Leita í fréttum mbl.is

NRK fjallar um ESB og Noreg - blaðamaður NRK: Áhrif Noregs þverrandi

Frá OslóNorska sjónvarpið (NRK) fjallaði um daginn um ESB og Noreg í þættinum SPEKTER. Þar var m.a. rætt um áhrif Noregs innan ESB, en eins og kunnugt er, er Noregur EES-land, eins og Ísland.

Rætt var við fréttamann NRK, sem var nýkominn heim eftir fjögur ár í Brussel. Hann segir að áhrif Noregs innan ESB fari sífellt þverrandi og að embættismenn hafi sífellt minni tíma fyrir lönd eins og Noreg, sem standa fyrir utan.

Þá sagði hann að aukin áhrif Evrópuþingsins (og að völdin færðust þangað frá framkvæmdastjórninni) geri það að verkum að áhrif Noregs minnki enn meira, einfaldlega vegna þess að kunnátta og þekking á Evrópuþinginu er miklu takmarkaðri en á framkvæmdastjórninni, þangað sem Norðmenn hafa fyrst og fremst snúið sér. Minni áhrif framkvæmdastjórnarinnar þýði sjálfkrafa minni áhrif Noregs gagnvart ESB.

Í þættinum var einnig rætt við fulltrúa ungliðahreyfinganna, m.a. fulltrúa sem hafa komið hingað til lands.

Þá var rætt við ,,Nei-drottninguna“ Ann-Enger og talsmann Já-sinna, Torvald Stoltenberg, fyrrum utanríkisráðherra Noregs. Ann sagðist ekki trúa á ESB-aðild Noregs en Stoltenberg sagðist vongóður og sagði að Noregur þyrfti að auka áhrif sín.

Þá er fjallað um Grikkland, Evruna og furstadæmið Lichtenstein (EES-land).

Hér má sjá þáttinn: http://www1.nrk.no/nett-tv/klipp/620375  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband