16.3.2010 | 21:51
Ólafur Arnarson: ESB mikilvægt fyrir framtíðina
Pressupenninn Ólafur Arnarson fjallar um mál Alex Jurshevski, sem birtist í Silfri Egils um helgina og olli nokkru umtali. Það er þó líklegt að sá náungi skilji lítið eftir sig hér á landi. Í þessum nýjasta pistli sínum fer Ólafur yfir sviðið og kemur m.a. inn á Evrópumálin. Um þau segir hann:
,,ESB mikilvægt fyrir framtíðina
Við verðum að komast út úr verðtryggingunni. Verðtrygging letur fjármagn. Það er betra að liggja með peninga á verð- og ríkistryggðum hávaxtareikningum en að verja þeim í áhættufjárfestingar. Leiðin út úr verðtryggingunni liggur í gegnum upptöku evru. Evru tökum við ekki upp nema að ganga fyrst í Evrópusambandið. Þess vegna er innganga í ESB einhver mikilvægasta efnahagsaðgerð, sem íslensk stjórnvöld geta beitt sér fyrir.
Það er ekki nóg að huga að bráðavandanum. Það verður að horfa fram á veginn og innganga í ESB og upptaka evru eru órjúfanlegur hluti af efnahagslegri velsæld okkar, þegar litið er fram á veginn. Í Evrópumálum hefur Samfylkingin sýnt staðfestu og á hrós skilið fyrir. En vinstri stjórn mun hvorki leysa bráðavandann né leiða okkur til hagsældar í framtíð. Vitað er að í þingliði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru margir þingmenn, sem styðja aðildarumsókn Íslands að ESB.
Sjálfstæðisflokkurinn á krossgötum
Línur þurfa að skerpast í Evrópumálum og ef það hefur í för með sér formlegan klofning Sjálfstæðisflokksins verður bara svo að vera. Í sjö áratugi var Sjálfstæðisflokkurinn afl framfara á Íslandi. Síðasta áratuginn hefur flokkurinn verið í gíslingu þjóðernisöfgamanna og nýjum formanni hefur því miður ekki tekist að frelsa hann. Frjálslyndir og evrópusinnaðir sjálfstæðismenn geta ekki setið hjá og horft á flokk sinn standa í vegi fyrir mikilvægasta framfaramáli samtímans.
Samtökin Sjálfstæðir Evrópumenn eru mikilvægt skref í þá átt að ljá Evrópusinnum innan Sjálfstæðisflokksins rödd. Það er hins vegar ekki víst að við höfum tíma til að bíða eftir því að stuðningsmenn og andstæðingar ESB aðildar í Sjálfstæðisflokknum útkljái sín mál eftir hefðbundnum ferlum í flokknum. Slíkt getur tekið ár eða áratugi. Uppgjörið verður að eiga sér stað og hagsmunirnir eru miklu stærri en svo, að einhverju máli skipti hvort Sjálfstæðisflokkurinn í núverandi mynd kemst óskaddaður frá þeim leik."
(Mynd: Pressan)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Það koma engin rök fram í þessum pistli Ólafs, um inngöngu í ESB. Þetta er hanns skoðun og allt gott með það, en ég sé ekki hverjum komi það svo sem við.
Ólafur Arnarson er ekkert merkilegri en aðrir Íslendingar, hann er bara eins og hver annar krati og skrifar samkvæmt því.
Gunnar Heiðarsson, 17.3.2010 kl. 08:08
Rökin eru að komast útur verðtryggingunni því hún letur fjármagn.
Ágætis rök hjá Ólafi Sjálfstæðismanni.
Sleggjan og Hvellurinn, 17.3.2010 kl. 19:24
Það þarf ekki að ganga í ESB til þess "að komast útúr verðtryggingunni"
Það væri mun fljótlegra og skilvirkara að við ákveddum þetta bara sjálf og kæmum okkur útúr verðtryggingunni í áföngum á 2 til 3 árum.
Fyrir því væri alveg örugglega mikill vilji meirihluti þjóðarinnar.
Þó við gengjum í ESB á morgun þá væri ekki möguleiki á að taka hér upp Evru fyrr en eftir lágmark 10 til 12 ár og samkvæmt áliti margra færustu sérfræðinga á sviði efnahags- og peningamála þá er alls óvíst að Evran sem slík verði til þá.
En auk þess er alls enginn vilji fyrir því hjá miklum meirihluta þjóðarinnar að ganga inní þetta ESB apparat, þannig að það er um tómt mál að tala.
Hvað svo sem þessi hlaupatík útrásarvíkinganna hann Ólafur Arnarson þenur sig og sperrir stél !
Gunnlaugur I., 18.3.2010 kl. 09:17
Við getum losnað við verðtrygginguna með lögum rétt er það.
En af hverju er verðtrygging í gangi?
Jú vegna þess að hagstjórnin á Íslandi hefur verið í bullinu seinustu 50ár. Svo lengi sem við búum við lélega hagstjórn þá neyðumst við að hafa verðtryggingu.
Aðal ástæðan fyrir verðbólgunni núna er vegna falls krónunnar. Sú verðbólga væri ekki ef við höfðum Evru.
Það er barnalegt að halda að bara með því að klippa á verðtryggingu þá verður bara allt í gúddí. Það er verðbólgan sem er rót vandans.
Þó við uppfyllum ekki Maastrich skilirðin strax þá getum við farið í ERM-2 program fljótlega.
Sleggjan og Hvellurinn, 18.3.2010 kl. 13:46
Tökum undir þetta með SogÞ. Óhamin verbólga er eins og krabbamein í hverju hagkerfi. Henni verður að stjórna. Það hefur ekki tekist hérlendis.
Gunnlaugur: Minnum þig á að nota ásættanlegt tungumál! Þó þú sért ósammála.
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 18.3.2010 kl. 15:39
Þetta er alveg týpiskt, vegna þess að íslenskir ráðmenn hafa rekið hér ónýta peningastefnu síðan eftir stríðsár, sem hefur alltaf endað með ósköpum, þ.e. Ísland hefur alla tíð tapað eða eitt peningunum sem það hefur fenið í vitleysu og þá sérstaklega fasteignir. Svo þegar allt í komið er graut er skipt um gjaldmiðil, nýja krónan á móti gömlu osfrv.
Ég sé ekki ástæðu til þess að ganga inn í Evrópusambandið eingöngu í þeim tilgangi að fá nýjan gjaldmiðil. Þetta er tóm þvæla. Við erum með ónýtan gjaldmiðil og verðum að reyna að hressa upp á hann áður en til skiptana kemur hvort eðer. En þurfum við endilega að taka upp evru, það eru margir aðrir gjaldmiðlar í boði og evrópusinnar nýta sér tækifærið núna til að boða trúnna við ESB. Við erum með allt það besta frá ESB núþegar og sé ekki hversvegna við þurfum að taka upp evru þegar pundið, DSK, dollarinn og fleiri gjaldmiðlar gætu hugsanlega komið til greina. Einnig var einver gjaldmiðill ræddur í sambandi við orkusöluna til Bretlands og Hollands. Gamblarar: Látið Ísland í friði og hættiði að halda að það séu einhverjar töfralausnir í ESB. Það er það bara ekki, og það mætti eyða tímanum í að finna annan gjalmiðil heldur en Evru heldur en að reyna að troða sér inn í ESB.
Jóhann Már Sigurbjörnsson, 19.3.2010 kl. 17:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.