Leita í fréttum mbl.is

Stækkunarstefna ESB með Timo Summa

Timo_SummaDr. Timo Summa er fyrst sendiherra ESB með aðsetur á Íslandi. Hann hefur starfað innan Evrópusambandsins síðan 1995 og hefur verið framkvæmdastjóri á sviði stækkunarmála síðan 2005.

Starfsferil sinn hóf hann í fræðasamfélaginu en hann er með doktorspróf í hagfræði. Hann starfaði um nokkurra ára skeið sem hagfræðingur á samtökum iðnrekanda í Finnlandi.

Á árunum 2007 til 2008 var hann við fræðastörf hjá Weatherhead Center of International Affairs við Harvard háskóla og gaf í framhaldinu út skýrsluna The European Union´s 5th Enlargement – Lessons Learned.

Hann hefur gefið út fjöldan allan af fræðigreinum og bókum.

Dr. Timo Summa fjallar um stækkunarstefnu ESB og aðildarferli Íslands á fundi á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands þriðjudaginn 23. mars kl. 12 í stofu 201 í Árnagarði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þessi fyrsta svokallaði hálauna- silkihúfa og embættismaður og ÁRÓÐURSMÁLA-SENDIHERRA ESB- STÓRRÍKISINS hér á Lýðveldinu Íslandi, sem hefur það helsta markmið að véla Lýðveldið Ísland undir yfirráð ESB- Apparatsins með öllum ráðum, er EKKI boðinn velkominn til landsins af minni hálfu og svo á við um fjölmargra aðra Íslendinga sem vilja nú þegar í stað draga þessa arfavitlausu ESB umsókn til baka og senda þennan ESB agent og allt hans hyski nú þegar öfugan úr landi !

Þessi silkihúfa og hans hyski sem nú hefur hreiðrað hér um sig hér og reynir með öllum ráðum að hafa áhrif á innanríkismál okkar sem sjálfstæðrar og fullvalda þjóðar er hrein móðgun og ögrun við sjálfstæði þjóðarinnar. 

Burt með þetta hyski !    

Gunnlaugur I., 19.3.2010 kl. 18:16

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Við missum ekki sjálfstæðið við ingöngu í ESB.

Danmörk er sjálfstætt land.

Svíþjóð er sjálfstætt land.

Bretar eru sjálfstæðir.

Ég veit ekki hvað á að kalla svona ranghugmynir.

Auk þess erum við í EES (sem er 2/3 af lögjöf ESB) og þurfum að leiða í lög marga deriktiva í hverjum mánuði. Erum við þá nokkuð sjálfstæð lengur? 

Einnig erum við í Schengen og þurfum að lúta þeim lögum og reglum. Hvar voru allir Bjartarnir í Sumarhúsunum þegar við vörum að innleyða Schengen? Það heirðist ekki múkk í neinum.

Sleggjan og Hvellurinn, 20.3.2010 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband