21.2.2010 | 23:46
Krónan,Krónan,Krónan,Krónan!
Styrmir Gunnarsson, fyrrum-Moggaritstjóri, tók við um helgina, þar sem Davíð Oddssonlét staðar numið í Reykjavíkurbréfi í byrjun mánaðarins. En þá var DO að berja á Evrunni. SG tekur s.s. við keflinu um helgina og finnur Evrunni allt til foráttu. Við Íslendingar séum svo ljónheppnir að hafa gömlu verðtryggðu krónuna, að hér hreinlega blómstri allur rekstur, sama hvort það er fiskur eða að flytja ferðamenn til að skoða Gullfoss, Geysi og baða sig í Bláa Lóninu. Við lestur pistils Styrmis má því ráða að við Íslendingar séum lukkunnar pamfílar að hafa krónuna.
Krónu, sem sökk eins og steinn þegar bankahrunið skall á og tvöfaldaði (að minnsta kosti) allar erlendar skuldir lands og þjóðar! Krónu, sem menn voru að leika sér með rétt eins og Matador-peninga fyrir hrun, taka stöðu með eða á móti o.s.frv. Og fyrir þetta borgar almenningur brúsann, ,,Nonni á móti með gjaldeyrislánið á ,,Landkrísernum, sem fór úr 6 milljónum í 12! Svona eins og hendi væri veifað! ,,Sigga og Matti, en gjaldeyristryggða húsnæðislánið þeirra er komið yfir 100 milljónir, úr 45!
Styrmi þykir greinilega sú króna sem sökkti okkur fyrst, nú vera bjarghringurinn. Og Evran er rót alls ills þar sem hún er notuð, atvinnuleysið á Spáni er t.d. allt henni að kenna samkvæmt SG. En hann tekur t.d. ekki með inn í reikninginn að reglur varðandi brottrekstur eða uppsagnir á vinnumarkaði eru mjög strangar þar og eru m.a.undirrót þess mikla atvinnuleysis sem þar ríkir. Nei, það verður að hafa skýringarnar einfaldar!
En hvað með gjaldmiðil til FRAMTÍÐAR? Styrmir segir ekkert um það, það er núið sem gildir. Ætlum við Íslendingar að halda áfram að halda úti minnsta sjálfstæða gjaldmiðli heims? Berja okkur á brjóst að hætti víkinga, slá hnefum í borð og segja; ,,Sjálfstæð skal krónan vera, hvað sem raular og tautar! Er krónan virkilega að mati Styrmis sá gjaldmiðill sem íslenskt efnahagslíf og fyrirtæki eiga að byggja á til framtíðar, gera sína rekstraráætlanir á o.s.frv.?
Eða er t.d. eitthvað sem segir að fyrri hegðun geti ekki endurtekið sig hér á landi? Við erum nefnilega svolítið gjörn á að gleyma, mannskepnan! Og er íslenskur Seðlabanki sá bakhjarl sem er bestur? Hvað gerðist hér? Hvernig virkaði sjálfstæði íslenski Seðlabankinn þegar á reyndi? Var ekki harla lítil virkni í bremsuborðunum?
Bankakerfið, sem spratt upp úr afbeislun þess gamla, óx eins og naut á sterum,varð að jötni sem ekki var ráðið við og sprakk svo að lokum með miklu dúndri! Hefði þetta gerst með sterkari gjaldmiðli og Seðlabanka Evrópu sem bakhjarl? Það vantaði allavega slatta af monní til að geta bakkað upp allt draslið, ekki satt! Enda fór sem fór.
Rétt eins og nautið sér rautt í hringnum hjá Matadornum, sér Styrmir rautt þegar hann sér Evruna. Hann og Davíð.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Sælir; Evrópu pappíra Nazistar !
Alveg burt séð; frá Styrmi gamla - sem og frjálshyggju flóninu Davíð Oddssyni.
Hví; vekið þið ekki athygli; á uppgangi kínverska Yuansins, hver; kemur til með að jarðsyngja evru druslu ykkar, von bráðar, þegar vesalir Evrópu búar, hverjir láta stjórnast, af Brussel glýjunni, fara að átta sig, á Þýzk/Frakkneska samsullinu ?
Sem betur fer; sökum úrkynjunar Vesturlandabúa, mun Asía senn taka yfir Evrópu skagann smáa - og koma á; alvöru stjórnun, með hernaðaðrlegu yfirbragði, ESB sinnar góðir.
Með kveðjum þó; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 01:31
Það er alltaf gott þegar menn tjá sig um kronu og evru. Það er orðið deginum ljósara að evran gerir ansi lítið umfram krónuna í þessari kreppu sem er í heiminum í dag. Evran er gerfi gjaldmiðill, gengi hennar er stjórnað af þjóðverjum sem taka ekki tillit til annarra þjóða frekar en vannt er.
Rök þeirra sem vilja taka upp evru eru gjarnan verðtrygging krónunnar, nafnið á gjaldmiðlinum kemur því máli ekkert við, verðtrygging er pólitísk ákvörðun. Að vísu er rétt að ef við tökum upp evru meigum við ekki hafa verðtryggingu. Þetta segir í raun allt sem segja þarf, við meigum ekki og getum ekki.
Það aðhalda því fram að krónan hafi sökkt okkur í kreppu er náttúrulega bara sögufölsun. Þó má segja að vera Ingibjargar sem utanríkisráðherra hafi spillt svolítið fyrir krónunni. Það er erfitt fyrir fólk að taka mark á styrkleika gjaldmiðils þjóðar, þegar utanríkisráðherra viðkomandi þjóðar hallmælir gjaldeyri sínum í hvert einasta skipti sem viðtal er haft við hann.
Nei við ESB
Gunnar Heiðarsson, 22.2.2010 kl. 08:48
Þakka þér fyrir Gunnar, þetta er mjög að mínu geði hjá þér, enda sagði ég einhverstaðar að það ætti ekki að slá af gamla brúksklárinn fyrr en annar hefði verið fenginn.
Það þótti nú sumstaðar asnaleg samlíking við evru. Þú ert hinsvegar óþarflega hógvær þegar þú segir svolítið í sambandi við Ingibjörgu og það lið sem níddi krónuna með henni.
Það var hreinræktuð árás og raunar undarlegt að hún skuli en þá vera til eftir þau ósvífnu og heimskulegu skemmdarverk sem það fólk vann.
Hrólfur Þ Hraundal, 22.2.2010 kl. 15:17
Skilaboðin í þessar færslu evrópusamtakanna virðast eiga að vera þau, að jafnvel þó evran sé að fjara út og að líkindum einnhver versti gjaldmiðill í heimi nú um stundir, að þá sé krónan samt verri. Og helstu rökin fyrir þessu eiga að vera hækkun erlendra lána á íslandi ??
Mig langar að upplýsa Evrópusamtökin um, að vandræði Íslendinga sem skuldsetja sig í evrum án þess að hafa tekjur í evrum (jafnvel þó það sé bannað með lögum)eru ekki mælikvarði á gæði evru sem gjaldmiðils heldur eingöngu mælikvarði á viðskiptavit þeirra einstaklinga.
Guðmundur Jónsson, 22.2.2010 kl. 18:41
Fín grein. Þó að nokkur útflutningsfyrirtæki eru að græða núna þá er almenningur að blæða. Sérstaklega þeir sem tóku myntkörfulán eða verðtryggð lán.
Ef við hefðum verið með evru og evrópska seðlabankann til stuðnings þá hefði aldrei orðið þetta bankahrun. Bankarnir okkar hefði notið meiri trausts og þegar kreppir að þá er traust það mikilvægasta sem bankar geta átt til þess að forðast bank-run.
Óskar: Hvaða uppgang Kínverska Yuansins? Veit ekki betur en að sá gjaldmiðill er haldinn niðri af Kínversku ríkisstjórninni.
Ástæðan fyrir fall krónunars = Ingibjörg Sólrún. Hvaða rugl er í gangi? Krónan byrjaði að falla árið 2008 vegna stöðutöku bankana gegn krónunni. M.a vegna þess að DO bannaði bankana að gera upp í evrum. Síðan hríðfjéll krónan í okróber 2008 þegar Ingibjörg var fárveik á sjúkrahúsi í NY. Hún féll vegna þess að það var engin trú á krónunni og jöklabréfin streymdu út.
Evran er fínn gjaldmiðill og langt frá því að vera í vandræðum. Þessi vandræði Grikklands hafa ekki haft nein áhrif á gengi Evrunnar. Þó hún gefur eftir t.d 10-15% þá er það ekkert stórmál. Gengi helstu gjalmiðla heims sveiflast. Andstæðingar Evrunnar eru alltaf að segja að krónan er svo góð vegna þess að hún er búin að falla svo mikið og stiðja við útflutning. Ef evran fellur um 10-15% er það þá ekki fínt fyrir evrulöndin? Þá verða þau samkeppnishæf í útflutningi.
Vextirnir á krónunni voru svo háir að fólk og fyrirtæki neyddust til þess að taka erlend lán. Sem sýnir veikleika krónunnar. Verðtryggðu lánin hafa líka hækkað uppúr öllu valdi vegna falls krónunnar. Þegar fólk var að kaupa sér íbúð þá var ekkert annað í boði en að taka verðtryggt lán. Væri það gott viðskiptavit að taka íbúðarlán á yfirdrætti?
Sleggjan og Hvellurinn, 22.2.2010 kl. 20:34
Sleggjan
""Evran er fínn gjaldmiðill og langt frá því að vera í vandræðum. Þessi vandræði Grikklands hafa ekki haft nein áhrif á gengi Evrunnar. Þó hún gefur eftir t.d 10-15% þá er það ekkert stórmál. Gengi helstu gjalmiðla heims sveiflast. Andstæðingar Evrunnar eru alltaf að segja að krónan er svo góð vegna þess að hún er búin að falla svo mikið og stiðja við útflutning. Ef evran fellur um 10-15% er það þá ekki fínt fyrir evrulöndin? Þá verða þau samkeppnishæf í útflutningi.""
Gengi gjalmiðla þarf að sveiflast í takkt við þarfir hagkerfanna sem þeir þjóna, Evran hefur verið í öfugum fasa við myntbandalagið alveg frá upphafi enda hefur lang minsti hagvöxtinn í heiminum verið þar af stóru hagkerfunum fimm.
Guðmundur Jónsson, 22.2.2010 kl. 21:20
Ef það er rétt. Af hverju eru þá gjaldeyrishöft á Íslandi?
Samkvæmt þínum rökum þá væri réttast að láta krónuna falla. En það var ekki gert.
Sleggjan og Hvellurinn, 23.2.2010 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.