Leita í fréttum mbl.is

ESB og Landhelgisgæslan í samvinnu

TF SIFMorgunblaðið og Viðskiptablaðið greindu frá því í vikunni að Evrópusambandið muni frá og með 20. apríl njóta starfskrafta Landhelgisgæslunnar við eftirlit á Miðjarðarhafi og við Senegal. Morgunblaðið skrifar:

"ÆGIR, varðskip Landhelgisgæslunnar og flugvélin TF-SIF verða í verkefnum fyrir Evrópusambandið í sumar og fram á haust við strendur Senegals og í Miðjarðarhafinu. Þau munu gæta ytri landamæra Schengen en Ísland er aðili að landamæraeftirlitinu Frontex í gegnum Schengen-samstarfið. Ægir leggur af stað í kringum 20. apríl til Senegal, en fer síðan um mitt sumar í Miðjarðarhafið og verður við eftirlit við Spán og síðan við Grikkland.

Allur kostnaður er greiddur af ESB, en Georg Lárusson, forstjóri LHG, segir að með þessu þurfi ekki að segja upp heilli skipsáhöfn og fleira starfsfólki. Einnig sé hægt að endurráða flugmenn sem sagt hafi verið upp og þjálfa nýja. Allt í allt haldast um 40 stöðugildi."

Samkvæmt frétt Morgunblaðsins, undir fyrirsögninni SKIP OG FLUGVÉL FRÁ GÆSLUNNI TIL AFRÍKU, er ekki talið að verkefnin feli í sér hættu, en líklegt þykir að um björgunarverkefni verði að ræða. Margir reyna að komast til Evrópu yfir Miðjarðarhafið.

Við þetta má bæta að hin nýja vél Gæslunnar er með fullkomnari leitarvélum sem völ er á og mjög vel tækjum búin.

Hér sannast enn og aftur gildi Evrópusamstarfs og í raun má segja að allir vinni á þessu: Eftirliti og gæslu er viðhaldið á þeim hafssvæðum sem um ræðir, starfsmenn Gæslunnar halda vinnunni og eru endurráðnir og fá dýrmæta reynslu, íslenska ríkið sleppur við að borga þeim atvinnuleysisbætur og Ísland "er með."

Gott mál!

Fyrir áhugasama: Uppl. um TF-SIF


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Æ ykkur er vorkunn greyin mín.

"Yfir litlu verður Vöggur feginn"

Hvert verður svo raunverulega gagnið af þessu Schengen rugli öllu saman ?

Gunnlaugur I., 10.4.2010 kl. 20:48

2 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

GI: Þú villt s.s. frekar að 40 manns verði sagt upp hjá Gæslunni? Skemmtileg afstaða! Hverjum er vorkunn?

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 10.4.2010 kl. 21:10

3 identicon

Mér þætti meira vit í að segja landið úr Schengen vitleysunni (hvort sem menn eru fylgjandi ESB eða ekki þá hljóta allir að setja stórt spurningamerki við þátttöku eyríkis í Schengen) og nota þá peninga sem myndu sparast í gæsluna, þannig að hún gæti gætt íslensku landhelginnar almennilega frekar en að stunda eftirlit undir ströndum Senegal. 

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 21:47

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta eru vissulega góðar fréttir og ekki veitir af að  halda öllum vinnufúsum höndum við störf.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.4.2010 kl. 22:14

5 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Þetta mál er altt algert bull!Hvernig stendur á því að það er skorið svo mykið niður hjá LG að það þarf að grípa til uppsagna,á sama tíma og annað varðskipið þarf að fara fljótlega út á Reykjaneshrygg,vegna úthafskarfaveiðanna,og hitt norður fyrir land vegna skemtiferðaskipana,þá er annað skipið sent í vafasöm verkefni suður að miðri Afíku.Evrópusamtök gerið þið ykkur ljóst hvað Björgunnarsvæði íslensku varðskipanna er stórt?Það er meira enn helmingi stærra en efnahagslögsagan,sem er 754000 ferkílómetrar.EnnBjörgunnarsvæðið er 1.800.000ferkílómetrar.Enn þetta finnst ykkur farsælt,vegna þjónkunnar viðEvrópusambands ruglið.Tek heils hugar undir orð Hans Haraldssonar,hér fyrir ofan.Þetta er bæði hættulegur gjörningur og Íslendingum til skammar.

Þórarinn Baldursson, 11.4.2010 kl. 01:54

6 identicon

Hans og Þórarinn.  Það er dapurt að heyra ykkur skrifa svona.  Landhelgisgæslan hefur alltaf vantað peninga.  Þyrlur gæslunnar hafa sjaldan náð í slasaða sjómenn.  Það hefur ekkert með Schengen samstarfið að gera.  Hafði gæslan meiri peninga áður en að Ísland byrjaði í Schengen samstarfinu?

Ég er sjómaður og veit það að þyrlan mun ekki ná í mig ef ég slasast eða verð alvarlega veikur.  Þetta er köld staðreynd sem við sjómenn lifum við.  Það var svona fyrir Schengen samstarfið og eftir það.

Frekar ætti að hætta í Nató og eyða þeim peningum frekar í gæsluna, eða?  Styrkja Evrópusamstarfið og hætta í þessu stríðsbrölti með Nató.   Eða hætta að styrkja landbúnaðinn og setja 11 milljarða frekar í gæsluna og láta liðið í Reykjavík borga rétt verð fyrir landbúnaðarvörurnar.  Svo mætti lengi halda áfram.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 02:59

7 identicon

Stefán: Síðuritari var að dásama þá tilhögun að meirihlutinn af eftirlitstækjum gæslunnar væri sendur úr landi - til að koma í veg fyrir uppsagnir- og þakkaði það veru landsins í Schengen.

Á móti er bent á að kostnaðurinn af Schengen er mjög mikill og ef þeim peningum væri varið í landhelgismálin þyrfti ekki að leigja hálfa gæsluna úr landi.

M.ö.o það er lítil ástæða til að hrósa happi yfir Schengen með þeim hætti sem síðuritari gerir.

Hitt vita síðan flestir að íslensk yfirvöld munu planta sendiráði í hverja einustu höfuðborg í heiminum áður en þau eiga peninga til að halda úti nægilega vel búinni landhelgisgæslu. Í loftræstikerfi stjórnarráðsins þrífst víst einhver baktería sem veldur þessu.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 03:37

8 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Halló! Er ekki ESB að koma í veg fyrir að Gæslan þurfi að segja upp fólki? Hefði þetta ekki komið til, þá hefði það gerst. Og þá hefðu viðkomandi ekki sinnt störfum sínum við (og í) lögsögu Íslands! Sýnir þetta ekki hve dapurt ástandið er, ein mesta fiskveiðiþjóð heims, hefur ekki efni á því að halda úti strandgæslu 365 daga á ári! Stefán J. kemst einnig ansi nærri kjarna málsins í sinni færslu. Líka er athyglisvert hvernig MBL setur þetta upp, það er náttúrlega verið að senda okkar menn til AFRÍKU!!  

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 11.4.2010 kl. 10:22

9 identicon

Hans:  Við erum þá þrátt fyrir allt sammála;)  Svo má sleppa þessu tónlistarhúsi.  Það hefur bara verið þannig á Íslandi að það hefur verið flott að byggja og kaupa nýtt en svo gleymist rekstrarkostnaðurinn.  T.d með þyrlurnar, hefði ekki verið betra að hafa 2 en hafa nóg í reksturinn en að hafa 4 sem mega aðeins fara 12 mílur út á haf.

Evrópusamtökin:  Það er auðvitað sorglegt ef þjóðin hefur ekki efni á að halda uppi strandgæslu þegar við erum ein mesta fiskveiðiþjóð í heimi.  En þjóðin hefur efni á þessu.  Þetta er spurning um forgangsröðun.  Ég vona að gæslan geri þá þrátt fyrir allt góða hluti í Afríku og komi með reynslu aftur til íslands.  Svo er það spurning hvort að ESB hjálpi okkur við gæsluna ef landið hefur ekki efni á því;)  Ég tel að það komi til greina, t.d. með Dönum.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband