Leita í fréttum mbl.is

Ingibjörg Sólrún vill draga umsókn í land - rétt greining?

Ingibjörg SólrúnIngibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrum leiðtogi Samfylkingarinnar, er þeirrar skoðunar að fresta beri aðildarviðræðum og umsókninni að ESB, en að halda áfram án þess að vita í raun hvert væri stefnt. Þetta er hennar persónulega skoðun og finnst henni að enginn sé að berjast fyrir aðild.

En er ekki stefnan skýr? Ísland hefur sótt um eftir lýðræðislegum leikreglum, það er stefnt á að aðildarviðræður geti hafist innan nokkurra vikna. Að þeim loknum liggur fyrir aðildarsamningur. Hann verður lagður í dóm þjóðarinnar og það mun ráða úrslitum um málið. Er þetta óskýrt?

Þeir tveir flokkar sem starfa saman í ríkisstjórn Íslands eru sammála um að vera ósammála í afstöðunni til ESB. Þar með fylgja þeir í raun grunnreglu lýðræðisins. Er hægt að hafa þetta mikið skýrar?

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, hvað þá tvö (til þrjú) ár, sem er kannski sá tími sem tekur fyrir Ísland og ESB að koma fram með aðildarsamning!

Samkvæmt þessari hugmynd Ingibjargar Sólrúnar hefðu t.d. Svíar átt að hætta við umsókn, en þar voru neikvæðir fleiri en jákvæðir, alveg fram til þess dags að Svíar kusu. Þá sagði sænska þjóðin já. Andstaða var líka mikil í Finnlandi.

Undirbúningur þessa máls er í styrkum höndum Stefáns Hauks Jóhannessonar, sem fer fyrir íslensku samninganefndinni. Stjórnsýslan virðist ganga hnökralaust í málinu.

Kynna á ESB-málið á ráðstefnu í Kópavogi í næstu viku (t.d. sjávarútvegsmál og byggðamál) og þá munu Samtök Iðnaðarins einnig halda ráðstefnu, þar sem Stefán er meðal gesta. 

Blaðagreinar birtast um ESB-málið og blogg eru virk, reglulegir fræðslufundir eru hjá samtökunum Sterkara Íslandi í húsnæði þeirra í Skipholti í Reykjavík.

Því vaknar sú spurning hvort þetta sé allsendis rétt greining hjá Ingibjörgu?

En að sjálfsögðu fagna NEI-sinnar orðum sem þessum, en hver veit hvert þeir vilja stefna? Nei, þeir segja það nefnilega aldrei.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já, þetta var líklegast það eina af viti sem hún sagði í viðtalinu.

En "greining" er nú líklega of þungt í árina tekið, efast um að Solla sé mikill greinir.

En fyndnast var náttúrulega kommentið um þjóðernishyggju VG og XD og hvernig hún hefði komið í veg fyrir samstarf þessara flokka með því að sitja sjálf í ríkisstjórn með XD. 

Hreinn brandari.

sandkassi (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 00:14

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Tek undir með Gunnari Waage hér að ofan. 

Þetta er nú það eina af viti sem öfga- ESB sinninn og HRUN-kerlingin Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur sagt frá því ég man eftir mér.

"Við erum ekki þjóðin" glymur enn í eyrum ! 

Össur vill ekki snúa við í miðri á segir hann, þó svo að straumurinn á móti honum þyngist sífellt og áin sé eiginlega óvaðandi og þó svo honum og þjóðinni hans sé það dagljóst að þegar og ef hann einhvern tímann muni á endanum slysast til að komast lifandi yfir ánna, þá verður honum skipað af þjóð sinni að vaða þegar í stað til baka aftur ! 

Nema þjóðin vilji þá bara skilja Össur greyið einan eftir á hrjóstrugum ESB- bakkanum þarna hinu megin.

Hann gerði þá ekki fleiri gloríur hér á meðan.

Gunnlaugur I., 11.4.2010 kl. 07:01

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er hætt við að evrópusinnum hafi brugðið við þessi ummæli næst mesta aðildarsinnans á Íslandi.

Nú er bara að bíða eftir að æðstiaðildarsinninn ( Jón Baldvin) gefi út svipuð ummæli

Gunnar Heiðarsson, 11.4.2010 kl. 09:17

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

En Gunnar.

Æðsti presturinn, eða Æðsti aðildarsinninn, Jón Baldvin gaf það út mjög niðurbeigður reyndar á opinberum fundi fyrir ekki svo löngu að hann sæi ekki að Ísland myndi ganga í ESB í nánustu framtíð.

Nánasta framtíð er sennilega svo lengi sem hann lifir, sem ég vona svo sannarlega að verði sem lengst. 

Það sem meira var því mjög sammála honum í þessari niðurstöðu hans var líka einn af Æðstu prestum ESB- trúboðsins hér á landi sjálfur, Eiríkur Bergmann.

Þannig að við sjáum að þetta lið er meira og minna allt að missa kjarkinn og sumir jafnvel að ganga af trúnni. 

ESB trúboðið og þeirra fylgdalið er á hröðu undanhaldi

Enda rökin fyrir örygginu og verndinni sem átti að felast í ESB aðild, flest ef ekki öll fokinn útí veður og vind. 

Nú rekum við ESB andstæðingar flóttann á þessu sundraða liði !

Sigur okkar og þjóðarinnar á þessu ESB liði er í augsýn. 

Til hamingju Ísland !

Gunnlaugur I., 11.4.2010 kl. 13:29

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Er ekki betra að sækja um og fá þá samning heim og kjósa um hann í staðinn fyrir að draga umsóknina til baka?

Að fá samning heim til að kjósa um er eina leiðin til þess að losna við grílusögurnar um að landbúnaðurinn mun hverfa, fyskurinn mun rústast og ESB mun koma til Íslands og ræna vatninu, orkunni og elfjölllunum okkar.

En ef samningurinn verður lélegur þá verð ég fyrsti maðurinn til þess að kjósa NEI.

Sleggjan og Hvellurinn, 11.4.2010 kl. 15:15

6 identicon

Þetta kostar á annan milljarð þetta ferli, síðan vilja ESB okkur ekki, það er heila málið. Þess vegna er þessi staða komin upp.

sandkassi (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 16:17

7 Smámynd: Gunnlaugur I.

...... og meira en það Gunnar Waage.

Þjóðin vill alls ekkert með ESB- apparatið hafa að gera.  Alls ekkert !

Þess vegna er þetta sundraða og einangraða ESB- trúboð og þeirra úrtölulið allt saman nú algerlega ráðþrota og á óskipulögðum flótta undan sinni eigin þjóð !

Þjóðin rekur flótta flóttann !

Gunnlaugur I., 11.4.2010 kl. 16:30

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þjóðin er á móti vegna þess að hún trúir þessum grillusögum frá NEI-sinnum sem er yfirleitt eintómur hræðsluáróður og á ekki nein stoð í raunveruleikanum.

Þess vegna gæti verið gott að fá samninginn í hús og þá sjá menn svart á hvítu hvað er rétt og hvað er rangt við þessar fullyrðingar NEI-sinna.

Eða hræðaðst NEI-sinnar samninginn???  

Það verður þjóðaratkvæðisgreiðsla um þennan samning. Eru NEI-sinnar hræddir við hana eða?

Sleggjan og Hvellurinn, 11.4.2010 kl. 17:17

9 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þótt viðhorf Ingibjargar séu jafn Sossalegt og annara í Samfylkingunni, þá má hún eiga það að hún er ekki bjáni eins og ráðherrar þessa ógæfulega flokks eru, allir að mínu mati. Ingibjörg sér það sem nær allir Íslendingar sjá, að umsóknin um inngöngu í Evrópusambandið er feigðarflan, hvaða skoðun sem menn annars hafa á ESB-inngöngu Íslands.

 

Það er ekki bara að umsóknin verður felld, ef samningur kemur einhvern tíma til þjóðaratkvæðis, heldur mun umsóknin útiloka ESB-aðild um áratugi. Ég myndi fagna slíkri stöðu, en vandamálið er að samningaferlið er kostnaðarsamt og bindur embættismenn yfir óþörfu verki. Þótt stjórnkerfi landsins sé mest skipað aulum, þá er innanum fólk sem hægt er að fela einföld verkefni. Núna ætti allt stjórnkerfið að einbeita sér að eflingu atvinnulífsins, sérstaklega öflun og sparnað gjaldeyris.

 

Viðtalið sem Clemens Bomsdorf tók við Ingibjörgu er ekki mjög merkilegt, nema hvað varðar ESB-umsóknina. Miklu merkara var það sem hún hafði að segja um Icesave-samningana og þá glæpsamlegu framgöngu sem Icesave-stjórnin hefur haft í því máli öllu. Hér er ég að vísa til skýrslu hennar til Utanríkismálanefndar. Umfjöllun mín um það mál er hér:

 

http://altice.blog.is/blog/altice/entry/994965/

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.4.2010 kl. 17:43

10 identicon

Sleggjan virðist ekki gera sér grein fyrir því að það þarf tvennt að koma til áður til inngöngu kemur í Evrópusambandið.

Samþykkja þarf samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu hér heima. Einnig þurfa öll aðildarríkin með tölu að samþykkja aðild Íslands.

Það er ekki að fara að gerast og minni ég minnislausum Evrópusinnum á leiðara El Paíz á Spáni þar sem að leiðarahöfundur sagði ESB ekki vilja innlima land sem ætlaði inn í Evrópusambandið á sömu forsendum og Íslendingar.

Stuðningur við málið einskorðaðist við einn flokk og gerir það en. Slíkt getur aldrei gengið og verða menn nú að horfast í augu við það.

sandkassi (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 17:53

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Erum við núna byrjuð að taka einhver leiðara á Spáni alvarlega? Hvað er í gangi? Við tökum ekki einusinni leiðara í íslensku dagblaði alvarlega.

Sleggjan og Hvellurinn, 11.4.2010 kl. 19:23

12 identicon

bíddu, hver er nú einangrunasrsinni?

sandkassi (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 20:41

13 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

hehe góður Gunnar. ;)

Sleggjan og Hvellurinn, 11.4.2010 kl. 23:18

14 identicon

jams:)

sandkassi (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 02:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband