Leita í fréttum mbl.is

Staksteinar verja Bændasamtökin

MBL3Eitthvað hefur umfjöllun Evrópusamtakanna farið fyrir brjóstið á Staksteina-höfundi MBL, sem sakar Evrópusamtökin um að ráðast á bændur vegna afstöðu þeirra til ESB-málsins, sem er sem stystu máli sú að bændur neita að ræða málið opinberlega og ætla að firra sig ábyrgð af málinu og segja hana alfarið vera Alþingis og ríkisstjórnar.

Þá telur Staksteinahöfundur að Evrópudamtökin séu á móti því að bændur geri könnun. Það eru Evrópusamtökin ekki, en þau vekja hinsvegar athygli á því að þær kannanir sem Bændasamtökin gera, eru í raun greiddar af íslenskum skattgreiðendum, því Bændasmtökin eru alfarið rekin fyrir opinbert fé, en sem kunnugt er renna rúmlega 10 milljarðar (tíu þúsund milljónir) beint úr vasa skattborgaranna til landbúnaðar á Íslandi. Til samanburðar má nefna að rekstur Sjúkrahúss Akureyrar er með um 4.5 milljarða á fjárlögum 2010.

En eitthvað hefur Staksteina-höfundur lesið þessa könnun skakkt, því hann segir: ,,Fólkið í landinu er á móti aðildarbröltinu." Um hvaða ,,fólk í landinu" er ritari Staksteina að tala um? Samkvæmt könnuninni eru 33% landsmanna fylgjandi aðild. Að skekkja sannleikann er nokkuð sem örugglega á eftir að gerast oft í komandi ESB-umræðunni, en gerir Staksteinahöfundur það viljandi?

Og auðvitað er enginn á mót landbúnaði, en það er líka hægt að spyrja fólk hvort það sé á móti t.d. iðnaði. Auðvitað er enginn á móti iðnaði! Spurningum í könnunum er hægt að stýra!

Evrópusamtökin vilja meina að Staksteinahöfundur hafi bara ekki lesið umfjöllun samtakanna nógu vel, enda sennilega ekki mikill áhugamaður/kona um ESB!

En staðreyndirnar eru á borðinu: Bændasamtökin segja NEI, NEI, NEI, vilja ekki einu sinni ræða málið, en nota á sama tíma fé almennra skattborgara til sín reksturs, þar á meðal útgáfu Bændablaðsins, sem talar fullum hálsi gegn aðild Íslands að ESB og hefur m.a. dreift fylgiriti Nei-samtakanna, Heimssýnar, en það gerðist síðastliðið haust.

Er það ekkert skrýtið?

Ps. Bloggari elskar íslenskar landbúnaðarafurðir, nýsjálenskt lambakjöt er í ruslflokki miðað við það íslenska! Smjör og rjómi úr íslenskum kúm gera allan mat betri!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Bændur vilja bara vera áfram á ríkisspenanum.

Þeir eru hræddir við samkeppni.

Hræddir við að missa eitthvað af þessum 10 milljörðum.

Hugsa bara um sig. Ekki hagsmuni þjóðarinnar.

Sleggjan og Hvellurinn, 2.3.2010 kl. 20:20

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er alveg magnað hvað það hefur farið í taugarnar á ESB sinnum að bændasamtökin skyldu kynna skoðanakönnun um fylgi aðildarumsóknar.

Skoðanakönnun sem sýnir í raun það sem flestir vissu. Einungis 1/3 hluti kjósenda vil annað hvort aðild eða eru hugsanlega fyljandi aðild.

Þetta hefur farið svo fyrir brjóstið á ESB sinnum, að það hefur ekkert komið frá þeim síðan, nema árásir  á bændastéttina.

Endilega haldið þessum árásum áfram, það leiðir þá væntanlega til þess að fylgið þurkast endanlega upp.

Gunnar Heiðarsson, 2.3.2010 kl. 20:37

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég er þvert á móti mjög sáttur við þessa niðurstöðu. 1/3 hluti fylgjandi aðild þrátt fyrir að anstæðingar hafa tengt ESB og Icesave saman.

Í hámarki Icesave deilurnar. Þegar harkan frá Bretlandi og Hollandi eru hvað mest. Þá er þrátt fyrir það mikill stuðningur við ESB.

Ég hefði búist við 5-10% stuðningur. Miðað við bloggið og eyjan.is. En það er greinilegt að NEINEINEI liðið hefur bara aðeins háværara........ hæst bilur í tómri tunnnu???

Sleggjan og Hvellurinn, 2.3.2010 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband