Leita í fréttum mbl.is

Jón Sigurðsson: Núna er tíminn!

Jón SigurðssonJón Sigurðsson, fyrrum Seðlabankastjóri og ráðherra skrifar öflugan pistil í dag um ESB-málið á www.pressan.is. Hann telur að nú sé rétti tíminn fyrir íslensku þjóðina að taka þetta mál föstum tökum. Í pistlinum, sem er langur og efnismikill fer Jón yfir málið með sterkum rökum og hann nefnir bæði kosti og galla. Hann segir m.a:

 

,, Nokkrar ástæður kalla eftir umsókn um aðild Íslands að ESB. Fyrst er að nefna vilja til meiri opnunar og þátttöku og eðlilegt framhald af EES-samningnum. Í öðru lagi er óumdeilt að reynsla er góð af EES. Þriðja er að nú eru Íslendingar annars flokks fylgiríki ESB og margir vilja fullveldisþátttöku í sameiginlegri framtíð. Í fjórða lagi er tímabært að ná varanlegri úrlausn í gjaldmiðils- og peningamálum þjóðarinnar með aðild að evrunni. Fimmta ástæðan er að meira jafnvægi verður í atvinnulífi og margir telja að lífskjör batni við aðild. Í sjötta lagi benda sterkar líkur til að æskileg ákvæði fáist í aðildarsamningi um hagsmuni og réttindi þjóðarinnar.

Aðrar ástæður ráða efasemdum og andstöðu við aðild. Fyrst spyrja menn hvað verði um fullveldi og sjálfstæði. Í öðru lagi spyrja menn um yfirráð yfir auðlindum lands og sjávar. Þriðja atriðið er að hagsveiflan hér fylgir Evrópu ekki og eigin hagstjórn og gjaldmiðill hverfa. Í fjórða lagi vilja menn forðast yfirþjóðlegt ofurbákn og óttast um íslenskt þjóðerni. Fimmta er að margir vilja meiri sjálfsnægtir og telja rétt að takmarka viðskipti. Í sjötta lagi er mörgum ofboðið af fjarlægðum og stærðarmun. Sjöunda er að margir hafa ekki trú á því að nægar tryggingar náist í ákvæðum aðildarsamnings.
       
Ýmsir þættir eru utan við EES-samstarfið og verða mikilvægir í aðildarsamningi að ESB. Í fyrsta lagi eru atriði sem snerta fullveldi og þátttöku í sameiginlegri stefnumótun um framtíð og þróun. Í öðru lagi eru sjávarútvegur og landbúnaður. Þriðja er peningamál, gjaldmiðill og gjaldeyrismál. Fjórða er tollar, viðskiptasamningar og tvísköttunarsamningar. Í fimmta lagi þarf að semja um greiðslur á báða bóga.

Evrópusambandið hefur þróast mjög síðan samið var um aðild Íslands að EES. Að langmestu leyti er Ísland þátttakandi í framvindu ESB og yfirtekur flestar ákvarðanir þess. Ísland er að mestu opið til viðskipta, fjárfestinga og uppkaupa. Útlendingar mega eiga 49,9% hlut í sjávarútvegsfyrirtækjum. Meðal annars er Ísland opið til innflutnings á mörgum landbúnaðarvörum enda aðeins fáar búvörur framleiddar hér. Í raun er Ísland áhrifalaust annars flokks fylgiríki ESB.”

 

Evrópusamtökin fagna þessum faglega málflutningi Jóns sem er að finna í pistli hans, enda maður með mikla þekkingu hér á ferð.

 

Allur pistill Jóns

 

(Mynd: Pressan)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar er einstaklingurinn í þessu öllu? 

Af hverju minnist þið aldrei á það hvað einstaklingar hafa upp úr þessu öllu?  

Það er svo margt!!!

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 13:57

2 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Stefán: Hvað með lága vexti og verbólgu, stöðugan gjaldmiðil, minni hagsveiflur, lækkun matarverðs, meiri samkeppni ofl ofl. Þetta eru allt atriði sem eru mjög áberandi í málflutningi okkar. Bendum á greinasafn okkar á http://www.evropa.is

Lestu svo allan pistil Jóns, ef þú ert ekki þegar búinn að því!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 27.3.2010 kl. 17:17

3 identicon

Já, svo auðvitað frelsi til atvinnu í öllum ríkjum ESB. Hægt að búa í einu ESB ríki og starfa í öðru.  Frelsi til fjármagnsflutninga.  Auðvelt að stofna fyrirtæki í öðru ESB ríki.  Þetta er hluti af því sem var tekið af okkur hér á Íslandi þegar gjaldeyrishöftin voru sett á.  Svo dæmi séu tekin.

Þess vegna er mikilvægt fyrir okkur að ganga í ESB svo við fáum meira frelsi en við höfum á Íslandi.  Það er nefninlega þannig að þeir sem eru á móti ESB segja að þeir vilja hafa sjálfstæði og frelsi, en það er einmitt öfugt í dag.  Það ríkir minna frelsi á Íslandi.  Eiginlega hefur það alltaf gert það.  Það veit maður ekki fyrr en maður hefur búið í ESB ríki.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 08:19

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Stefán vill fá að vita hvað þetta ESB kerfi gerir fyrir einstaklingana.

Ég skal segja þér nokkur atrið sem það gerir ekki fyrir einstaklingana:

1. Mikið og viðvarandi atvinnuleysi, hefur verið einkennandi fyrir ESB.

2. Ef við miðum við 20 ár aftur í tímann þá hefur verið mun minni hagvöxtur á ESB svæðinu almennt heldur en á Íslandi í USA og flestum af vaxtarsvæðum heimsins.

3. Stórminnkað lýðræði. Valdið fært til fjarlægra stofnana og embættisaðals.

4. Aukin og oft algerlega óþörf skriffinnska við allan rekstur og starfsemi, með þessu er frumkvöðlum og smáfyrirtækjum gert erfiðara fyrir í samkeppni við hina "Stóru og útvöldu" sem efni hafa á að halda úti fótgöngulið Lobbyasta í Brussel til að gæta hagsmuna sinna og bera fé á embættisaðalinn þar. Um þetta eru ótal ljót dæmi.

5. Stóraukinn kostnaðaur aðildrlandanna við allskyns eftirlitsiðnað sem skylt er að koma á stofn og atvinnulífið er auðvitað á endanum látið greiða fyrir. Þetta dregur úr lífskjörum fólks, því þetta dregur úr framleiðni og hagvexti. Er ekki að segja að ekkert eftirlit eigi að vera en ESB er fyrir löngu síðan búið að ofgera þessu eins og fleiru.

6. Þetta er ekki vegna ESB sem matvælaverð er lægra í mörgum ESB ríkjum. Matvælaverð og annar kostnaður fólks er mjög mismunandi innan aðildarlandanna. T.d. er matvælaverð í Egyptalandi mun ódýrara en hér á Spáni þar sem ég bý. Þó er Egyptaland ekki í ESB. Þannig að þessi rök standast ekki. Raforku- og húshitunar/kælingarkostnaður er hér líka 6 til 7 sinnum dýrari en á Íslandi. 1. ltr af ferskri mjólk er dýrari og líka verri hér heldur en á Íslandi.

7. Vaxtakostnaður innan hvers ríkis er ekki ákveðinn af ESB enda er hann mjög mismunandi frá einu svæði til annars. Til dæmis er vaxtakostnaður mjög lágur í Noregi og mun lægri en í sumum ríkjum ESB og ekki eru þeir í ESB. Þannig að þessi rök ganga ekki upp.

8. Almenn laun eru hér mun lægri en á Íslandi og kaupmáttur íslenskra launa mun hærri en Spánverja.

9. Félagsleg réttindi íslendinga eru mun betur tryggð en Spánverja. S.s. almanna tryggingar, atvinnuleysisbætur og ýmis félagsleg þjónusta svo og almenn heilsugæsla.

10. Spilling minnkar ekki eða ESB getur ekki komið í veg fyrir spillingu. Þessu er alveg öfugt farið. Fyrir utan spillingarbælið Brussel. Þá gerir Brussel valdið og flóknar reglur og tilskipanaflóðið og þar á ofan langur valdastrúktúrinn með allskyns eftirlitsstofnunum og möppudýum gerir kerfið allt að kjörlendi spillingar og mútuþægni, bæði fyrir embættisaðalinn og stjórnmálamennina.  Spillingin í stjórnsýslunni hér á Spáni uppúr og niður úr geir íslenska stjórnmálamenn að kórdrengjum við hliðina á þessum mafíósum. Spillingin kostar fólkið og einstaklingana mikla fjármuni í formi skatta og lélegri lífskjara.

En veðrið hér á Suður Spáni er reyndar mun betra hér svona alla jafna. Það fæst hins vegar ekki með ESB aðild, þó sumir virðast jafnvel halda það.

Gunnlaugur I., 28.3.2010 kl. 10:49

5 Smámynd: Gunnlaugur I.

"NÚNA ER TÍMINN"

Til að ganga í ESB eða hvað ?

Þetta eru stórkostleg öfugmæli og alger tímaskekkja hjá Jóni Sigurðssyni.

Samkvæmt ítrekuðum skoðanakönnunum vilja 70% þjóðarinnar alls ekki að landið gangi inní ESB apparatið !

Svo einfalt er það, getur þjóðarviljinn verið skýrari.

Enda eru farnar að renna tvær grímur á æðstu Commízara þarna suður í Brussel. Hvurslags eiginlega rugl og þráhyggja er það eiginlega að keyra áfram á þessari ESB umsókn.

Gunnlaugur I., 28.3.2010 kl. 12:10

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Fyrst segir Gunnlaugur að það er mikið atvinnuleysi í ESB. En gleymir að nefna að það eru fjölmörg lönd innan ESB þar sem er lítið atvinnuleysi t.d Holland.       Þarna alhæfir Gunnlaugur um öll ESB lönd því það hentar honum.

 Svo tekur hann eitt land út þ.e Spánn og nefnir lélegt almannatryggingakerfi, heilsugæsla og félagslega þjónustu en gleymir að nefna að þessir þættir eru miklu betri í ESB landinu Danmörk heldur en á Íslandi.       Þarna tekur Gunnlaugur sér land úr ESB (þ.e Spán) vegna þess að það hentar honum og hans málflutningi.

Sleggjan og Hvellurinn, 29.3.2010 kl. 14:14

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er dæmigerð taktík hjá NEI sinnum og ber ekki að taka þá alvarlega.

Sleggjan og Hvellurinn, 29.3.2010 kl. 14:15

8 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það vill svo til að Gunnlaugur býr á Spáni og því nærtækast að taka dæmi þaðan. Hitt er svo annað mál fyrst Sleggjan svokölluð er að saka aðra um að hagræða sannleikanum þá mætti hann gjarnan upplýsa mig og aðra um það hver þessi fjölmörgu ríki innan Evrópusambandsins eru þar sem atvinnuleysi er lítið (væntanlega innan við 4-5%). Slíkt hefur nefnilega fremur heyrt til undantekninga en reglu þar á bæ og þurfti ekki yfirstandandi efnahagskrísu til.

Hjörtur J. Guðmundsson, 31.3.2010 kl. 13:51

9 identicon

Hjörtur:  Þau lönd sem eru með atvinnuleysi undir 5% eru Holland og Austurríki;)  Gæðalönd.

Nú þarf Ísland bara að minka atvinnuleysið og ganga í Evrópusambandið.

Hér er linkur á Eurostatskýrslu um atvinnuleysið í evrópu í febrúar á þessu ári.

Ég fer oft á síðu Eurostat til að leyta heimilda.  Hún er mjög góð.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 14:07

10 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Stefán, ég fer líka talsvert á heimasíðu Eurostat. Og þar sést greinilega að það eru langt því frá fjölmörg ríki Evrópusambandsins sem eru með lítið atvinnuleysi eins og Sleggjan fullyrti og taldi sig síðan vera í aðstöðu til þess að segja öðrum til syndanna fyrir að hagræða sannleikanum.

Hjörtur J. Guðmundsson, 31.3.2010 kl. 14:23

11 identicon

Hjörtur: ESB umræðan er stundum á villigötum.  Við ESB sinnar eigum ekki að þurfa að hagræða sannleikanum eða fegra málin.

Eiginlega þarf ekkert að rífast um ESB, fara bara á Eurostat;)

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 14:41

12 Smámynd: Gunnlaugur I.

Stefán, það er nokkuð rétt hjá þér og alveg í anda rétttrúnaðarins og ESB- trúboðsins á Íslandi að þið staðfastir ESB- innlimunarsinnar teljið ykkur ekki þurfa að hagræða sannleikanum, sem þið teljið andstæðinga ykkar stöðugt gera, en reyndar gerið þið það sjálfir margoft og ykkur til afsökunar, reyndar oftast ómeðvitað. 

Vegna þess að í ykkar augum eruð þið og málstaðurinn ykkar hinn eini sanni: 

"STÓRI sannleikurinn sjálfur".

ESB- rétttrúnaður ykkar er þvílíkur að þið teljið ykkur sjálfum trú um að þið og málstaður ykkar sé óskeikull og svona upphafinn "PRAVDA" uppá á Sovésku. 

Þess vegna teljið þið ykkur sjálfum ævinlega enn og aftur vera hina einu sönnu og réttu handhafa "Stóra ESB SANNLEIKANS" !

Þetta eru reyndar ykkar stærstu og verstu yfirsjónir og mistök og þessum "STÓRA sannleika" ykkar hafnar nú þjóðin okkar sem betur fer enn og aftur mjög staðfastlega.

Til hamingju Ísland.

Ég er stoltur af þjóðinni minni því70% þjóðarinnar hafnar staðfastlega og ítrekað ömurlegum málstað ESB- innlimunarsinna.

              ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB !

Gunnlaugur I., 31.3.2010 kl. 16:13

13 identicon

Gunnlaugur: Við og þið;)

Það er enginn stóri sannleikur.  En oftast fara rökfærslur út í það hjá báðum hópum.  Það er óþarfi.

Ísland mund ganga í ESB.  Það er alveg öruggt.  En þú getur verið viss um það að það verða fáir stuðningsmenn um inngöngu ef við náum ekki góðum samningum.

Mér finnst samt þjóðernissinnaðar rökfærslur fyrir því að ganga ekki í ESB vera tímaskekkja.  

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 18:39

14 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég tel ESB ekki vera heilagan sannleik. ESB hefur vissulega galla einog t.d punktur nr 4 hjá honum Gunnlaugi.

(þrátt fyrir að forstjórar CCP og Össur sem eru mestu sprotafyrirtæki Íslendinga sem skila milljarða í mánuði í kassann eru harðir ESB sinnar)

Sleggjan og Hvellurinn, 31.3.2010 kl. 19:04

15 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég ætla að árétta eitt:

Þegar Gunnlaugur var að taka eitt land fyrir þá var hann að benda á félagslega kerfið og fleirra í þeim dúr. EKKI atvinnuleysi einsog Hjörtur vill meina.

Á ég kannski að telja upp lönd sem eru með betri félags og heilbrygðiskerfi en Spánn innan ESB? Það verður langur listi.

Þegar ég tala um lítið atvinnuleysi þá er ég að tala um atvinnuleysi sem er minni en á Íslandi.

Sleggjan og Hvellurinn, 31.3.2010 kl. 19:11

16 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Atvinnuleysi var 9,3% á Íslandi í Febrúar. Það voru 17 lönd í EBS sem voru með MINNA atvinnuleysi. Tíu lönd voru með meira atvinnuleysi.

63% af löndum innan ESB eru með minna atvinnuleysi en á Íslandi. Það kalla ég fjölmörg lönd.

Og þetta er þrátt fyrir að við erum með þessa ástsælu krónu sem á að bjarga öllu okkar atvinnuleysi.

Sleggjan og Hvellurinn, 31.3.2010 kl. 19:22

17 identicon

Einmitt og það þarf ekki að deila um þessa hluti því þeir standa allir svart á hvítu.

Þess vegna er ESB umræðan stundum alveg æðisgengilega frábær;)

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband