Leita í fréttum mbl.is

Grímur Atlason og Bændablaðið

Grímur AtlasonGrímur Atlason, sveitastjóri, skrifar skarpan pistil um Bændablaðið á bloggi sínu þ. 12.mars. Þar fjallar hann um hinn ríkisstyrkta NEI-áróður blaðsins og Bændasamtakanna gegn ESB umræðunni og mögulegri aðild Íslands að ESB. Bændur segja NEI við ESB, NEI við aðildarviðræðum, NEI við við því að ræða ESB almennt og segjast ekki taka neina ábyrgð á útkomu aðildarviðræðna. Bændasamtök Íslands eru NEI-SAMTÖKIN! Á sínum tíma sögðu bændur líka NEI við símanum og NEI við litasjónvarpi. Þeir vildu halda áfram að sjá heiminn í svart-hvítu!

Bændur dagsins í dag sjá bara svart, ef minnst er á ESB og segja að hér muni landbúnaðurinn leggjast í rúst, dalirnir fara í eyði o.s.frv. Það hefur hinsvegar hvergi gerst við aðild ríkja að ESB.

Árlega fá bændur um 10 milljarða ISK í styrki frá ríkinu, Bændasamtökin sjálf fá rúmlega 500 milljónir í reksturinn á NEI-hreyfingunni.

En um Bændablaðið segir Grímur á bloggi sínu: ,,Bændablaðið er ríkisstyrktur fjölmiðill sem dreift er út um allt land – lesendum að kostnaðarlausu. Þessi fjölmiðill er stundum ágætur og ýmislegt gott þar að finna. Það hefur reyndar dregið úr því merkilega þar upp á síðkastið og meira farið fyrir einstrengingslegum og staglkenndum áróðri. Í þessum fjölmiðli er þannig að finna einkar harða afstöðu gegn hugsanlegri aðild Íslands að Evrópusambandinu. Leiðarar, greinar og „fréttir“ eru uppfullar af „rökum“ um óágæti þess að Ísland gangi í þetta arma samband."

Og síðar skrifar hann: ,,Í blaðinu  má einnig finna grein um illsku ESB gagnvart smáþjóðum – sem á væntanlega að þýða að sambandið muni kafsigla okkur. Dæmið sem greinahöfundur tekur er Grikkland og samskipti þess við ESB síðustu vikurnar vegna ástandsins þar. Greinahöfundur hefur greinilega ekki kynnt sér forsögu málsins. Hvernig gjörspilltir stjórnmálamenn í Grikklandi komust í sjóði ESB og ríkisins á kostnað almennings – sem þó eins og á Íslandi framlengdi alltaf umboð þeirra í kosningum.

Leiðari formanns bændasamtakanna er eins og alltaf hressandi – en það fer ekki mikið fyrir rökstuddum yfirlýsingum. Alltaf teknar afbakaðar myndir úr samhengi við raunveruleikann."

Færsla Gríms í heild sinni.

Ps. Lesið einnig athugasemdirnar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ég skil alveg að Grími blöskrar.

Gísli Ingvarsson, 13.3.2010 kl. 10:05

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það að bændur séu "NEI - SAMTÖKIN" er kannski full sterkt til orða tekið. Bændur sögðu ekki nei við litasjónvarpi, það var Steingrímur J sem gerði það, það voru örfáir bændur sem sögðu nei við símanaum, reyndar ekki bundið sérstaklega við bændur, en mikill meirihluti þeirra var samþykkur honum.

Mikill meirihluti bænda segir hinsvegar nei við ESB aðild, enda eru samtök þeirra sennilega fróðust allra á Íslandi um hvaða áhrif það hefur á bændastéttina og alla þá sem þjóna hana.

Það eru um 10,000 manns sem hafa lífsviðurværi sitt af búskap og beinni þjónustu við landbúnað á Íslandi. Þar að auki er fjöldi starfa sem ekki eru skilgreind innan þeirra marka, sem verða í hættu.

Það eru miklar líkur á því að samdráttur í landbúnaði muni hafa dómínó áhrif. Fyrst fækkar í sveitum og þá verði of erfitt fyrir þá sem eftir eru þannig að þeir hætti líka. Þannig fara heilu sveitirna í eyði. Sá litli landbúnaður sem eftir verður á landinu, verði stundaður í kringum stæðstu þéttbýlisstaðina. Það verði kannski tvö til þrjú lítil landbúnaðarsvæði.

Þau rök að þetta hafi hvergi gerst, þrátt fyrir aðild, eru ekki rétt. Það hefur gerst að sveitir hafi farið í eyði vegna aðildar.

Þið sem eruð skrifa á þessari bloggsíðu ættuð að kanna betur málin áður en fullyrðinum er kastað fram. Það er líka einkenni ykkar að skrifa ekki undir nafni.

Mér var kennt að menn sem þora ekki að skrifa undir nafni væri kjarklausir.

Segjum NEI við ESB, með stolti!

Gunnar Heiðarsson, 13.3.2010 kl. 12:34

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Steingrímur J var 22ja ára gamall þegar litasjónvarp var tekið upp. Hvernig veistu hvort hann var á móti því? Var hann byrjaður í stjórnmálum?

Skil svo ekki hvað er svona flókið við að láta bónda sem vill hokra í afdölum með fimm rollur gera það á eigin kostnað, eða finna sér fjárfesta sjálfur.

ESB er bákn sem eys peningum skattgreiðenda í hít landbúnaðarins en þeir eru hátíð miðað við Ísland í þeim efnum.

Theódór Norðkvist, 13.3.2010 kl. 13:46

4 Smámynd: Gissur Þórður Jóhannesson

Grímur.  Nefndu nokkur dæmi og rökstyddu það  t.d. 5- 10 atriði hvað  það er sem íslenskir bædur muni hafa það betra ef Íslendingar ganga í Evrópusambandið

Gissur Þórður Jóhannesson, 13.3.2010 kl. 13:57

5 Smámynd: Gunnlaugur I.

Grímur Atlason nefnir enginn rök fyrir þessari þrá hans um innlimun Íslands í þetta ESB stórríki.

Rök andstæðinga aðildar eins og bændasamtakanna eru léttvæg fundinn og ekki svarað.

Bara talað um áróður.

Íslensku bændasamtökin hafa einmitt ekki hlaupið að þessum ályktunum heldur hafa þau látið vinna mjög vandaðar skýrslur um hugsanleg áhrif á íslenskan landbúnað við ESB inngöngu landsins í ESB apparatið.

Þeir segja ekki bara NEI af ástæðulausu. Þessar skýrslur allar hafa sýnt fram á mjög versnandi hag íslensks landbúnaðar.

Þeirra rök eru því alveg fullgild og þjóðin ætti að taka tillit til þeirra þegar þeir móta afstöðu sína til aðildar eða ekki aðildar.

Gunnlaugur I., 13.3.2010 kl. 15:51

6 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Í sambandi við þessa umræðu bendum við á þetta:

Árið 2003 voru bú á landinu alls 3652, árið 2006 voru þau 3464, þ.e.a.s. um 5% fækkun búa og það án ESB!

Hlutur landbúnaðar í VLF (þjóðarframleiðslu) hefur minnkað úr 2.6% árið 1990 í 1.1% árið 2006. Þetta er 57% minnkun á framlagi landbúnaðar á þessu tímabili. Þetta án ESB!!!

Þetta má sjá í HAGTÖLUM BÆNDA

Þrátt fyrir mestu ríkisstyrki sem um geta. Fjölmargir bændur ná ekki að lifa af landbúnaði og vinna aðra vinnu. Væri ekki t.d. hægt að reyna að snúa þessari þróun við með aðstoð ESB, tilkomu ferðamannalandbúnaðar, ,,græns"-landbúnaðar og sköpunar í greininni, hagræðingar o.s.frv. Er núverandi kerfi það besta sem völ er á?

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 13.3.2010 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband