Leita í fréttum mbl.is

Bútar úr fréttabéfi Ungra Evrópusinna

Ungir evrópusinnarFyrsta fréttabréf Ungra Evrópusinna hefur litið dagsins ljós. Þar leggja þeir mikla áherslu á að fram fari málefnaleg umræða um bæði kosti og galla ESB, með það að markmiði að þjóðin geti tekið upplýsta ákvörðun þegar að þjóðaratkvæðagreiðslu kemur. Taka Evrópusamtökin heilshugar undir þetta. Orðrétt segir í fréttabréfinu: ,,Við munum leggja okkur fram við að koma réttum upplýsingum um Evrópusambandið til fólks og gera ungu fólki það eins auðvelt og unnt er að kynna sér kosti og galla aðildar."

Ungir Evrópusinnar telja kostina vera fleiri en gallana á aðild að ESB. Í lok fréttabréfsins segir: ,,Við teljum að Íslendingar geti náð hagstæðum samningi og...vonumst til að þjóðin muni samþykkja aðild. Þannig mun hún ákveða að gerast fullgildur aðili í Evrópusamstarfinu, þjóð meðal þjóða."

Evrópusamtökin taka undir markmiðssetningu Ungra Evrópusinna og óska þeim velfarnaðar í komandi starfi. Jafnfram hvetja Evrópusamtökin allt ungt fólk sem hefur áhuga á ESB og Evrópumálum að snúa sér til samtakanna.

www.ungirevropusinnar.is

Skráning: http://www.ungirevropusinnar.is/skraning/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hahahahaha ... ,,Við teljum að Íslendingar geti náð hagstæðum samningi og...vonumst til að þjóðin muni samþykkja aðild. Þannig mun hún ákveða að gerast fullgildur aðili í Evrópusamstarfinu, þjóð meðal þjóða." Þvílíkr andskotans apakettir, hahahahaha ...

Jóhannes Ragnarsson, 30.1.2010 kl. 21:03

2 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Jóhannes, ef þú getur ekki notað fallega íslensku, slepptu því þá! Helltu annarsstaðar úr skálum þínum!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 31.1.2010 kl. 08:17

3 identicon

Því miður virðist þessi athugasemd frá Jóhannesi vera klassískt dæmi um hvað umræðan hjá Neiinu á það til að vera á lágu plani.

Stefán Vignir Skarphéðinsson (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 11:30

4 Smámynd: Sema Erla Serdar

"Þar leggja þeir mikla áherslu á að fram fari málefnaleg umræða..."

Ég er ekki frá því að við þurfum að senda Jóhannesi afrit af fréttabréfinu okkar.

Sema Erla Serdar, 31.1.2010 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband