20.3.2010 | 11:51
BB í Brussel!
Það er í raun einfalt að segja það sem Björn er að biðja um í einu orði: NEI! Þannig hljómar stefna þeirra Sjálfstæðismanna sem eru á móti aðild. Eða er það ,,kannski-bæði-og-veit-ekki-ef-til vill"?
En sem betur fer eru til aðrir flokksmenn innan Sjálfstæðisflokksins sem líta með ,,víðsýnni gleraugum. Björn er hinsvegar, það við hér á ES-blogginu leyfum okkur að kalla ,,kalda-stríðs-spekúlant, og þeir sjá heiminn gjarnan í svart-hvítu, góðu og slæmu og svo framvegis.
Kaninn fór árið 2006 og kemur aldrei aftur. Staða Íslands út frá þeirri staðreynd er í í lausu lofti. Ísland er hinsvegar Evrópuþjóð og hefur gríðarlega mikil efnahagsleg, menningarleg og pólitísk samskipti við aðrar Evrópuþjóðir. Ísland sleppur ekkert undan Evrópu. Til þess þyrftum við einfaldlega að færa landið á landakortinu og það er bara ekki mögulegt.
En hvaða lausnir hafa Björn og aðrir Nei-sinnar? Það ber ekkert rosalega mikið á þeim! Eru þeir ekki bara að tala um óbreytt ástand? Hafa bara krónuna áfram og láta þetta bara ,,rúlla" einhverveginn! Eða er lausnin tvíhliða viðskiptasamningur við Kína? Myndi það t.d. leysa öll okkar vandamál?Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Ég er svo sammála um að við sleppum ekki við að eiga í miklum samskiptum við evrópu. pólitískt og efnahagslega. Evrópa er frábær og evrópubúar yndislegt fólk.
Ég er alls ekki á móti ESB ég vill bara ekki fullan efnahagslegann og pólitískann samruna við það.
Það gerir mig ekki að sjálfstæðismanni og ekki að LÍÚ grúpíu.
Það gerir mig heldur ekki að manni fullum af útlendingaótta. Heldur einfaldlega mann sem hefur metið stöðuna þannig að fullur samruni sé óæskilegur.
Við erum ekki tilbúin og ESB er ekki tilbúið. Við erum ekki búin að taka til heima hjá okkur.
Og sennilega er lang best að hafa allan huga við það í tuttugu ár.
Vilhjálmur Árnason, 20.3.2010 kl. 13:17
Tek undir með Vilhjálmi Árnasyni hér að ofan. Það að vera á móti innlimun Íslands í þennan ESB samruna gerir mann ekki sjálfkrafa að:
Einangrunarsinna, Sjálfstæðismanni, ofstækisfullum þjóðernissinna, útlendingahatara, eða LÍÚ málpípu.
Heilbrigð skynsemi oft á mismunandi forsendum hefur kennt mér og Vilhjálmi og reyndar stærstum hluta þjóðarinnar að ESB aðild er ekki æskileg fyrir landið okkar og allra síst nú á tímum.
Gunnlaugur I., 20.3.2010 kl. 14:21
Hver hleypti Birni inn í Nato?? Hann er hættur stjórnmálum og ætti ekki að hafa lengur öryggisaðgang þangað heldur Össur eða Dómsmálaráðherra
Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 15:27
Ósköp er að lesa þetta. Allt vaðandi í staðreyndavillum í kjaftakerlingastíl. Í fyrsta lagi veit ég ekki til þess að Björn Bjarnason sé á móti ESB. Ég veit ekki betur en hann hafi verið í ríkisstjórn sem gerði samning við ESB um EES. Hann er hins vegar andvígur aðild að ESB í samræmi við stefnu Sjálfstæðisflokksins. Það kallast að vera víðsýnn enda eru 192 sjálfstæð ríki innan SÞ en aðeins 27 ríki í ESB. Það kallaðist að vera víðsýnn í minni sveit að horfa til allra átta. Þá gefurðu í skyn að stefna Sjálfstæðisflokksins sé ekki skýr. Hvar hefur þú verið á undanförnum árum? Skýrari stefnu er varla hægt að hafa!
Svo kemur þetta vanalega hjá ykkur aðildarsinnum. Ísland sleppur ekki undan Evrópu! Bíddu við. Er einhver að tala um það? Er ekki samningurinn um EES í fullu gildi bæði hér og í Noregi. Stendur til að segja honum upp? Ég veit ekki betur en ESB leggi ríka áherslu á að viðhalda þeim samningi t.d. til að taka inn önnur smáríki.
Að lokum er spilað út trompinu um: Hvaða stefnu hafa Björn og félagar? Það veistu jafnvel og ég. Björn hefur t.d. rætt um, og kemur það fram í pistli hans sem þú vitnar í, að endurskoða samninginn um EES þar sem m.a. gjaldmiðlamál kæmu við sögu. Þá liggur okkur ekkert á í dag að kasta krónunni og ,,hirða evruna", sérstaklega þegar hún stendur okkur ekki til boða næsta áratuginn eða svo. Sumir hafa talað um 30 ára biðtíma. Það sem þarf að gera hér er að koma á efnahagslegum stöðugleika og styrkri peningamálastjórn og þá munu ,,málitækin" fara að sýna betri útkomu, en ekki öfugt.
Jón Baldur Lorange, 20.3.2010 kl. 18:10
Ísland hefur haft ágæt samskipti við Evrópuríki löngu áður en Evrópusambandið varð til í þeirri mynd sem við þekkjum það nú. Það er ekkert sem bendir til þess að það sé að breytast, enda hafa aðildarríki Evrópusambandsins margháttuð samskipti við ríki utan þess. ESB er nú ekki miðja heimsins þótt sumir haldi það. Íslandi liggur ekkert á.
Gústaf Níelsson, 20.3.2010 kl. 18:12
Það sem er verið að koma á framfæri í þessari grein er ekki flókið.
Þeir sem vilja ekki ganga inn í ESB eru ekki með neina framtíðarsýn. Vilja þeir óbreytt ástand?
ESB sinnar eru þó með framtíðarsýn fyrir Ísland og Íslendinga og er hún mjög skýr.
Það þýðir ekkert að segja bara NEI NEI NEI við einhverju og síðan er spurt "hvað viltu þá?" og viðkomandi segir bara "ég veit það ekki.... bara allavega þekki ESB".
En fyrir mitt leyti er óbreitt ástand ekkert sérstaklega heillandi. Íslendingar hafa 0% traust á alþjóðarvetvangi, það hefur hér orðið eignaupptaka í formi verðbólgu, gengið er það óstöðugt að fyrirtækin eru að eyða morðfjár í að verja sig fyrir sveiflum, krónan er orðin disney gjaldmiðill sem enginn vill taka við (prófið að fara með eitt stykki þúsund kall í banka í útlöndum og biðjð um að skipta honum).
Það má vel vera að andstæðingar eru með einhverja betri framtíðarsýn en óbreytt ástand. Sumir hafa sagt NAFTA og taka upp dollar.... það er fín hugmynd í sjálfu sér og ef það er hægt að sýna fram á að þetta sé mögulegt þá eru þetta fín rök og líklegt að viðkomandi einstaklingur verður tekinn alvarlega.
Sleggjan og Hvellurinn, 20.3.2010 kl. 20:05
Af hverju þyrfti að færa Ísland á landakortinu? Er Ísland ekki vestan megin Atlantshafs? Við erum miklu nær Norður Ameríku en meginlandi Evrópu! Einnig er Ísland miklu nær, bæði Kanada og Bandaríkjunum, í sögulegu samhengi þar sem forfeður okkar komu hingað vestur um haf fyrir ekki all löngu síðan. Ísland er í raun fyrsta land til að vera numið af Evrópubúum í hinum nýja heimi.
Jón Jónsson, 21.3.2010 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.