4.1.2010 | 15:24
Framtíðin er það sem skiptir máli
Um áramót er mikilvægt að líta um öxl og meta afrakstur ársins. Því miður hefur uppskeran á árinu ekki verið sérstaklega góð. Mikil beiskja og reiði hefur einkennt þjóðfélagsumræðuna og Íslendingar hafa þurft að fara í mikla sjálfsskoðun. Lítil umræða fer hins vegar fram um framtíð Íslands, öll umræðan er um fortíðina eða nútíðina. En sama hvort við samþykkjum Icesave eða ekki, förum inn í ESB eða ekki, þá þurfum við að auka útflutningsgreinar okkar umtalsvert. Við verðum að umbylta okkar hagkerfi frá neysluhagkerfi yfir í útflutningshagkerfi.
Ef við ætlum að halda uppi hér sambærilegum lífskjörum og í nágrannalöndum þurfum við að stokka upp í efnahagslífinu hér. Hættan er að ef tökum þessi mál ekki föstum tökum getum við endað uppi með tvo þjóðfélagshópa. Styrkleiki íslensk þjóðfélags hefur meðal annars verið að hér er lítil stéttaskipting. Þetta gæti þó verið að breytast ef í gangi verður tvöfalt hagkerfi. Hluti landsmanna þiggur þá laun í evrum og getur því tekið lán til húsnæðiskaupa á mun hagstæðari kjörum en hinir sem fá greitt í íslenskum krónum. Á einni mannsævi getur munurinn numið fleiri milljónum króna sem evrufólkið greiðir minna í vexti. Er þetta það þjóðfélag sem við viljum sjá hér á landi í framtíðinni?
Ef við getum ekki boðið okkar unga og framtaksama fólki "evrutengd" laun þá mun þetta fólk einfaldlega flytja úr landi. Nú standa margir foreldrar í þeim sporum að afkomendur þeirra eru á leið frá Íslandi vegna efnahagsástandsins. Vel menntuðum Íslendingum standa ýmsar dyr opnar í mörgum öðrum löndum vegna EES-samstarfsins og samninga Norðurlandanna á milli. Flestir þessara ungu Íslendinga vilja gjarnan búa á Íslandi en því miður fórst íslenskum stjórnvöldum það fyrir að tryggja undirstöður efnhagslífsins.. Það leiddi til þess að bankakerfið hrundi og með því töpuðust fleiri hundruð vel launuð störf. Einnig riða mörg önnur fyrirtæki til falls. Þrátt fyrir þessa kollsteypu þráast enn margir stjórnmálamenn við því að horfast í augu við raunveruleikann og tala um að byggja upp landið á nýjan leik með gömlum aðferðum.
Flestir íslenskir og erlendir hagfræðingar hafa ráðlagt íslenskum stjórnvöldum að fljótasta og öruggasta leiðin til að byggja upp traust á íslensku efnhagslífi er að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru þegar aðstæður leyfa. Hagsmunaðilar í sjávarútvegi og landbúnaði berjast hins vegar eins og ljón gegn þessum hugmyndum því þeir telja að þar með muni þeirra sérhagsmunir verða fyrir borð bornir. Samt sem áður eru flestir á því að ef hagsmunir íslensk almennings sem heild væru hafðir að leiðarljósi væri ekki spurning hvaða niðurstaða yrði ofan á.
En því miður eru það ekki hagsmunir almennings sem eru alltaf hafðir að leiðarljósi. Fyrir skömmu skrifaði verkfræðingur umhugsunarverða grein i Morgunblaðið þar sem hann færði rök fyrir því að við ættum ekki láta kalt hagsmunamat ráð för heldur heitar tilfinningar. Þessi aðili sagði orðrétt í greininni; ,,Það er ekki útilokað að þjóðin kunni frekar að kjósa að hafa aðeins minna á milli handanna en njóti í þess í stað frelsis og gera sín mistök við og við.
Það er merkilegt að flestir þeir sem halda þessu fram eru komnir yfir miðjan aldur og hafa komið sér ágætlega fyrir efnahagslega. Eiga flestir fasteignir og skulda lítið. Það er ekki unga fólkið með húsnæðislán og aðrar sligandi greiðslubyrðar sem heldur þessu fram. Það fólk mun í stríðum straumi mun láta kalt hagsmunamat ráða för. Það mun yfirgefa fósturjörðina af því að það getur ekki framleitt fjölskyldum sínum við þær aðstæður sem boðið er upp á Íslandi í dag. Skynsamir menn læra af reynslunni og passa sig á því að gera ekki sömu mistökin tvisvar. Varla getur verkfræðingurinn vonast til að við gerum sömu efnhagslegu mistökin og við höfum gert undanfarin 2-3 ár. Ekki nema að hann vilji að við missum vel menntaða iðnaðarmenn, frumkvöðla og fólk með sérhæfða háskólamenntun til útlanda.
Þetta er fólkið sem við þurfum til að byggja upp hér nýtt Ísland. Fólk með sérmenntun, fólk með hugmyndir og fólk á þeim aldri sem skapar verðmætin. Eða viljum við að hér verði eingöngu börn, gamalmenni og fólk sem af ýmsum ástæðum getur ekki yfirgefið landið. Það er frekar nöturleg framtíðarsýn. Látum kalt hagsmunamat en ekki heitar tilfinningar ráða för varðandi framtíðarstefnu íslensku þjóðarinnar í efnahagsmálum.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Framtíðin með 0.06% atkvæðavægi í Evrópubandalaginu?! Eruð þið nokkuð að reyna að vera hlægilegir? – Svo mættuð þið gjarnan svara spurningunni:
Á að breyta Alþingi í 3. flokks undirþing?
Jón Valur Jensson, 4.1.2010 kl. 15:54
Það þarf ekki evru til þess að lækka vexti og afnema verðtryggingu þó að þú haldir það.
Vilhjálmur Árnason, 5.1.2010 kl. 04:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.