Leita í fréttum mbl.is

Mikilvæg að sýna ESB fram á sérhagsmuni Íslands

Ulf DinkelspielUlf Dinkelspiel, aðalsamningamaður Svía í aðildarviðræðum við ESB hélt fyrirlestur í Norræna húsinu í dag að viðstöddu fjölmenni. Hann er einnig að kynna bók sína ,,Den motvillige europén, Sveriges väg till Europa.“ (Andsnúni Evrópubúinn-Leið Svíþjóðar til ESB, lauslega þýtt). Af því tilefni var hann mættur ásamt Boga Ágústssyni í Eymundsson-Austurstræti, í dag kl. 15.00 að ræða Evrópumál.

 

Dinkelpiel lagði á það áherslu að það væri mikilvægt fyrir Íslendinga að sannfæra ESB um sérhagsmuni Íslands í samningaviðræðunum. Þar átti hann sérstklega við viðræður um fiskveiðimál okkar.

Hann sagði Svía hafa átt í stífum viðræðum við ESB um landbúnaðarmál, en að þeim hefði lokið farsællega. Dinkelspiel sagðist trúa því að sú mikla reynsla sem Íslendingar búi yfir i samskiptum við Evrópu/Evrópusambandið (EES viðræður og annað) kæmi okkur til góða.

Dinkelspeil sagði aðspurður að hann teldi það ekki verða hindrun fyrir Íslendinga að ESB hafi stækkað úr 15 (þegar Svíar gengu inn) í 27, eins og staðan er í dag. Hann tók það sérstaklega fram að þá hefðu  fjögur lönd staðið í samningaviðræðum og því hafi mikið af allskyns samhæfingu þurtft að eiga sér stað í samningaferlinu. Það  sé óumflýjanlegt, en samhæfing Íslands þurfi að eiga sér stað gagnvart framkvæmdastjórninni.

Hann var spurður um undanþágur og sagði að Svíar hafi fengið eina slíka og það varanlega, en það var fyrir sölu og dreifingu munntóbaks. Þetta hafi haft mikla þýðingu fyrir Svía (sem nota mikið af munntóbaki).

Reynsluna af aðild að ESB sagði hann vera nokkurn veginn eins og menn bjuggust við. Efnahagslega sagði hann aðild hafa verið af hinu góða, en hann lýsti yfir vonbrigðum með úrslit atkvæðagreiðslunnar um Evrunnar á sínum tíma.Ulf Dinkelspiel lauk máli sínu með því að segja að það hefði tekið nokkur ár fyrir Svía að ,,læra á ESB,“ eins og hann sagði. En nú sagði hann að þetta væri komið í góðar skorður og sagði vera meirihluta meðal Svía, bæði fyrir upptöku Evrunnar og aðild að ESB. Meirihluti Svía væri því fylgjandi áframhaldandi aðild að ESB.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband