8.4.2010 | 22:46
Húmorískur Sigurgeir, formaður sauðfjárbænda!
Skemmtiinnslag fréttatíma RÚV-Sjónvarps í kvöld átti formaður sauðfjárbænda, Sindri Sigurgeirsson. Verður þetta að teljast gott dæmi um leiftrandi húmor formannsins, en hann fullyrðir að ESB stundi skipulegan heilaþvott hér á landi og sakaði hann ESB um að draga upp glansmynd af sjálfu sér í ferðum sem bændum hafi verið boðið í.
Þetta á Sindri að hafa heyrt frá mönnum sem hann þekki og svo framvegis (honum var s.s. ekki boðið, eða??). Þá verður einnig að segjast eins og er að nálgun fréttamanns RÚV var einstaklega ógagnrýnin, Sindri þurfti ekki að svara neinum óþægilegum eða óvæntum spurningum Gísla Einarssonar.
Þetta er gott dæmi um hinn fáránlega raunveruleika sem við blasir í Evrópuumræðunni, þar sem bull sem þetta ræður ríkjum. Að sjálfsögðu er ESB ekki að reyna að heilaþvo einn eða neinn, það eru orð Sindra. En auðvitað dregur ESB fram og reynir að sýna það jákvæða við sambandið! En datt bændunum ekki í hug að spyrja um hið neikvæða. Eða gengu þeir bara hljóðir um sali?
Allir vita, líka við Evrópusinnar að ESB er ekki fullkomið, frekar en önnur mannanna verk! En það skaðar ekkert að spyrja!
Myndi Sigurgeir t.d. byrja kynningu á Bændasamtökum Íslands á því að segja: ,,Við erum ríkisrekin samtök, sem þiggjum um 10 milljarða á ári frá íslenskum skattgreiðendum." Myndi hann ekki frekar reyna að draga upp á mynd að íslenskur landbúnaður væri umhverfisvænn og þekktur fyrir gæðaframleiðslu og að íslendingar elskuðu lambakjöt, rjóma, smjör og skyr!
Svo dregur hann að sjálfsögðu fram hina "sviðnu-jörð"-senu, þar sem hann segir að um 35-40% verðfall, verði á afurðum bænda við inngöngu í ESB. Hins vegar er ekkert sem segir að svo verði.
Fyrir þá sem hafa áhuga á að lesa ræðu Sigurgeirs frá því í morgun, þar sem "sýn" hans á Evrópumálin kemur frem geta gert það hér. Í henni segir hann m.a.:
"Á þessum aldarfjórðungi sem liðinn er frá stofnun samtakanna hefur margt breyst. Samdráttur hefur orðið í framleiðslu um 27% og birgðastaða er nú 40% lægri en hún var á sama tíma 1985. Á þessum tíma hefur mikil neyslubreyting á sér stað í þjóðfélaginu og neysla á lambakjöti farið úr 41 kg á íbúa í 23 kg. Á sama tíma hefur heildarkjötneysla aukist úr 66 í 85 kg á mann. Niðurstaðan er því sú að lambakjöt hefur látið í minni pokann fyrir hvíta kjötinu, þar sem neysla á svínakjöti hefur aukist um 230% og neysla á alifuglakjöti um 300%. Við hljótum að vera sammála um að við þetta verður ekki unað. Þessa þróun verður að stoppa með öllum tiltækum ráðum. Þó vel hafi tekist til í útflutningi er okkar heimamarkaður gríðarlega mikilvægur og þurfum við því að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stöðva undanhald kindakjöts á íslenskum kjötmarkaði."
(..."með öllum tiltækum ráðum." Hvað þýðir það?)
Bloggari bendir á að allar þessar breytingar gerðust án nokkurrar aðkomu ESB! ESB er s.s. ekki skúrkurinn hér, heldur er þetta þróun sem er óumflýjanleg. Til dæmis borðar fólk nú meira af pasta (sem ekki var til hér á landi fyrir nokkrum áratugum) og grænmeti.
Fréttamyndband RÚV hér
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
1. Það er nægilega skýrt fram komið, að Evrópubandalagið (og ekki sízt Þjóðverjar einnig Frakkar) vilja fá Ísland inn í bandalagið, enda eykur það yfirráðasvæði þess að miklum mun og aðgang að auðlindum, fiski og orku í ýmsum myndum.
2. Þið viðurkennið hér sjálfir: "Auðvitað dregur ESB fram og reynir að sýna það jákvæða við sambandið!"
3. Sindri Sigurgeirsson, formaður félags sauðfjárbænda, beinir þeirri gagnrýni að bandalaginu, að það hafi dregið upp "glansmynd af sjálfu sér" í ferðum sem bændum hafi verið boðið í. Um þetta hafði hann bersýnilega upplýsingar.
4. Með fáfengilegum rökum reynið þið að hrekja þessa ábendingu hans, er þið segir hér: "Þetta á Sindri að hafa heyrt frá mönnum sem hann þekki og svo framvegis." – Og þykizt þið þar með hafa afsannað orð hans (rétt eins og upplifun manna og reynsla sé einskis verð!)? – Þar sem þetta nægir greinilega ekki sem sönnum í ykkar hendi, þurfið þið að gera gys að honum að auki. Samt benti viðurkenning ykkar (ofar, nr. 2) til þess, að þetta gæti verið laukrétt hjá honum eða öllu heldur hjá heimildarmönnum hans.
5. Því til viðbótar er afar líklegt, að bandalag, sem vill komast yfir heilt land og sér jafnvel möguleika á því, að það komist yfir annað (Noreg) í kjölfarið og jafnvel hið þriðja (Grænland) og fjórða (Færeyjar), leggi mikið undir til að narra fulltrúa íslenzkra bænda eins og líka annarra stétta og hagsmunahópa til að mýkjast upp og verða ginnkeyptir fyrir innlimun landsins í bandalagið og helzt ekki átta sig á því á meðan, hvað þeir eru að gera með því voðaverki.
6. Gagnrýni ykkar á fréttamann Ríkisútvarpsins, Gísla Einarsson, er ómakleg og átti sennilega að þjóna sem þrýstingur á hann sem aðra fréttamenn þess ríkisfjölmiðils til að þeir hallist frá því að bera eðlilega virðingu fyrir málsvörn manna fyrir lýðveldið Ísland og stjórnarskrárlegar varnir þess til að halda sínu sjálfstæði og fullveldi óskertu.
7. Fullyrðingar ykkar um "hinn fáránlega raunveruleika sem við blasir í Evrópuumræðunni, þar sem bull sem þetta ræður ríkjum," ætti nú helzt að hitta ykkur sjálfa fyrir. Í krafti ofurveldis fjár og áhrifa meðal ráðamanna í pólitík, félagsmálum, viðskipta- og atvinnulífi er einmitt hætt við moðreyk, háðsglósum og affæringu mótraka gegn bandalaginu, – já, með blekkingum sem haldið verði uppi af fylgjendum þess gegn heiðarlegum varnarmönnum sjálfstæðis landsins, mönnum eins og Sindra Sigurgeirssyni. Þið ættuð að biðja hann afsökunar.
Jón Valur Jensson, 9.4.2010 kl. 00:51
Gott svar hjá þér Jón Valur.
Við Evrópusamtökin vil ég enn árétta það, að það ber merki um heigulshátt að þora ekki að skrifa undir nafni.
Meðan svo er, er varla hægt að svara skrifum ykkar.
Gunnar Heiðarsson, 9.4.2010 kl. 11:24
1. ESB er ekki að sælast neinar auðlindir.Það hefur komið margoft skýrt fram. Hafa Finnar mist skóglendin sín? Hafa Bretar mist olíuna sína? NEI. Fiskurinn verður okkar vegna þessa að það er regla um hlutfallslegan stöðugeika sem tryggir okkur óbreyttann aðgang að fisknum okkar. Þetta hefur komið margoft fram.
2. Já. Mikið rétt. Alveg einsog þú dregur engöngu upp það neikvæða við sambandið.
3. Sjá svar nr 2
4. Sjá svar nr 2
5. Það er enginn að komast yfir einn eða neinn. Þetta er bara samstarf á meðal þjóða.
6. Þeir voru einfaldega að hvetja til eðlilegar fréttamennsku og spurja gagnrína spurninga. Það var það sem klikkaði í aðdragandi hrunsins og ekki væri æskilegt að halda áfram að sömu braut.
7. Jón Valur ert þú að halda því fram að fjármagnskraftur og pólítísk árhif sé ESB megin??? Ég held nú ekki. Valdamestu hagsmunasamtökin eru á móti ESB og næjir að nefna LÍÚ sem eru valdamesta og ríkasta hagsmunaaðili Íslands. Bænasamtökin og SA eru líka á móti ESB. Og eigum við að byrja að tala um pólítiísk árhif??? Er ekki flestir í VG sem eru í ríkisstjórn á móti ESB. Hvar er þessi svokallaði pólíitksur styrkur?
Sleggjan og Hvellurinn, 9.4.2010 kl. 11:44
Ég hef margoft lent í samræðum við ESB andstæðing. Hann véfengir ávalt að vörverð mun eitthvað lækka við inngöngu.
Sindir segir skýrt og greinilega í fréttunum að það veður verðfall á kjötvörum. Hvað þýðir það?? Jújú að við Íslendingar fáum ódýrari mat.
Sleggjan og Hvellurinn, 9.4.2010 kl. 11:46
Regla um hlutfallslegan stöðugeika er ÓSTÖÐUG og tryggir okkur ekki neitt. Hana sjálfa er hægt að endurskoða eða ýta henni til hliðar, og aflareynslutímann er líka hægt að endurskoða!
"Þetta er bara samstarf á meðal þjóða." – Hvílík einfeldni" Ekki krafðist samstarfið við EFTA, OECD, WTO, Norðurlandaráð, SÞ og NATO þess, að við gæfum upp löggajafarréttindi með almennu afsali þeirra til nefndra stofnana! (sbr. HÉR, um löggjafarvald sem fer til EB). Og ekki eru þær stofnanir með yfirforseta og yfir-utanríkisráðherra yfir þjóðunum eins og EU stefnir að.
ASÍ (án samráðs við grasrótina!), SA, SI o.m.fl. samtök hafa verið véluð til stuðnings við innlimunarstefnuna.
Jón Valur Jensson, 9.4.2010 kl. 12:20
Af hverju gleymiru EES og Scengen? Erum við ekki að gefa upp einhver löggjafaréttindi með því samstarfi?
Eða eigum við að segja okkur útur því?
Ég mundi ekki kalla mig einfaldann þó að þér fannst ég hljóma þannig. Ég sagði að þetta væri samstarf meðal þjóða í þeim skildingi að við erum með evrópuþing og framkvæmdaráð þar sem allar þjóðir koma saman og ræða málin og taka ákvarðanir.... svona svipað og alþingi. Þú sagðir að ESB er að gleypa Ísland og munu svo gleypa Noreig. Það er líka fjær sannleikanum. Ég mun kannski ekki kalla þessa hugsun einfeldini .... frekar ofsóknarbrjálæði.
ESB er ekki að gleipa einn eða neinn. Og ESB er aðeins meira en bara samstarf meðal þjóða. Ætli þetta sé ekki þarna mitt á milli.
Sleggjan og Hvellurinn, 9.4.2010 kl. 13:14
Nei, "Sleggjan & Þruman", við gefum ekki upp okkar löggjafaréttindi með EES- og Schengen-samstarfi, en raunar vil ég hvort tveggja burt.
Reyndu ekki að mæla hér með Evrópuþinginu; það hefur ekki einu sinni leyfi til að eiga frumkvæði að lagafrumvörpum – valdið til þess er hjá fámennu stjórnenda-klíkunni!
Ég sagði ekki, "að ESB er [sic] að gleypa Ísland," heldur tala ég um, að bandalagið vilji komast yfir Ísland; sem betur fer er það ekki að gerast nú, enda er þjóðin á móti því.
Og allt í einu bakkarðu með fyrri yfirlýsingu þína með lokaorðunum hér: "ESB er ekki að gleipa einn eða neinn. Og ESB er aðeins meira en bara samstarf meðal þjóða. Ætli þetta sé ekki þarna mitt á milli. "!!! – Hver varð að hopa?!
PS. Ertu ekki annars íslenzkur?
Jón Valur Jensson, 9.4.2010 kl. 17:37
Þið þessir Evrópu menn hefðuð EKKI eitt svona púðri í þetta blogg ef ykkur findist í alvöru að þetta væri bara hlægilegt,ég trúi þessu alveg um ykkur.Þarna eru nógir peningar til að reka áróðurinn.
Þórarinn Baldursson, 9.4.2010 kl. 18:42
@ÞÞ: Og NEI-áróðurinn á Íslandi, hvaðan kemur hann? Bændasamtökin; ríkisrekin, LÍÚ, skapa sínar tekjur af mestu auðlind þessa lands, fiskinum í sjónum. Hvort tveggja sterk hagsmunaamtök og "lobby" sem álíta breytingar sem eitur í sínum beinum.
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 10.4.2010 kl. 11:30
Viðurkennið það bara, Evrópubandalagið jós peningum í jámennin í Tékklandi, Svíþjóð og Noregi, og hreyfing sjálfstæðissinna í Tæekklandi hafði margfalt minna fé úr að spila í sínum kynningarstarfi heldur en innlimunarsinnarnir sem þáðu fé frá Brussel. Reynið ekki að líkja mávægilegum stuðningi bændasamtakanna við Heimssýn við ofurflæði peninga EU inn í Tékkland o.s.frv. Bændur hafa líka fullan rétt á að verja sig. Og ef þið gagnrýnið ríkisstyrki þeirra, hvað þá um samtök atvinnurekenda sem fá ríkisframlög og hafa stutt ykkar málflutning?
Jón Valur Jensson, 10.4.2010 kl. 18:02
@JVJ: Bændur að verja sig? Er einhver að ráðast á þá? Má ekki gagnrýna bændur eða samtök þeirra, eru þeir hafnir yfir gagnrýni? Hvernig væri svo að endurskoða þetta innantóma innlimunarbull?
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 10.4.2010 kl. 20:51
Það verður meiri háttar hrun í bændastéttinni, ef Ísland innlimast í EU.
Jón Valur Jensson, 11.4.2010 kl. 00:58
Það var í fyrra viðtal við Finska bændur í Bændablaðinu,þeir skoruðu þar á íslenska bændur að gera altt sem þeir gætu til að koma í veg fyrir að Ísland gengi inn í EU.Þeir sögðu að skriffinskan væri svo mykil að þeir væru heila viku að semja skírslur,og sækja um styrki,í hverjum mánuði.í stað þess að í gamladaga gátum við hugsað um búskapinn,enn núna þurfum við að hafa vinnu menn vegna skriffinskunar.Sem sagt þeir voru Hundóánægðir Finsku bændurnir.Og þetta viljið þið íslenska bændur inní Nei og nei það verður vonandi aldrei!
Þórarinn Baldursson, 11.4.2010 kl. 02:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.