Leita í fréttum mbl.is

SUF: Fagna því að ESB-málið sé í eðlilegum farvegi

Samband ungra Framsóknarmanna sendi frá sér efirfarandi tilkynningu fyrir skömmu:

esb-merki,,Stjórn SUF, Sambands ungra framsóknarmanna, fagnar því að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er í eðlilegum farvegi eftir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ákvað að mæla með því við leiðtoga sambandsins að hafnar verði aðildarviðræður við Íslendinga.

Ferlið heldur því áfram þrátt fyrir Icesave deilu og mikilvægt er að Ísland mæti til viðræðna með reisn, og gefi aldrei eftir í Icesave málinu vegna umsóknarinnar. Um er að ræða þróun Evrópusamstarfs til  framtíðar og ber að vanda til verka.

Ef til aðildarviðræðna kemur mun reyna á íslensku samninganefndina að verja íslenska hagsmuni í samræmi við ályktun flokksþings Framsóknarflokksins frá 2009 um aðildarviðræður að Evrópusambandinu."

Það er gleðilegt að ungir Framsóknarmenn láti sér annt um málið og ánægjulegt að enn skuli vera ,,Evrópuraddir" innan flokksins. Því það heyrist hvorki hósti né stuna um Evrópumál frá formanni flokksins, sem veltir meira fyrir sér þessa dagana hvaða blaðamenn styðja eða styðja ekki línu ríkisstjórnarinnar í Icesave-málinu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband