Leita í fréttum mbl.is

Guðni "brillerar" í Mogganum!

Guðni ÁgútssonFyrrum mjólkureftirlitsmaðurinn, ráðherra, bankaráðsmaður og flokksformaðurinn, Guðni Ágústsson, skrifar dæmigerða "MoggaEvrópugrein" í blaðið í dag. Þar fléttast saman á "snilldarlegan" hátt sjávar og sveitarómantík og andúð á ESB. Kíkjum aðeins á greinina:

,,Sjávarútvegurinn verður hinn stóri í að afla gjaldeyris úr gullkistum sínum eins og alltaf og þar er auðvelt og full rök fyrir að auka veiðina. Sjómaðurinn sækir björg í bú og flestir vita að fiskurinn, álið og ferðamaðurinn skila peningum heim í tóman ríkiskassann. Landbúnaðurinn og bændurnir eru í lykilstöðu til að spara gjaldeyri sem er af skornum skammti eftir hrunið og framleiða hágæðavörur fyrir heimilin og fólkið í landinu."

Síðan segir: ,,Hvert barn sem sest að matborði foreldra sinna veit í dag um þýðingu bóndans og að kýrin í fjósinu skiptir miklu máli fyrir okkur öll. Sauðkindin, svínið, kjúklingurinn og nautið færa okkur kjötið sem hefur lítið hækkað í verði frá hruni. Maturinn sem frá bóndanum kemur er gleði fjölskyldunnar og lífsöryggi."

Í framhaldi af þessu er vert að benda Guðna á frétt úr MBL, þar sem kemur fram að innlendar búvörur hafi hækkað um 22% frá 2007! Vissi Guðni þetta ekki??

Svo fellur hann í klisjugryfjuna: ,,Aðild myndi rústa íslenskan landbúnað og Bretarnir væru komnir inn í landhelgina á einu augabragði. Þeir hlakka til í Grimsby og Hull, sjómennirnir."

Þessu skvettir Guðni bara fram sisvona, án þess að færa nokkur rök fyrir máli sínu. Þetta er ódýr málflutningur. Guðni ætti að vita betur.

Og hann gengur lengra og fullyrðir:,, Kostnaður þjóðarbúsins við undirbúning samningsgerðar hleypur á milljörðum króna." Hvað er Guðni að tala um marga milljarða og hvaðan hefur hann þetta? Hvaðan koma upplýsingar Guðna?

Rætt hefur verið um heildarkostnað sem nemur 800 milljónum og á fjárlögum 2010 má m.a. sjá að beinn kostnaður er um 250 milljónir. Í þessu samhengi má minna á að árlega fá Bændasamtök Íslands um 10 milljarða úr ríkissjóði (les: frá skattgreiðendum).

í greininni fellur Guðni einnig í ,,frasagryfjuna" þegar hann talar um að...,,það sé vilji til að fórna framtíðarmöguleikum landsins á altari ESB í bráðræði." Þetta er s.s. verk manna (og kvenna) sem sé sama um möguleika Íslands. Fátt er fjarri veruleikanum. Evrópusinnar vilja sjá Ísland í nýju samhengi, nýrra möguleika.

Um grein Guðna má e.t.v. segja að hún reyn eftir fremsta megni að draga upp einfalda og klisjukennda mynd af málinu, þó vissulega séu í henni punktar sem séu hinir ágætustu. Til dæmis hvað varðar jarðvarma og ferskvatn og nýtingu þessara auðlinda.

Hinsvegar er vert að benda Guðna á að hér á komandi áratugum, munum koma fram kynslóðir fólks, sem ekki munu starfa í sjávarútvegi eða við landbúnað.

Auðlindir hafsins eru ekki óþrjótandi auðlind, eins og Guðni hefur sjálfur í skyn í grein sinni, er hann talar um að það megi auka aflaheimildir ("full rök fyrir að auka veiðina").

Nú starfa hér á tíu sinnum færri við landbúnað en um miðja síðustu öld, ef marka má Hagtölur bænda! Því miður eru þetta því ekki þeir vaxtargeirar sem taka við atvinnuþörf komandi kynslóða. Hér þarf annað og meira að koma til.

Í áhugaverðu viðtali í finnska Hufvudstadsbladet í dag segir Paavo Lipponen, fyrrum forsætisráðherra Finna að lykillinn að velgengni landsins væri í aðalatriðum þrennu að þakka: Menntun, rannsóknum og nýsköpun.

Finnland var fyrir ESB-aðild ríki sem byggði á einföldum og fáum atvinnuvegum, m.a. skógarhöggi. Eftir sína kreppu í byrjun níunda áratugarins þurftu Finnar er endurhugsa atvinnustefnu sína.

Kannski nokkuð sem við Íslendingar þurfum einnig að gera núna. En það er nokkuð ljóst að landbúnaður og sjávarútvegur verða ekki þeir burðarásar sem íslenskt atvinnulíf mun eingöngu hvíla á.

Þrátt fyrir alla rómantík til sjávar og sveita!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkvæmt Hagstofu Íslands hækkaði hér verð á eftirtöldum vörum miðað við verðlag á öllu landinu á 18 mánaða tímabili, frá ágúst 2008 til febrúar 2010:

Nýmjólk
um 19%, úr 91 krónu í 108 krónur lítrinn,

súrmjólk
um 28%, úr 125 krónum í 160 krónur lítrinn,

skyr
um 13%, úr 260 krónum í 295 krónur kílóið,

smjör
um 19%, úr 471 krónu í 560 krónur kílóið,

mjólkurostur
(26% brauðostur) um 13%, úr 1.105 krónum í 1.253 krónur kílóið,

egg
um 19%, úr 463 krónum í 549 krónur kílóið,

heill frosinn kjúklingur
um 19%, úr 463 krónum í 552 krónur kílóið,

súpukjöt
(dilkakjöt) um 18%, úr 542 krónum í 640 krónur kílóið,

vínarpylsur
um 14%, úr 1.008 krónum í 1.153 krónur kílóið,

lifrarkæfa
um 7%, úr 1.242 krónum í 1.327 krónur kílóið,

gúllas
(nautakjöt) um 2%, úr 1.816 krónum í 1.846 krónur kílóið,

skinka
um 10%, úr 2.254 krónum í 2.479 krónur kílóið,

hangikjötsálegg
um 6%, úr 3.562 krónum í 3.785 krónur kílóið.

Þorsteinn Briem, 12.5.2010 kl. 23:59

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Steini, það væri fróðlegt að vita hvað þessar vörur hefðu hækkað mikið á sama tíma ef við hefðum þurft að kaupa þær frá Evrópu.

Ég veit að ykkar rök eru að verðlagið hefði verið lærra og því í lagi þó prósentuhækkun hefði verið meiri. Þið hafið því miður ekkert fyrir ykkur í því að svo hefði verið.

Þar að auki eru þarna vörur sem ekki eru til annarstaðar en hér, eins og td hangikjöt.

Grein Guðna er góð, hann er mikill áhugamaður um að landbúnaður fái að blómstra á Íslandi og litar það hanns tjáningu auk þess sem orðalag Guðna er all sérstakt og fellur ekki sumum í geð. Innihald greinarinnar er gott og fátt ef nokkuð sem hægt er að hrekja með rökum.

Nafnlausi höfundur bloggsins reynir að hrekja sum atriðin sem Guðni nefnir en jafnvel þó þau séu tekin úr samhengi tekst þeim nafnlausa það ekki.

Það eru flestir þeirra skoðunar að ekki megi fórna landbúnaðnum, það er einnig ljóst að aðild að ESB mun þrengja að honum. Það eru margir sem telja að sú þrenging sé nóg til að landbúnaður leggist af.

Þegar verið er að nota Finnland sem viðmiðunarland eru menn ekki vel inni í sögunni.

Áður en finnar gerðust aðilar að ESB var stæðsti hluti viðskipta þeirra við Sovétríkin, þegar þau hrundu lentu þeir í miklum vanda. Því kom það þeim vel að komast inn á Evrópumarkað en til þess urðu þeir að ganga í ESB.

Við Íslendingar erum að selja okkar vörur út um allan heim, það er ljóst að margir þeirra milliríkjasamninga sem við höfum gert munu falla niður við inngöngu í ESB. Sumar þjóðir sem við höfum gert samninga við eru með samning við ESB og munum við væntanlega getað verslað við þær áfram, en margar þjóðir sem við verslum við eru annaðhvort með verri samninga við ESB en við eða enga. Viðskipti okkar við þær þjóðir munu því væntanlega leggjast niður.

Atvinnuleysi hér hjá okkur er nú um 9% og finnst okkur nóg um. Í Finnlandi hefur atvinnuleysi haldist kringum 10% frá því þeir gengu í ESB.

Ástæða kreppunnar í Finnlandi var einhæfur atvinnuvegur og markaður sem hrundi við fall stórveldis.

Ástæða kreppunnar hér er rán nokkurra einstaklinga samhliða heimskreppu. Atinnuvegir okkar eru fjölbreittir, markaður er um allann heim. Það hefur ekkert gefið sig hjá okkur hvað þetta varðar. Að vísu eru fyrirtækin í tímabundnum vanda en stoðirnar eru styrkar.

Gunnar Heiðarsson, 13.5.2010 kl. 12:06

3 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Já, Guðni er flottur eins og alltaf :=) ESB er hryllingur og ekki verður flúið frá þeirri niðurstöðu að allt fer til fjandans ef gengið verður í ESB sem eru nú þegar völt í sessi.. ekki færu rottur að ganga um borð í skip sem er að sökkva ? afhverju ættum við að gera það..

Charles Geir Marinó Stout, 13.5.2010 kl. 13:35

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útgjöld hins opinbera til landbúnaðar hérlendis voru um 12 milljarðar króna árið 2007.

Sænskir bændur fá um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, meira en nettótekjur bændanna, en rúmlega helmingur allra útgjalda sambandsins er til landbúnaðarmála.

Árið 2008 störfuðu hér 2,5% vinnuaflsins við landbúnað, sem var þá 1,4% af landsframleiðslunni og fjöldi bújarða um þrjú þúsund.

Meðalaldur búfjáreigenda hérlendis er 54 ár og margir þeirra eru með mjög lítil sauðfjárbú, þannig að þeir vinna einnig utan búanna, sem verða sumarbústaðir þegar þeir bregða búi.

Árið 2008 voru hér 1.318 sauðfjárbú, þar af 1.083, eða 82%, með 400 ærgildi eða færri. Blönduð bú voru þá 138 og kúabú 581.

Fastur kostnaður meðalsauðfjárbús var þá 249 þúsund krónur á mánuði að meðtöldum launum eigendanna.

Neysla á kindakjöti á öðrum Norðurlöndum er mjög lítil og engin ástæða til að reikna hér með innflutningi á kindakjöti í einhverjum mæli.

Við flytjum út um fjögur þúsund tonn af sauðfjárafurðum á ári, þar af um 1.200 tonn af kindakjöti, langmest til Evrópska efnahagssvæðisins, 2.200 tonn af gærum og 500 tonn af ull.

Árið 2009 voru flutt hér út 1.589 lifandi hross, um 90% til Evrópska efnahagssvæðisins.

Hérlendis eru hins vegar einungs 22 svínabú.

Í febrúar í fyrra kostaði kílóið af smjöri í þýskum verslunum 2,64 evrur, 391 íslenskar krónur á þávirði, en 537 krónur í verslunum hérlendis og verðmunurinn því 37%, miðað við verðlag á öllu landinu.

Verð á lítra af mjólk til framleiðenda í Finnlandi var um 0,33 evrur í febrúar síðastliðnum, um 58 íslenskar krónur á þávirði.

Samkvæmt ákvörðun Verðlagsnefndar búvara hér hækkaði verð á viðmiðunarmjólk frá framleiðendum í 83,49 krónur fyrir lítrann 1. janúar 2005 en í febrúar það ár var verð á mjólk í verslunum hérlendis 80 krónur fyrir lítrann, miðað við verðlag á öllu landinu.

Beingreiðsluhluti mjólkur til framleiðenda var þá 39,32 krónur fyrir lítrann og afurðastöðvahluti greiðslu til framleiðenda fyrir innlagða mjólk 44,17 krónur fyrir lítrann, eða 53% af verði mjólkurinnar til framleiðenda.

Verð á lítra af mjólk til framleiðenda hérlendis var 100 krónurbeingreiðslum meðtöldum árið 2008, en 91 króna í verslunum hér í ágúst það ár, miðað við verðlag á öllu landinu.

Hagtölur landbúnaðarins 2010

Sænskir bændur og Evrópusambandið


Finnska hagstofan - Verð til framleiðenda:


Þorsteinn Briem, 13.5.2010 kl. 14:00

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

http://notendur.hi.is/gylfason/Kafli02508%20Appendix.ppt

þetta efni er samfeld rök um að ganga í ESB og þetta hrekur allt sem Guðni er að segja. 

Landbúnaður og tollar dregur úr hagvexti. 

Sleggjan og Hvellurinn, 13.5.2010 kl. 14:18

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þessir tvíhliða samningarökin hjá NEI-sinnum eru orðin svolítið þreytandi.

80% útflutnings fer til Evrópu. 10% til USA... hvaða tvíhliða samninga eru NEI-sinnar að tala um. 

Sleggjan og Hvellurinn, 14.5.2010 kl. 01:52

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tæplega helmingur allra útgjalda Evrópusambandsins fer til landbúnaðarmála, átti þetta nú að vera hér að ofan.

Evrópska efnahagssvæðið
er langstærsta markaðssvæði okkar Íslendinga og þangað fóru um 84% af útflutningi okkar árið 2009, þar af um 80% af sjávarafurðum okkar, 60% af landbúnaðarvörum og 90% af iðnaðarvörum.

Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009


Og um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu.

Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010

Þorsteinn Briem, 14.5.2010 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband