Leita í fréttum mbl.is

Pavel í Fréttablađinu

Pavel Bartoszek, stjórnarmađur í Sjálfstćđum Evrópumönnum, skrifar fína grein um alţjóđa og evrópumál í Fréttablađiđ um helgina. Ţar segir m.a.:

,,Margir andstćđingar Evrópusambandsađildar hafa látiđ sem stuđningsmenn ađildar vilji „loka sig inni í ESB" í stađ ţess ađ líta víđar yfir völlinn og mynda bandalög yfir heiminn ţveran og endilangan. Eins ađlađandi og ţannig hugmyndir kunna ađ hljóma ţá er ţađ til efs ađ ţess háttar utanríkisstefna, sem í raun gengur út á ađ vera vinsćlasti gaurinn í partíinu, sé raunsć eđa líkleg til árangurs fyrir smáríki á borđ viđ Ísland. Leita verđur raunhćfari og hnitmiđađri lausna.

Valkostirnir í utanríkismálunum virđast helst vera tveir. Sá fyrri er ađ ganga í ríkjabandalag eins og Evrópusambandiđ. Sá síđari er ađ hengja sig á fá erlend ríki, ţá helst Noreg og ef til vill Danmörku, og láta ţau ađ mestu sjá um hagsmunagćslu fyrir Íslands hönd. Ţessu fylgdi ađ loka mćtti flestum sendiráđum fyrir utan ţessi lönd og hugsanlega Bandaríkin. Síđan vćri hćgt ađ taka upp norska krónu og útvíkka enn frekar ţađ svokallađa samstarf sem ţegar er hafiđ milli Landhelgisgćslunnar og norsku strandgćslunnar, og felur í raun í sér ađ Norđmenn ađstođa okkur viđ eftirlit međ okkar eigin landhelgi.
Sömuleiđis mćtti fylgjast grannt međ norskri lagasetningu og sjá ţannig til ađ á Íslandi og í Noregi giltu í raun sömu lög, međ einstaka sérúrrćđum fyrir Ísland ţar sem ţeirra vćri ţörf.

Slík lausn ţarf ađ sjálfsögđu ekki ađ ţýđa hörmungar fyrir íslenska ţjóđ. Lífsskilyrđi í Liechtenstein og Mónakó eru međ ţeim bestu í heiminum. Kjósi Ísland ađ gerast örríki í stađ smáríkis getur ţađ ţví engu síđur viđhaldiđ háum lífsgćđum. En er fullveldiđ í slíku handriti eitthvađ annađ en tálsýn, eđa í besta falli formlegheit? Ţarf ekki fremur undarlega heimssýn til ađ komast ađ ţeirri niđurstöđu ađ Mónakó er fullvalda en ekki Frakkland, vegna ţess ađ síđara ríkiđ er í Evrópusambandinu?"

Öll greinin


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband