóslóvakíu, sem var undir stjórn kommúnista og tilheyrði Austur-blokkinni.

Ívan Gasparovic sagði í frétt í FRBL í dag að ESB aðild hefði ,,átt stóran þátt í efnahagslegri uppbyggingu landsins undanfarin ár."

Í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu í dag segir svo:

,,Reynsla Slóvaka af aðildarviðræðum og aðild að Evrópusambandinu voru meginefni hádegisverðarfundar sem Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra bauð forseta Slóvakíu, Ivan Gašparovic, og utanríkisráðherra landsins, Mikuláš Dzurinda, til. Utanríkisráðherra SlóvaKíu sagði grunninn að góðri stöðu landsins í dag hafa verið lagðan áður en ríkið gekk í ESB. Slóvakar hefðu á sínum tíma viljað taka upp evru eins fljótt og völ var á til þess að auka stöðugleika í efnahagslífinu. Evran væri engin töfralausn heldur mikilvægur hlekkur í því að skapa stöðugleika. Bauð ráðherrann fram ráðgjöf og stuðning í aðildarviðræðunum sem nú fara í hönd.

Málefni Roma-fólks, einkum menntun barna, var rætt á fundinum. Sagði Gašparovic forseti mikilvægt að lausnin yrði að vera samevrópsk en ekki bundin við einstök ríki.

Opinberri heimsókn forseta og utanríkisráðherra Slóvakíu til Íslands lauk síðdegis í dag en í heimsókn sinni hittu þeir forseta Íslands, forsætisráðherra, forseta Alþingis og borgarstjórann í Reykjavík."

Reyndar má svo benda á í sambandi við Róma-umræðuna að á Amnesty-vefnum er að finna tilkynningu þess efnis að Slóvakía hafi skuldbundið sig til þess að binda enda á aðskilnað Róma-fólks. Amnesty fagnar þessu framtaki og er ekkert annað en gott um þetta að segja.

Aðstæður Róma-fólks, eða Sígauna, eins og þeir eru kallaðir, hafa verið mikið til umræðu að undanförnu, en hér má lesa meira um þennan hóp fólks.

Slóvakía tók upp Evruna í fyrra, hér má lesa up það.

 


Sigrún Davíðsdóttir um Kína - ESB

sigrundavidsdottir.jpgForseti Íslands komst í sviðsljós fjölmiðla vegna ummæla sinna um ESB, þegar hann var staddur í Kína. Sigrún Davíðsdóttir, Spegilskona, gerði þetta að umtalsefni í pistli í vikunni. Hægt er að lesa pistlana á vefa RÚV. En Sigrún segir:

,,Í viðtali í Kínaferðinni við Bloomberg fréttastofuna sagði forsetinn að Íslendingar hljóti að spyrja hvers konar klúbbur Evrópusambandið sé. Það er nú reyndar frekar auðvelt að svara því, löng saga, mikil umfjöllun um Evrópusambandið sem hefur verið að þróast fyrir allra augum og oft með háværum deilum í um hálfa öld. Eitt af því sem einkennir Evrópusambandið eins og aðrar stofnanir í lýðræðislegu þjóðfélagi eru ákafar og viðvarandi umræður og deilur um alla skapaða hluti. Stjórnvöld í Kína ræða málin með öðrum og lokaðri hætti. ESB er þannig eins og opin bók, Kína öllu lokaðri bók. Örugglega ekki nóg gagnsæi í ESB – en miðað við Kína er ESB eins og rúðugler.

Það er ekki spurning um annaðhvort ESB eða ekki ESB og önnur ríki. Við lifum ekki í tvípóla heimi. Kína er ekki að þreifa fyrir sér um samstarf við Íslendinga á einhverjum góðsemisforsendum. Þeir leita þangað af því þeir sjá sér hag í því. Það sem Íslendingar þurfa að hugleiða er hver hagur þeirra sjálfra sé að slíku samstarfi."

Allur pistill Sigrúnar


ESB í gömlu Moggahöllinni með VG!

Gamla MBL-höllinVefmiðillinn Smugan greinir frá því, samkvæmt áreiðanlegum heimildum, að sendiskrifstofa ESB hafi tekið húsnæði í gömlu Moggahöllinni (í Aðalstræti, Rvík) til leigu undir starfsemi sína. Og ekki nóg með það, heldur er VG líka með flokksskrifstofur sínar.

Þetta er fyrirtaks lausn fyrir VG. Því styttra í upplýsingar um ESB, því betra fyrir VG. Ekki veitir af!

Hver veit nema VG-liðar verði eins og gráir kettir hjá ESB í Moggahöllinni!

 


Össur um hagsmuni Íslendinga í DV

Össur SkarphéðinssonÖssur Skarphéðinsson, "Utanríkis" skrifar grein í DV um ESB-málið. Hann gerir að umtalsefni þá sérkennilegu tillögu andstæðinga ESB að draga umsóknina til baka. Um þetta segir Össur:

"Tillagan er stórskaðleg fyrir hagsmuni Íslendinga. Hún rýrir orðstír Íslands sem þjóðar, og gæti komið í veg fyrir að Ísland ætti kost að sækja aftur um aðild á næstu áratugum. Hún lokar því mikilvægum björgunarleiðum fyrir íslensku þjóðina. Háskaleikurinn er ekki síður atlaga að afar dýrmætum möguleikum fyrir fyrirtæki, fjölskyldur, að ógleymdu ríkinu, sem kunna að felast í aðild að Evrópusambandinu. Einn þeirra var reifaður af körskum kaupfélagsstjóra í Borgarnesi sem skrifaði á dögunum pistil á Pressuna. Sá vakti þjóðarathygli. Þar bar hann saman kostnaðinn við 20 milljóna króna íbúðarlán á Íslandi, þar sem gjaldmiðillinn er langveikur, og í öðru Evrópulandi. Niðurstaðan var sú, að á 25 árum þyrfti Íslendingurinn að borga 31,6 milljónum meira en Evrópubúinn. Það kostar sem sagt unga Íslendinginn í dæmi kaupfélagsstjórans 105 þúsund krónum meira á mánuði að koma sér upp húsnæði en jafnaldra hans í Evrópu."

Síðan talar Össur um atvinnumál:,, Aðild snýst ekki síst um að skapa ný störf. Í febrúar voru um 15 þúsund manns án atvinnu. Á næstu árum þarf að fjölga störfum um 2–3 þúsund
á ári. Á næstu tíu árum þurfum við því 30–35 þúsund störf til að tryggja að allir hafi atvinnu á Íslandi...Störfin þurfa að verða til í iðnaði, ferðaþjónustu og ekki síst í nýsköpunar- og sprotageiranum. Umhverfi Evrópusambandsins tryggir stöðugt og öflugt rekstrarumhverfi fyrir þessi sólrisufyrirtæki framtíðarinnar, sem þegar í dag skapa fjórðung gjaldeyristeknanna.Tillaga Davíðs og Heimssýnar lokar þessu tækifæri, sem gæti fætt af sér tugþúsundir starfa."

Að lokum snýr Össur sér að gjaldmiðilsmálum:

,,Forystumenn í atvinnulífi kynntu fyrir nokkrum misserum útreikninga, sem sýndu, að tækju Íslendingar upp evruna gætu þeir sparað sér samanlagt í vaxtagreiðslur á ári á annað hundrað milljarða króna. Á ári! Drýgstur hluti sparnaðarins yrði hjá fyrirtækjum, eða yfir 100 milljarðar miðað við þáverandi stöðu. eimilin gætu einnig sparað sér tugi milljarða. Þá er ótalinn vaxtasparnaður skuldsetts ríkissjóðs. Tillaga Davíðs og Heimssýnar hindrar að skuldsett þjóð í vanda geti með þessum hætti sparað sér upphæðir, sem á einu ári gætu numið töluvert hærri upphæðum en Icesave-samningurinn kynni að kosta ríkissjóð á núvirði. Hin besta og varanlegasta kjarabótin til framtíðar kann því að liggja um Evrópusambandið."  


Óskhygga Evrópuvaktarinnar um SI

SIAndstæðingar ESB á Evrópuvaktinni reyna nú eftir fremsta megni að láta líta út svo út að Samtök Iðnaðarins séu að breyta um stefnu í Evrópumálum, með tilkomu nýs framkvæmdastjóra, Orra Haukssonar.

Orri er í ítarlegu viðtali í Viðskiptablaðinu, sem kom út í gær og þar m.a. um Evrópumál. Þar kemur fram að stefnan í Evrópumálum, en SI er fylgjandi aðild Íslands að ESB, sé mótuð á hverju Iðnþingi.

Það er því í raun ekki framkvæmdastjórans að ákveða um af eða á varðandi Evrópustefnu samtakanna. Er hann ekki sá aðili sem sér um daglegan rekstur samtakanna, rétt eins og aðrir framkvæmdastjórar? Sem er jú mikilvægt hlutverk!

Orri segist vilja líta ,,raunsæjum" (pragmatískum) augum á Evrópumálin og hann segir að það sé ákveðinn ferill í gangi í þessu. Sem er alveg rétt hjá honum.

Hann ítrekar að hans hlutverk sé að vernda hagsmuni aðildarfélaganna og í viðtalinu er hann spurður hvort það muni verða blaktandi Evrópufánar á næsta Iðnþingi, eins og síðustu ár?

Þessu svarar Orri þannig: ,,Eins og ég sagði áður mun stefna þessara samtaka ekki breytast við komu nýs framkvæmdastjóra," segir Orri og brosir"

Ritari sér enga stefnubreytingu í þessum orðum.

Er þetta þá ekki bara óskhyggja ESB-andstæðinga? Það hlýtur að vera.

Bendum einnig á leiðara SI frá því í lok ágúst, en hann skrifar Helgi Magnússon, formaður samtakanna.

Fyrirsögn leiðarans er: NÁUM HAGSTÆÐUM SAMNINGI og þar segir m.a.:

,,Full ástæða er til að fagna samþykkt ráðherraráðs Evrópusambandsins frá í júlí um að hefja viðræður við Ísland um aðild okkar að ESB. Aðild Íslands að ESB og upptaka evru sem gjaldmiðils í stað krónu hafa verið á stefnuskrá Samtaka iðnaðarins um árabil.

Þess er vænst að hagsmunaaðilar og stjórnvöld taki höndum saman um að vanda allan undirbúning vegna samningaviðræðnanna með það að markmiði að ná sem hagkvæmustum samningi við ESB. Mikilvægt er að ljúka því ferli sem hafið er með hagstæðum samningum fyrir allar atvinnugreinar og almenning á Íslandi þar sem hagsmuna Íslendinga verði gætt í hvívetna.

Einhverjir stjórnmálamenn hafa látið sér til hugar koma að heppilegast væri fyrir Íslendinga að draga aðildarumsóknina til baka og hverfa frá því samningsferli sem hafið er. Það væri afar óskynsamlegt og yrði ekki til annars en að rýra álit á landsmönnum á alþjóðavettvangi enn frekar en orðið er.  Íslendingar yrðu sér til minnkunar með slíku framferði enda verður því tæplega trúað að stjórnmálamenn sem vilja láta taka sig alvarlega muni halda slíku fram þegar á reynir.

Stjórnmálamenn, stjórnsýslan og fulltrúar hagsmunaaðila á ýmsum sviðum þjóðfélagsins þurfa að sýna ábyrgð, sameina krafta sína og standa saman um að ná sem hagstæðustum samningi við Evrópusambandið.

Í þjóðaratkvæðagreiðslu mun svo þjóðin hafa síðasta orðið.

Eru unnendur lýðræðis nokkuð hræddir við það?"

Evrópusamtökin taka heilshugar undir þessi orð Helga.

 

 


ESB léttir tollum af vörum frá Pakistan

ESBRÚV birti frétt í dag þess efnis að ESB hefði aflétt tollum á vörum frá Pakistan, en landið glímir nú við skelfilegar afleiðingar flóða, sem dundu yfir það fyrir skömmu.

Í fréttinni segir: "Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna samþykktu á fundi sínum í Brussel í dag að afleggja eða lækka tolla á helstu útflutningsvörur Pakistana til Evrópusambandsríkja. Reuters og AFP fréttastofurnar hafa þetta eftir heimildarmönnum innan sambandsins. Þetta er gert til að hjálpa Pakistönum í þeim hörmungum sem orðið hafa í landinu vegna gríðarmikilla flóða í sumar."

Öll fréttin 


Viðbrögð Össurar vegna ummæla forsetans

Ólafur Ragnar GrímssonUmmæli Ólafs Ragnars hafa vakið viðbrögð utanríkisráðherra, Össurar Skarphéðinssonar. Á www.visir.is segir: ,,Forseti hefur málfrelsi sem aðrir Íslendingar en æskilegt væri að hann gæti þess að tjá sig ekki með þeim hætti að hægt sé að túlka það sem einhverskonar ágreining við þá utanríkisstefnu sem samþykkt er af Alþingi Íslendinga," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði í samtali við blaðamenn erlendra fjölmiðla í gær að deilur Íslendinga við Breta og Hollendinga vegna Icesave innistæðna vektu upp spurningar um aðildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu.

„Alþingi, sem er æðsta vald þjóðarinnar, hefur samþykkt að hefja aðildarviðræður við ESB, koma heim með samning og leggja hann í þjóðaratkvæði. Þetta er skýr afstaða Íslands. Forseti hefur hvorki vald né umboð til að segja neitt annað," segir Össur. Hann segir það vera alveg ljóst að það sé ríkisstjórnin sem móti utanríkisstefnuna en ekki forsetinn."

Öll fréttin


Forsetinn - ESB - Kína 1989 og Halldór í Fréttablaðinu

Innkoma forsetans um ESB-málið, frá Kína(!) hefur vakið athygli. Halldór Baldursson skopteiknari Fréttablaðsins kom með skemmtilegan vinkil á þetta í morgun, sem sést hér

Fyrirmynd Halldórs er hinsvegar ein frægasta fréttamynd síðustu aldar. Hún er tekin þegar Alþýðuher Kína braut á bak aftur þá frelsisbylgju sem gekk yfir Kína og Peking sumarið 1989.

En hverskonar klúbbur er ESB eiginlega? Jú, um er að ræða sjálfviljugt samband frjálsra lýðræðisríkja í Evrópu. Þar sem frelsi, mannréttindi og lýðræði eru í hávegum höfð.

Tank

 

 

 

 

 

 

 

Mynd: Jeff Widener


Jón B og ráðherraábyrgðin

Anna Margrét GuðjónsdóttirAnna Margrét Guðjónsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, velti því fyrir sér hvort Jón Bjarnason ,,...sé að brjóta lög um ráðherraábyrgð með því að neita að taka þátt í undirbúningi að mögulegri aðild Íslands að Evrópusambandinu." Þetta kemur fram í frétt á Vísi.is í dag.

Í fréttinni segir einnig: ,,Anna Margrét vék að þessu í ræðu sinni í dag þar sem fjallað var um skýrslu þingmannanefndarinnar sem lauk störfum um síðustu helgi. Hún sagðist ekki vilja dæma um lögbrot Jóns sjálf, en sagðist leiða hugann að því.

„Í svari við fyrirspurn minni í síðustu viku um það hvort hann og ráðuneyti tækju þátt í að undirbúa ísland undir hugsanlega þáttöku að ESB," sagði Margrét, „staðfestir hann (Jón Bjarnason innsk.blm) að ráðuneytið sem hann fer fyrir hafi ákveðið að taka ekki þátt í þeim undirbúningi.

Hún segist því velta því fyrir sér, að ef til aðildar komi á endanum, og að ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðar hafi staðfastlega neitað að taka þátt í undirbúningsferlinu, hvort fólk í þessum geirum muni ekki standa langt að baki öðrum stéttum í landinu.

„Ég spyr því, er tilefni til að hafa áhyggjur af því að ráðherra gangi á svig við aðra og fjórðu grein laga um ráðherraábyrgð eða er ráðherrum í sjálfsvald sett að ákveða samkvæmt eigin geðþótta að málefnið henti þeim ekki og því geti þeir haldið sínum málaflokkum utan við eðlilega þróun?"

Þá er Eyjan einnig með frétt um sama mál.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband