Leita í fréttum mbl.is

Ísland nafli Evrópu?

Gos-NASAÞað er ekki oft sem Ísland virðist vera nafli Evrópu, en það er svo sannarlega núna. Og ástæðan er að sjálfsögðu Eyjafjallajökull, sem gárungarnir sem hafa ensku sem sitt tungumál, eru farnir að kalla KEVIN, sökum erfiðleika við framburð!

T.a.m. var fréttatími bresku SKY-stöðvarinnar kl. 22 að breskum tíma, nær allur tekinn undir gosið, örvæntingarfulla Breta sem komast ekki heim o.s.frv.

Kostnaður, tap og annað sem tengist þessu er nú þegar orðinn það sem á slæmu máli er "skyhigh", nálgast kannski það sem við köllum, stjarnfræðilegur!

Það væri kannski óskandi að pólitísk áhrif Íslands í Evrópu væru eitthvað í líkingu við þetta, nú er virkilega hlustað á allt sem kemur frá Íslandi!

En það tjón og óþægindi sem fólk er að verða fyrir, er ekki skemmtilegt.

(Mynd-NASA)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sennilegast er að ekkert hefði gosið í Eyjafjallajökli yfirleitt ef við hefðum verið í ESB.

 Eins og þið segið svo oft: "Þetta hefði aldrei gerst ef við hefðum verið í ESB"

Það er nefnilega alveg viðbúið að ESB- Náttúruhamfara- Cómmísararáðið hefði fyrir löngu verið búnar að gefa út tilskipanir sem útilokuðu og bönnuðu svona eldgos !

En barnaleg óskhyggja ykkar um að Ísland fái eða fengi einhver áhrif eða pólitísk ráð í Stórríki ESB eru algerlega útí hött.  Við fengjum svona 0,2 til 0,7 % vægi í helstu valdastofnunum þessa valdaapparats.

Vaðrðandi þetta gos og þeim vandræðum sem það hefur valdið þá er ein helsta krafa ESB valdaelítunnar núna að Brussel valdið taki yfir allt flugstjórnarsvæði Evrópu og Íslands líka.

Þeir verði að geta stjórnað þessu eins og öðru sem einni heild og samhæft aðgerðir, eins og það heitir á þeirra óskeikula sérfræði máli. 

Þannig myndum við missa okkar yfirráð yfir einnu stærsta flugumferðarstjórnarsvæði Evrópu í gin Brussel valdsins. 

Flugumfrðarstjórnarsvæði sem færir þjóðinni marga milljarða árlega í gjaldeyristekjur og veitir hundruðum manna atvinnu og við höfum auk þess gert þetta allt með miklum sóma í áratugi.

Enn ein auðlyndin okkar yrði þar með flutt undir BRUSSEL ánauðina. 

Það er nánast lögmál að svona valdaklíkur eins og Brussel elítan ásælist og heimtar alltaf meira og meira af völdunum og ráðunum.

Þetta er enn ein ástæðan til þess að hafna ESB innlimun með öllu.

Gunnlaugur I., 21.4.2010 kl. 07:38

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Í því felst ESB aðild. Maður deilir völdum með löndum Evrópusambandsins.

Þó að þú kannt að deila fjöldi Íslendinga á þingi með fjölda útlendinga á Evrópuþingi og færð ú lága prósentu þá endurspeglar það ekki völd Íslendinga.

Á Ísland að ráða öllu þarna í ESB? Það er bara óraunhæft.

Þetta er stórt samband og það eru mörg mál sem okkur kemur ekkert við t.d timburframleiðslur til útlutnings... við erum bara með nokkur birkitré hérna á Íslandi.

Við veljum mál sem skipir okkur miklu máli og sérhæfum okkur í þeim t.d sjávarútveginn. Þar verður hlustað á okkur og höfum þar af leiðandi eitthvað að segja.

Þess má geta að U.K setti flugbann á öllum flugvöllum sínum og MR Brown baðst afsökunar á því að kyrrsetja svo marga flugvelli. Hann gerði þetta alveg áháð ESB.

En ertu að segja að það verður hætt að fljúga til Íslands ef við göngum í ESB? Það er svo fjarstæðukennt að óþarfi er að ræða það eitthvað frekar. 

Sleggjan og Hvellurinn, 21.4.2010 kl. 09:05

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ég sagði aldrei að það yrði hætt að fljúga til Íslands ef við gengjum í ESB.

Þess sést hvegi staður í commenti mínu hér að ofan.

Heldur aðeins að miklar líkur væru á því að við misstum þá auðlynd að fá að hafa eigin stjórn á flugumsjónarsvæði Íslands, sem er eitt það stærsta í Evrópu.

Því nú heimtar ESB apparatið að þetta verði allt saman sett undir þeirra miðstýringu og óskeikula sérfræðinga hatt !

Varðandi sjávarútvegsmálin þá var Bretum líka sagt það að þeir væru svo stórt og öflugt Ríki og með svo stóran og mikinn sjávarútveg að þeir myndu hafa gríðarlega mikið að segja um hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnuna innan ESB þegar þeir gengu þar inn.

Staðreindirnar eru hinns vegar allt aðrar segja forsvarsmenn sjómannasamtakanna og útvegsmanna samtakanna í Stóra Bretlandi.

Þeir segja að þeir hafi lítil sem enginn áhrif haft og ESB aðild og ruglið frá ESB hafi nánast gengið að þeirra eigin sjávarútvegi dauðum. 

Forsvarsmenn beggja þessara samtaka voru hér fyrir stuttu síðan og sögðu okkur að ef við vildum eyðileggja íslenskan sjávarútveg þá skyldum við ganga þarna inn.

En það eina rétta sem við gerðum væri að standa þarna fyrir utan.

Ef þetta eru ekki rök og það sem þeir hafa sagt í málinu þá veit ég eiginlega ekki hvað þarf til þess að augu ykkar ESB innlimunarsinna opnist fyri því að ESB apparatið passar okkur íslendingum alls EKKI !

Gunnlaugur I., 21.4.2010 kl. 10:16

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Við Evrópusinnar lítum á þetta mál með allt örðum augum heldur en NEI-sinnar.

Við skoðum staðreyndir ekki dylgjur. Við notum ekki hræðsluáróður...órökstuddann.

Allt sem er útlenskt er vont er það ekki??

Við Evrópusinnar hugsum aðeins út fyrir kassan... en NEI-sinnar eiga það til að vera dálítið þröngsýnir.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.4.2010 kl. 15:34

5 Smámynd: Gunnlaugur I.

Hvar er þessi víðsýni ykkar. Ég hef ekki komið auga á hana. 

Þessi ESB rétttrúnaður ykkar virkar miklu frekar eins og þröngur sértrúar söfnuður sem efast aldrei og víkur aldrei af vegi þröngsýninnar. 

Ef þið hugsið svona mikið út fyrir "kassann" eins og þið segið, afhverju hlustið þið þá ekki á staðreyndir og rök og varnaðarorð sem forsvarsmenn sjómanna og útvegsmanna segja í ESB landinu Stóra Bretlandi um hræðilega reynslu sína og sinnar atvinnugreinar innan þessa hryllilega óskapnaðar sem þessi hörmulega sjávarútvegsstefna ESB hefur áratugum saman búið þessari atvinnugrein og þeim sem við hana starfa.

Sóun og spilling og óskilvirkt og miðstýrt ofstjórnarbrjálæði hvert sem litið er innan þessa ESB apparats !

Gunnlaugur I., 21.4.2010 kl. 19:28

6 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Frábært Gunnlaugur! ESB mun taka yfir flugumferðarstjórnarsvæðið!! He,he!!! Þú gerir þér heldur ekki grein fyrir því hvernig málum er háttað innan ESB, að þar vinnur fólk saman i blokkum, t.d. á Evrópuþinginu. Þessvegna er allt þetta tal ykkar NEI-sinna um áhrifaleysi alveg út í hött. Hvað með t.d. fiskveiðimál, ætlarðu að staðhæfa að þar yrðu áhrif okkar í samræmmi við fólksfjölda?? Kommon!!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 21.4.2010 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband