Leita í fréttum mbl.is

"Mögnuð" Grimsby-mynd!

fish_Atlantic_codAndstæðingar ESB og (mögulegrar) aðildar Íslands að sambandinu hafa kvartað og kveinað yfir meintum ,,halla" í umfjöllun RÚV um ESB og sagt að ríkisfjölmiðillinn sé alltof já-sinnaður. Ef svo er, þá fengu þeir allavegana uppreisn æru í  gærkvöldi, þegar heimildamyndin Eilífðartengsl var sýnd.

Í henni er fjallað um Grimsby, eða "þátt efnahagshrunsins á íbúa Grimsby," eins og segir í kynningu. Það var einnig komið inn á ESB og þar var umfjöllunin aðeins á einn veg: ESB er vont, hefur algerlega gengið frá sjávarútvegi Breta og kemur til með að taka allan fisk af Íslendingum, kvótann og hvaðeina. Varið ykkur, ekki ganga í ESB."

Er það t.d. í anda upplýstrar umræðu að ræða við aldraðan fisksala, sem fullyrðir að ESB muni taka af okkur allan fiskinn? Með fullri virðingu fyrir fisksalanum!

Ekki var gerð minnsta tilraun til að finna mótrök. LÍÚ hefði ekki getað gert betur!

Ef um halla á ESB-umfjöllun var að ræða, er allavegana búið að rétta hann!

En bara til að hafa eitt á hreinu: ESB HEFUR ALDREI TEKIÐ YFIR AUÐLINDIR AÐILDARRÍKJA, ENDA GETA NEI-SINNAR EKKI BENT Á EITT EINASTA DÆMI ÞVÍ TIL STUÐNINGS!

En það er skiljanlegt að íbúar Grimsby og Hull séu fúlir yfir þeim missi sem þeir urðu fyrir þegar Ísland vann landhelgisirmmuna, en það er ekkert við því að gera. Ísland gerði það í nafni sjálfstæðis og í fullum rétti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Bretum er ekkert hátt í huga nú um mundir lönguliðnar deilur við okkur.  Það eru Spánverjarnir sem fara sínu fram í nafni ESB.

Það er með Spánverja eins og Íslenska bankarlæningja sem eingin lög eða reglur halda.  Þeir fara sínu fram og framhjá öllum hindrunum.

Spánverjarnir nota sér vitgrant, þunglamalegt, nærsýnt kerfi ESB, sem er eins og skapað handa þeim til að snúa á, Breskum sjómönnum og fiskverkendum til vandræða.  Svo sagði mér gamall breti fyrir um 4. árum.  

Hrólfur Þ Hraundal, 15.2.2010 kl. 10:40

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Ef Ísland gengur í ESB er kannski í fyrsta sinn komið upp dæmi þar sem þjóð getur misst formleg yfirráð yfir auðlindum sínum.

Ástæðan er að fiskimið eru eina auðlindin sem skilgreind er sem sameiginleg í samningum ESB.

ESB hefur aldrei "tekið yfir auðlindir aðildarríkja" vegna þess að um námur, nytjaskóga, olíu o.s.frv. gilda allt aðrar reglur en um fiskimið.

Að ganga í ESB án þess að fá fortakslausa og varanlega undanþágu frá sameiginlegu sjávarútvegsstefnunni væri algjört brjálæði. Hrein og bein sturlun.

Haraldur Hansson, 15.2.2010 kl. 12:21

3 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það sem er alvarlegt við alla þessa umræðu er hvernig íslenskir útgerðamenn hafa gengið um fiskimiðin eftir að þau komust alfarið á ábyrgð "þjóðarinnar". Per sónulega vil ég frábiðja mér ábyrgð á þeirri svívirðu sem ég tel að fiskveiðistefna undanfarinna ára sé þar með talið kvótakerfið. - Ég lít svo á að auðlindirnar séu ekki nema formlega undir stjórn ríkisins því útgerðamenn hafa getað farið sínu fram hingað til. - Það er hinsvegar fráleitt að telja að Spánverjar eða Bretar muni koma hingað til að veiða á vegum ESB. Þessar reitur sem eftir eru freista engra til skiptanna. Þeir fá hvort eð er allan fiskinn sem þeir vilja af miðunum okkar beint á heima markað. Þessir tveir kommentatorar hér að ofan er alþekktir einhliða áróðursmenn og ekki til þess fallnir að taka þátt í skynsamlegri samræðu um ESB.

Gísli Ingvarsson, 15.2.2010 kl. 13:03

4 identicon

Það er ekkert skynsamlegt fyrir íslendinga að ganga í ESB. Við erum einfaldlega of lítill þjóð fyrir það. ESB gengur fyrir þjóðir sem eru aðalega með mannauð. Við erum með góðan mannauð og mikið af auðlindum.ESB hórur flytjið bara til DANMÖRKU það er fínt land fyrir fólk eins og ykkur.

Gunnar Svanberg Jónsson (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 14:06

5 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Spurning til ykkar allra: Er það UPPLÝST umræða að tala við aldraðan Grimsby-fisksala, sem fullyrðir að ESB taki af okkur allan fiskinn?

Gunnar: Hvað með Möltu og Luxembúrg? Hvað eru þetta STÓRAR þjóðir? ESB er smáríkjabandalag! 

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 15.2.2010 kl. 14:10

6 Smámynd: Úlfar Hauksson

Bíðið nú við. Ef Grímsbæingar höfðu svona góð fiskimið í túnfætinum - sem ESB rændi að þeirra sögn - hvað voru þeir þá að gera á Íslandsmiðum! Staðreyndin er sú að Bretar hafa alls ekki tapað á CFP. Það er klisja og alveg merkilegt hvað málsmetandi Bretar virðast vita lítið út hvað CFP gengur,,, og að halda því fram að UK stæði betur utan ESB en innan er beinlínis hlægilegt

Úlfar Hauksson, 15.2.2010 kl. 16:41

7 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Mjög góður þáttur.

Ragnar Gunnlaugsson, 15.2.2010 kl. 16:44

8 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Er það upplýst umræða að tala við miðaldra Íslending sem er að kaupa inn og segir að ESB muni lækka vöruverðið, og þess vegna eigi Ísland heima í ESB? Eða er það upplýst umræða að ræða við háskólamenntaðan ESB styrkþega og spyrja um hvort rétt sé að ganga í ESB?

Er aldraði Grimsby-fisksalinn óæðri mannvera til að geta metið það sjálfur - útfrá eigin lífsreynslu - hvort rétt sé að vera í ESB eða ekki? Vitið þið hér huldufólkið á þessum vef hvaða menntun fisksalinn hefur eða hve vel eða illa hann hefur kynnt sér hvaða áhrif ESB hefur haft á sjávarútveg í Grimsby? Ég held að það sé á allra vörum, fræðimanna og almennings í Bretlandi, að sjávarútvegur, t.d. í Skotlandi, hafi orðið illa úti við aðildina að ESB á sínum tíma. Það þarf varla að deila um það.

Lýsir þetta nú ekki best hrokanum sem einkennir ,,besser-visser" viðhorfið ykkar ESB sinna?

Já, sannleikurinn er stundum súr og sár - en hann fenguð þið að heyra ómengaðan í þættinum á RÚV í gær. Ekki veit ég hver hefur sofið á ESB vaktinni á RÚV að hleypa þessum þætti í gegn.

Jón Baldur Lorange, 15.2.2010 kl. 19:36

9 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Mér þóttu meiningar deildar um gæði ESB í þessum sallagóða þætti.  Þetta virðist fara í taugar blogghöfundar...

Það er hins vegar ljóst að ESB hefur sína sjávarútvegsstefnu og ég sé engin rök gegn því að t.d. spánverjar muni sækja hart að komast inn á íslensk fiskimið. Svo er annað mál hvort þeim tækist það.

Haraldur Rafn Ingvason, 15.2.2010 kl. 19:52

10 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Hans: Það er enginn að tala um að gefa frá sér fiskinn, Íslendingar, hvar í flokki sem þeir eru, samþykkja ekki slíkt.

Jón Baldur: ,,Besser-visser"-viðhorf? Nei-sinnar eru það nú líka á ýmsum sviðum, þeir fullyrða t.d. að landbúnaður muni leggjast af (hefur hvergi gerst) og að við munum aldrei ná viðunandi samningum (LÍÚ)! Er það ekki hroki líka? Hvernig veit LÍÚ að við munum ekki ná góðum samningum. Fengum við ekki "allt fyrir ekkert" í EES?

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 15.2.2010 kl. 22:00

11 identicon

Bara svona að leiðrétta misskilning hjá ESB-samtökunum.

ESB- Étur upp smáríkin. Það er ekki skynsamlegt að láta einhverja gutta í Brussel vera með fingurnar í stjórnmálum landsins. Þá verðum við bara étin við skulum ekki gleyma hvað við erum fámenn þjóð með mikinn atkvæðisrétt sem sjálfstæð þjóð í heiminum. Þá er það betra en að vera lítið ríki innan ESB-múranna.

Ég veit að ESB hefur ekki gert neitt gott fyrir Möltu,Grikkland,Lettland,Litháen,Pólland svo dæmi séu tekin.

Gunnar Svanberg Jónsson (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 22:02

12 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Gunnar Svanberg: Það er svona sleggudómaumræða eins og þú berð á borð sem er vond fyrir umræðuna. Komdu með dæmi þér til stuðnings! ESB stuðlar t.d. að stórum vegaframkvæmdum í Póllandi um þessar mundir. Varðandi Grikkland er þér bent á færslu um Grikkland á þessu bloggi. Þeir hafa verið sjálfum sér verstir eins og við Íslendingar. Malta hefur hagnast stórkostlega á aðild og fengið t.d. varanlegar sérlausnir. Allt tal um að ESB éti smáríkin dæmi sig sjálft. Lettar og Litháar vilja ekki fara úr ESB þrátt fyrir afturkippi. Eða höfðu þeir það betra undir járnhæl Sovétríkjanna?

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 15.2.2010 kl. 23:02

13 Smámynd: Njáll Harðarson

Er einhver munur á því hvort ESB hafi yfirstjórn á fiskveiðum íslendinga eða LÍÚ, ef einhver þá mun ESB þurfa að fara að þeim lögum sem eru í gildi, öfugt við LÍÚ sem ráðskast með kvótann eins og þeim sýnist.

Grænlendingar eru núna fyrst að átta sig á því að heimastjórnun fiskveiða hafa fært svo til allan fisk kvótann á fárra manna hendur, hljómar það kunnuglega?

Njáll Harðarson, 16.2.2010 kl. 12:02

14 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þessi Grimsby "heimildarmynd" var auðvitað hrein hörmung. Þekki persónulega alla sem rætt var við og þeirra skoðanir. Bretar sitja uppi með það vandamál , að eiga sameiginlega stofna með öðrum ríkjum, þessvegna þurfa þeir að eiga þá með öðrum. Við erum ekki í þeim vanda.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 20.2.2010 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband