Leita í fréttum mbl.is

Jóhanna, leynd og pukur, maðkar og mysa

Jóhanna SigurðardóttirÞað er margt skrýtið í henni veröld. Ekki fyrir svo löngu síðan skoraði Ísland mjög hátt í könnunum sem mældu spillingu landa, þ.e. Ísland var óspilltasta land í heimi. Allir glaðir. Svo skall á kreppa, ekki bara fjárhagsleg, heldur einnig siðferðileg. Nú eru milljónir maðka í mysunni. Tortryggni er mikil, út í flokka, stjórnmálamenn, stofnanir, einstaklinga, fyrirtæki.

Í fjölmiðlum er talað um leynd og pukur, spuna og spillingu. Jóhanna Sigurðardóttir fer ekki varhluta af þessu. Ef hún sést ekki, er hún felum, hún er ,,horfin" og svo framvegis. Hún er af sumum ekki talin vera sá ,,sterki leiðtogi" sem talar von í þjóðina, talar hana upp úr öldudalnum. Einu sinni voru það bara hlutabréf sem voru töluð upp, þá þurfti ekki að tala neitt annað upp.

Það er einnig athyglisvert að skoða umræðuna um Jóhönnu út frá kynjasjónarhóli. Getur umræðan verið á þennan hátt vegna þess að Jóhanna er kona, en ekki svona dæmigerður jakkafatakall með bindi?

En rétt eins og Jóhanna segir sjálf þá er hún bara í vinnunni! Hún er þekkt fyrir að vera dugleg og vinnusöm, gildi sem Íslendingar eru taldir hafa til að bera, enda þess vegna sem þeir eru svo vinsælir í öðrum löndum sem vinnukraftur, t.d. á Norðurlöndunum.

Jóhanna er hinsvegar enginn Hollywood-leikari, sem töfrar landslýð upp úr skónum með einhverjum ,,einnar-línu-bröndurum" svo allir geti farið hlæjandi að sofa, sáttir við guð og menn!

Morgunblaðið talar um leyniför Jóhönnu til Brussel,  og það er talið grunsamlegt að hún vilji ekki láta taka myndir af sér. Það er samsærislykt af öllu saman og leyndarhjúpurinn er sagður þykkur. En auðvitað eru teknar myndir, það sáu menn í fjölmiðlum í dag.

En það þarf ekki að fara langt til þess að finna leynd og pukur á www.mbl.is. Þar auglýsa samtök sem kalla sig "Félag ungs fólks í sjávarútvegi." Yfirskrift auglýsingarinnar er ,,Fyrningarleið til fátæktar." Sé smellt á auglýsinguna kemur í ljós heimasíða, en þar stendur hvergi hverjir eru í þessu félagi, en boðskapur þess er að fyrningarleiðin svokallað muni leiða Íslendinga aftur til fátæktar og væntanlega vesældar! Hér verður ekki tekin afstaða til hennar. Það var hinsvegar nafnleysið á bakvið auglysinguna, sem vakti athygli ritara.

Ritari fann gamla frétt með hjálp Gogge frá nóvember 2007 á www.skip.is Þar segir frá stofnun félagsins og að formaður hafi verið kosinn Friðrik Orri Ketilsson. Sá var hinsvegar að taka við rekstri fréttaveitunnar AMX.is af þeim Óla Birni Kárasyni og Jónasi Haraldssyni. AMX er sá vefur (kannski fyrir utan núverandi MBL) sem berst hvað harðast gegn aðild Íslands að ESB.

Er Friðrik enn formaður FUFS eða??

Eða er þetta eitthvað leyndó?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband