Leita í fréttum mbl.is

Sigmundur, Evrópa og Sif

Siv FriðleifsdóttirVið birtingu þeirra gagna frá ESB varðandi umsókn Íslands og umræður um þetta er áhugavert að kíkja til Framsóknarflokksins. Þar er formaður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Flokkurinn samþykkti fyrir ári síðan metnaðarfullt plagg um Evrópumál. Síðan þá hefur heyrst, ja, segjum bara hlutina eins og þeir eru, minna en næstum ekkert frá formanninum um Evrópumál. Þangað til í gær að Sigmundur Davíð sagði í fjölmiðlum að ESB-málið væri ekki forgangsmál að hans mati!

Sif Friðleifsdóttir er hinsvegar alveg með þetta á hreinu og í hefur hún sagt að málið sé í eðlilegu ferli og stór hópur framsóknarmanna sé ánægður með aðildarviðræður. Siv og hennar skoðanabræður og systur mættu alveg hafa hærra...!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Nei við ESB

Gunnar Heiðarsson, 25.2.2010 kl. 22:32

2 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Já við ESB!!!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 25.2.2010 kl. 22:42

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sjáið sómatilfinningu, þið stjörnuvitlausa fólk, sem sækist eftir fróun í ESB. Haldið í það sem þið hafið á Íslandi. Atvinnuleysi og máttleysi íbúa ESB-landa er ekki áhugavert hlutskipti. Ef þið endilega viljið, flytjið bara og sýnið biðröðunum á atvinnuleysisbiðröðunum í ESB hvað í ykkur býr!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.2.2010 kl. 22:52

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Biðraðirnar urðu harla margar hjá mér, en þetta eru biðraðir í ESB, eintómar biðraðir og basl, og enn meiri skriffinnska, sem mun drekkja Íslendingum. Við þurfum að koma upp minnsta kosti 2000 manna apparati til að fylgjast sæmilega með vitleysunni. 

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.2.2010 kl. 22:56

5 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Vilhjálmur: Það er vissulega dapurlegt að missa vinnuna eða vera atvinnulaus, sá sem skrifar þetta hefur reynt slíkt í öðru ESB-landi! En það er ekki sjálfgefið að Ísland fái sjálfkrafa það atvinnuleysi sem er því miður í mörgum ESB-ríkjum (m.a. vegna stífra reglna á vinnumarkaði, sem aðilar han semja um ekki satt?). Reglur á íslenskum vinnumarkaði eru mun sveigjanlegri.

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 26.2.2010 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband