24.3.2010 | 22:37
Nýtt MA- og diplómanám í Evrópufræðum
Nýtt MA- og diplómanám í Evrópufræðum við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands
Í haust hefst við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands nýtt MA- og diplómanám í Evrópufræðum, sem kynnt verður á Námskynningu í HÍ næsta fimmtudag, 25. mars á Háskólatorgi frá kl. 16:00-18:00. Viljum við bjóða þig hjartanlega velkominn að hitta okkur þar.
Forkröfur fyrir námið eru BA-próf í einhverri grein (1. einkunn á BA prófi í MA- námið, en einungis BA-próf í diplóma námið). Kennarar koma úr röðum okkar fremstu sérfræðinga, en auk þeirra hefur verið ráðinn til deildarinnar dr. Maximilan Conrad (mynd), ungur og upprennandi fræðimaður sem hefur sérhæft sig í stofnunum Evrópusambandsins.
Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þekkingar á sviði Evrópufræða, hvort sem Ísland kýs að gerast aðili að Evrópusambandinu eða ekki, enda er landið aðili að Evrópska efnahagssvæðinu og innleiðir þegar umtalsverðan hluta regluverks Evrópusambandsins. Þá er Evrópa stærsta markaðssvæði Íslands. Skilningur á öllu regluverki Evrópusambandsins og umgjörð þess er því brýnt hagsmunamál fyrir Ísland.
Meistaranám í Evrópufræðum býr nemendur undir hvers kyns störf sem krefjast fræðilegrar jafnt sem hagnýtrar þekkingar á Evrópusamrunanum, stofnunum Evrópusambandsins og ákvarðanatöku innan þess, alþjóðasamskiptum almennt og stöðu Íslands bæði almennt í alþjóðasamfélaginu og í Evrópu. Hér getur verið um að ræða störf í ráðuneytum, stofnunum, sveitarfélögum, fyrirtækjum eða hagsmunasamtökum sem eru í samskiptum eða samstarfi við Evrópusambandið og falið í sér sérfræðiráðgjöf, rannsóknir eða þjónustu.
Kennarar koma úr röðum færustu innlendra fag- og fræðimanna á þessu sviði, en erlendir kennarar eru kallaðir til þegar sérþekking er ekki til staðar hér á landi. Þeir eru sérfræðingar í innviðum, regluverki og ákvarðanatöku Evrópusambandsins, öryggismálum Evrópu og stöðu Íslands í þessu samhengi.
Meistaranám í Evrópufræðum er 120 eininga hagnýtt og fræðilegt tveggja ára nám fyrir alla sem hafa lokið BA- eða BS-námi, með fyrstu einkunn, í einhverri grein. Diplómanám í Evrópufræðum er hagnýt og fræðileg 30 eininga námsleið á fyrir þá sem lokið hafa BA- eða BS-námi í einhverri grein.
Umsóknarfrestur í MA-nám í Evrópufræðum til að hefja nám að hausti 2010 er til 15. apríl. Umsóknarfrestur í diplómanámið er til 5. júní.
Kynningarbæklingur á www.stjornmal.hi.is Evrópufræði bls. 11-14.
Nánari upplýsingar fást í síma 525-4573/525-5445
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Ja mikil er upphafning ykkar yfir "fræðunum" og mikilleika þeirra.
Minnir mann á hér áður fyrr voru í nafni vísinda og fræða bæði háskólar og allskyns fræðasetur andsetinn við að uppfræða og mennta fólk í Marxisma og öðrum kommúnistafræðum.
Allt í nafni vísinda og til að útskrifa áróðursmeistara til að útbreiða fagnaðarerindi hinns "fullkomna" kerfis.
Þessar "menntastofnanir" allar nutu yfirleitt fyrirgreiðslu og fjármuna frá Sovétríkjunum sálugu.
Svipað er hér uppá teningnum reynt er að upphefja ESB og þeirra líkan sem einhver háheilög vísindi og fræði. Auk þess sem ESB eys fjármunum í þá háskóla og fræðasetur sem eru tilbúinn að taka þátt í að úúnga svona "Evrópusérfræðingum"
Gunnlaugur I., 25.3.2010 kl. 11:44
Ég hvet Gunnlaug til þess að halda áfram að kommenta. Það gerir okkur ESB sinna miklu auðveldari fyrir. Það þarf ekki nema að taka saman kommentinn frá honum og pósta þær rétt fyrir þjóðaratkvæðisgreiðslunna þá er sigurinn vís.
Sleggjan og Hvellurinn, 25.3.2010 kl. 14:05
Ég þakka commentið frá "Sleggjunni og Þrumuni"
Jú mér þykir mjög gaman að hafa aðgang að því að fá að commenta á vefsíðu Evrópusamtakana og hef áður hælt þeim fyrir að leyfa öllum að hafa beinan aðgang að commenta kerfinu.
Það er meira en hægt er að segja um mín samtök Heimssýn. En ég ætla að vona að þeir opni á commenta kerfið sem fyrst, vegna þess að í rökræðum þurfum við ekkert að óttast ESB innlimunarsinna nema síður sé.
Það hefur greinilega sýnt sig, enda hefur hin mikla og fjöruga umræða um ESB skilað sér í því að nú vilja 70% þjóðarinnar ekkert með ESB aðild hafa að gera. Andstaðan við ESB hefur aldrei verið einarðari og sterkari og ég tel mig leggja mín lóð á þær vogarskálar að afhjúpa "dýrðarljómann" og þennan klæðalausa risa á brauðfótunum sínum sem svo sannarlega ESB apparatið er.
Sjálfur sé ég þetta frá svolítið öðruvísi sjónarhorni en margur landi minn því sjálfur bý ég í ESB og hef gert undanfarin 4 ár.
Fyrst bjó ég í ESB landinu Bretlandi og nú bý ég í ESB landinu Spáni.
Og það verð ég að segja eftir að ég sé þetta og skoða þetta system betur svona innan frá, því vænna þykir mér um landið mitt Ísland með öllum sínum kostum og göllum og óska þess að það gangi aldrei undir þessa ólýðræðislegu kæfandi spilltu krumlu sem ESB apparatið er !
Ég er mjög bjartsýnn á að ykkar Evrópusamtök geti orðið 60 ára eins og þau Norsku gerðu nýlega og að þá verði Ísland eins og Noregur enn utan ESB.
Reyndar spái ég því að ESB verði löngu liðið undir lok fyrir þann tíma, svona miðstýrð Stórríki og ríkjasambönd standast aldrei tímans tönn það hefur sagan kennt okkur.
Gunnlaugur I., 25.3.2010 kl. 15:29
Er samt ekki tími til kominn að hætta líkja ESB við Soviet ríkin?
ESB gengur út á frelsi og frjáls viðskipti. Það getur ekki verið meira anstæða en Soviet
Erum við ekki löngu búin að slá þessa líkingu útaf borðinu?
Sleggjan og Hvellurinn, 25.3.2010 kl. 21:20
Frelsi og frjáls viðskipti? Einmitt, einmitt. Ef þetta væri nú satt, hvers vegna eru ríki Evrópusambandsins þá t.d. svipt frelsi sínu til þess að gera sjálfstæða viðskiptasamninga við ríki utan sambandsins við inngöngu í það?
Hjörtur J. Guðmundsson, 25.3.2010 kl. 22:01
Hjörtur: Þið nei-sinnar hamrið á þessu í sífellu, en talið aldrei um það við HVERJA þið viljið gera viðskiptasamning!
Hvernig væri nú að þið mynduð segja frá því á opinberum vettvangi og því hvernig ,,viðskiptastefna" ykkar er, ykkar hugmyndir um framtíðina.
Með aðild að ESB, fengi Ísland fullan aðgang að öflugustu ,,viðskiptamaskínu" heims, þar sem gríðarleg þekking er á viðskiptum og samningum um slíkt.
Og mynduð þið s.s. vilja breyta því að um 70% af okkar útflutningi fer til Evrópu?
Það skortir ALGERLEGA alla útfærslu á þessu hjá ykkur!
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 26.3.2010 kl. 08:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.