25.4.2010 | 21:27
Er Ísland samfélag bænda og fiskimanna?
Það er óneitanlega athyglisvert að fylgjast með skrifum helsta hugmyndafræðings Nei-sinna á Íslandi, Styrmis Gunnarssonar, fyrrum Moggaritstjóra, í Mogganum á sunnudögum. Þar birtir hann sínar hugmyndir um lífið og tilveruna.
Í sínu nýjasta bréfi sínu fjalla Styrmir um skýrsluna (hvað annað?) og segir hana vera ákveðna hreinsun. Orðrétt segir: ,,Sú hugafarsbreyting, sem þessari hreinsun fylgir, mun leiða í ljós að besta leiðin fyrir þetta litla samfélag fiskimanna og bænda á norðurslóðum, er að hafa allt opið, engin leyndarmál, allt gagnsætt hvað almannahag varðar. Gott og vel, alveg hægt að vera sammála Styrmi hér varðandi ,,hið opna semfélag."
Síðar fer hann að ræða sitt uppáhald, beint lýðræði og segir: ,,Seinni hluta marsmánaðar var frá því skýrt í Bretlandi, að Gordon Brown hygðist leggja til að innan skamms tíma, nokkurra, missera, hefði hver einasti þegn Bretaríkis aðgang að sinni eigin heimasíðu. Þar gæti hinn sami þegn átt öll þau samskipti, sem hann þyrfti á að halda við yfirvöld. Með þessu segir Styrmir að panta mætti skólavist, tíma hjá lækni, vegabréf o.s.frv.
Um er að ræða draumsýn um (næstum) hið fullkomna upplýsingasamfélag, þar sem allir eru ,,online.
En það eru þessi skörpu skil í hugmyndaheimi Styrmis, sem vekja athygli ritara. Hinsvegar hið ,,gamla samfélag bænda og sjómanna og hið ,,nýja samfélag breiðbandstenginga, milliliðalausra samskipta og mikillar lýðræðislegrar virkni borgaranna. Hvernig fær Styrmir þessa mynd til að ganga upp?
Í fyrsta lagi eru ekki næstum því allir sem vilja eða hafa áhuga á því að nýta sér tölvutækni og ekki heldur hafa allir áhuga á að vera virkir þátttakendur í hinu lýðræðislega ferli. Sumum stendur hreinlega bara á sama! Sumir vilja kannski fara til læknisins og panta tíma, eða á skattstofuna að borga skattinn!
Þessi þversagnakennda sýn Styrmis er kannski nokkuð lýsandi fyrir afstöðu Nei-sinna, að róma hin gömlu gildi samfélags sem einu sinni var ríkjandi samfélagsform, en er það ekki lengur, en á sama tíma að búa í hátæknisamfélagi sem vill vera slíkt samfélag og ber sig að öllu jöfnu saman við önnur slík samfélög.
Og svona rétt í lokin: Á Íslandi starfa um 5000 sjómenn og ríflega 3000 bændur, af um 166.000 vinnufærum einstaklingum.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Menn verða að borða ekki satt?
Menn nærast ekki á alheimsvæðingunni og stöku rafmagnskappli...
Halldóra Hjaltadóttir, 25.4.2010 kl. 21:44
nei það má ekki gleyma fólkinu í ykkar samtökum, sófafólkinu úr 101 Reykjavík sem að aldrei hafa komið upp fyrir Elliðaárnar.
En eru þið með þessu að segja að hagsmunir útgerðar, sjómanna, landverkafólks og bænda muni skaðast en af því að það eigi að taka hagsmuni ykkar fram yfir hagsmuni útgerðar og bænda? Það væri þá mikið gleðiefni því að hingað til hefur því verið haldið á lofti af ESB sinnum, þvert á staðreyndir, að þessir tveir hópar muni eflast og dafna innan ESB.
Jóhann Pétur Pétursson, 25.4.2010 kl. 22:08
Hér er hvorki verið að tala niður til bænda eða sjómanna, enda hvort tveggja mikilvægar stéttir, heldur aðeins verið að sýna fram á ákveðna þversögn í skrifum Styrmis. Einnig er verið að benda á að íslenskt samfélag hefur breyst gríðarlega. Fá samfélög í Evrópu hafa farið í gegnum jafn hraðar breytingar á jafn stuttum tíma og Ísland. Fyrir um 60-70 árum síðan var varla til steinsteypt eða malbikuð gata hér á landi!
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 25.4.2010 kl. 22:18
Margir sjómenn eins og ég styðjum aðild að ESB.
Sama hver á skipin, það mun alltaf þurfa einhverja vitleysinga eins og okkur til að ná í hann;)
Það eru frábær fiskimið innan ESB, þá fáum við kanski að veiða þorsk við Grænland eins og dótturfyrirtæki Samherja í Þýskalandi. Það væri nú frábært að geta fyllt skipið af þorski af og til.
Að tala um samfélag bænda og sjómanna er hann að reyna að slá á þjóðernistilfinningar þjóðarinna en kannski einnig að segja að við ættum aðeins að fara okkur hægar í þessari víðáttubrjálæði okkar Íslendinga á síðustu áratugum.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 01:20
Komið þið sæl; hér á síðu !
Stefán Júlíusson !
Myndarskapur er þetta mikill; hjá þér, að afhjúpa óeðli - sem yfirgang og frekju ESB skrifræðis Nazismans, gagnvart öðrum þjóðum.
Ég sé; á skrifum þínum, að ekki hallar á - digurbarki Evrópsku nýlenduherranna, á seinni öldum, í ofríki og þjófnuðum, á auðlegð fjarlægra þjóða, sem og viðhorfi þínu, til einna, okkar beztu nágranna, sem Grænlendingar eru, og hafa verið, um langan aldur.
Þú ættir; að skammast þín, fyrir þessa síðustu athugasemd þína, krata dreng stauli !
Með; afar nöprum kveðjum, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 02:32
Óskar: Flott athugasemd hjá þér.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 06:29
Óskar: Hér eiga að birtast málefnaleg innlegg, þetta er ekki vettvangur til þess að tala niður til fólks. Stefán birtir málefnaleg innlegg, sem eru honum tíl sóma.Þetta er aðvörun, Óskar!
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 26.4.2010 kl. 07:43
Maður heyrir það í umræðunni hérna að fólk er með ákveðna staðalýmind fyrir fólk sem stiður ESB.
Latte-lepjandi, 101 kratalið.
En það er ekki rétt. Þeir sem stiðja ESB koma úr öllum flokkum og alstaðar af úr landinu.
Sleggjan og Hvellurinn, 26.4.2010 kl. 08:27
En já það er ákveðin þversögn í skrifum Styrmirs. Nema hann sé að tala um að internevæða togarana og sveitabýlin með áhraðatengingu.
En þetta er óraunhæf sýn. Við Íslendingar getum aldrei treyst á þessa atvinnuvegi engöngu. Nema við viljum búa við fátækt.
Sleggjan og Hvellurinn, 26.4.2010 kl. 08:34
Sleggjan & Þruman.
Þetta er nú því miður ekki rismikil umræða hér þessa stundina.
En þetta með staðal ímyndir sem þú kvartar undan að settar séu á ykkur ESB innlimunarsinna eins og "latte- lepjandi 101 kratalið" þá er það nú ekki neitt miðað við hvað við ESB andstæðingar höfum mátt fá yfir okkur. Svosem eins og við værum: "einangrunarsinnar" þjóðernisöfgamenn" "Bjartar í sumarhúsum" "Málaliðar LÍÚ klíkunnar" Einnig að við værum yfirleitt illa menntaðir og illa greindir líka. Einn harðasti ESB trúboðinn Jón Frímann jafnaði okkur öllum við "fasista" í einu af sínum fjölmörgu reiðiköstum yfir fylgisleysi sínu og málstaðarins.
Það er eflaust rétt hjá þér að það er einhver stuðningur við ESB aðild í öllum stjórnmálaflokkum og alls staðar af landinu og úr flestum stéttum og þjóðfélagshópum.
En það er hinns vegar staðreynd að þessi stuðningur hefur farið mjög minnkandi og það er aukið og mikið meirihlutafylgi gegn ESB aðild í öllum stjórnmálaflokkum nema Samfylkingunni, þó þar sé líka vel merkjanleg og vaxandi andstaða.
Einnig er meirihluti gegn aðild meðal þeirra sem engan stjórnmálaflokk styðja, sem er talsvert stór hópur.
Meirihlutafylgi gegn aðild er bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni.
Einnig er mjög athyglisvert að meirhluti gegn ESB aðild er líka meðal atvinnurekenda og ég held allra skilgreindra þjóðfélagshópa, nema þá kanski þessara svokölluðu menntuðu "Evrópusérfræðinga og sérlegra styrkþega ESB"
Þannig að það er kanski enginn furða að andstaðan gegn ESB aðild sé nú svo öflug og stek að hún mælist nú þannig að u.þ.b. 70% eru andvígir ESB aðild.
Það þýðir svo ekkert er um að villast að það er yfirgnæfandi andstaða við ESB aðild !
Þetta er gjörtapað spil hjá ykkur og þið getið alveg eins breytt þessari síðu ykkar í mataruppskriftar síðu eða spjalli um veðrið.
Gunnlaugur I., 26.4.2010 kl. 10:06
30% sem eru með aðild eru um 100þúsund sem er ágætis fjöldi. Það er enginn ástæða fyrir að breyta þessari síðu í mataruppskriftarsíðu. Enda sýnist mér að NEI-sinnar séu duglegri að fara á þessa síðu heldur en ESB sinnar.
En það er rétt hjá þér. Mikill meirihluti eru á móti ESB. Bakvið það eru margar ástæður. Icesave, útlendingar eru vondir við okkur, AGS og fleira sem tengist ESB ekki neitt.
En þjóðin mun á endanum kjósa um þennan samning. Og við sjáum hvað setur.
Sleggjan og Hvellurinn, 26.4.2010 kl. 11:18
Komið þið sæl; á ný !
Evrópusamtökin, www.evropa.is,
Það er nú orðið hart á dalnum; í ykkar ranni, megi ekki svara nýlendu hyggju, ykkar skoðana systkina, eins og Stefáns - ykkur; að segja.
Ykkur er velkomið; að aðvara mig, sem aðra, þegar ég tek upp hanskann, fyrir Grænlendinga, sem og aðrar þjóðir, sem við útlent vald búa.
Það sýnir aðeins; einurð mína, til stuðnings þeirra, sem við útlent helzi búa - aftur á móti, á hversu veikum grunni, þið byggið þjónkun ykkar, við hið Stór- Þýzka ofurvald, á Brussel völlum, gott fólk.
Hins vegar; getum við glaðst yfir, að ESB mun upp rakna, innan ekki svo langs tíma, með þeim formerkjum, sem til þess var stofnað, hvar; Þjóðverjar og Frakkar, hugðust merja álfuna, smátt og smátt, undir sitt skrifræðis ofurvald, þar sem smærri ríkin skyldu láta undan síga, gagnvart þeim stærri.
Bezt verður; takist Asíu, að innlima þennan vandræða skaga sinn, inn í sína stóru álfu, og þar með sljákki, í hinni Evrósku útþenzlu, um veröld víða.
Ísland tilheyrir Norður- Ameríku, að 35 - 40%, jarðfræðilega, og þar með einhlítt, að landið falli ekkert sjálfkrafa undir Evrópskt regluverk, og stendur það nú upp á íslenzk stjórnvöld (þegar þau verða að veruleika; mögulega, eftir núverandi stjórnleysi, í landi okkar), að segja upp EES og Schengen fyrir brigðunum, sem valdið hafa hér skarkala ýmsum, sem kunnugt er.
Persónulega; hefi ég ekkert á móti Stefáni Júlíussyni - en,..... hvar hann talar, með sjálf hælnum digurbarka, í garð okkar góðu granna í vestri, fannst mér ekki annapð viðunandi, en að svara pilti.
Varla; telst það Goðgá slík, að upp hefjist raddir ritskoðunarinnar, í ykkar ranni, eða hvað ?
Með; fremur þurrum kveðjum, en kveðjum þó /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 12:24
Já já, var þetta ekki maðurinn sem kom fram með "Umsáturskenninguna" varðandi ísl. hrunið ?
Minnir það.
Skýrsla RNA tekur ekki undir þá kenningu - og reyndar jarðar hana.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.4.2010 kl. 12:27
Óskar Helgi: Það er enginn (les: Stefán) að gera lítið úr Grænlendingum, Stefán er væntanlega að meina að hér hafi þorskafli dregist mikið saman, enda staðreynd.
En allt sem biðjum um er kurteisi, ekki dónaskap eða ljótt orðfæri, sbr. þitt fyrsta innleg hér.
Annað: Það er samdóma álit manna að þau störf sem þurfi að verða til í framtíðinni, verði að langstærstum hluta til í öðrum atvinnugreinum en landbúnaði og sjávarútvegi. Það er bara enn ein staðreyndin í sambandi við þetta.
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 26.4.2010 kl. 13:15
Nýsköpunarfyrirtæki og sprotafyrirtæki munu stuðla að hagvexti í framtíðinni. Það eru þessi fyrirtæki sem við þurufm að hlúa að vegna þess að velsæld Íslands byggist á þessum fyrirtækjum.
Og þess má geta að forstjóri Össur og forstjóri CCP eru eindreignir ESB-sinnar. Tvö framsæknustu og bestu fyrirtæki á Íslandi.
Sleggjan og Hvellurinn, 26.4.2010 kl. 13:41
Svona er hægt að eyðileggja umræðu um ESB.
Það er hægt að vera með upphrópanir en þær leggja lítið til málanna.
Eins er hægt að vera með upphrópanir við þá sem eru á móti ESB og segja að þeir séu haldnir fordómum og xenophobiu gagnvart vinum okkar í austri. En svo lágt leggst ég ekki þó svo að ég taki það sem dæmi.
Það er þá að minna Óskar á deilur vina okkar Grænlendinga og Kanadamanna vegna rækjuveiða þeirra fyrrnefndu. Hvað hefur hann um það að segja? Hverjir eru fullir útlendingafyrirlitningar þar? Kanadmenn eða Grænlendingar?
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 14:06
Komið þið sæl; að nýju !
Evrópusamtök !
Það er vel; hafi Stefán ekki verið að ganga erinda ESB nýlendu herranna, gagnvart Grænlendingum, og ég hafi mistúlkað orð hans, að nokkru.
Bið ég þá; Stefán - vel að virða, mína yfirsjón, þar um.
Allir; eiga jú, leiðréttingar orða sinna, einnig Stefán.
Svo vel, þekki ég til, í sjávarútvegi (birgðavörður freðfiskjar, í Hraðfrystihúsi Stokkseyrar, 1983 - 1991) - sem og landbúnaði okkar, að enn eru óplægðir akrar, allvíða, í þeim greinum - og þið vitið nú um nýjungar þær, sem Þorvaldseyrar feðgar (frændur mínir), hafa staðið fyrir, með Repjuræktinni, auk margs annars, svo og Eymundur Magnússon, austur á Héraði, ekki síður, svo fáir séu taldir.
Í sjávarútvegi; bíður okkar fullvinnzla afurðanna, (sem mestan part, hefir fram farið, Vestanhafs og í Evrópu), sem kunnugt er, til þessa - fyrir nú utan; mjólkur- og kjötafurðir ýmsar, sem í gættinni bíða, sé vel að málum staðið.
Stefán !
Ég treysti þeim nágrönnum okkar; Kanadamönnum og Grænlend ingum fyllilega, til þess að útkljá rækjuveiða deilur sínar. Þeir þurfa hvorki; á Evrópskri hjálp - Asískri, né annars staðar frá, að halda, þegar þeir setjast niður, og ljúka sínum viðfangsefnum, í anda Inúíta fræða - Indíána, né með fransk - enskri innflytjenda (Kanada) hógværð, vestur þar, ágæti drengur.
Með; mun mildari kveðjum, að þessu sinni, frá þjóðfrelsis sinna, af hinum gamla skóla /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 14:31
Gef nú lítið fyrir það þó svo að forstjórar þessara tveggja annars ágætu sprota fyrirtækja séu ESB innlimunarsinnar enda báðir virkir flokksfélagar í Samfylkingunni.
Ég veit líka um marga forstjóra sprota fyrirtækja og framsækinna fyrirtækja í erlendum viðskiptum sem eru algerlega andvígir ESB aðild og telja að hún yrði okkur til tjóns. Nefni ég sem dæmi Egil Jóhannsson forstjóra Brimborgar. Einnig bendi ég á nýjustu skoðanakannanir sem sýna að meðal íslenskra atvinnurekenda er meiri hluta andstaða við ESB aðild.
Einnig bendi ég á það það að nýsköpun og frumkvæðni og vöxtur sprota fyrirtækja er óvíða meiri en á Íslandi þrátt fyrir að við séum ekki í ESB og samkeppnishæfni og er að mörgu leiti betri á Íslandi en víðast hvar í ESB ríkjunum. Einnig eru skattar almenn lægri á Íslandi og vinnumarkaður mun sveigjanlegri.
Það væri akkúrat ekkert fengið með ESB aðild hvað þetta varðar.
Þvert á móti gæti ESB aðild frekar þrengt að nýsköpun og frumkvæðni atvinnulífsins sem aftur leiddi til aukinns atvinnuleysis eins og búið er að vera viðvarandi vandamál í lang flestum ESB ríkjanna um langt árabil.
Gunnlaugur I., 26.4.2010 kl. 14:43
Það er eitt mikilvægt atriði sem menn og konu feila alltaf á í þessari ESB þetta og ESB hitt umræðu.
Mikilvægt atriði.
Við erum þegar að stórum hluta í ESB !
Það má alveg segja að við séum um 70% í ESB - en þerri aðild fylgir sá alvarlegi galli að ísland er áhrifalaust og kemur ekki sýnum sjónarmiðum á framfæri og pólitískt afskiptir.
Að gerast fullgildur aðili er faktískt eðlilegasta skref í heimi og getur ekki öðruvísi orðið. Bara spurning um tíma.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.4.2010 kl. 14:53
Þetta sem Ómar Bjarki segir er ekki rétt. Samkvæmt niðurstöðum sem gerðar hafa verið erum við að taka upp innan við 10% af regluverkinu með aðildinni að EES.
En við getum líka haft um það að segja í sérstöku samráðsferli.
Ég og margir fleiri teljum samt EES samninginn meingallaðan og að ýmsu leyti stórskaðlegan.
Eins og sýnt hefur sig með fjórfrelsið og ofþennslu bankanna og handónýts regluverks ESB þar að lútandi. Einnig Schengen ruglið sem við höfum ekkert með að gera og kostar okkur offjár og er okkur til stórtjóns.
EES samningurinn var stórlega ofmetinn því fyrir hann höfðum við ágæta samninga við ESB ríkin sem gerðir voru í lok síðustu þorskastríðanna og kallaðist "bókun 6" og færði okkur nánast tollfrelsi á flestum okkar verðmætustu útflutningsvörum til landa innan ESB, þetta var allt tvítalið þegar kostirnir við EES voru tíundaðir, en gleymdist að draga frá það sem við höfðum.
En ég tel að samhliða ótvíræðrar höfnunar þjóðarinnar á ESB innlimun, þá eigum við í samstarfi við Norðmenn að fara fram á gagngera endurskoðun á EES samningnum þar sem hagsmunum okkar yrði mun betur fyrir komið ellegar að segja þessum samningi sameiginlega upp.
Þeir munu verða að semja við okkur útaf sínum eigin hagsmunum varðandi fisk og ál og orkumál, alveg eins og þeir urðu að semja við smáríkið Sviss sem hefur alltaf kosið að standa utan við ESB þeim til mikilla heilla, en eru þar með tvíhliða samninga sem gerir stöðu þeirra mjög sterka og þeir halda að fullu sjálfstæði sínu og eru langtum framar ESB í flestu s.s. í almennri velmegun og opnu og sívirku lýðræði.
Gunnlaugur I., 26.4.2010 kl. 15:27
Nei nei, þetta er bara rétt.
Fólk þarf einfaldlega að kynna sér EES samninginn.
Það hefur einfaldlega gleymst að kynna ísl. EES samninginn eða eins og svo oft á íslandi að fólk sumt fæst ekki til að líta á staðreyndir en gleypir við einhverju bulli sem hent er í það af EU fóbum.
Það þarf ekkert annað en að líta til, til hvað þátta EES samningurinn tekur og hvað er skilið útundann. Það er sáralítið sem vantar uppá fulla aðild tæknilega ! En þessari aukaaðild (má kalla) fylgir áðurnefndur galli að ísland er áhrifalaust og pólitíst útá þekju og aldrei inní neinu sem er að ske.
Varðandi einhverja bókun og tvíhliða samninga - þá lögðust tvíhliðasamningar af uppúr miðri 20.öld á V-löndum.
Why ? Einfldlega vegna þess að ríki gerðu sér grein fyrir því að hagsmunum þeirra væri miklu betur borgið í fjölhliða eða fjölþjóðlegu samstarfi - alveg sér í lagi minni ríkjum !
Hættið svo að bulla Neijarar.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.4.2010 kl. 15:46
Þetta er ekki rétt hjá þér Ómar Bjarki ! Það var sérstök þverpólitísk Evrópunefnd, þar síðustu Ríkisstjórnar sem skilaði af sér á árinu 2006 sem gerði þessa athugun. Það gleymist alveg að ESB hefur sem betur fer ekkert með tilskipanir að gera í sjávarútvegi og landbúnaði, löggæslumálum, heilbrigðismálum og ýmsu fleiru.
Þannig að þetta er innan við 10%.
Það er skjalfest og sannað.
Ég get alveg eins bent þér á að hætta að bulla í ESB áróðri þínum.
Síðan þarf líka að taka þennan EES samning til rækilegrar endurskoðunar þegar þjóðin verður búinn að kolfella ESB aðild !
Ef ekki næst miklu betri og sanngjarnari samningur á þjóðin að segja þessum EES bastarði upp !
Þá þurfum við ekkert að vera að deila um hver þessi rétta prósenta í ESB tilskipana ruglinu er !
Gunnlaugur I., 26.4.2010 kl. 16:21
Kom þú með heimild fyrir þessum 10%
Ertu viss um að þú meinir ekki 6.5% ?
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.4.2010 kl. 16:49
Gunnlaugur ertu að segja að Brimborg sé sprotafyrirtæki?
Össur og CCP eru fyrirtæki sem skapa Íslandi milljarða í gjaldeyristekjur á hverjum mánuði. Og þú nefnir Brimborg sem er innflutningsfyrirtæki sem er að eyða gjaldeyristekjum.
Össur HF og CCP eða Brimborg.
Valið er auðvelt. Össur og CCP er þjóðhagslegra mikilvægara heldur en Brimborg.
ESB eða EES/Scengen.
Valið er auðvelt. ESB.
Sleggjan og Hvellurinn, 26.4.2010 kl. 18:14
Sleggjan & Þruman.
Víst er Brimborg stór fyrirtæki á íslenskan mælikvarða sem skiptir verulegu máli fyrir íslenskt þjóðfélag, þeir eru í alþjóðaviðskiptum og líka komnir í ferðamannaþjónustu með bílaleigu og þjónustu við ferðamenn og eru þar með að afla gjaldeyris fyrir þjóðina í stórum stíl.
Egill forstjóri Brimborgar fer heldur ekki troðnar slóðir hann leiðir líka baráttu fyrir opnara og betra þjóðfélagi með róttækum lýðræðisumbótum án ESB helsis.
En ég gæti svo sem líka nefnt Frosta Sigurjónsson forstjóra framsækna sprota fyrirtækisins Dohop ehf sem þróar hugbúnaðarkerfi til útflutnings s.s. eins og flugleitarvélina Dohop.com sem þeir hafa markaðssett og selt um víða veröld. Frosti er viðskiptafræðingur að mennt og með MBA próf frá London Business School og er jafnframt einn af stjórnarmönnum Heimssýnar og hefur skrifað fjölda greina gegn ESB aðild Íslands og fyrir áframhaldandi fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar án ESB helsis.
Einnig gæti ég nefnt farsælan forstjóra eins og Guðmund Kristjánsson útgerðarmann og forstjóra Brims hf sem er algerlega andvígur ESB aðild og á og stýrir einu stærsta og glæsilegasta sjávarútvegsfuyritækis landsins sem beitt hefur sér fyrir stöðugri nýsköpun í útgerð og fiskvinnslu í áraraðir og flytur út meiri verðmæti og aflar meiri útflutningstekna heldur en bæði þessi sprotafyrirtæki sem þú nefnir.
Vegna nýsköpunar og stöðugrar framþróunar þá má hiklaust telja fyrirtæki Guðmundar Kristjánssonar til framsækinna sprotafyrirtækja sem eru ein af megin undirstöðum íslensks atvinnulífs.
Þannig að þið skuluð ekki bara telja ykkar fáu ESB bjöllusauði og gleyma svo að skoða málin og sjá alla hjörðina sem að stórum meirihluta er öll gegn ESB innlimun og þar með útskúfun sjálfstæðis þjóðarinnar !
Gunnlaugur I., 26.4.2010 kl. 19:08
Gunnlaugur ég bara varð að kommenta á þetta hjá þér. Þú nefndir Brimborg af öllum fyrirtækjum. Ég sé samt ekki hvernig Brimborg skiptir okkur Íslendingum einhverju máli. Þó að Brimborg pakkar saman og fer heim þá getur hver sem er flutt inn bíla. Ég á innflutningsfyrirtæki og ég skal með ánægju taka þetta að mér.
Eina sem ég hef heyrt af Brimborg nýlega er að þeir eru að reyna að skila lóð til Reykjavíkurborgar og er að fara mál við borgina uppá einhverja milljarða..... þeir eru lítið að hugsa um það að borgarbúar þurfa að borga brúsann ef Brimborg vinnur málið.
Þú nefnir Brim. Það kemur mér ekkert á óvart að útgerðarmenn séu á móti ESB. Ég veit ekki hvort Brim aflar meiri útflutningstekjur fyrir okkur heldur en Össur og CCP. Það þarf kannski að skoða það... en það skiptir ekki öllu.
Það þarf ekki mikla færni í að græða á því fá auðlind Íslendinga uppí hendurnar. Þó að Brim mundi hverfa þá væri nóg af öðrum fyrirtækjum sem væri ekkert á móti því að nýta auðlind Íslendinga gjaldlaust.
En við skilum halda því til haga að CCP fékk útflutningsverðlaunin 2010 fyrir það að afla útflutningstekjur fyrir okkur Íslendinga.
Sleggjan og Hvellurinn, 26.4.2010 kl. 21:24
Til að svara Ómari Bjarka frá í gær þar sem hann bað um heimildir fyrir því að við værum aðeins að taka við tilskipana og lagagerðum frá ESB í gegnum EES samninginn sem næmi um eða innan við 10% eins og ég hélt fram.
En ekki 70% eins og hann fullyrti, alveg útí bláinn og án þess að geta neinna heimilda, en heimtaði svo heimildir af mér.
Það vill svo til að ég ven mig ekki á að gaspra svona útí loftið án þess að vita nokkuð hvað ég er að segja og ég er nú hér með mjög góðar, fullgildar og algerlega óhrekjanlegar heimildir fyrir því sem ég sagði, sem hrekur þetta áróðurs bull þitt algerlega Ómar Bjarki.
Þessar heimildir eru úr sérstakri skýrslu þverpólitískrar Evrópunefndar sem lögð var fyrir löggjafarþing þjóðarinnar 2006-2007. Skýrslan heitir:
"Tengsl Íslands og Evrópusambandsins, skýrsla Evrópunefndar um samstarfið varðandi hugsanlega aðild að ESB"
http://www.althingi.is/altext/133/s/pdf/1222.pdf
Við erum að tala um blaðsíðu 58 í þessari skýrslu.
Tekið skal fram að þessi skýrsla var unninn af alþingismönnum úr öllum flokkum sem skrifuðu sameiginlega undir skýrsluna, en auk þess höfðu þeir aðgang að heilum her sérfræðinga við upplýsingaöflun, enda tók skýrslan næstum 2 ár í vinnslu.
Þar segir að af heildarfjölda lagagerða ESB sem tekin hafi verið uppá Íslandi á árabilinu 1994 til 2004 þá sé þetta hlutfall aðeins um 6,5%.
Hinns vegar ber til þess að líta að nær engar þjóðir taka upp allar lagagerðir frá ESB, s.s. þyrftum við ekki að taka upp lagagerðir um járnbrautir og Austurríki ekki um lagagerðir um sjávarútvegsmál og svo framvegis. Þannig að ef tekið er tillit til þessa þá má vel rökstyðja það að þetta hlutfall fari uppundir 10% markið eins og ég fullyrti hér.
Þannig að þessi algerlega órökstudda áróðursþvæla þín er hér með algerlega skotin í kaf.
Enn eitt hörmulegt dæmið um að það stendur ekki steinn yfir steini í málatilbúnaði ykkar ESB- innlimunarsinna.
Gunnlaugur I., 27.4.2010 kl. 11:44
Já já, grunaði ekki gvend. Dabbadabbídú.
Það er reyndar sagt beinlís í skýrlunni að 6.5% framsetning átrúnaðargoðs þíns sé þvæla - enda augljóst öllum sem hugsa 1% eða meira:
"Umræða um tölfræði varðandi framkvæmd EES-samningsins skilar hins vegar litlu að mati sérfræðinga utanríkisráðuneytis og tölfræðin segir okkur ekkert um það hvernig ramkvæmd EES-samningsins gangi eða um áhrif löggjafar ESB hérlendis."
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.4.2010 kl. 14:56
það er líka marg búið a stafa ofaní ykkur neiara aðalatrið máls þessu viðvíkjandi. Óskaplega gengur ykkur ylla að læra. Ekki hefði eg viljað kenna ykkur í skóla.
Þetta er ma. tekið fyrir hér:
"Eiríkur Bergmann Einarsson, forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst, hefur rannsakað þetta manna mest og hefur bent á að Ísland taki upp um 80% af því sem Svíþjóð taki upp. Sú tala segi mun meira en þær tölur sem menn eru að deila um hér á landi."
http://evropa.blog.is/blog/evropa/entry/488269/
Þessi 10% stagl hjá þér eru síðan um annað (bara nenni ekki að skýra það út fyrir þér núna)
Við erum 70-80% í ESB tæknilega séð. Óumdeilt.
Enda sér hver heilvita maður það í hendi sér, bara kommin sens, ef hann skoðar EES samninginn. Það eru aðeins örfá atriði sem standa útaf.
Þetta hjá dabba og sigga litla er dæmigert fyrir umræðu ykkar sjalla hérna á undanförnum árum sem leiddi til rústalagningar á landinu. Einhver þvælu og bull umræða.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.4.2010 kl. 15:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.