13.3.2010 | 15:40
Að lokinni Brusselferð...Hörður tilbúinn að segja JÁ! (2.útg)
Eftir að hafa plægt í gegnum neikvæðu ESB-fréttirnar í nýjasta tölublaði Bændablaðsins, er eitt sem vekur hinsvegar jákvæða athygli. Eins og áður hefur verið sagt frá var fulltrúum frá bændum boðið í kynnisferð til Brussel og um þetta er að sjálfsögðu fjallað í blaðinu.
M.a. er rætt við Helga Hauk Hauksson, formann Samtaka ungra bænda. Hann var neikvæður fyrir ferðina og einnig eftir að hann kom heim. Ekkert meira um það að segja, sumum verður ekki haggað.En það er afstaða Harðar Harðarsonar, formanns Svínaræktarfélags Íslands(mynd), sem hinsvegar verkur athygli. Grípum niður í frétt Bændablaðsins: ,,Þetta var ágæt ferð, það var farið í gegnum uppbyggingu Evrópusambandsins, reynt að draga fram þau atriði sem mestu máli skipta og svara síðan fyrirspurnum,segir Hörður. Umfjöllun um landbúnaðarmál var reyndar ekki mjög fyrirferðarmikil að sögn Harðar en þó gáfust tækifæri til að ræða þau mál í samtölum við fulltrúa sambandsins.
Hörður segir að hann hafi ekki farið í ferðina með það sérstaklega í huga að kynna sér möguleika íslenskrar svínaræktar heldur fremur til að geta myndað sér einhverja heildstæða skoðun á sambandinu. Ég hygg nú að það séu svo margar hliðar á mögulegri aðild að það sé erfitt að slíta eitt úr samhengi við annað. Í því sambandi skiptir mjög miklu máli umræða um landbúnað og byggðastefnu í samhengi. Ég tel að í aðild felist bæði sóknarfæri og ógnir við okkar aðstæður.
Ef horft er til landbúnaðarins má sjá þetta einnig, ég get nefnt sem dæmi skógrækt sem ég tel að geti haft umtalsverðan ávinning af aðild í ljósi tengsla hennar við byggðastefnu.
Ef við horfum hins vegar til hefðbundnari greina landbúnaðarins og þá einkum úrvinnslugeirans
í kjöti horfir málið kannski aðeins öðru vísi við. Ef við yrðum hluti af heildstæðum markaði innan
Evrópusambandsins er hætt við að margar afurðastöðvar gætu átt í erfiðleikum.
Hörður segir að úr því sem komið er telji hann að klára eigi samningaviðræður við Evrópusambandið,bera síðan upp þann samning og kjósa um hann. Ef það verður ásættanlegt þá mun ég segja já, ef hins vegar samningurinn uppfyllir ekki þær kröfur sem ég geri til hans þá segi ég nei.
Afstaða Harðar er skynsamleg, og hún er algjörlega á skjön við afstöðu leiðtoga Bænda og sem kemur skýrt fram í Bændablaðinu. Bændasamtökin vilja meira að segja draga umsóknina til baka. Þetta er með endemum!
Hörður segist líka vera tilbúinn að segja já við hagfelldum samningi og sér möguleika við aðild. Hörður sker sig því úr meðal bænda og sýnir Hörður þar með ákveðið sjálfstæði, kannski jafnvel hugrekki.En Hörður er örugglega ekki einn meðal bænda sem sjá möguleika í ESB-aðild (vonandi ekki!). Það þyrfti hinsvegar bara að heyrast meira í þeim. Það kemur vonandi.Viðbót: Morgunblaðið skrifar í gær leiðara um þessa ferð bændanna til Brussel og fjallar þá að sjálfsögðu eingöngu um skoðanir hin unga bændaforingja, sem nefndur er hér að ofan. Augljóslega gerir sá sér ekki grein fyrir því að ESB er smáríkjabandalag, því þar er haft eftir Helga H. Haukssyni:
,,Ég álít að þjóð af okkar stærðargráðu eigi lítið erindi inn í Evrópusambandið, áhrif okkar yrðu afar takmörkuð á þeim vettvangi. Ég skora á stjórnvöld að hefja ekki aðildarviðræður, segir Haukur Helgi Hauksson, formaður Samtaka ungra bænda, eftir heimsókn sína til Brussel."
Alls eru 21 þjóð af þeim 27 sem eru í ESB svokallaðar smáþjóðir! Og hvernig veit HHH að áhrif okkar yrðu lítil innan ESB. Bendum honum á að kíkja á árangur Möltu (íb.400.000!) Og hvað með sjávarútvegsmálin?? Hefði þjóð sem veiðir um 1.3 milljónir tonna á ári engin áhrif á því sviði? ESB sækir nú þegar ráðgjöf til Íslands á þessu sviði! Eða loftslagsmál, við Íslendingar erum jú alltaf að monta okkur af okkar óspilltu náttúru. Gætum við ekki látið til okkar taka þar?
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Evrópusambandið er vitanlega vel til þess fallið að draga upp hlutlausa mynd af sér sjálfu :D
Hjörtur J. Guðmundsson, 13.3.2010 kl. 16:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.