9.3.2012 | 16:06
Athugasemd vegna athugasemdakerfis á Evrópublogginu
8.3.2012 | 19:32
Möguleikar smáríkja á morgun í Lögbergi
Björkdahl fjallar meðal annars um þær aðferðir sem Svíþjóð hefur beitt til að hafa áhrif á stefnumótun ESB hvað varðar aðgerðir til að fyrirbyggja átök (e. conflict prevention), þar á meðal við mótun samningsramma, samningaviðræður og myndun bandalaga.
Funurinn er haldinn af Alþjóðamálstofnun HÍ og fer fram í Lögbergi, stofu 101, milli klukkan 12 og 13 á morgun, föstudag."
7.3.2012 | 23:15
Þakklæti?
Merkilegt er að lesa hvað sumum aðilum er tamt að halda því fram að krónunni "hafi verið leyft að falla" haustið 2008. Þetta birtist meðal annar í grein í Morgunblaðinu í gær, þar sem bandarískur hagfræðingur (í grein á vef Al Jazeera) skýtur hugmyndina um Kanadadollar á bólakaf.
Sá heitir Dean Baker og vangaveltur hans eru meðal annars eitthvað á þessa leið: "Eigin gjaldmiðill hafi gert landinu kleift að koma á mestum hluta þeirra aðlögunar sem hafi verið nauðsynleg í kjölfar hrunsins með því að leyfa íslensku krónunni að falla gagnvart helstu viðskiptaþjóðunum og stuðla þannig að minni innflutningi og auknum útflutningi."
Leyfði einhver íslensku krónunni að falla? Nei, hún féll eins og steinn!
Og aukaverkanirnar af þessu voru skelfilegar fyrir heimilin og þau fyrirtæki í landinu, sem ekki moka inn peningum vegna útflutnings! Með visitölutengingum, verðtrygginu, stökkbreytinga lána, gjaldþrotum fyrirtækja og svo framvegis!
Er það þetta sem við eigum að vera svo þakklát fyrir?
Ps. Þar að auki er gjaldmiðillinn í höftum og ekki nothæfur í alþjóðlegum viðskiptum, enda víða hreinlega ekki skráður á gjaldeyristöflur.
Við eigum að sjálfsögðu að vera þakklát fyrir það líka!
(Leturbreyting, ES-bloggið)
7.3.2012 | 22:46
Össur hitti Alan Juppé: Juppé sannfærður um ásættanlegar lausnir
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, hitti utanríkisráðherra Frakklands, Alan Juppé, í París þann 7.mars. Bar þar ýmislegt á góma og meðal annars ræddur þeir ESB-málið og á RÚV stendur:
"Ráðherrarnir ræddu þá valkosti sem Íslendingar stæðu frammi fyrir í gjaldeyrismálum og kom fram að franski utanríkisráðherrann taldi Evruna augljóslega besta kostinn fyrir Íslendinga, sérstaklega eftir aðgerðirnar sem hefði verið farið í á Evrusvæðinu.
Utanríkisráðherra lýsti stöðunni í viðræðum Íslands og Evrópusambandsins og gerði grein fyrir mikilvægi sjávarútvegsmála fyrir íslenskan efnahag og þjóðarsál. Ráðherra sagði það eindreginn vilja Íslendinga að hefja efnislegar viðræður um sjávarútvegsmálin sem fyrst. Franski ráðherrann tók undir að viðræðurnar hefðu hingað til gengið vel, lýsti vilja til að erfiðir kaflar yrðu opnaðir sem fyrst og kvaðst þess fullviss að hægt yrði að ná ásættanlegum lausnum."
7.3.2012 | 19:09
Bryndís Ísfold: Hvernig fer þetta saman?
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir skrifar góðan pistil á Eyjuna um gjaldmiðilsmál og segir:
"Andstæðingar ESB vilja alls ekki ganga í ESB og taka upp evru því þá telja þeir að við missum fullveldið og sjálfstæðið. Sami hópur myndi líklega ekki telja Finnland, Þýskaland, Pólland eða Írland ósjálfstætt eða ekki fullvalda, enda taka þeir þátt í að móta ákvarðanir innan ESB ólíkt okkur, en ok.
Þessi sami hópur og hefur áhyggjur af framsali á valdi okkar til erlendra aðila, en vill nú ólmur taka upp einhliða mynt annars ríkis og þannig framselja fjárhagslega sjálfstæði okkar til ríkis sem við höfum ekkert samráð við að öðru leiti en að eiga í 0,5% af viðskiptum okkar við.
Þar sem við eigum ekkert borð til að setjast við til að ræða málin, þar væri enginn stóll með okkar nafni á, bara mögulega einhver embættismaður sem tæki símann þegar hann hefði ekkert annað að gera.
Hvernig í ósköpunum fer þetta saman?"
Góðir punktar hjá Bryndísi!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.3.2012 | 18:14
Þorgerður Katrín um gjaldmiðilsmálin á Pressunni: Best að horfa til viðskiptasvæða okkar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður og fyrrum ráðherra, skrifar pistil um gjaldmiðilsmál í framhaldi af umræðunni um Kanadadollar um síðustu helgi. Þorgerður er í sjálfu sér ánægð með framtak Framsóknar í þessum efnum sen segir svo: "Það er að mínu mati þýðingarmikið að bjóða upp á vel undirbúna og upplýsta umræðu en ekki síður valkosti sem þjóðin getur vegið og metið. Hún er nefnilega fullfær um að velja sjálf ef hún fær til þess tækifæri. Það eru hins vegar ekki allir sem vilja veita henni þessi tækifæri. Umfjöllunin sem slík undirstrikar mikilvægi þess að um framtíð íslenskrar gjaldmiðilsstefnu verði rætt af festu og raunsæi."
Síðan segir Þorgerður: "En tabúin eru víða. Eitt af þeim er, að sumir vilja yfirhöfuð ekki ræða aðra möguleika en krónuna. Aðrir hins vegar, sem treysta því að upplýst umræða og fjölgun valkosta stuðli að aukinni velsæld, eiga óhikað að fylgja þeirri sannfæringu sinni eftir."
Og Þorgerður lýkur pistlinum með þessum orðum: "Þess vegna var þetta ágætt innlegg hjá Framsókn þar sem bæði kostir og gallar einhliða upptöku Kanadadollars voru dregnir fram á þessu málþingi. Sjálf hallast ég að þeirri röksemdafærslu að skynsamlegra sé að horfa til þeirra svæða sem við eigum mestra hagsmuna að gæta í viðskiptum sem öðru. Einnig viðurkenni ég að ég hefði gjarnan viljað sjá Framsókn opna gættina að fleiri valkostum og gjaldmiðlum eins og Evrunni. En það mega líka aðrir flokkar gera eins og minn eigin. Vissulega vitum við að mikilvægt er að ná tökum sem fyrst á ríkissfjármálum og auka aga á þeim vettvangi til langs tíma. Það útilokar hins vegar ekki umræðu innan stjórnmálaflokkanna um hvert stefni til næstu ára og áratuga á sviði gjaldmiðilsmála.
6.3.2012 | 21:48
Van Rompuy heldur áfram - hefur staðið sig vel

Frá því að Van Rompuy tók við starfinu í byrjun árs 2010 hefur mikið gengið á í Evrópu og eru flestir sammála um að hann hafi staðið sig vel í því að meðhöndla þá erfiðleika sem Evrópa hefur staðið frammi fyrir.
Van Rompuy, sem er fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu, fékk ekkert mótframboð og mun því gegna starfinu í tvö og hálft ár í viðbót."
Hér má lesa frétt EUObserver um málið.
5.3.2012 | 23:42
Evrópumálaráðherra Dana í heimsókn
"Nicolai Wammen, Evrópumálaráðherra Danmerkur, kom í dag í vinnuheimsókn til Íslands en Danir eru nú í formennsku í Evrópusambandinu. Wammen fundar síðdegis í dag með Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra, og hittir samninganefnd Íslands í aðildarviðræðunum við ESB." Einnig hittir hann utanríkismálanefnd Alþingis, sem og forsætis og efnhags og viðskiptaráðherra. Þetta kemur fram á RÚV og vef Utanríkisráðuneytisins.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2012 | 23:19
Gjaldmiðill með axlabönd og belti - síðustu 3 mánuðir!
5.3.2012 | 21:05
Gjaldmiðilsmálin: Stærsta óleysta efnahagsmálið!
Í fréttatíma RÚV var fjallað um gjaldmiðilsmál og þar sagði:
"Skipan gjaldeyrismála er stærsta óleysta verkefnið í efnahagsmálum Íslendinga að mati hagfræðiprófessors. Hann segir upptöku kanadadollarsins þó ekki lausnina. Nýr gjaldmiðill þurfi að taka þátt í að eyða gjaldeyrisáhættu en það geri sá kanadíski ekki.
Hvort kasta eigi krónunni fyrir kanadadollar er spurning sem þónokkrir velta fyrir sér í fullri alvöru þessa dagana, ekki síst í ljósi ummæla sendiherra Kanada í fréttum þess efnis að kanadísk stjórnvöld séu reiðubúin til viðræðna við þau íslensku um upptöku dollarsins.
Ólafur Ísleifsson, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík, segir Íslendinga þurfa gjaldmiðil sem taki þátt í að eyða gjaldeyrisáhættu. Gjaldmiðill eins og kanadíski dollarinn, sem aðeins sé notaður í um einu prósenti utanríkisviðskipta landsins, sé óhentugur til þess."
Björn Valur Gíslason, alþingismaður, fjallar einnig um gjaldmiðilsmál á bloggi sínu og segir þar meðal annars:
"Er íslenska krónan framtíðargjaldmiðill Íslands?
Nei, það er hún ekki. En krónan verður gjaldmiðill okkar í næstu framtíð, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Til lengri framtíðar litið munu við hinsvegar þurfa á traustari gjaldmiðli að halda.
Mun evran verða sá gjaldmiðill?
Það er líklegast miðað við stöðuna eins og hún er í dag. Við eigum mesta samleið með öðrum löndum Evrópu, þangað seljum við mest af útflutningi okkar og þaðan flytjum við mest inn af vörum. Það væri því órökrétt að taka annan gjaldmiðil upp en þann sem við notum hvað mest, ef á annað borð á að gera það."
4.3.2012 | 23:13
Krónan fellur, er samt með belti og axlabönd!
Krónan hefur veikst um rúm 5% frá áramótum gagnvart helstu gjaldmiðlum og 7,5% frá því hún byrjaði að veikjast í byrjun nóvember.
Steingrímur segir þetta áhyggjuefni.
Mér finnst hún vera að gefa of mikið eftir og það vinnur gegn okkur, bæði hvað varðar verðbólguna og eins væri gott að krónan frekar styrktist, eða héldist að minnsta kosti stöðug, þegar við erum að taka á okkur hækkanir á olíuvörum og öðru slíku sem við erum að flytja inn í landið."
Gjaldmiðill í höftum (með axlabönd og belti), sem fellur og fellur! Hverskonar gjalmiðill er það eiginlega?
Jónas Kristjánsson fjallar um gjadlmiðilsmál á blogg sínu og segir í einni af sínum stutt, en hnitmiðuðu færslum:
"Með ólíkindum er umræðan um að taka upp einhverja aðra gjaldmiðla en evruna. Nefndir eru til sögunnar afskekktir gjaldmiðlar, sem þungbært er að nota í viðskiptum okkar við umheiminn og í ferðum okkar til útlanda. Sem einfalda ekki samskiptin við umheiminn, sem langmest eru við löndin í Evrópu. Hafið þið ekki tekið eftir, að evran hefur haldið sínu í lífsins ólgusjó síðustu mánuði? Þótt íslenzkir fjölmiðlar hafi linnulaust lapið gömlu tugguna upp úr Daily Telegraph um, að Evrópusambandið sé að hrynja. Evran hefur ekki tekið mark á því dagblaði Evrópuhaturs. Hún reynist traust, þrátt fyrir Grikkland."
4.3.2012 | 22:10
Gjaldmiðilsmál í leiðara FRBL
Leiðari Fréttablaðsins þann 3.mars, eftir Ólaf Þ. Stephensen, fjallaði um gjaldmiðilsmál og þar segir Óalfur til að byrja með: "Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, Árni Páll Árnason, sagði í Fréttablaðinu í gær að ummæli Steingríms J. Sigfússonar, þáverandi fjármálaráðherra, um íslenzku krónuna hefðu staðið í vegi fyrir erlendri fjárfestingu á Íslandi. Forsenda erlendrar fjárfestingar og tiltrúar á íslenska krónu er að menn telji að stjórnvöld muni forðast gengisfellingar í lengstu lög. Ef menn skilgreina kosti íslenskrar krónu einvörðungu þá að hægt sé að fella hana, felast í því skilaboð til útlendinga um að hún sé mjög óviss eign og best sé að eiga ekkert undir henni," sagði Árni Páll.
Við orðum Árna brást Steingrímur, eftirmaður hans í embætti, með því að segja að hann myndi ekki eftir að hafa nokkru sinni rætt um mikilvægi þess að geta fellt gengið" eins og haft var eftir honum hér í blaðinu í gær.
Þetta er skrýtið minnisleysi. Steingrímur hefur margoft látið slík orð falla. Til dæmis á landsfundi Vinstri grænna í október: [Þ]að eru okkar eigin efnahagslegu stýritæki, þar með talið eiginn gjaldmiðill, sem eru að duga okkur til að komast út út kreppunni. Og hvers vegna skyldu þau þá ekki geta dugað vel áfram? [
] Hin mikla gengislækkun var ekki án fórna en það voru engar innistæður fyrir hágengi rugltímans og ekki skrýtið og engin ráðgáta að krónan lenti í frjálsu falli eftir hrun og efnahagsóstjórn um árabil."
Leiðara Ólafs lýkur svona: "Það er gersamlega ómögulegt að sannfæra Íslendinga um að halda eigi í krónuna af því að hún sé svo sveigjanleg og telja um leið útlendum fjárfestum trú um að hún sé stöðugur og trúverðugur gjaldmiðill og fallin til að fjárfesta í. Það væri ljómandi gott að stjórnmálamenn áttuðu sig á þeirri mótsögn í eigin málflutningi."
4.3.2012 | 22:05
Guðmundur Gunnarsson um kandadollar og reyksprengjur
Guðmundur Gunnarsson, bregst við gjaldeyrisumræðu helgarinnar á bloggi sínu og segir þar meðal annars:
"Nú er það orðið ljóst að almenningur mun ekki lengur sætta sig við það umherfi sem krónan býður upp á með reglulegum gengisfellingum sem valda hækkun vaxta og skulda og skerðingu launa. Stjórnmálamenn hafa hingað til komist upp með kasta upp margskonar reyksprengjum til þess að villa fólki sýn og margir hafa trúað því að að krónan sé bjargvættur, það er hið gagnstæða hún er sjúkdómurinn. Verkfæri sem valdahafa nýta til þess að færa kostnað vegna eyðlsuhyggju og vanhugsaðra kosningaloforða yfir á almenning.
Andstæðingar ESB umræðunnar eru því þessa dagana að verða örvæntingarfullir og nota öll vopn til þess að koma henni á villigötur. Formaður Framsóknarflokksins fer þar framarlega, minnistætt er þegar hann kynnti til sögunnar mann með skilaboð um að Noregur væri tilbúinn að til þess að lána Íslandi umtalsverðar upphæðir á gríðarlega góðum kjörum, það reyndist vera eitthvað knæpuhjal óábyrgs þingmanns, nú er farinn svipuð leið.
Nú er því haldið fram að Kanadamenn séu gríðarlega spenntir að við tökum upp Kanadadollar. Eru Kanadamenn virkilega tilbúnir að spandera á okkur þeim fjármunum sem hlýst af því að verja okkar hagkerfi? Eru þeir til í að kaupa allar krónur sem eru í umferð, allt lausafé og skuldabréf og greiða það upp í topp með kanadískum dollurum? Henda svo öllum krónunum í ruslið. Fyrirfinnst enn í heiminum slík gjafmildi og hjartahlýja?"
4.3.2012 | 08:54
Meira um Himbrimadalinn "The Loonie" - stefna Framsóknar?
Himbrimadalurinn ("The Loonie", eins og Kanadamenn kalla hann) hefur verið mikið til umræðu um helgina eftir þéttsetinn fund Framsóknarflokksins um málið. Mikið er fjallað um málið t.d. á www.eyjan.is
Greinilegt er að almenningur hefur áhuga á að ræða það ófremdarástand sem ríkir í gjaldmiðilsmálum, því það er ljóst að ef Ísland ætlar sér að vera áfram nútímalegt og opið hagkerfi, þarf að gera breytingar. Höft eru ekki framtíðartónlistin í þeim efnum.
Það sem þessi fundur skilur hinsvegar eftir sig er þessi spurning: Er það orðin opinber stefna Framsóknarflokksins að taka upp Kanadadollar? Er það stefna flokksins í gjaldmiðilsmálum eða er þetta bara gæluverkefni formannsins, Sigmundar Davíðs (mynd)? Af því að honum líst svo vel á Kanada?
Hann segir að margt sé sameiginlegt með efnhagskerfum Íslands og Kanada, en í skýrslu flokksins um gjaldmiðilsmál frá árinu 2008 má lesa að Ísland hafi þróast hröðum skrefum frá miðjum níunda áratug síðustu aldar í átt til þjónustu og þekkingarsamfélags. Það er EKKI það hrávöruhagkerfi sem Sigmundur talar um svo fallega.
Í skýrslunni má einnig lesa að valkostir Íslands í gjaldmiðilsmálum séu tveir: Krónan eða Evran:
"Það er mat nefndarinnar að fyrst og fremst séu tveir kostir í stöðunni varðandi hvort taka eigi upp nýjan gjaldmiðil. Annað hvort að styrkja krónuna til þess að nota hana til frambúðar eða að taka upp evru sem gjaldmiðil á Íslandi. Hvorug leiðin er einföld og báðar krefjast þær fórna. Ef krónunni verður haldið þarf að breyta aðferðum við peningastjórnun og stórefla gjaldeyrisvarasjóð landsins. Upptaka evrunnar krefst að öllum líkindum aðildar að ESB með því sem því fylgir og innganga í nýtt myntsvæði felur í sér að á mörgum sviðum þarf ný vinnubrögð og nýja nálgun frá því sem hefur verið viðtekið í efnahagsmálum þjóðarinnar. Rökin fyrir því að taka upp evruna ef skipt er um gjaldmiðil á annað borð eru m.a. að hinn nýi gjaldmiðill þurfi að endurspegla utanríkisviðskipti þjóðarinnar sem best og vera stór alþjóðlegur gjaldmiðill. Sá gjaldmiðill sem er besti samnefnari þessara þátta fyrir Ísland er evran."
(Staða krónunnar og valkostir í gjaldmiðilsmálum, bls. 33).
Í ályktun flokksþings Framsóknarflokksins sem haldið var fyrir tæpu ári segir svo eftifarandi:
"Strax þarf að gera trúverðuga áætlun um hvernig treysta skuli peningastefnu þjóðarinnar, og hvernig á næstu 18 mánuðum verður hægt að innleiða markaðsskráningu íslensku krónunnar. Við þær aðgerðir þarf m.a. að horfa til mögulegrar skattlagningar á skammtímafjármagnsflæði til landsins þannig að í framtíðinni verði komið í veg fyrir óeðlilega skammtíma styrkingu gjaldmiðilsins sem leitt getur af sér eignabólur, grafið undan rekstrargrundvelli útflutningsatvinnugreina og leitt af sér óeðlilegar sveiflur í gengi íslensku krónunnar. Þá er mikilvægt að koma í veg fyrir að hugsanleg skammtíma veiking íslensku krónunnar í kjölfar haftaafnáms leiði til sjálfvirkrar hækkunar verðtryggðra lána í landinu og þar með skuldaaukningar heimila og fyrirtækja. Jafnframt verði sett í gang þverpólitísk skoðun á því hvort og þá hvaða kostir aðrir í gjaldmiðlamálum kunni að vera til staðar sem betur tryggi langtímahagsæld þjóðarinnar."
Orðalagið er lýsing á vandræðagrip, en það er sérstaklega athyglisvert þarna í lokin, þegar segir; ..."sem betur tryggi langtímahagsæld þjóðarinnar."
Með þessu hlýtur flokkurinn að vera að segja að krónan tryggi ekki nógu vel langtímahagsæld þjóðarinnar, eða? Og þá hlýtur að liggja nokkuð ljóst fyrir að tal Framsóknar um Kanadadollar er sá kostur sem þeir eru hrifnastir af.
Er það þá framtíðarstefna flokksins?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.3.2012 | 07:33
Talað í umboði hvers?
Þeir er sérkennilegir snúningarnir í sambandi við Kanadadollarann! Í morgunfréttum RÚV (3.mars) var sagt frá því að Alan Bones muni EKKI halda tölu á ráðstefnu Franmsóknarflokksins um gjaldmiðilsmál, sem fer fra í dag á Grand Hótel. Þar með má kannski segja að loftið hafi farið úr blörðunni sem búið var að blása upp!
Á www.visir.is stóð þetta í gær: "Alan Bones sendiherra Kanada á Íslandi segir að Seðlabanki Kanada sé tilbúinn í formlegar viðræður um að Ísland taki upp Kanadadollar sem gjaldmiðil verði farið fram á slíkt."
Við þetta vaknar spurningin: Í umboði hverra sagði Alan Bones þetta?
Gjaldmiðilsmál eru mikil alvörumál. Uppákomur sem þessar undirstrika það. Og trúverðugleiki í gjaldmiðilsmálum er mjög mikilvægur hlutur. Þegar stórfyrirtæki eins og Marel óttast að þurfa að hverfa úr landi vegna stöðunnar, er þá ekki fokið í flest skjól?
Næst tiltrú með einhliða upptöku gjaldmiðils?
Uppfært/viðbót: Í frétt RÚV á netinu segir þetta: "Alan Bones, sendiherra Kanada, flytur ekki stutt ávarp á fundi Framsóknarmanna í dag um mögulega einhliða upptöku annars gjaldmiðils hér í stað íslensku krónunnar, eins og fyrirhugað var. Þetta kemur fram í blaðinu Toronto Star.
Bones sendiherra sagði í viðtali í útvarpsfréttum í gær að kanadísk stjórnvöld væru reiðubúin til viðræðna um upptöku kanadísks dollars hér á landi, væri það vilji Íslendinga."
Nokkuð ljóst er á seinni hluta fréttarinnar að um einhverskonar einkamál Bones var að ræða: " Í blaðinu segir að ummæli sendiherrans hafi valdið talsverðum titringi í kanadíska utanríkisráðuneytinu í Ottawa. Formælandi ráðuneytisins hafi í gærkvöld sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að sendiherrann tæki ekki þátt í fundinum í dag og myndi ekki ávarpa hann. Kanadastjórn segði aldrei neitt opinberlega um gjaldmiðla annarra ríkja. Þetta væri mál ríkisstjórnar Íslands og íslensku þjóðarinnar."
Niðustaða málsins hlýtur að vera nokkuð högg fyrir Sigmund Davíð, formann Framsóknarflokksins, sem hefur tala hlýlega um þessa hugmynd og greinilega unnið töluvert í henni!
Varla eykur þetta á trúverðugleika Framsóknarflokksins i gjaldmiðilsmálum, eða?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 07:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir