Leita í fréttum mbl.is

Sóknarfæri í sjávarútvegi með aðild að ESB?

LúðaÁ vefsíðu LÍÚ er að finna áhugaverða frétt, en þar er sagt frá erindi sem Gústaf Baldvinsson, framkvæmdastjóri Ice Fresh Seafood, sölufyrirtækis Samherja í Bretlandi, hélt á Akureyri í gærmorgun. Þar er að finna áhugaverða punkta um Evrópu, en byrjum á þessu: „Við vitum það - en það er misskilningur að heimurinn viti að okkar fiskur sé langbestur. Við erum litlir í alþjóðlegu samhengi," sagði Gústaf og vísaði til umfangs íslensks sjávarútvegs.”

Alveg hægt að taka undir þessi orð, íslenskur fiskur er stórkostlega góður og í raun forréttindi að hafa aðgang að auðlind sem þessari. Á það ber að leggja áherslu í komandi aðildarviðræðum við ESB! Með auknum samskiptum og markaðssókn innan ESB mætti einnig hæglega koma skilaboðum á framfæri um gæði íslensks sjávarfangs!

Og síðan segir í fréttinni: ,,Íerindi Gústafs kom fram að Samherji væri orðið eitt af stærstu og þekktustu sjávarútvegsfyrirtækjum í Evrópu og hefði áunnið sér orðstír fyrir gæði, afhendingaröryggi, vöruúrval og þjónustu. Hann sagði jafnframt að hugtakið ábyrgar fiskveiðar væri orðið að skilyrði kröfuharðra kaupenda sjávarafurða um heim allan.

Samherji selur sjávarafurðir fyrir 230 milljónir króna á hverjum degi. Allri starfsemi Samherja er stýrt frá Akureyri en félagið er með starfsemi víðs vegar um heiminn. Fyrirtækið veiðir árlega 390.000 tonn af fiski, stærstan hluta þess utan íslenskrar lögsögu. Fjölbreyttar afurðir Samherja, allt frá sjófrystum bolfiski til ferskrar bleikju úr eldisstöðvum fyrirtækisins, eru seldar til 45 landa víðs vegar um heim.”

Takið eftir þessu: Samherji er orðið eitt af stærstu og þekktustu sjávarútvegsfyrirtækjum í EVRÓPU.

Þetta þykir okkur flott, getum fyllst stolti yfir þessu og þykir sjálfsagt að Íslendingar hasli sér völl erlendis.

En á sama tíma eru hér uppi raddir sem líta til þess með hryllingi að útlendingar, erlend fyrirtæki komi hingað til að hefja starfsemi. Heitir það ekki verndarstefna? Á tímum síaukinna alþjóðlegra viðskipta!

Já, það er margt skrýtið í kýrhausnum, eða kannski þorskhausnum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hver yrðu áhrifin á íslenskan sjávarútveg við inngöngu Íslands í Evrópusambandið?

Evrópusambandið er langstærsti markaður okkar
Íslendinga fyrir sjávarafurðir og þar búa um 490 milljónir manna sem neyta árlega um 12 milljóna tonna af sjávarafurðum.

Árið 2006 veiddu þjóðir sambandsins um 6,9 milljónir tonna en stærstu veiðiþjóðirnar nú eru Spánn, Danmörk, Frakkland, Bretland og Ítalía.

Ísland yrði stærsta fiskveiðiþjóðin
í Evrópusambandinu og árið 2006 var afli íslenskra skipa tæpar 1,7 milljónir tonna.

Niðurfelling allra tolla
sem við greiðum af sjávarafurðum í Evrópusambandinu er eitt af þeim atriðum sem samið verður um og tekjur okkar aukast þegar tollarnir falla niður.

Við greiddum um 650 milljónir króna í tolla af sjávarafurðum í Evrópusambandinu árið 2008
og greiðum þar yfir 5% toll af ferskum flökum, til dæmis karfaflökum, 2% af heilum ferskum fiski sem seldur er á uppboðsmarkaði, humri, síld og öðrum afurðum.

Styrkir
frá Evrópusambandinu fást til smíði verksmiðja og fjárfestinga í vinnslubúnaði. Oft eru slíkir styrkir tímabundnir í nokkur ár eftir inngöngu í sambandið eða ætlaðir jaðarsvæðum.

Mestu tækifærin við inngöngu Íslands í Evrópusambandið byggjast hins vegar á yfirburðum okkar Íslendinga í
útgerð og fiskvinnslu.

Íslenskir útgerðarmenn hafa í nokkrum mæli rekið útgerðir og fiskvinnslufyrirtæki erlendis og geta náð þar góðri stöðu í ýmsum Evrópuöndum.

Mikilvægi sjávarútvegs er mun meiri hér en í öðrum löndum Evrópusambandsins, sem hlýtur að leiða til áhrifa á fiskveiðistefnu sambandsins og samninga um veiðiréttindi.

Íslenskar sjávarafurðir og sóknarfæri á mörkuðum, sjá bls. 11-12

Þorsteinn Briem, 12.5.2010 kl. 12:51

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Smá lagfæring á textanum hér að ofan:

Íslenskir útgerðarmenn hafa í nokkrum mæli rekið útgerðir og fiskvinnslufyrirtæki erlendis og geta náð þar góðri stöðu í ýmsum Evrópulöndum.

Mikilvægi sjávarútvegs yrði mun meira hér en í öðrum löndum Evrópusambandsins, sem hlýtur að leiða til áhrifa okkar á fiskveiðistefnu sambandsins og samninga um veiðiréttindi.

Þorsteinn Briem, 12.5.2010 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband