Leita í fréttum mbl.is

Framsókn með Kanadadollar?

FramsóknEins og fram hefur komið mun Framsóknarflokkurinn halda ráðstefnu um gjaldmiðilsmál á morgun og aðallega ræða þar einhliða upptöku annars gjaldsmiðils. Formaður flokksins var í útvarpsviðsviðtali á Bylgjunni í morgun (í að vísu miklu tímaharki, sem olli því að það skapaðist engin almennileg umræða um þessi mikilvægu mál) og á honum mátti skilj að hann hefði þó nokkurn áhuga á málinu. En hann sagðist vera að skoða málið og velta fyrir sér öllum möguleikum.

Það eru því fleiri en forsetinn undir feldi, í sambandi við fleiri mál, sem Íslendingar standa frammi fyrir!

En það sem var kannski athglisverðast í sambandi við málflutning Sigmundar er tenging málsins við málefnmi Norðurslóða. Þekkt er að áhugi þjóða á svokölluðum Norðurslóðum hefur farið vaxandi. Þar á meðal Kanadamanna.

Þá vaknar spurningin hvort þetta Kanadadollars-mál sé hluti af stærri fléttu sem snýr að hagsmunum Kanada á þessum svokölluðu Norðurslóðum? Og hvert er þá hlutverk Framsóknarflokksins í því efni?

Uppfært: Sigmundur Davíð sagði í viðtali á Rás tvö að þetta "Kanadadollarsmál" væri mjög mikil tíðindi og mátti einnig skilja hann svo að hann væri spenntur fyrir að fá kanadíska banka hingað til lands. Einnig sagð hann að Evru-umræðan "truflaði allt hitt"!

Nokkuð greinilegt er hvar "hjarta" Sigmundar Davíðs er í þessum efnum! 


Af hverju var Evrópusambandið stofnað?

esb-merkiFyrir þá sem hafa áhuga á sögu má lesa mjög áhugavert svar um uppruna ESB á Evrópuvef H.Í. og spurningin var einfaldlega þessi: "Af hverju var Evrópusambandið stofnað?"

Svarið hefst svona: "Einn af þekktustu sagnfræðingum 20. aldar, sem hafði óvenjulega yfirsýn, sagði að Evrópusambandið væri „barn sérstakra sögulegra aðstæðna sem geta líklega aldrei komið upp aftur“ (Hobsbawm, 1996, 578). Svo mikið er víst að ESB er afar óvenjulegt fyrirbæri í mannkynssögunni. Við höldum nú samt að það sé hægt að varpa ýmiss konar ljósi á fæðingu barnsins og í þessu svari verður rætt sérstaklega um jarðveginn sem það spratt upp úr.

Rakið verður á Evrópuvefnum í þremur svörum í röð um það af hverju og hvernig fyrsti vísirinn að Evrópusambandinu varð til á árunum 1945-1958. Í fyrsta svarinu sem fer hér á eftir er lýst jarðveginum eða landslaginu sem ESB spratt upp úr. Sagt verður frá hinum svörunum í lok þessa svars. Lesendum er bent á að hafa Tímaás Evrópuvefsins til hliðsjónar þegar þessi svör eru lesin."


Ísland og öryggisstefna ESB

Háskóli ÍslandsÍsland og sameiginleg öryggis- og varnarmálastefna Evrópusambandsins, er heitið á fyrilestri sem Alyson Bailes, aðjúnkt við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, heldur í Lögbergi, stofu 101, kl. 12.00 í dag.

Allir velkomnir!


ESB þrýstir á Sýrland vegna ofbeldis og mannréttindabrota

MBLUmheimurinn hefur að undanförnu fylgst með skelfilegum hlutum sem eru að gerast í borginni Homs í Sýrlandi, þar sem Assad, forseti Sýrlands virðist vera að ganga milli bols og höfuðs á andstæðingum sínum.

Hjá mannréttindasamtökunum Amnesty International má fylgjast með atburðum í Sýrlandi, en þeir hafa líka vakið viðbrögð hjá ESB og í frétt á www.mbl.is má lesa:

"Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins hafa samþykkt að beita refsiaðgerðum gegn Sýrlandi í von um að það gæti bundið enda á ofbeldi og mannréttindabrot í landinu. Í yfirlýsingu segir að þrýstingur á sýrlensk stjórnvöld verði aukinn á meðan ofbeldi og mannréttindabrot viðgangist í landinu.

Einnig eru utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja hvattir til að undirbúa frekari aðgerðir í þessu skyni."

Öll frétt MBL 


Meira um gjaldmiðilsmál á RÚV - nú einhliða upptaka gjaldmiðils

EvraRÚV fjallaði um gjaldmiðilsmál í gær og hélt því áfram í kvöld. Hér er bein krækja inn á fréttina, sem snýst um einhliða upptöku nýrrar myntar.

Fyrir rúmum þremur árum skrifuðu 32 hagfræðingar grein í MBL þar sem varað var við einhliða upptöku Evru oger hægt að lesa þá grein hér.


Árni Páll: Ákvörðun í gjaldmiðilsmálum og efnhagsstjórn knýjandi

Árni Páll ÁrnasonÁ RÚV stendur: "Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra segir að misvísandi skilaboð stjórnvalda í gjaldmiðilsmálum séu stórskaðleg. Erlendir ráðamenn furði sig á stefnuleysi stjórnvalda. Knýjandi sé að stjórnvöld komi sér saman um framtíðarstefnu í gjaldmiðilsmálum.

Hvorki ríkisstjórnin né stjórnarandstaðan hefur mótað sér framtíðarstefnu um stjórn peninga- og gjaldmiðilsmála. Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, Árni Páll Árnason, segir knýjandi að tekin verði ákvörðun um það á hvaða grunni efnahagsstjórnin byggi á næstu árum."


Engin dagsetning komin í ESB-málinu - einfaldlega of snemmt

Önnur frétt á RÚV snerist um ESB-málið og í henni segir m.a.: "Morten Jung, yfirmaður Íslandsmála hjá stækkunarskrifstofu Evrópusambandsins, segir of snemmt að fullyrða hvort aðildarviðræðum við Ísland verði lokið fyrir Alþingiskosningar vorið 2013. Evrópumálin voru kynnt á fundi á Akureyri í dag.

Það var Evrópustofa, sem stóð fyrir kynningarfundinum um stöðu mála innan sambandsins og gang aðildarviðræðna við Ísland, en fleiri fundir eru fyrirhugaðir víða um land á næstunni. Innanríkisráðherra og fleiri hafa undanfarið lýst þeirri skoðun að aðildarviðræðum verði hraðað og samningur lagður fyrir þjóðaratkvæði fyrir næstu alþingiskosningar.

„Við teljum of snemmt að lýsa því yfir núna að við getum lokið viðræðunum fyrir árslok eða um mitt næsta ár,“ segir Morten Jung, yfirmaður Íslandsmála hjá stækkunarskrifstofu ESB. „Viðræðurnar eru ótímasettar. Við ættum ekki að geta okkur til um hvenær þeim líkur.“

Morten segir miklu skipta að menn séu ekki að flýta sér í samningaviðræðunum og horfi frekar á gæði samningsins heldur en lokadagsetningar."

RÚV: Krónan dýr

RÚVÁ RÚV var fjallað um gjaldmiðilsmál í kvöldfréttum og þar sagði : "Ríkisstjórnin hefur enn ekki mótað framtíðarstefnu í gjaldmiðilsmálum og forystumenn stjórnarflokkanna tala hvor í sína áttina í málaflokknum. Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir hafa heldur ekki mótað sér stefnu um framtíð krónunnar eða annan gjaldmiðil.

Staða íslensku krónunnar er sorgleg um þessar mundir. Hún styðst nú við belti og axlabönd í gjaldeyrishöftum og afnám haftanna gengur hægt. Það er lítið traust á gjaldmiðlinum og búist við að gríðarlegt fjármagn streymi úr landi ef höftin verða afnumin. Gengið sveiflast og verðbólgan með. Krónan styrkist á sumrin og veikist á veturna þegar flæði gjaldeyris til landsins minnkar. Hún hefur veikst um sjö prósent síðan í haust.

„Við þurfum að horfast í augu við það að krónan, íslenski gjaldmiðillinn, er okkur verulegur fjötur um fót og ég orða það þannig, það er, hann er eins og fíll í stofunni. Það vill enginn kannast við hann en hann er þar,“ sagði Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, í fréttum 15. febrúar síðast liðinn."

Síðar sagði í fréttinni: "„Krónan er dýr og það sem skiptir þar mestu máli er verðbólgan, vextirnir og óvissan í gengismálum. Þetta eru þeir þrír grundvallarþættir sem skipta máli fyrir hvern gjaldmiðil,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Krónan er lítt samkeppnishæf að mati Vilhjálms og henni fylgja gengissveiflur sem leiða til verðbólgu og vaxtahækkana. „Öll þessi óvissa skapar erfiðleika í rekstri og gerir árangur í rekstri minni en annars er.“" 


Opinber stefna Framsóknarflokksins - að taka upp Kanadadollar?

Canadian_billsElvar Örn Arason vekur athygli á Eyjubloggi sínu á ráðstefnu Framsóknarflokksins næstkomandi laugardag, þar sem gjaldmiðilsmálin verða rædd.

Yfirskriftin er: ER ANNAR GJALDMIÐILL LAUSNIN?

Eins og sagt hefur verið frá hér á blogginu hefur formaður hins mjög svo þjóðernissinnaða flokks, Framsóknarflokksins, farið til Kanada til þess að athuga þessi mál.

Elvar segir:  "Það verður fróðlegt að heyra svör sendiherra Kanada á Íslandi, sem er ópólitískur diplómat, við hápólitískum spurningum á ráðstefnu Framsóknarflokksins á laugardaginn."

Ekki er annað hægt en að taka undir orð Elvars. Og spurningin er þá: Er Framsókn búin að afskrifa krónuna og er stefnan núna sett á Kanadadollar? 

Tuttugu (Kanada)dollaraseðillinn prýðir Elísabet, drottning Englands, svo dæmi sé tekið. 


Já-Ísland: Satt og logið um ESB

Já-ÍslandÁ vef Já-Ísland er áhugaverð krækja, sem ber heitir Satt og logið um ESB. Sjón er sögu ríkari!

Guðmundur Gunnarsson: Rjúfum vítahringinn

Guðmundur GunnarssonGuðmundur Gunnarsson skrifar nýjan pistil á Eyjuna, með yfirskriftinni Rjúfum vítahringinn og segir þar í upphafi:

"Forsvarsmenn bændasamtakanna eru hræddir við að bera ESB aðild undir þjóðina, þeir óttast að þjóðin muni samþykkja. Það væri harla einkennilegt ef þjóðin gerði það ekki, alla vega sjáum við það vel sem erum í tæknihlutanum að öll fjölgun starfa fer fram utan sjávarútvegs og landbúnaðargeirans. Sama á við um launamöguleika bestu launin eru utan þessara geira.

Forstjóri fyritækisins Össur, sem er eitt af glæsilegustu fyrirtækjum landsins, var fyrir skömmu með ágætis lýsingu á þeim skemmdarverkum sem unnin eru á íslensku samfélagi með krónunni. Í ummælum forystumanna bænda um erindi forstjórans, kom fram að það ætti ekki að taka mark á plastik fyrirtækinu Össur!!

Stærsta kjaramál íslenskra launamanna er að finna varanlega lausn á gjaldmiðilsmálum Íslendinga. Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að ef við ætlum að búa áfram við krónuna verður að taka upp mun strangari efnahagsstjórn en ef við tækjum upp Evru. Krónan kallar á mjög digra og dýra gjaldeyrisvarasjóði, sem veldur því að vaxtastigið þarf að vera um 3,5% hærra en það er t.d. í Danmörku.

Bændasamtökin hafna því að neytendur njóti hins frjálsa markaðar, þeir segja að tollvernd skapi nauðsynlegar rekstrarforsendur fyrir innlendan landbúnað. Bændur mega síðan flytja út niðurgreitt lambakjöt, heimsmarkaðsverð hafi hækkað og kalli á hækkun á heimamarkaði. Íslenskur rafvirki er t.d. 2 klst að vinna fyrir lærinu hér heima, fari hann hins vegar til Danmerkur er hann eina klst. að vinna fyrir íslenska lærinu úr danskri búð. Vöruverð er hér allt að 30% hærra en er í löndunum innan ESB og kaupmáttur okkar hækkar ekki í samræmi við umsamdar krónutöluhækkanir."

Allur pistill Guðmundar 


Serbía fær stöðu umsóknarlands ESB

BelgradÍ Fréttablaðinu í dag segir: "Á fundi utanríkisráðherra Evrópusambandsríkjanna var í gær samþykkt að Serbía fái stöðu umsóknarríkis.Leiðtogaráð ESB á þó eftir að staðfesta þessa niðurstöðu, en gerir það væntanlega á fundi sínum nú í vikunni. Í desember síðastliðnum komu Þjóðverjar í veg fyrir að Serbía fengi stöðu umsóknarríkis vegna óleysts ágreinings um Kosovo, sem Serbar viðurkenna ekki sem sjálfstætt ríki.Í síðustu viku tókust samningar um eftirlit Serbíu og Kosovo með sameiginlegum landamærum og að Kosovo fái eigin fulltrúa á alþjóðaráðstefnum."

Grannríki Serbíu, Króatía, verður bráðlega 28. aðildarríki ESB.  Myndin er hinsvegar frá Belgrad, höfuðborg Serbíu.


SI: Litlar breytingar á afstöðu til ESB

SISamtök iðnaðarins hafa reglulega kannað afstöðu Íslendinga til ESB og gerðu fyrir skömmu nýja slíka könnun: "Ný könnun Capacent Gallup fyrir Samtök iðnaðarins um viðhorf til til aðildar að Evrópusambandinu og aðildarviðræðna gefur til kynna að 56,2% séu andvígir aðild en 26,3% hlynnt. Þessar tölur eru svipaðar og hafa komið fram í sambærilegum könnunum fyrir samtökin 2011 og 2010.

Þegar spurt var út í viðhorf til aðildarviðræðna kemur í ljós að 43,6% eru fylgjandi því að íslensk stjórnvöld dragi umsókn til baka en 42,6% andvíg. Munurinn er ekki tölfræðilega marktækur.

Mikil áhersla var lögð að vandaða framsetningu spurninga. Þannig var bæði spurt hvort viðkomandi væri fylgjandi eða andvígur að draga umsókn til baka og hins vegar hvort viðkomandi væri fylgjandi eða andvígur að ljúka aðildarviðræðum."

Um 65% þeirra sem spurðir voru, svöruðu, en úrtakið var 1350 manns. 

Vefsíða SI 


Þýska þingið samþykkti aðstoð við Grikki - sigur fyrir Merkel

ruvÁ RÚV segir: "Þýska þingið samþykkti síðdegis neyðaraðstoð fyrir Grikkland með yfirgnæfandi meirihluta. Fréttaskýrendur í Þýskalandi áttu von á að Merkel kanslari yrði að treysta á stjórnarandstöðuþingmenn til að koma málinu í gegn, þar sem fjöldi þingmanna úr röðum stjórnarflokkanna hefur lýst andstöðu við að milljörðum evra verði varið í aðstoð við Grikkland. Að lokum fór þó svo, að 496 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni en 90 gegn."

Niðurstaðan þykir sigur fyrir Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. 

Bendum í sambandi við Grikkland á áhugaverðan pistil eftir Elvar Örn Arason um Grikki, en þar segir:

"Grikkir eru oft sakaðir um að vera letingjar sem nenna ekki að vinna. Slíkar fullyrðingar hafa verið áberandi eftir að fjármálakreppan í Evrópu skall á. Í þessari úttekt BBC á vinnumarkaðstölfræði OECD-ríkjanna kemur í ljós að Grikkir eru vinnusamasta þjóðin í Evrópu. Tölur OECD sýna að hver Grikki vinnur að meðaltali 2.017 vinnustundir á ári sem er það hæðsta sem þekkist í Evrópu. Til samanburðar vinnur hver Þjóðverji að jafnaði 1.408 vinnustundir á ári, sem þýðir að Grikkir vinna 40% lengur en Þjóðverjar." 


Hannes Hólmsteinn (sem Eisti) hefði sennilega kosið ESB!

Í beinni línu á DV komu þessir áhugaverðu punktar fram þegar Hannes Hólmsteinn Gissurarson sat þar fyrir svörum:

"Hallur Guðmundsson segir:
ESB - já eða nei?


Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir:
Nei. En væri ég Eistlendingur, þá myndi ég sennilega kjósa aðild að ESB."

.....síðar:

"Ásgeir Ingólfsson segir
Af hverju er ESB vont fyrir Íslendinga en gott fyrir Eistlendinga?


Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir
Vegna þess að Eistlendingar voru ekki eins heppnir með nágranna og við: Þeir höfðu Rússa og Þjóðverja, við Breta, Bandaríkjamenn og Norðmenn."

En í staðinn erum við svo rosalega heppin að búa með: Háum vöxtum, verðbólgu sem enginn ræður við og ónothæfum gjaldmiðli á gjörgæslu, sem enginn þorir að sleppa frjálsum.

Í dag eru hvorki Rússar né Þjóðverjar ógn gangvart Eistlandi, sem tók þá viturlegu ákvörðun að ganga í samband 28 lýðræðisríkja í Evrópu, nú með Króatíu sem 28. land!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband