Leita í fréttum mbl.is

Um talnaleikfimi og reglugerđir ESB

Nokkrar deilur hafa blossađ upp um hve mikiđ af regluverki Evrópusambandsins viđ Íslendingar tökum upp í gegnum EES samninginn. Menn flagga tölum frá 6,5% upp í 80% eftir ţví hvađ viđkomandi vill sanna hve samtvinnađ Ísland er reglugerđarsetningu Evrópusambandsins. Stađreyndin er hins vegar sú ađ ekkert ESB land tekur upp allt regluverk Evrópusambandsins ţannig ađ svona talnaleikfimi segir ekki nema hluta sannleikans. Eiríkur Bergmann Einarsson, forstöđumađur Evrópufrćđaseturs Háskólans á Bifröst, hefur rannsakađ ţetta manna mest og hefur bent á ađ Ísland taki upp um 80% af ţví sem Svíţjóđ taki upp. Sú tala segi mun meira en ţćr tölur sem menn eru ađ deila um hér á landi.

Ísland tekur reyndar upp nánast allt reglugerđaverk Evrópusambandsins varđandi innri markađinn og ţar međ flest ţau lög sem tengjast verslun og viđskipum ţar međ taliđ samkeppnislöggjöf, neytendavernd og ţjónustutilskipun ESB. Löggjöf Evrópusambandsins hefur ţví áhrif á nánast hvern einasta einstakling á Íslandi á hverjum degi. Ţađ má ţví örugglega fćra rök fyrir ţví ađ viđ höfum tekiđ upp á milli 70-80% af ESB reglum sem snerta málefni hins innri markađar.

Viđ tökum hins vegar ekki upp einstakar reglugerđir sem tengjast tímabundnum ađgerđum eins og niđurgreiđslu á mjólkurafurđum í Miđ-Evrópu, svćđisbundnum ađgerđum í landnýtingu á Írlandi eđa skyndilokunum á veiđsvćđum í Eystrasalti. Evrópusambandiđ setur lög međ reglugerđum, tilskipunum og ákvörđunum. Tilskipanir (directives) eru rammlöggjöf og yfirleitt viđamestar en reglugerđir (regulations) og ákvarđanir (decisions) eru margfalt fleiri en hafa yfirleitt tímabundna og/eđa takmarkađa lögsögu.

Sigurđur Kári Kristjánsson alţingismađur fór mikinn á síđum Morgunblađsins fyrir skömmu og vísađi ţar í svar sem Davíđ Oddsson ţáverandi utanríkisráđherra hafđi gefiđ viđ fyrirspurn hans um hve viđ tćkjum upp af lögum ESB. Í svarinu kom fram ađ frá ţví EES-samningurinn gekk í gildi áriđ 1994 og fram til ársins 2004 hafi ESB samţykkt 1.047 tilskipanir, 27.320 reglugerđir og 10.569 ákvarđanir. Ísland hafđi á ţessum tíma tekiđ upp 2.527 gerđir frá ESB ţar á međal stóra lagabálka varđandi samkeppnismál, um óréttmáta viđskiptahćtti, neytendamál, umhverfsvernd og fleira. Međ ţví ađ blanda saman öllum ţessum gerđum fékk utanríkisráđherrann út ađ Ísland taki 6.5% af reglugerđaverki ESB í innlend lög.

Flestir hugsandi menn sjá ađ sú framsetning gefur alls ekki rétta mynd af mikilvćgi ţeirrar lagasetninga sem Ísland hefur tekiđ upp. Fyrst skal nefna ađ ótćkt er ađ leggja tilskipanir, reglugerđir og ákvarđanir Evrópusambandsins ađ jöfnu enda greinir ESB ávalt vel ţar á milli. Í öđru lagi er mikilvćgi ţessara lagagerđa mjög misjafnt og ekki hćgt ađ leggja ţćr allar ađ jöfnu. Í ţriđja lagi er síđan ljóst ađ ekkert land tekur upp allar ţessar reglugerđir og ţví er ţessar tölur ekki samanburđarhćfar.

Fyrir ţá sem vilja kynna sér ţessi mál er gott ađ lesa grein Eiríks Bergmanns Einarsson ,,Á kafi í Evrópusamrunanum” á slóđinni http://www.bifrost.is/default.asp?sid_id=22905&tId=1 en ţar fjallar hann um hve vandmeđfariđ er međ svona tölfrćđiupplýsingar. Eftir ţví sem ég best veit hefur engin dregiđ í efa ţćr rannsóknir sem Eiríkur birtir ţar.

Andrés Pétursson er formađur Evrópusamtakanna


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţannig ađ sjávarútvegsstefnan, landbúnađarstefnan og tollastefnan hafa bara 20% vćgi í reglugerđaverki ESB?

Má ekki vera ađ ţetta segi okkur fyrst og fremst hversu merkingarlaust ţađ er ađ stunda prósentureikning međ lagabálka?

Hans Haraldsson (IP-tala skráđ) 28.3.2008 kl. 22:45

2 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Jú, mér finnst ţessi prósentuumrćđa alltaf pínu ţreytandi. Ţegar ţađ er svona hrikalega langt milli ţeirra sem eru međ ađild og segja ađ allt ađ Ísland hafi ţegar tekiđ upp allt ađ 90% ađ regluverki sambandins, og séu í raun efnislega meira í Evrópusambandinu en Bretland sem stendur utan EMU og Schengen - en svo koma ţeir sem eru á móti og segja ađ Ísland hafi bara tekiđ upp rétt 6% af reglugerđum sambandins međ jafn hćpnum forsendum og lýst er í ţessari grein.

.

Manni líđur stundum eins og sumir sem eru á móti ađild vilji helst bara rugla umrćđuna eins mikiđ og hćgt er til ađ ţurfa ekki ađ rćđa málin eins og ţau eru; viđ erum mestmegnis í ESB, og ţađ er komin tími til ađ semja um fulla ađild til ađ viđ getum rćtt málin út frá okkar ađildarsamningum.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 29.3.2008 kl. 19:07

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband