Leita í fréttum mbl.is

Óuppfærður Moggi - gæðablaðamennska?

MBLÞað væri ofsögum sagt að sega aj Morgunblaðið sé duglegt að uppfæra ESB-síðuna á www.mbl.is. Þar hefur ekki komið inn ný frétt frá því 1.september, eða fyrir þremur vikum!

Mest lesna fréttasíða landsins! Þetta er náttúrlega bara fyndið!

En pappírsblaðið hamast við að birta greinar gegn ESB, nú síðast í dag.

Í þeirri grein er málflutningurinn svona: ,,Hollendingur einn, sem hafði embætti hjá ESB sagði frá spillingu sem hann hefði orðið var við innan Bandalagsins. Maðurinn var umsvifalaust rekinn."

Er mark takandi á þessu? Hvaða maður var þetta? Hvaða starfi gegndi hann, um hvaða spillingu var að ræða? Og hvaða Bandalag er þetta?

Evrópubandalagið er ekki til lengur, það heitir nú Evrópusambandið! Það er náttúrlega grundvallaratriði að menn viti nöfnin á því sem verið er að tala um!

Á þetta að kallast gæðablaðamennska? Eða upplýst umræða?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hollendingurinn ljúgandi.

Þorsteinn Briem, 21.9.2010 kl. 18:01

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og hver skyldi nú vera munurinn á bandalagi og sambandi.Jú, sambandið er samband ríkja,ekki bandalag, samanber sambandslýðveldi sem er ríki.Mogginn er gott blað og er hættur að ljúga.Aðrir hafa tekið við því kefli.

Sigurgeir Jónsson, 21.9.2010 kl. 20:32

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Moggalýgin var fræg hér á árum áður.Ef mig misminnir ekki þá er steini br.fyrrverandi blaðamaður af Mogganum.

Sigurgeir Jónsson, 21.9.2010 kl. 20:35

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þegar Morgunblaðið ákvað að snúa við blaðinu, hætta að skrifa eingöngu fyrir sjálfstæðismenn og gefa í staðinn út blað allra landsmanna, gekk ekki lengur að gefa út flokksblöðin Tímann, Alþýðublaðið og Þjóðviljann.

Það voru mektardagar Morgunblaðsins og blaðið var á hverjum degi sem fylfull meri, svo stækka varð bréfalúgur landsmanna.

En nú er Mogginn aftur orðinn flokksblað sjálfstæðismanna, kominn með anorexíu og út í Móa.

Þorsteinn Briem, 21.9.2010 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband