Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðir Evrópumenn stofnaðir: Fullt hús!

Sjálfstæðir EvrópumennFullt var út úr dyrum í Þjóðmenningarhúsinu síðdegis, þegar samtökin Sjálfstæðir Evrópumenn, voru stofnuð. Það var Ragnhildur Helgadóttir, fyrrverandi ráðherra, sem stjórnaði fundinum. Til máls tóku m.a. Þorsteinn Pálsson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Jónas Haralz. Lög fyrir hið nýja félag voru samþykkt og stjórn skipuð.

Eins og áður sagði var fullt út úr dyrum og m.a. annars mátti sjá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, varaformann Sjálfstæðisflokksins, Katrínu Fjeldsted, Helga Magnússon, Jón Baldvin Hannibalsson ásamt eiginkonu sinni, Bryndísi Schram, Jórunni Magnúsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Þorkel Sigurlaugsson, framkvæmdastjóra hjá HR og Ólaf Ísleifsson, hagfræðing.

Lög samþykktGreinilegt er að samtökin ætla að láta til sín taka í komandi umræðum um ESB-mál á Íslandi og óhætt að segja að góður hugur hafi verið í fundarmönnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Um hvað var þetta vesalings of gávaða, hrokafulla fólk að tala, ætlar það að skjóta mig? eða á það betri tól ? 

Mig langar ekki að vera með til Evrópu og það er ég viss um að ef við Íslendingar fengjum frið til að ræða Evrópumál í næði þá mætuð þið afbrigðin ábyggilega búa hér hjá okkur Íslendingunum áfram.  

En ef þið ætlið að nauðga okkur í Ríki Evrópu, þá eruð þið hin sömu að kasta framan í okkur hanskannum.

Ég vek athygli á því að um þessar mundir vantar okkur ekki meira af sundrungaröflum.  Þökk sé Steingrími og Jóhönnu.      

Hrólfur Þ Hraundal, 12.2.2010 kl. 20:28

2 Smámynd: Hawk

"nauðga okkur í ríki Evrópu" er málfutningur andstæðingana ennþá á þessu stigi?

En ég fagna þessum áfanga. Þó að enginn hefur fengið svar við því hvað varð um endurreisnaskýrslu Sjálfstæðisflokksins. Hún var bara stungin undir stól og þögguð niður. Bara vegna þess að einn einstaklingur tók til máls. Sjálfstæðismenn!!! Þurfið þið ekki að vera aðeins meiri sjálfstæðir í hugsun??

Hawk, 12.2.2010 kl. 20:42

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Við sjálfstæðismenn erum líka Íslendingar og meigum vonandi hafa skoðun. 

Það sem við Íslendingar þurfum núna er samstaða, og hún fæst ekki með endalausu spreingju kasti og ringulreið.  

Hrólfur Þ Hraundal, 12.2.2010 kl. 22:31

4 Smámynd: Kama Sutra

"Við sjálfstæðismenn erum líka Íslendingar og meigum vonandi hafa skoðun."

Við Evrópusinnar erum líka Íslendingar og megum vonandi hafa okkar skoðanir!

Kama Sutra, 12.2.2010 kl. 23:11

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Allir hafa rétt á sinni skoðun.

Segjum nei við ESB!!!

Gunnar Heiðarsson, 13.2.2010 kl. 09:42

6 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Hrólfur hraunar yfir andstæðinga sína. Það er fróðlegt að sjá að gerjun getur átt sér stað innan FLokksins. - Persónulega vil ég ekki sjá sjálfstæðisflokkinn við völd næsta áratuginn svo mér er sama hvað þeim finnst enda gerspilltur ofan í rót. Alveg sama hvort þeir eru með eða á móti ESB þeir batna ekkert við að hafa skoðanir.

Gísli Ingvarsson, 13.2.2010 kl. 10:15

7 Smámynd: Birna Jensdóttir

Það eru ekki bara sjálfstæðismenn sem eru á móti ESB aðild,heldur meiri hluti Ísl þjóðarinnar

Birna Jensdóttir, 13.2.2010 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband