27.2.2010 | 11:50
,,Já, við getum vel setið hjá..."
Í framhaldi af áliti ESB um aðildarumsókn Íslands er áhugavert að kíkja á það sem bændur hafa að segja. Í nýju Bændablaði er langt og ítarlegt viðtal við formann Bændasamtakanna, Harald Benediktsson. Fram til þessa hefur afstaða bænda(samtakanna) verið þessi: NEI, við viljum ekki vera með, við viljum ekki RÆÐA málið. Þessi afstaða kemur frá samtökum og starfsstétt sem tekur árlega við framlögum frá ríkinu (les: skattborgurum) á bilinu 10-13 MILLJARÐAR króna. Í fáum löndum er landbúnaður styrktur jafn mikið og á Íslandi.
Á komandi Búnaðarþingi, sem sett verður á morgun, undir yfirskriftinni AFTUR KEMUR VOR Í DAL, verða ESB-málin sennilega RÆDD! En grípum aðeins niður í viðtalið við Harald í Bændablaðinu. (Leturbreytingar, bloggritari ES)
Blaðamaður spyr: ,, Finnst þér Búnaðarþing þá vera í annarri stöðu nú í ár en fyrir ári síðan þegar þingið afgreiddi þessi mál með því að Bændasamtökin væru á móti aðild og ættu að beita sér alfarið gegn henni? Áttu von á að menn taki þá afstöðu núna að skoða verði hvort að móta þurfi markmið sem ekki sé hægt að hvika frá í samningum?
Haraldur svarar: ,,Í fyrsta lagi á ég von á því að þingið hafi ekki breytt um afstöðu til ESB og Bændasamtökin eigi áfram að berjast gegn henni. En við erum í aðildarferli og það felur í sér að
ríkisstjórnin eigi að móta samningsafstöðu handa samninganefndinni." Hver er þín afstaða? Geta
bændur leyft sér að sitja hjá í starfshópum, samningagerð og öðru slíku á grunni eindreginnar
andstöðu sinnar? Já, við getum vel setið hjá. Við höfum yfirgripsmikla þekkingu á því sem ESB er, hvað getur beðið okkar. Við getum ítrekað og haldið á lofti þeim ýtrustu varúðarkröfum sem við þurfum að gera. Við eigum að mínu mati ekki að koma nálægt því að fara að semja eða ímynda
okkur að einhverjar aðrar þolanlegar leiðir séu til.
Hvað er hægt að segja um afstöðu sem þessa? Heitir þetta ekki að loka öllum dyrum? Samt segir Haraldur að samtökin búi yfir mikilli þekkingu á sviðinu, sem bloggritara er kunnugt um (m.a. af lestri Bændablaðsins). En er þetta ekki nokkuð sem heitir EINANGRUNARHYGGJA? Þ.e.a.s. Bændasamtökin vilja ekki taka þátt í þeirri lýðræðislegu umræðu sem ÞARF að fara fram um ESB-málið. Er ekki tími til kominn fyrir Bændasamtökin að skipta um skoðun og horfa með víðsýni á ESB-málið, í stað þess að mála sig út í horn með þessum hætti. Er eitthvað að marka slík samtök?
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Eina alheimsstjórn undir merkjum UN. Framtíðin er í dag.
Björn Heiðdal, 27.2.2010 kl. 17:40
Þetta svar Haraldar lýsir því að bændasamtökin gera sér grein fyrir því að ekkert er um að semja til handa þeim.
Þessa afstöðu taka þeir eftir að hafa kynnt sér þessi mál hjá þeim þjóðum sem nú þegar hafa gengið í ESB. Það er engin ástæða að ætla að Íslendingar geti fengið betri samning en þær. Þeir sem halda því fram eru veruleikafyrrtir.
Gunnar Heiðarsson, 27.2.2010 kl. 19:48
Það væri kannski gott fyrir Evrópusamtökin að kynna sér hvað Finnar eru að borga til landbúnaðar úr eigin kassa. Það væri líka ágætt ef þið kynntuð ykkur hversu margir Íslendingar vinna við arfleifð störf í landbúnaði fyrir utan bændurna sjálfa.
Nei við ESB
Gunnar Heiðarsson, 27.2.2010 kl. 19:51
Ég held að þessi orð segi allt sem segja þarf um afstöðu aðildarsinna að ESB. Ef menn eru ekki á sömu skoðun og þið, þ.e. að Ísland eigi að gerast hluti af ESB, þá kallið þið það fólk einangrunarsinna. En ekki nóg með það þá ,,krefjist" þið þess að allir gangi í takt og ,,skipti um skoðun"! Það kallið þið víðsýni! Væri það ekki til marks um víðsýni af ykkar hálfu að virða skoðanir þeirra sem hafa kynnt sér ESB mál ofan í kjölinn, eins og þú viðurkennir í pistli þínum, sem hafi þá eindregnu skoðun að það þjóni ekki hagsmunum íslensks landbúnaðar að Íslands gerist aðili að ESB? Eða er það bara ein skoðun sem er viðurkennt og ber vott um víðsýni?
Annars kemur þetta svo sem ekki á óvart að aðildarsinnar að ESB vilji ekki viðurkenna rétt fólks né þjóða til að segja NEI.
Jón Baldur Lorange, 27.2.2010 kl. 21:16
Bændasamtökin eru vanhæf til að fjalla um aðildarviðræður við ESB, enda hafna þau inngöngu aðeins vegna þess að þau telja sig missa spón úr aski sínum við inngöngu.
Samtökin eru á móti ESB aðild á þeim forsendum að landsmenn missa eitthvað fullveldi. Samt telur þetta lið sjálfsagt að skikka skattgreiðendur gegn sínum vilja til að láta blóðmjólka sig svo þeirra skjólstæðingar geti stundað sinn taprekstur.
Hvar er fullveldisást bændasamtakanna til handa íslenskum skattgreiðendum sem halda þeim uppi nauðugir viljugir?
Theódór Norðkvist, 28.2.2010 kl. 00:23
úff.. hvað ég er orðin þreytt á þessum bláa fána sem ætlar og vill alla og allt gleypa...
Fríríkið Ísland - Já Takk :)
Björg F (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 03:13
Jón Baldur og fleiri: Bændasamtökin telja sig vita hvernig allt er í ESB og meta það mest út frá því að tala við finnska bændur og norska (sem eru jú ekki í ESB!). Það er t.d. lítið talað um sænska bændur, sem hafa "plummað" sig vel innan ESB og kvarta ekki. Nánast ekki orð um það! Nú getur maður lesiðum að búið sé að bjóða fulltrúum bænda til Brussel. Til hver ætla þeir að fara og kynna sér fyrirbæri sem þeir neita að ræða á lýðræðislegum vettvangi? Tilvitnun:,,Helgi Haukur (form. Samtaka ungra bænda, innsk.bloggari) segir það vissulega ágætt að íslenskum fulltrúum hagsmunasamtaka og fyrirtækja sé boðið út til Brussel til kynningar á sambandinu. „Það þarf hins vegar enginn að ganga að því gruflandi að Evrópusambandið vill sýna okkur jákvæðu hliðarnar. Það verður væntanlega lögð minni áhersla á það sem yrðu okkur síður til hagsbóta, til að mynda afleiðingar aðildar á íslenskan landbúnað. Ég er þess fullviss að aðild að Evrópusambandinu myndi hafa mjög alvarleg áhrif á íslenskan landbúnað, svo alvarleg að heilar búgreinar myndu leggjast af og því er ég sannfærður um að okkur sé betur borgið utan þess. Ég hef verið mjög andsnúinn Evrópusambandsaðild og ég tel engar líkur á því að þessi kynningarferð til Brussel breyti því.“
Til hvers er Haukur yfirleitt að fara til Brussel?
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 28.2.2010 kl. 10:27
Ég held að Bændasamtökin hafi aldrei gefið það út að þau ,,viti hvernig allt er í ESB" frekar en Evrópusamtökin. Hins vegar hafa þau lagt sig fram við að afla sér þekkingar um hina sameiginlegu landbúnaðarstefnu ESB og hvaða hugsanlegu afleiðingar hún hefði ef henni yrði fylgt hér á landi. Það er aldrei rétt að láta óskhyggjuna ráða för í svo mikilvægu máli en því miður hefur það einkennt umræðuna hjá mörgum aðildarsinnum. Þeir hafa neitað að horfast í augu við gallana en hafa misst sig í umræðunni um kostina.
Þau rök sem Bændasamtökin hafa lagt á borðið hafa ekki verið hrakin mér vitandi með trúverðugum hætti. Enda sagði einn af helstu aðildarsinnum ESB aðildar Benedikt Jóhannesson á fundi í Borgarnesi fyrir ári síðan að hann ætlaði sér ekki að blekkja bændur með því að halda því fram að íslenskur landbúnaður kæmi vel út við aðild Íslands að ESB. Þetta væri m.a. fórnarkostnaðurinn sem yrði að meta á vogarskál kosta og galla aðildar.
Við skulum vona að Helgi Haukur nýti ferðina til að afla sér ,,upplýsandi" þekkingar í Brussel með gagnrýnum hugarfari. Þannig hafa Bændasamtökin nálgast þessi mál.
Jón Baldur Lorange, 28.2.2010 kl. 11:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.