Leita í fréttum mbl.is

Bandaríkin styðja "Evrópuleið" Serbíu - dyrnar að NATO opnar

SerbíaVefsíða serbneska fréttamiðilsins B-92, birtir  frétt þess efnis að Bandaríkin styðji heilshugar þá "Evrópuleið" sem Serbía fetar nú. Sem kunnugt er sóttu Serbar um aðild að ESB í lok síðasta árs, í formennskutíð Svía.

Haft er eftir sendiherra Bandaríkjanna í Serbíu (þeir eru með sendiherra þar), að ,,aðild að ESB sé mikilvægt markmið, en mikið þurfi að gera fyrst." Serbía sé á réttri leið og dyr NATO standi einnig Serbum opnar.

Mary Warlick, sendiherra Bandaríkjanna í Serbíu segir í á vef B-92 að Serbía gegni mjög mikilvægu hlutverki á svæðinu (Balkanskaga, innskot, bloggari) og að það séu hagsmunir landsins að leysa úr vandamálum í samvinnu við nágranna sína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband