Leita í fréttum mbl.is

Ásmundur Einar: Vill ekki breyta neinu - ekki rétti tíminn

Jón BjarnasonStrax og ríkisstjórnin hittist til þess að ræða efnahagsaðgerðir fer málið líka að snúast um ESB.

Allir vita að Jón Bjarnason (mynd) landbúnaðar og sjávaútvegsráðherra er á móti ESB. Forsvarsmenn þessara greina og margir innan þeirra eru það líka.

Nú þegar rætt er um að stokka upp ráðuneytin er sagt að það eigi að fórna Jóni Bjarna (sem annars, lét frá sér stórkostlega ,,perlu“ í sjónvarpsfréttum í kvöld).

En nú, segja andstæðingar ESB, má ekki stokka upp ráðuneytin, m.a. vegna þess að nú sé Ísland komið í aðildarferli að ESB!! Svo segir allavegana þingmaðurinn, VG-liðsmaðurinn og Heimssýnarformaðurinn, Ásmundur Einar Daðason. Í frétt RÚV stendur:

,, Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, telur ekki tímabært að fara í þessa sameiningu núna. Margir telji að það veiki stöðu þessara atvinnugreina og setji stjórnsýsluna í þessum málaflokkum í algjört uppnám. Það megi ekki gerast á meðan aðildarferlið standi yfir. Ekki megi veikja stöðu þessara atvinnugreina sem allir viti að þurfi að fórna mestu ef Ísland gangi í Evrópusambandið. Auk þess velti hann því fyrir sér hvort til standi að kasta út eina ráðherranum sem greiddi atkvæði gegn umsókn um ESB aðild.“

Hvernig veit Ásmundur að þessar atvinnugreinar þurfi að fórna mestu, eða þurfi að fórna einhverju yfir höfðuð? Með ,,finnsku leiðinni“ og ,,norðursvæðaákvæðum“ mættu íslensk yfirvöld halda óreyttum stuðningi við íslenskan landbúnað.

Alls ekki er víst að miklar breytingar yrðu í sjávarútvegsmálum, tillögur um heildarkvóta kæmu frá íslenskum vísindamönnum og yrðu afgreiddar í Brussel samkvæmt því. Landhelgin myndi ekki fyllast af togurum annarra þjóða.

Það er þessvegna ekkert víst að um einhverjar svakalegar fórnir yrði að ræða. Slíkt er bara hræðsluáróður og hluti af þeirri orðræðu að hér ,,leggist landbúnaður af við aðild" og svo framvegis. Það hefur hvergi gerst!

Enginn á Íslandi veit í raun hverjar afleiðingar aðildar verða, fyrr en aðildarsamningur og ákvæði hans liggja fyrir. Þá fyrst er hægt að gera sér einhverja mynd af því. Þessvegna er mikilvægt að viðræður hefjist sem fyrst á milli Íslands og ESB.

En mál þetta þetta hefur orðið nokkrum bloggurum að umtalsefni og er ágæt færsla um þetta hjá Gísla Baldvinssyni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Við ætlum ekki að ganga í þetta Evrópuyfirráðabandalag.

Reiðið ykkur á það!

Jón Valur Jensson, 10.5.2010 kl. 00:26

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ég tek undir með Jón Vali að þjóðin ætlar ekkert inní þetta Evrópuyfirráðabandalag. Alveg sama hvað þið hamist hér á þessari síðu.

Stuðningsleysi þjóðarinnar við ESB aðild er himinhrópandi og kallar í raun á að eftir því sé hlustað og ESB umsóknin með öllu því sundrungarferli sem hún hefur kallað yfir þjóðina verði nú dreginn til baka tafarlaust.

Gunnlaugur I., 10.5.2010 kl. 06:54

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Finnish agriculture before and after the EU integration, agriculture politics:

EU-medlemsskap:

• Et raskt skifte fra et lukket og regulert marked til et åpent og mer konkurransedyktig marked

• Produsentprisene sank med 40-60% (mindre andel av inntekten fra priser – større andel subsidier, ca 45%). En negativ inntektsutvikling

• Rask strukturendring

- i 1994 mer enn 100 000 bruk – i 2007 mindre enn 70 000 bruk, dvs mer enn 3% reduksjon i året (nedgang i mjølkebruk ca 7% pr år)

- gjennomsnittsstørrelsen pr bruk har økt fra 180 daa til 350 daa

• Økt produktivitet – ca 1% i året. Produktivitetsøkningen i Sverige er lavere og i Danmark mye høyere.

• Endring i produksjonsvolum:

- Økning i de totale kornarealene (hvete er doblet i areal)

- Mjølk – redusert fra ca 2 750 mill liter til ca 2 300 mill liter

- Svineproduksjon har økt, ca 20% eksporteres og da hovedsakelig til Russland, Estland og Japan

- Fjørfeproduksjon – mer enn doblet de siste 12 årene

- Kjøttproduksjon – en nedgang (ca 90% kommer fra mjølkebruk)

• Eksport – økning i verdi med 500 mill euro til totalt ca 1 100 mill euro

- hovedsakelig til Sverige og Estland. Ca 3% til Norge.

• Import – økning i verdi med 1 100 mill euro til ca 2 800 mill euro
- hovedsakelig fra Tyskland, Nederland, Sverige, Brasil. Laks fra Norge.

• Detaljmarkedet:

- matprisene falt i gjennomsnitt 11% da Finland ble EU-medlem i 1995 (årsak reduksjon i produsentprisen)

- fra 1995 til 2004 økte matprisene med 11%, mens konsumprisindeksen økte med 13,4%

- Bondens andel av utsalgsprisen på landbruksprodukter er redusert

- F.eks mjølk – i 1999 fikk bonden 38% av prisen pr mjølkeliter, mens i 2004 fikk han 33,4%."

Landbúnaður í Finnlandi frá árinu 1995, sjá bls. 10

Þorsteinn Briem, 10.5.2010 kl. 09:00

4 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Baggalútur er með rétta sjónarhornið á Jón Bjarnarson. Sjá hérna.

Það tala margir um það hversu allt er gott hérna fyrir utan ESB. Þetta er þó fullyrðing sem stenst ekki nánari skoðun. Enda hefur það sýnt sig að það er dýrt fyrir íslendinga að standa fyrir utan ESB og evruna.

Jón Frímann Jónsson, 11.5.2010 kl. 00:14

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Nordisk bistand i områdene C1-C4 og nasjonal bistand for Sør-Finland i område A og B.

Av landbruksstøtten kommer ca 60% fra nasjonale midler og ca 40% fra EU. Total støtte til landbruket i 2006 var på 1 891 mill euro av en inntekt på totalt 4 014 mill euro."

Landbúnaður í Finnlandi frá árinu 1995, sjá bls. 10


Strategy for Finnish Agriculture - Sjá svæði C1-C4 á bls. 72


"By virtue of Article 142 of the Accession Treaty, the Commission has authorised Finland and Sweden to pay long-term national aid to ensure that agriculture is maintained also in the northern regions.

In Finland northern aid has been paid during the whole time Finland has been in the EU in support areas C1–C4.

Aid is paid for traditional agricultural production sectors in the region, i.e. animal husbandry, including reindeer husbandry, plant production and horticulture (greenhouse production and storage aid).

Northern aid scheme also includes transportation aid for meat and milk in northernmost Finland.

In 2007 northern aid was paid to almost 35,000 beneficiaries in Finland. The payments to the production of 2007 have been estimated at 328 million euros, of which the share of animal husbandry is 78%.

Of the total aid 48% is paid as production aid for milk and 19% as various forms of aid for beef production. About 55% of the cultivated arable area of Finland is located in the area covered by the northern aid scheme."

Ministry of Agriculture and Forestry

Þorsteinn Briem, 11.5.2010 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband