Leita í fréttum mbl.is

ESB stofnar neyðarsjóð - viðbrögð jákvæð

Á www.visir.is í dag er að finna frétt um aðgerðir ESBvegna skuldavanda Grikklands:

,,Evrópskar hlutabréfavísitölur hækkuðu mikið í gær eftir að Evrópusambandið tilkynnti að stofnaður yrði neyðarsjóður til að koma í veg fyrir að fjárhagsvandi Grikklands breiddi úr sér til annarra landa sambandsins.

Aðildarríki Evrópusambandsins (ESB) hafa samþykkt að leggja 750 milljarða evra, jafnvirði ríflega 123 þúsund milljarða íslenskra króna, í neyðarsjóðinn. Aðildarríki munu geta fengið lán úr sjóðnum til að koma í veg fyrir að þau lendi í svipuðum skuldavanda og Grikkir.

Evrópski Seðlabankinn mun einnig hefja mikil uppkaup á skuldum aðildarríkja ESB og einka­aðila til að halda mörkuðum stöðugum og lækka kostnað við lántökur. Bandaríski seðlabankinn mun styðja við aðgerðirnar með því að setja aftur í gang gjaldmiðlaskiptasamninga við Evrópska seðlabankann."

Öll fréttiin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta eru í raun sömu aðferðir og Íslensku bankarnir beittu síðustu misseri fyrir hrun. Lántaka til að greiða lán og uppkaup skulda með, lánum, til að halda uppi verði og stöðugleika. Við sjáum hvernig fór fyrir bönkunum. Það sama mun verða upp á teningnum hjá ESB, skaðinn verður bara af stjarnfræðilegri stærð og spuring hvort kreppan sem af því hlýst verði  svo stór og umfangsmikil að þjóðir heims geti komist út úr henni.

Gunnar Heiðarsson, 11.5.2010 kl. 08:54

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Stofnun þessa sérstaka neyðarsjóðs segir nú meira en nokkurt annað um öngþveitið og örvæntinguna sem ríkir og um það hvað þetta EVRU myntsamstarf er allt komið að fótum fram og fram á hengiflugið. 

Að þurfa svo sérstakan björgunarhring frá USA, svona eins konar Marshall aðstoð eins og eftir Síðari heimsstyrjöldina er þiem líka til niðurlægingar.  

Nú er myntsamstarfið í raun undir AGS komið sem er nú með allt myntbandalagið í gjörgæslu.

Sérfræðingar margir efast mjög um að þessar aðgerðir séu mikið meira en að pissa í skóinn sinn.

Sú gleði sem ríkti í gær um hækkunn á hlutabréfamörkuðum er nú með öllu horfinn því nú í morgun er mikil lækkun á öllum helstu hlutabréfamörkuðum í Evrópu.

Síðan standa fyrir dyrum dómsmál í Þýskalandi gegn þýsku ríkisstjórninni sem miða að því að ógilda þessar lánalínur. Merkel stórtapaði í í aukakosningum í stærsta fylki landsins og er tapið að stórum hluta rakið til þess að þjóðverjar vilja ekki lengur láta ESB og myntsamstarfið misnota sig.

Það er því nokkuð ljóst að þeir munu því á endanum segja sig frá þessu samstarfi með einum eða öðrum hætti.   

Þá er EVRAN í núverandi mynd búinn að vera.

Gunnlaugur I., 11.5.2010 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband